Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 2
FLOSI Miku skammtur af frjálsri samkeppni Mig hefur alltaf grunaö, eða öllu heldur hef ég alltaf vitað, að samkeppni, frjáls og óháð, er af hinu góða. Það þarf engan Hannes Hólmstein Frídman eða Hæjek til að segja manni það. Bensín og olíur kostar hér nánast ekki neitt af því að olíufélögin eru í svo undur heilbrigðri samkeppni, kaffi kostar skít og ekki neitt af því að innflytjendur veita hver öðrum aðhald með heilbrigðum viðskiptaháttum. Dæmin sanna að neytendur á íslandi fá að njóta þess í ríkum mæli þegar heimsmarkaðsverð lækkar á kaffi og öðrum neysluvörum innfluttum, já öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Allir eru á einu máli um það að þetta sé alveg ofboðslega sniðug aðferð, sem hvetur innflytj- endur til að gera alltaf hagstæðari og hagstæð- ari innkaup þar til allt milli himins og jarðar kost- ar bara hérumbil ekki neitt. Það er nefnilega kominn tími til þess að þjóðin geri sér það Ijóst að það er innflytjendum og verslunarstéttinni að þakka hvað vísitalan helst lág, því vísitalan er reiknuð eftir vöruverði og allir vita að ef ekki væri hér á íslandi svona óskaplega frjáls samkeppni, þá værum við löngu komin langt yfir rauða strikið og mesti bölvaldur sem hugsast getur, riði á þjóðinni með öllum sínum þunga. Andskotinn væri laus og hörmungarnar birtust fólki í hækkandi kaupi. En á meðan frjálsa samkeppnin heldur vöru- verðinu niðri er allt í blómanum og enginn þarf að óttast þá ógæfu sem kauphækkunum fylgir, einfaldlega vegna þess að þeirra er ekki þörf. En það er víðar en í viðskiptaheiminum sem hin frjálsa samkeppni ber ríkulegan ávöxt. Ótrú- leg gróska er komin í þá fjölmiðla, sem flytja efni sitt á öldum Ijósvakans og má með sanni segja að í aldingarði sjónvörpunar og útvörpunar á íslandi sé hver skrautplantan uppaf annarri. Allt er þetta að þakka hinni frjálsu samkeppni og engu öðru. Samkeppni sjónvarps- og útvarpsstöðva er einkum fólgin í því að flytja landslýð æ áhuga- verðara útvarps- og sjónvarpsefni og maður veit bara satt að segja ekki hvar þetta endar ef áfram verður haldið sem horfir. Manni er bara næst að halda að hin frjálsa samkeppni sé á góðum vegi með að koma ís- lensku þjóðinni á eitthvert æðra tilverustig og vitsmunaplan, fyrir atbeina hinna síbatnandi og metnaðarfullu fjölmiðla Ijósvakans. Ég held að engum þurfi að blandast hugur um það að á sama hátt og lágt vöruverð í landinu er að þakka frjálsri samkeppni innflytjenda, þá er hið háa plan sem fjölmiðlar í landinu eru komnir á, að þakka hinni sömu frjálsu samkeppni. Það er ekki ofsagt að menningarbylting hafi orðið í Ijósvakanum á íslandi með því að sjónvarps- og útvarpsrekstur var gefinn frjáls. Hæst rís menningarleg viðleitni hinna stríð- andi sjónvarps- og útvarpsstöðva í tónlistarþátt- um sem helgaðireru þeirri köllun stjórnenda að selja hljómplötur sem þurfa að seljast þó allir séu orðnir leiðir á þeim, bæði þeir sem eru búnir að hlusta á þær oft og lengi nauðugir eða ótil- neyddir og líka þeir sem þurfa ekki að hlusta á þær nema einu sinni, eða jafnvel aldrei til að verða leiðir á þeim. Svona músík skilst mér að hafi til skamms tíma verið spiluð í síbylju í einni af rásum Ijós- vakans með þeim afleiðingum að vinsældalist- inn er orðinn óvinsældalisti, og rásin víst búin að geyspa golunni. - Menn fá grænar bólur hérna hjá mér á rakarastofunni, sagði rakarinn minn við mig í fyrradag, já bara grænar bólur ef þeir heyra vinsælt popp hérna í útvarpinu hjá mér, hlaupa allir upp í húðinni. Og þessu er ekki hægt að bjarga, nema ef maður er svo heppinn að geta náð í útsendingu frá Akureyri á hinum vinsælu Akureyrarþáttum: „Vits er þörf“ og „Við poll- inn“. Þá verður húðin slétt aftur. Eitt merkilegasta fyrirbrigði sem fylgt hefur í kjölfar frjálsrar fjölmiðlunar eru hinir svokölluðu símatímar, en í þeim gefst þeim vitsmunaverum þjóðarinnar, sem annars fá ekki að koma í út- varpið eða sjónvarpið, færi á að heyra sjálfa sig tala í síma. í símatímunum gefst alþjóð semsagt tækifæri til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni þar sem hún rís hæst og tjá sig um þau málefni sem helst brenna á þjóðinni þessa dagana. Semsagt brjóta til mergjar: smokkamál, matreiðslu, kyn- hegðun, brugg og brennivínsmál, háttvísi í strætisvögnum, kynvillu, klámmyndir, foreldra- vanda og æskulýðsvandamál, uppáferðamál og venjuleg ferðamál, homma lespíur og flugvallamál. Síðasta sem ég heyrði af þessu tagi var upp- byggileg útvarps umræða í síma fyrir alþjóð um hvar varaflugvöllur ætti að vera staðsettur og mér fannst flestir vilja að Nató legði slíkan völl einsog sagt er „í túninu heima". Ég skrúfaði fyrir þetta dæmalausa símaradíó, þegar einn af símagestum útvarpsins var að lýsa því yfir að hvergi væri jafn brýnt að hafa alheims Nató flugvöll með atómsprengjum og tilbehör einsog á Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Um leið og ég slökkti á útvarpinu, hugsaði ég sem svo: - Þeir vita ekki greyin, hvernig það er að hafa flugvöll í hlaðvarpanum. Svo fór ég út í fagran febrúarmorguninn og lofaði guð fyrir að fá að búa við frjálsa sam- keppni. Prótókollur í vanda í menningarmálanefnd borg- arinnar hefur verið róstusamt í tengslum við ráðningu list- ráðunautar og nú er komið upp undarlegt mál varðandi hana. Nefndin afréð að ráða Einar Hákonarson, fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokks til borgarstjórnar, enda var hann eini umsækjandinn. Fulltrúar lýðræðisflokkanna í nefnd- inni, Kristín Á. Ólafsdóttir og Ragnheiður Björk Guð- mundsdóttir lögðu til að um- sóknarfrestur yrði framlengd- ur. Það felldi íhaldið, en við atkvæðagreiðsluna um ráðn- ingu Einars sátu þær stöllur svo hjá. Þegar fundargerð nefndar- innar barst til borgarráðs brá hins vegar svo undarlega við, að þar var skýrt frá því að Kristín Ágústa og Ragnheiður Björk hefðu greitt atkvæði gegn Einari. Þessari rangbók- un vildu fulltrúar lýðræðis- flokkanna ekki una og spunn- ust af deilur. Til að skera úr um þetta var skrásetjari menningarmálanefndar tek- inn á teppið. Sá er Ólafur prótókollur Jónsson, svo- nefndur af því hann er líka sið- ameistari borgarinnar. Ólafur sór og sárt við lagði að þær stöllur hefðu greitt atkvæði gegn, þrátt fyrir að báðar harðneiti. „Þærnikkuðu,, mun vera svar Ólafs prótókolls. Á borgarstjórnarfundi hélt Davíð Oddsson því fram, að Ingibjörg Rafnar, fulltrúi íhaldsins, teldi sig líka muna eftir því að þær hefðu greitt atkvæði gegn Einari. Þess má geta að fyrir fundinn í nefndi- nni höfðu Alþýðubandalags- menn ákveðið að Kristín greiddi ekki atkvæði gegn Einari heldur sæti hjá, og eftir fundinn mun Ragnheiður Björk hafa hringt rakleiðis í Bjarna P. Magnússon, krat- apáfa, og sagt honum að auðvitað hefði hún setið hjá með Kristínu. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú, að þegar fundurinn var haldinn í nefndinni hitti einn af fulltrúum lýðræðis- flokkanna sem ekki situr í nefndinni eitt íhaldið framá gangi og spurði um úrslit. „Þetta fór vel," sagði íhaldið. „Einar var ráðinn og enginn á móti". Svona elskar íhaldið sannleikann... ■ ert!“ Bogdan var einmitt markvörður pólska landsliðs- ins sem sigraði það íslenska á leikunum.B Þeir gátu ekkert Spákona Þjóðviljans hjá Lóu spákonu geta pantað tíma hjá henni í síma 37585. ■ Því hvíslaði fugl Þeim leikmönnum sem skipuðu íslenska landsliðið í handknattleik á Ólympíuleik- unum í Munchen 1972 hefur verið sérstaklega boðið á fyrri leikinn við Júgóslavíu sem fram fer í Laugardalshöllinni á. mánudagskvöldið. Jón; Hjaltalín Magnússon for- maður HSÍ, sem var marka- hæsti leikmaður íslenska liðs- ins í þeirri keppni, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú í vikunni. Einn þeirra sem á hlýddu var Bogdan Kow- alczyck landsliðsþjálfari ís- lands og hann var fljótur til: „Ég skil ekki til hvers er verið að bjóða þeim, þeir gátu ekk- Um síðustu helgi birtist í Sunnudagsblaði Þjóðviljans viðtal sem bar yfirskriftina „Viltu forvitnast um framtíð- ina?“ og í því upplýsti Lóa spákona lesendur blaðsins um leyndardóma spálistar- innar. Þá var þar getum að því leitt að íslendingar væru forlaga- trúaðri en þeir vilja vera láta. Þetta virðist nú hafa komið á daginn því síðan um síðustu helgi hefur síminn hjá okkur á ritstjórninni verið rauðglóandi. Karlar og konur á öllum aldri hafa haft samband við okkur og beðið um símanúmer spákonunnar okkar og sumir eiga „kunningja sem vilja gjarnan hitta hana." Það upp- lýsist því hér með að þeir sem vilja forvitnast um framtíðina I Helgarpóstinum nú í vikunni gat að líta slúður um nýtt heimilisblað sem væntanlegt er á markaðinn í mars mán- uði. Hefur blað þetta hlotið nafnið Gestur. ( slúðrinu er látið í það skína að HP hafi frétt þetta eftir sínum venju- legu krókaleiðum, því hvíslaði fugl í eyra, en þar stendur orð- rétt: Eftir því sem HP veit best, og síðan koma mjög ná- kvæmar upplýsingar um hvers eðlis blaðið verði og hvert burðarviðtal fyrsta tbl. verði. Fuglar eiga einnig leið um ritstjórn Þjóðviljans af og til og einn slíkur hvíslaði sannleikanum að okkur. Sannleikurinn er sá að HP mun standa að útgáfu Gests og er tilgangur hans sá að drýgja auglýsingatekjur fyrir- tækisins. ■ 2 StÐA - ÞJÓÐVIL JINN Sunnudagur 22. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.