Þjóðviljinn - 01.03.1987, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Síða 10
Huglœkningor Lœkning að Árin 1974-1975 gerði Dr.Erlendur Haraldsson dósent við sálfræðideild Háskóla íslands merka könnun á viðhorfum og kynnum íslendinga af dulrænni reynslu, trúarlegum efnum, miðlum, huglæknum og spáfólki. í framhaldi af þessarri könnun ákvað Erlendur að kanna nánar reynslufólksaf huglækningum og nautvið þaðaðstoðar Arnar Ólafssonar, sem þá var stúdent í sálfræði. Sú könnun var gerð tveimur árum seinna og niðurstöðurnar sem snúa að huglækningum eru umfjöllunarefnið í þessu viðtaliviðErlend. „Úrtakið var 900 manns og í könnunninni kom í ljós að 41% þeirra höfðu haft einhver kynni af huglæknum" sagði Erlendur. „Svipað var að segja um miðils- fundi og skyggnilýsingarfundi, um 40% höfðu kynni af slíku. Um helmingur þessa 900 höfðu haft einhver kynni af spáfólki. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem höfðu haft kynni af huglækn- um, um 90%, töldu að það hefði verið gagnlegt að leita til hug- lækna. Auðvitað segja þessar tölur ekkert í reynd um árangur þessarra lækningaaðferða því það fór ekki fram nein prófun á því hvort fólki batnaði eftir þær. Hér er eingöngu um að ræða mat fólksins sjálfs. Aðstoð frá öðrum heimi Þegar við sáum að slíkur fjöldi, 40%, höfðu leitað til huglækna, annað hvort fyrir sjálfa sig eða aðra, langaði okkur til að gera sérstaka athugun á kynnum þessa fólks af svonefndum huglæknum. Það má flokka huglækna niður á vissan hátt. í fyrsta lagi eru það þeir sem telja sig stunda lækning- ar með fyrirbænum en slíkt er til dæmis gert í sumum trúflokkum. Þá er talið að lækningin komi frá Guði eða Jesú eða öðrum trúar- Iegum máttarvöldum. í öðru lagi er til fólk sem reynir að stunda lækningar með sam- bandi við annars heims verur. Þar er starfsemin fólgin í því að hafa milligöngu milli framliðins fólks og sjúklings og lækningin er talin verða fyrir atbeina hins látna. í þriðja hópnum eru einstakir menn sem telja sig búa yfir sér- stökum lækningamætti og geti læknað fólk með handayfirlagn- ingum, en sá hópur er víst hver- fandi lítill. Hér á landi hafa nokkrir menn orðið þekktir fyrir að sinna hug- Iækningum og má þar á meðal nefna Einar frá Einarsstöðum, sem nú er nýlátinn, Ólaf Tryggvason, Ragnhildi Gott- skálksdóttur og bræðurna Jó- hann og Guðmund Lárussyni. Þetta fólk er nú látið. Þeir bræður Jóhann og Guð- mundur voru á sínum tíma mjög umtalaðir því þeir voru kærðir fyrir lækningar sínar og málið fór fyrir Hæstarétt þar sem þeir voru sýknaðir. Það fór töluverð rann- sókn fram á þessu máli og meðal annars komu fram gögn frá Birni Jósefssyni héraðslækni á Húsa- vík, sem sagði frá tilviki þar sem sjúklingur tók tímabundnum framförum eftir lækningatil- raunir bræðranna, og þótti Birni þessar framfarir óskýranlegar. Það er best að geta þess í upp- hafi að þessi könnun sem við gerðum var ekki gerð í því skyni að prófa á einn eða neinn hátt hvort raunveruleg lækning átti sér stað. Það eru til ýmsar tílgátur um hvers vegna bati á sér stað og það getur til dæmis komið til greina að mat sjúklinganna sjálfra á sjúkdómnum hafi ekki verið rétt. Það getur líka verið eingöngu um hugræn áhrif að ræða, fólki finnst að því líði betur. Mér er einnig sagt af læknislærðum mönnum að það sé oft erfitt að segja til um feril sjúkdóms. Mjög oft er ill- mögulegt að meta það hvort að lækning hefur átt sér stað handan við það sem eðlilegt má teljast og tæpast á færi annarra en læknis- lærðra manna svo ekki sé meira sagt. Handayfirlagningar og andalœkningar í fjórða lagi eru sjúklingar oft á handan tíðum í meðferð hjá læknum og erfitt að segja til um hvað hafði áhrif til bata. Og svo er ekki hægt að útiloka það að bati eigi sér stað af ókunnum ástæðum. í þessarri seinni könnun tókum við tali 100 manns sem voru bú- settir hér á Reykjavíkursvæðinu og höfðu leitað hjálpar hjá hug- læknum. Þetta voru 75 konur og 25 karlar. Það virðist reyndar svo vera að konur leiti öllu meira til huglækna. Við spurðum þetta fólk um hvenær þetta hefði gerst, í hvaða ástandi sjúklingurinn var, hvort hann var vinnufær eða ekki, ör- yrki eða á sjúkrahúsi og svo fram- vegis, hve lengi veikindi höfðu staðið, hvers eðlis sjúkdómurinn var, hvort sjúklingurinn var jafn- framt í læknismeðferð og hvaða huglækningaaðferð var notuð, þ.e. hvort það var handayfirlagn- ing, fyrirbænir, miðilssamband eða eitthvað annað. Við spurðum einnig hve mikla trú fólkið hafði fyrirfram á ár- angri af lækningum huglækn- anna. Það kom fram að það var ekki nema í hluta tilvikanna sem menn sóttu huglækninn heim. Oft voru honum aðeins borin skilaboð eða haft samband við hann í síma. Það skipti oft litlu máli við fyrir- bænir hvort viðkomandi sjúk- lingur var viðstaddur eða ekki og eins var um andalækningarnar. Þá var talið að verur þær sem áttu að standa að baki huglækninum kæmu til sjúklingsins á sinn hátt, ekki efnislega. Nálarför á líkaman- um 54% þeirra sem við töluðum við töldu að þeir hefðu fengið hjálp frá framliðnum lækni. 14 þessarra 100 sem talað var við töldu sig hafa orðið vara við andalækninn á einhvern hátt, annað hvort séð hann, fundið fyrir snertingu eða sterkri nálægð og í 5 tilvikum töldu menn sig greina nálarför á líkamanum sem þeir röktu til andalæknisins. í 26% tilvika var um fyrirbænir að ræða. Reyndar má geta þess að í rúmlega helmingi þeirra til- fella var um að ræða sambland bæna og andalækninga, en þó þannig að bænirnar voru viðhafð- ar í ríkara mæli. f 6 tilfellum var notuð handayf- irlagning og í 15 tilvikum vissu menn ekki hvaða aðferð var not- uð. í 2/3 tilvika var sjúklingur jafn- framt í læknismeðferð og í 80% tilvika höfðu sjúklingarnir ein- hvern tímann leitað læknismeð- ferðar. Það var algjör undan- tekning að þeir sem stunduðu þessar huglækningar reyndu að hafa einhver áhrif á læknislega meðferð, þeir skiptu sér ekkert af henni. Aðeins 8 þessarra sjúkl- inga skýrðu læknum sínum frá því að þeir hefðu leitað hjálpar hjá huglæknum. Asigkomulag sjúklinganna var þannig að 45% sinntu daglegum störfum, 35% voru óstarfhæfir og 20% voru á sjúkrahúsum. í nær Reynslusaga Hefði reynt hvað sem var Ásdís Ingólfsdóttin Ég lœknaðist alveg af slœmu mígreni eftir að hafa leitað hjálpar hjá enskum huglœkni „Ég var orðin svo slæm af mígr- eni að ég hefði reynt hvað sem var“ sagði Ásdís Ingólfsdóttir í Hafnarfirði í samtali við Þjóðvilj- ann, en hún er ein þeirra fjöl- mörgu íslendinga sem telja sig hafa fengið lækningu með aðstoð huglæknis. Ásdís hafði þjáðst af mígreni í 10 ár og síðustu 5 árin áður en hún Ieitaði til huglæknisins var hún orðin mjög slæm. „Ég fékk svo slæm höfuðverkjarköst að ég varð að slökkva öll ljós, draga gluggatjöldin fyrir og leggjast fyrir með höfuð undir sæng“ sagði hún þegar hún rifjaði upp fyrir blaðamann sögu sína sem gerðist fyrir 20 árum. „Ég gleymi þessu aldrei, þó 20 ár séu nú liðin. Ég var nýbúin að eiga fimmta barnið mitt og köstin voru sífellt verri. Ég var alltaf á verkjalyfjum því það er ekkert annað gefið við mígreni. Ég var búin að leita til nokkurra lækna og sjúkdómsgreining þeirra var alltaf sú sama en þeir gátu ekkert gert nema gefa mér verkjalyf. Átti að hugsa um vínrautt Maðurinn minn var á þessum tíma að vinna hjá Guðmundi Ein- arssyni, þáverandi formanni Sál- arrannsóknarfélagsins, og af ein- hverjum ástæðum barst sjúk- dómur minn í tal milli þeirra. Guðmundur lagði til að ég færi á fund ensks lækningamiðils, sem hét Hambling, og var staddur hér á landi á vegum Sálarrannsóknar- félagsins. Ég hefði reynt hvað sem var og fannst þetta ekkert fáranlegra en hvað annað og var alveg hlutlaus gagnvart huglækningum. Ég bjóst ekkert frekar við árangri af þessu en það sakaði ekkert að reyna. Ég fór á þrjá miðilsfundi hjá Ásdís Ingólfsdóttir: Ég hef ekki fengi Hambling. Þeir fóru þannig fram að við sem leituðum aðstoðar, 7- 8 manns í hvert sinn, sátum ásamt miðlinum í hring við borð og hann fór svo í trans. Það kom fólk og talaði í gegnum hann. Þetta var margt fólk og rödd miðilsins breyttist í hvert sinn. Það kom meðal annarra einn kínverji í gegnum hann, og þá breyttust áherslurnar og framburðurinn líka. Miðillinn sagði mér að hugsa um ákveðinn lit, vínrautt, á ákveðnum tíma á kvöldin, þannig myndi sá sem ætlaði að hjálpa mér ná sambandi við mig. Eg gerði þetta á hverju kvöldi en höfuðverkjarköst í 20 ár. Mynd E.ÓI varð aldrei vör við neitt, hvorki nálægð eða snertingu neins. Hef ekki fengið köst síðan Fljótlega fór ég að finna breytingu á ástandi mínu og eftir þetta hætti ég alveg að fá köstin og hef ekki fengið þau síðan. Eftir þetta gekk ég í Sálarr- annsóknarfélagið og fór á nokkra fundi með Hafsteini heitnum Björnssyni. Ég hef gert mjög lítið af því síðan að fara á miðilsfundi en ég er viss um að það er til eitthvað sem við sjáum ekki. Og það var aðstoð huglæknisins sem réði því að ég læknaðist, um það er ég alveg sannfærð. Síðar frétti ég að Hambling, sem nú er látinn, var áður blaða- maður í Englandi og kynni hans af huglækningum hófust þannig að hann fór sem blaðamaður á miðilsfund í þeim tilgangi að af- sanna huglækningar. En á fund- inum féll hann hins vegar sjálfur í trans og vaknaði ekki upp fyrr en fundinum var lokið. Þetta varð til þess að hann fór að kynna sér málin betur og það endaði með því að hann var þjálfaður upp sem miðill og lagði blaðamanns- starfið endanlega á hilluna til að sinna huglækningum!“ _vd. 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.