Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 13
GL4ETAN GLÆTAN Hannes fimm! Stuttspjall við Hannes Hlífar, fimmfaldan Norðurlandameistara ískák Það bartil um þær mundir: Róbert James Fischerog Bóris Spasský sátu að tafli í Laugardalshöll.Áöðrumstað í borginni var í heiminn borinn drengur sem var vatni ausinn og skírður Hannes Hlífar. Róbert James varð að vísu heimsmeistari í Laugardalshöll- inni en hefur ekki teflt upp frá því. Og aldrei hefur stjarna Bór- isar skinið jafn skært eftir þetta. En drengurinn sem fæddist á meðan á þessum ósköpum stóð lærði mannganginn og hefur ekki látið staðar numið upp frá því. Á dögunum varð hann til að mynda Norðurlandameistari - fimmta árið í röð. íslendingar eru mesta skák- þjóð veraldar eins og allir vita. Þar er miðað við hina handhægu höfðatölu eða svo dæmi sé tekið: Til þess að Sovétmenn stæðu okkur jafnfætis þyrftu þeir að koma sér upp um það bil 5937 stórmeisturum til viðbótar. Þar fyrir utan eigum við fleiri stór- meistara en hin Norðurlöndin samanlagt. En það er ekki bara gróska í stórmeistararæktinni. Það er mál þeirra manna, er gerst þekkja til, að aldrei hafi verið samankomnir á þessu landi jafn margir efnilegir unglingar. Það er haft til marks að eldri skákmenn og virðulegri treysta sér varla til þess að taka þátt í mótum lengur - af ótta við að verða rúllað upp af einhverj- um tíu ellefu ára gömlum pott- ormi! Og þeir voru þrír um daginn sem náðu Norðurlandameistara- titli, hver í sínum aldursflokki; Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Þröstur Þór- hallsson. 13 ára á Reykjavíkur- skákmóti Ég spurði Hannes fyrst um það, hvenær skákferill hans byrj- ílAi „Ég lærði mannganginn fimm ára gamall og gekk í Taflfélag Reykiavíkur þegar ég var átta ára. Ég var níu ára þegar ég tók þátt í fyrsta mótinu og árið eftir tók ég í fyrsta skipti þátt í Norð- urlandamóti, í flokki tíu ára og yngri og vann“. - Og þú hefur sigrað allar götur uppfrá því? „Já, það er nú orðin voðalega lítil þjálfun í þessu núorðið, - maður vinnur þetta alltaf". Ég spyr um sterkasta skákmót sem hann hefur tekið þátt í. „Það var Reykjavíkurskák- mótið núna síðast og svo íslands- mótið á Grundarfirði. Ég byrjaði íslandsmótið á því að vinna Jón L. Árnason og gekk ágætlega í fyrstu umferðunum. Um miðbik mótsins tapaði ég nokkrum skákum, en náði mér aftur upp og fékk 6 vinninga af 11. Á Reykjavíkurmótinu fékk ég 5!/2 af 11, eða 50%. Minnisstæð- asta skákin var gegn Sævait Bjarnasyni, égfékk góða stöðu út úr byrjuninni og vann“. - Hverjir eru uppáhalds skák- mennirnir úr hópi íslensku stór- meistaranna? 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. febrúar 1987 Glœtan sá aldrei til sólar Skorað á Norðurlandameistarann í skák. Giœtan bíður tœgri hlut. Hefði getað mátað ef öðruvísi hefði verið leikið! Allt þurfa menn nú að reyna á sjálfum sér! Þess vegna fannst tíðindamanni Glætunnar tilvalið að skora á Norðurlandameistar- ann í skák. Að vísu í þeim tilgangi að meistarinn færi svo yfir skák- irnar og sýndi hvar Glætunni fat- aðist flugið. Skemmst er frá að segja að taflmennskan var svo slæm að engan meistara þarftil að finna mistökin, - enda mátti tíð- indamaðurinn fyrmefndi una því að sjá þau jafnóðum. Einvígi Harmesar og Glætunn- ar fór 2-0, sem er alls ekki afleitt. Það hafa til dœmis margir tapað fleiri skákum fyrir honum... i. EINVÍGISSKÁK: Hvftt: GUetan Svart: Hannes HKfar Stefánsson Norræn vörn 1. e4 - dS 3. d4 - RxdS 2. exd - Rf6 4. Bc4 - ... (Hér valdi Glætan sjaldgæft afbrigði, að sögn Hannesar. Algengara er að leikið sé Rf3 eða c4). 4. ... - Rc6 6. Re2 - Bg7 5. c3 - g6 7. Db3 - ... (Þetta er ekki teórían, var það eina sem um þennan leik var sagt...) 7. ... - e6 9. Bxc6 - bxc6 8. Bb5 - 0-0 10. c4? - ... (Það er nóg að setja eitt spurningar- merki við þennan leik, sagði Hannes eftir skákina. í þessari stöðu er skást að hrókera). 10. ... - Re7 H- Be3 - Rf5 (Svartur vinnur peð...) 12. Dd3? ... (... og það hefði hvítur átt að sætta sig við! Rc3 var skömminni skárra) 12- — - cS 14. Bf4 - e5 13. Ré2 - cxd (Hér er staða Glætunnar orðin afar slæm og nánast töpuð...) 15. Bg3 - Rxg3 17. Re4 - Hb8 16. hxg3 - Bf5 (Lokin þarfnast því miður ekki neinna skýringa við). 18. b3 - Bxe4 23. Rf4?? - g5 19. Dxe4 - f5 24. Rd3 - gxh4 20. Rh4 - ÐxM 25. Rc5 - bxg3 21. Hxh4? - e4 26. Rd7?? - gxfi 22. 0-0-0 - d3 27. Rxh8 - e3 28. Hhl - e2 30. Hxfl!... 29. Kd2 - H=Ð (Glætan gefst ekki upp!) 30. ... - exfl=D 32. g4 - Hxd7+ 31. Rd7 - Hd8 (Hér tilkynnti svartur mát í næsta leik) 33. Kc2 - Ddl Mát! Hannes næstum mátaður - ef hann hefði leikið eitthvað 2. EINVÍGISSKÁK Hvítt: Hannes HKfer Stefánsson Svart: Ghetan 1. e4 - e5 3. Bc4 - Bc5 2. Rf3 - Rc6 (Staðan er í jafnvægi!) 4. c3 - d6 6. cxd4 - Bb4 5. d4 - exd4 (Hér hefði Glætunni verið nær að hunzkast til b6) 7. Rc3 - Bg4 9. D5!? - Bxf3?! 8. 0-0 - Rf6 (Betra að leika riddaranum til e5). 10. gxf3 - ReS 11. Be2! - ... (Ef hvítur hefði leikið 11. Da4+ - Dd7 12. Dxb4 - Rxf3+ 13. Khl - Dh3 14. Bf4 - Rxh2 og mátar. Svartur hefði semsagt mátað ef Hannes hefði leikið svona. Hann gerði það ekki). 11....- Rh5???? (Skammt stórra högga á milli: Maður fyrir borð). 12. f4 - Rxf4 14. Bg3?? - ... 13. Bxf4 - Df6?? (Hér var taflmennska Glætunnar far- in að hafa áhrif á Norðurlandameist- arannn. Hann gaf mann með 14. Bxe5 - Dxe5 15. Da4+ og hirðir bisk- upinn á b4!). 14. ... - 0-0-0 Skákinni lauk skömmu síðar, n.t. í 26. leik, með því að svartur varð mát. Hannes vann þannig 2-0 eins og áður er getið. Lokaspurningin var: Hvað viltu segja um þessa taflmennsku hjá Glætunni? „Hmm... Það eru nú æfingar tvisvar í viku hjé Taflfélaginu, Grensásvegi. Þær eru á þriðjudögum og fimmtudögum. Éndilega drífðu þig!“ Held mest upp á ogDemosþenes Ekki þarf vart að orðlengja um það; mælskukeppni er einhver vinsælasti parturfélagslífsins hjáframhaldsskólunum. Alla jafria mæta mörg hundruð nem- endur þegar lið tveggja skóla reyna með sér. Og það er nátt- úrlega alveg sérstök stemmning í kringum bestu ræðumennina. Framhaldsskólamir hafa með sér samtök, „Mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskólanna á ís- landi“ - skammstafað MORFÍS. Keppnin er með útsláttarfýrirkomu- lagi, rétt eins og bikarkeppni í fót- bolta. Og nú eru einungis tvö lið eftir, sem keppa til úrslita í Háskóla- bíói þann 6. mars n.k. Þá á Mennta- skólinn í Reykjavfk möguleika á því að vinna til eignar forláta bikar, eftir að hafa sigrað tvö síðustu ár. Lið Fjölbrautarskólans í Garðabæ mun aftur reyna að vinna þessa keppni í fyrsta sinn. Á leiðinni í úrslitin bar MR sigur- orð af Fjölbrautarskólanum í Ár- múla, Menntaskólanum við Sund ogFjölbrautarskólaSuðumesja. FG vann Samvinnuskólann á Bifröst, framhaldsdeild, Menntaskólinn á ísafirði og sat svo yfir í undanúrs- litum af því að lið MH sagði sig úr keppni. I hvom liði em þrír ræðumenn auk liðsstjóra og þrír dómarar gefa síðan stig út frá ræðutækni og rök- festu, svo eitthvað sé nefnt. Það þykir semsagt umtalsverður heiður að verða stigahassti ræðumaðurinn og vitaskuld það sem alla dreymir um þægar þeir standa í pontu. Gott að eiga kredit hjá Guði! Hlugi Gunnarsson, liðsmaður í hinni sigursælu sveit M.R. hefur í ölhim þremur umferðunum hingað til verið ræðumaður kvöldsins. Hann á möguleika á því að fá fullt hús ef hann stendur sig eins vel í Háskólabíói í næsta mánuði og jafna þar með met Helga Hjörvar. Dlugi er fæddur árið 1967 á Siglu- firði og var alinn þar upp til 15 ára aldurs. Síðan hefur hann búið í Hafnarfirði og numið í Menntaskólanum í Reykjavík, hvaðan hann útskrifast í vor. Þar til í haust halði hann ekki komið nálægt mælskukeppni svo orð sé á gerandi. Þá var hann settur í lið gegn Versló í vináttu- og æfingakeppni, sem MR vann naumlega. En ég hef aldrei heyrt þátala! Spjallað við llluga Gunnarsson mœlskumann úr M.R. Alvara lífsins hófst svo þegar dregið var til fyrstu umferðar MORFÍS. MR lenti gegn F.Á. og sigraði með yfirburðum. Og þar varð Hlugi ræðumaður kvöldsins. Og hvemig tilfinning var það? „Það var mest undrun sem kom fyrst en síðan fylgdi ánægjan í kjölf- arið. Við vorum að vísu allir það jafnir í liðinu að munurinn var varla marktækur. Við lögðum til að sett yrði innflutningsbann á vörur frá Suður-Afríku. Afskaplega gott efni“. Næst var það svo M.S. Urruæðu- efriið var: „Skapaði Guð heiminn?" M.R. sagði já og sigraði. Og Dlugi ræðumaður kvöldsins. - En skapaði Guð heiminn? „Við getum alltjent ekki útilokað það - og naér fannst nú betra að ver a með því en á móti...“ - Svona upp á seinni tíma að gera? >rM, það er aHtaf gott að eiga kre- Æt!“ Þar með var M.R. kominn í und- anúrslit ag mætfi F.Á. rétt eins og í fyrra. Þar lögðu þeir til að allir lands- menn gengjust undir eyðnipróf. Þeir sigraðu örugglega og enn varð Illugi ræðumaður kvöklsins. - Hversu heppilegt er það að menn dragi umræðuefrii og tali með því, burtséð frá eigjn skoðunum? ,JÉg sé ekki hvernig hægt væri að framkvæma þessa keppni öðruvísi. Auðvitað getur það haft vissar hætt- ur í för með sér ef menn era famir að ná mikilli leikni í að veija hvað sem er og tala gegn sannfBeringu sinni. Æskilegast væri að menn gætu ávallt talað samkvæmt skoðunum sínum, en ég fæ ekki séð hvemig á að koma því við“. Menn verða að hafd eigin stíl - Finnst þér ekkert vera athuga- vert við þessa keppni? „Ég sé nú kannski einna helst það, að mér finnst hún vera orðin ansi stór. Ég hef aHtaf feugsað mér þessa keppni sem tæki til að auka áhuga fólks á mælskuhsrinni, en mér finnst hún ekki vera notað sem shk, heldur orðin markmið í sjátfu sér. Nemendur gsgna eiginlega bara hlutverki klappkðs. Þetta er farið að minna svok'tið á fétboltakeppni. Það er kannski dáKtið skondið að ég skrifaði grem í skólabiaðið í fyrra, þar sem ég kom inn á þessi rök - og menn brosa að því að nu er ég orð- inn innsti koppur í búri í þessari sömu keppni“. - Þú hefur semsagt selt skoðanir þínar fyrirfram? „Ég myndi nú ekki orða það svo. Aðstæður núna vora þannig að skólinn átti möguleika á því að eignast þennan bikar og forráða- menn málfundafélagsins töldu sig hafa not fyrir krafta mína. Það hefði verið rangt af mér að segja nei. Og ég er þeirrar skoðunar að keppnin sé frábært tæki til að vekja áhuga á mælskulistinni. Það verður bara að nota þetta tæki rétt“. -Mælskulistin, já. Erhúneinhver list? ,Já, ég held að það sé ekki hægt að neita því. Hún er raunar tvíþætt - samanstendur af því að skrifa rasð- umar og síðan að flytja þær. Þama koma saman bókmermár og leik- lÉSt“. - Stendur maeLskulistm með raikl- um blóma meðal framhaldsskóla- nema um þessar mundfr? „Gæðm mættu að sjóKsögðu vera meiri. Ég held að það sé með þetta eins og alia aðra sköpun; það er aldrei hægt að ná neinni fuHkomnun. Menn hljóta atftaf að reyna að gera betur. Ég hefd að það sé mikilvægast að menn hafi sinn eigin stíl og séu ekki að apa hver eftir öðrum, þó auðvitað sé aHtaf gott að læra“. - Nú era úrsHt Morfís keppninnar framundan. Hvemig leggst það í þig að verða ræðumaður kvöldsins í fjórða sinn? ,JÉg er eiginlega ekkert farinn að hugsa um það. Það væri náttúrlega gaman, en það sem mestu máli skiptir er að liðið komi vel út“. - Að lokum: Hveijir era uppá- halds iæðumennimir þínir? „Ég hafði afskaplega gaman af Gunnari Thoroddsen, ef ég á að nefna einhvem innlendan. En af því að ég er mjög gamaldags þá hef ég mikla unun af því að lesa ræður manna eins og Cicero og Demoþen- esar. En ég hef aldrei heyrt þá tala...“ -þj ,?Það er nú enginn sérstakur. Ég hef lært af þeim öllum“. - En útlenskir skákmenn? „Ég held langmest up á Gary Kasparov, heimsmeistara, og hef lengi gert það“. - Eyðir þú löngum tíma á dag í skákina? „Það er mjög misjafnt. Stuno- um alls engum. Ef ég er að tefla í móti þá stúdera ég meira, til dæmis byrjanir andstæðinga minna, - með hliðsjón af því hvernig ég tefli svo á móti þeim“. - Ætlar þú að helga þig skák- inni? „Það er erfitt að segja til um hvort ég geri það. En ég á ábyggi- lega eftir að halda áfram“. - Hvað finnst þér um yngstu skákmennina - þína kynslóð? „Það eru mjög margir sem eru afar efnilegir og það er mikið til Taflfélagi Reykjavíkur að þakka. Þar eru opnar æfingar tvisvar í viku. Og þar hef ég lært mest“. Sunnudagur 22. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13 ÚR NÖLDUR SKJÓÐUNNI ORM VÉ8TEIMSSON 6KWFAR Ef ekki þarfað lœra - þá þarf hekdur ekki að kenna í samfélaginu okkareru gerðar kröfur um menntun. Það er af því að við teljum, að til að geta leyst fjöldann allan af störfum af hendi þurfi fólk ákveðna menntun. Til þess höfum við komið okkur upp menntakerfi. Það virkar þannig að fyrst erum við öll látin sitja níu vetur í skóla, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr, og eigum þá að vera bæði læs og skrifandi, og koma þannig fyrir að við verðum sjálf um okkur ekkert verulega til skammar þegar við hittum fölk sem hefur höndlað sannleikann. Að þessu loknu fara þau okkar sem eru í hjartanu lítillát að vinna við einhveija a< undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar, þar sem ekki eru gerðar miklar kröfur um menntun, en þeim mun meiri um lítillæti. En við hin - og við erum mörg, sem teljum að við séum ekki tilbúin til að vinna þjóðfélaginu neitt gagn, við för- um í framhatdsnám. Þau ekkar semefu verulege klór fara auðvitað í iénnám eða afla sér einhverrar ákveðinnar starfs- menntunar. En afgangurinn fer síðan í bóknám eða mennta- skóla. Þetta finnst mór stundum svolítið skrítið. « Það sem ég skil ekfci, er tdbvers eiginlega afrt þetta fótk fer í menntasfcóla því einhvernvegirm hef ég það á tilfinnmgunni að það sé ekki endilega af einlægri ást á menntagyðjunni, eða þrá eftir að skilja sjáffan sig og tilveruna bet- ur. AÚkinheldur sýnist mér að með einiægum ásetningi sé fátt auðvekfara en að sleppa í gegn- um menntaskólanám þess að fil- einka sér nokkuð það sem í dag- legu tali kallast menntun - nema þá af tómri slysni. Að minnsta kosti verður maður skuggalega oft var við fólk sem gengur með stúdentspróf upp á vasann og get- ur hreint ómögulega tjáð sig á ís- lensku eða gert greinarmun góðs og ills - hvað þá meira. Sem dæmi má nefna sumt fólk sem tjáir sig reglulega í útvörp þessa lands, þannig að sker í eyrun. \w Þetta gengur nú samt ágætlega - það er alveg hægt að græða pen- inga án þess að geta talað, og at- vinnurekendum er sjálfsagt alveg sama um menntun vinnufólksins, bara að það hafi próf og geti unn- ið. Þeir sem standa fyrir nýju laga- frumvarpi um framhaldsskóla virðast heldur ekki gera miklar kröfur. í því riti stendur í afar stuttum kafla um markmið og til- gang framhaldsskóla, eitthvað á þá leið að þar eigi að búa fólk undir frekara nám og síðan störf, og svo í aukasetningu eitthvað um það að fólk eigi að þroskast í þessum stofnunum. (Það er nátt- úrulega spurning hvort maður kemst yfirleitt hjá því að þroskast eitthvað á þessum árum, hvort sem maður er í skóla eða ekki). Af þessu að dæma virðist ýmis- legt annað en háleitar hugsjónir þjaka fólk niðri í menntamála- ráðuneyti. IV En svo er náttúrulega til fólk sem heldur að menntun sé í sjálfri eitthvað eftirsóknarverð og að það geti verið gott og gaman að hafa þekkingu og innsýn inn í hlutina, - og fer jafnvel í fram- haldsnám af þessura ástæðum einum saman. Svoleiðis fólk á það til að vera að fetta fragur út í þjónustuna og gera kröfur til illa launaðra og vinnuþræHcaðra sem af hugsjón einni saman eyða ævinni í að ranrétta unglinga þannig að þeir geti tekið próf og fengið aknennilega virmu. Eg ætla né eiginfega ekkert tengra (ef ég var tþá ektfrvert kominn), enda æfla ég mér ekki þá dul að fara að koma með neinar lausnir eða báa td tiUögur (um það sem hvort eð er, ekkert er). Það verða mér sttjallari menn að sjá um. í fljótu bragði sýnist mér að ef það ætti að fara að sjá til þess að atfir eyddu menntaskélaárunum raunverulega í það að menntastig (hvernig svo sem það ætti að vera hægt) eða hið gagnstæða hið gagnstæða að hafa bara barna- heimili sem útskrifa stúdenta og eftirláta sérvitrragununa mennta- stofnanimar, þá yrði það allt saman hálfgerður fasismi. Og ég er svo ungur ennþá að ég fer ekki að orða mig við slíkt. Orri Vésteinsson p.s. í þessari greki er minnst á frum- varp tii laga um framhaldsskóla. Það er mjög skeramtHeg lesning, og ég hvet aHa sem áiraga hafa á framhaldsskóium og menntun al- mennt að ná sér f þetta rit og lesa í því sér til skemmtunar á síðkvöld- um. Þar er m.a. að finna skii- greiningu á nemanda, sem felur í sér að það sé hver sá sem sækir minnst 36 kennslustundir á viku. Samkvæmt því var eiginlega aldrei nemandi á mínum menntaskólaferli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.