Þjóðviljinn - 01.03.1987, Qupperneq 7
„Comme
il fdut“
Eins og þeir œttu að vera
„Þegar karlmaður kemur inn á
málverkasýningu eða hvern
þann opinberan stað þar sem
konur eru fyrir, skal hann taka
ofan.
Þegar gengið er upp tröpp-
urskal karlmaðurinnganga
undan konunni, en á niðurleið
skal hann ganga á eftir henni.
Ef þú karlmaður góður ert með
dömum í leikhúsi, óperu eða
konsertsal, þá gakk undan til að
ryðja þeim braut og tryggja þeim
sæti“.
Þessar góðu ráðleggingar
standa í lítilli bók, handbók í
mannasiðum sem gefin var út í
Kaupmannahöfn um 1880 og
heitir á frummálinu; „Herrerne,
„comme il faut“, som de bör
være“.
í Sunnudagsblaðinu um síð-
ustu helgi var grein eftir Vilborgu
Davíðsdóttur undir yfirskriftinni;
„Aðlaðandi er konan ánægð-
“,þar sem greint var frá holl-
ráðum til kvenna í sambandi við
hlutverk þeirra í lífinu og vill
undirritað karlrembusvín þakka
hana og jafnframt leggja sitt af
mörkum til að þær konur sem
leggja sig fram í anda fyrrnefndr-
ar greinar Vilborgar, uppskeri
kurteislegt og sæmandi viðmót
karlmanna og verður því greint
frá því helsta sem í þessari merku
bók stendur.
Bókin er í litlu broti til að hún
fari vel í vasa og menn geti lesið
sig til strax og brugðist rétt við
óvæntum uppákomum.
Hún skiptist í þrettán kafla sem
hver um sig fjallar um afmarkað
efni og skulum við nú líta á
nokkra þeirra:
Aldrei rétta konu
höndina nema,...
Fyrsti kafli fjallar um hvernig á
að kynna fólk og segir þar að tals-
verð ábyrgð fylgi slíku og áður en
til kynningarinnar kemur verði
maður að meta hvort fólkið muni
hafa ánægju hvort af öðru eða
hvort væntanlegur kunnings-
skapur muni geta haft óþægindi í
för með sér.
Alltaf skal kynna herrann fyrir
dömunni en ekki dömuna fyrir
herranum og ætíð skal koma á
þann hátt fram við dömuna, sem
hún sé hinn virðulegasti fulltrúi
hins veika kyns og skal sá sem
kynntur er fyrir konu láta sem
það sé honum sérstakur heiður
að vera kynntur fyrir henni.
Menn skulu haga sér þannig enda
þótt þeir séu af hærri stigum en
konan.
Kynnið aldrei mann fyrir konu
nema spyrja hana fyrst leyfis.
Karlmaður má aldrei rétta konu
höndina nema hún hafi áður rétt
fram sína og þannig gefið til
kynna að hún óski eftir að kynn-
ast honum nánar og í útlöndum
taka konur aldrei í hönd karl-
manna nema þær þekki þá vel.
Menn skulu fara í heimsóknir
milli kl. 14 og 16 á daginn. Þá
komast þeir hjá að valda óþæg-
indum með því að birtast áður en
búið er að taka af hádegisborðinu
og eru farnir áður en húsfreyja
þarf að skipta um föt fyrir kvöld-
verðinn.
Ekki hatta ofan
á fortepíanó
Gætið þess ávallt að birtast
aldrei á matartíma og hafi það
einhverntíma komið fyrir, látið
það aldrei gerast aftur.
Kurteisisheimsóknir skulu
alltaf vera stuttar og þótt sam-
ræður verði líflegar þá skulu
menn gæta þess að heimsóknin
vari aldrei lengur en hálftíma.
Það er altént skárra að fólk harmi
burtför þína en óski eftir henni.
Þegar karlmaður kemur í
heimsókn má hann alls ekki skilja
hatt sinn og staf eftir í forstof-
unni, heldur skal hann taka þessa
hluti með sér til stofu. Annað er
að gera sig full heimakominn.
Hattinn má alls ekki leggja frá
sér á borð eða fortepíanó heldur
skal halda á honum virðulega, en
sé það ómögulegt, skal leggja
hann frá sér á stól.Regnhlífar
skal hins vegar alltaf skilja eftir í
forstofu.
Ef þú, karlmaður góður, ert í
heimsókn hjá dömu og hittir aðra
dömu hjá henni, ber þér að
standa upp þegar sú síðarnefnda
kveður og fylgja henni út í vagn-
inn og síðan skaltu snúa til baka
sjálfur og kveðja, því annars gæti
litið svo út að þú hefðir farið með
þeirri sem fór, eða þá að þú hefð-
ir ekki nennt að vera í félagsskap
húsfreyju eftir að hin var farin.
Konur og stjórnmál,
ósamrýmanleg
Varast skal að ræða við konur
eins og þær séu algerir
heimskingjar, en hafa ber í huga
að ýmis efni eru konum ókunnug
og óviðkomandi, svo sem
stjórnmál, vísindi og efna-
hagsmál. Skal því leiða talið að
málum sem konan kann skil á eða
eru henni skyld og hvað er betra
en fá konu til að tala um börn sín,
unga konu um síðasta ballið sem
hún var á.
Mundu að þegar þú hefur leitt
talið á slíkar brautir, þarft þú að-
eins að hlusta og skjóta inn orði
við og við og áður en varir færðu
orð fyrir að vera sérlega þægi-
legur viðmælandi og notalegur
maður.
Vitnaðu aldrei í klassíska höf-
unda á frummálinu í návist
kvenna 4n þess að afsaka þig og
þýða tilvitnunina og reyndu yfir-
höfuð að forðast slíkt nema þér
detti alls ekkert annað í hug sem
hæfir umræðuefninu.
Hattinn af höfðinu
Tveir kurteisustu menn sinnar
tíðar; Karl fimmti og Lúðvík
fjórtándi létu aldrei hjá líða að
taka ofan fyrir jafnvel hinum
lægstu af þegnum sínum. Munið
að það er ókurteisi að kinka að-
eins kolli eða rétt lyfta hattinum.
Sönn kurteisi krefst þess að hatt-
inum sé lyft alveg af höfðinu.
Ef þú hittir góðkunningja þína
eða vini sem þú þekkir nóg til að
heilsa með handabandi, taktu þá
ofan með vinstri hendi til að hafa
þá hægri lausa.
Ef þú hittir á götu konu sem þú
þekkir nóg til að geta ávarpað, þá
skaltu ekki stöðva hana heldur
snúa við og ganga með henni spöl
í þá átt sem hún er að fara. Þegar
þú hefur sagt allt sem þú ætlaðir,
skaltu kveðja.
Ef þú villt kasta kveðju á konu
án þess að ræða við hana, skaltu
taka hattinn ofan með þeirri
hendi sem fjær er konunni, þann-
ig að ef þið mætist þannig að kon-
an er þér á hægri hönd, lyftu þá
hattinum með þeirri vinstri og ef
konan er þér á vinstri hönd, not-
aðu hægri hönd.
Konur biðja
ekki um meir
í matarboðum gilda ákveðnar
reglur sem menn verða að fara
eftir, vilji þeir teljast siðaðir.
Það þarf vonandi ekki að nefna
jafn sjálfsagðan hlut eins og að
bera aldrei borðhníf að munni
sér.
Engar sérstakar reglur gilda
um hvernig snæða skal spergil,
svo rétt er að fylgjast með því
hvernig aðrir gera, en sumir
borða hann með fingrunum, aðr-
ir bera hann að munni sér með
gaffli.
Þegar menn snæða kirsuber
eða plómur þá má beita til þess
ýmsum aðferðum. Sumir láta
steinana falla úr munni sér í
skeiðina og færa þá síðan á disk-
barminn, aðrir halda hönd fyrir
munninum og láta steininn faíla í,
lófann og leggja hann síðan á
diskbarminn og er síðarnefnda
aðferðin talin betri, þar sem hún
kemur algerlega í veg fyrir að
steinninn sjáist og til þess er
leikurinn gerður. Aldrei má láta
steininn falla úr munninum niður
á diskinn.
Munið karlmenn góðir að
skenkja víni í glös nærsitjandi
kvenna og þar sem konur drekka
meira vín nú en fyrir 150 árum
verða menn að muna að bjóða
þeim oft, því að konur geta ekki
beðið um meira í glasið, þær geta
hins vegar afþakkað. Karlmenn
sem hugsa aðeins um sjálfa sig og
taka ekkert eftir hvort glös
kvenna eru tóm eða full eru ekki
vel séðir hjá konum.
Ef þér er boðið að skála við
einhvern, skaltu horfa í augu við-
komandi og hneigja höfuðið lítið
eitt, drekka síðan af glasinu, eða
Þessi „herramaður" kann sig
ekki, því að menn eiga að ganga
undan konum upp stiga, en eftir
þeimániðurleiðinni.
tæma það, horfa aftur í augu við-
komandi og hneigja höfuðið lítil-
lega.
Ef þú ert svo óheppinn að
brjóta eitthvað við borðið ber þér
að afsaka en ekki má ofgera
slíku, en slysist menn til að
skemma kjól konu þá skulu þeir
biðja margfaldlega afsökunar og
reyna ef hægt er, að aðstoða við
að afmá verksummerki.
Ekki spora
á dansleikjum
Svara skal boði á dansleik eins
fljótt og auðið er.
Menn sem ekki dansa skulu
ekki sækja dansleiki því það er
brot gegn kurteisisreglum að sitja
eða standa þegar konur eru til
staðar sem bíða þess að vera boð-
ið upp í dans.
Karlmaður má ekki bjóða
konu upp í dans nema hafa áður
verið kynntur fyrir henni af ein-
hverjum fjölskyldumeðlimi hús-
freyju.
Menn skulu alls ekki ganga í
danssal nema íklæddir samkvæm-
isklæðnaði og hvítum eða ljósum
hönskum og þegar þangað er
komið skulu menn gæta sín mjög
vel að skemma ekki kjóla
kvenna, en ungir menn nú á
dögum eru allt of kærulausir hvað
þetta varðar og virðast sumir
hverjir telja ónauðsynlegt að af-
saka tjón sem þeir valda. Ridd-
araliðsforingjar skulu forðast að
bera spora á dansleikjum.
Menn mega aldrei leyfa konu
að greiða fyrir veitingar á opin-
berum dansleikjum eða í leikhús-
um, en hins vegar síðar ef konan
óskar þess sjálf, getur maðurinn
látið undan óskum konunnar, ef
hún sækir málið stíft.
Ef þú reykir og kona stefnir til
þín, ber þér að varpa frá þér
vindlinum þegar í stað. Reyktu
ekki rétt áður en þú verður í ná-
vist kvenna og aldrei milli dansa á
dansleikjum.
Sönnum herramönnum ber að
sýna konum sínum, dætrum og
systrum sömu kurteisi og öðrum
konum, jafnt í ranni fjölskyld-
unnar sem út á við.
Sá sem brýtur gegn þessari
grundvallarreglu sýnir sjálfur að
hann er ekki gjaldgengur í hópi
siðaðra manna.
-sá.
FÓSTBRÆÐUR
TAKA LAGIÐ
með sunnudagskaffinu
í Fóstbræðraheimilinu aö Langholtsvegi 109-111
sunnudaginn 1. mars (húsið opnað kl. 3 e.h.).
Kaffihlaðborð, heimabakaðar kökur, á aðeins
300 krónur (150 kr. fyrir börn).
Tombóla - 50 kr. miðinn.
I'óstbrivúriikoiwr
Sunnudagur 1. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7