Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 13
SIGÞÓR SIGURÐSSON
fœddur 1967
13. sœti á lista
Alþýðuflokksins í
Reykjavík
„Heyri töluvert hjá ungu
fólki aö það teljialta
flokkana eins, og að það
sé ekki á þá treystandi.
En ég held að ungtfólk
geti ekki bent á neitt
annað í staðinn, enda
kannski ekkibúiðað
kynna sér málin af eigin
raun...“
FINNURINGÓLFSSON
fœddur 1954
2. sœti á lista
Framsóknarflokksins í
Reykjavík
„ Það er nú ekki mikið um
róttæklinga innan
Framsóknarflokksins en
hinsvegar eru
Framsóknarmenn
almennt umbótamenn.
Ungtfólk innan flokksins
hefurlitiðásig sem
samvisku hans.“
STJORNMAL
annað borð að hugsa um stöðu
sína í þjóðfélaginu.
En Framsóknarflokkurinn er
ekkert unglamb, nema síður sé.
Finnur: Hann er næstelstur,
Alþýðuflokkurinn er nokkrum
mánuðum eldri. Það var mikill
hugsjónamaður sem stofnaði þá
báða. En þótt flokkurinn sé gam-
all þá getur hann höfðað til ungs
fólks. Ég er hins vegar þeirrar
skoðunar að á undanfömum
árum hafi dregið mjög úr áhuga
ungs fólks að taka þátt í pólitík.
Ég held að ástæðan sé fyrst og
fremst hræðsla við að taka þátt í
flokkspólitísku starfi - og fá á sig
stimpii, sem seinna meir gæti
komið því í koll.
Illugi: Ég get nú ekki sagt að ég
hafi fundið fyrir þeim áhuga hjá
ungu fólki að það vilji öðruvísi
pólitík eða flokka. Það hafa kom-
ið fram nýir flokkar, - eins og til
dæmis Kvennalistinn og Flokkur
mannsins, - og ég hef ekki séð að
ungt fólk hafí fylkt sér um þá
frekar en einhverja af þeim
gömlu. Persónulega vildi ég helst
sjá tveggja flokka kerfí vegna
þess að ég held að það fjölflokka-
kerfi sem við búum við skili ekki
nægum árangri til lengdar. Fyrir
bragðið verða ríkisstjórnir ekki
eins virkar og þær ættu að vera.
Ungt fólk á
móti kunningja-
pólitíkinni
Ólafur: Ég hef oft orðið var við
það að ungt fólk er orðið leitt á
fjölflokkapólitík og sjálfur hef ég
stundum rennt hýru auga til
tveggja flokka kerfisins. Þar er
algengt sjónarmið að samsteypu-
stjórnir geti einungis af sér mála-
miðlanir. En það sem ungt fólk
vildi helst sjá breytast er að kunn-
ingjapólitíkin hverfi.
Illugi: Ég held nú að kunning-
jaþjóðfélagið verði seint úr sög-
unni, bara af fólksfjöldaástæð-
um.
í framhaldi af þessu: Undan-
farið hafa verið ofarlega á baugi
umræður um næstu ríkisstjórn og
það er eins og helst sé stemmning
fyrir vinstri stjórn annars vegar,
viðreisn hins vegar, Sigþór,
myndir þú vi|ja sjá Alýðuflokk-
inn í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn?
Sigþór: Svarið er nei. Ég er
ekki hrifinn af tali um samstarf
þessara flokka. Þó ég sé á lista þá
er ég ekki sammála mörgu í mál-
flutningi forystumanna hans,
enda hlýtur hver maður að hafa
sjálfstæðar skoðanir. Ég myndi
miklu frekar vilja vinstri stjórn.
Ólafur: Ég er ekki reiðubúinn
að spá um næstu ríkisstjórn. En
sá flokkur sem ég myndi vilja sjá í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
er sá sem er reiðubúinn að takast
á við efnahagsmálin á sömu nót-
um og verið hefur.
Ungt fólk
vill breytingar
Elín, vilt þú sjá Kvennalistann í
ríkisstjórn og þá með hverjum?
Elín: Auðvitað vildi ég helst sjá
Kvennalistann í stjórn en ég ætla
ekkert að velta fyrir mér með
hverjum. Ég held að allt yrði jafn
erfitt. Við höfum ekki mætt þeim
skilningi sem við vonumst eftir.
Ég er fyrir löngu orðin þreytt á
þessu hægri-vinstri tali og set
spurningamerki við það hvort sú
skipting eigi rétt á sér.
Finnur: Það er nú alveg klárt
mál hvað ég vil: Ríkisstjórn
Framsóknarflokksins. En það er
kannski til of mikils ætlast í þess-
um kosningum að svo verði. Ég
er hins vegar ekki reiðubúinn að
segja nákvæmlega til um hvernig
stjórn ég vil. Ég viðurkenni fús-
lega að sú stjórn sem nú situr hef-
ur náð árangri, þótt ég sé enginn
verulegur aðdáandi Sjálfstæðis-
flokksins, enda mest fyrir tilstilli
Framsóknarmanna.
Ulugi: Ég vil vinstri stjórn. Það
er eina stjórnin sem getur komið
efnahagsbatanum, hagvextinum
til hins almenna launamanns.
Það er afar hollt að skoða til
dæmis taxta starfsmanns í frysti-
húsi og draga síðan ályktanir um
ástandið í þjóðfélaginu út frá því.
Mynduð þið segja að ungt fólk
um þessar mundir sé róttækt?
Ólafur: Ungir Sjálfstæðismenn
eru róttækir í þeim skilningi að
þeir vilja breytingar. Stefna
flokksins er skýr: Hún hljóðar
upp á frelsi einstaklingsins,
frjálsa samkeppni í viðskiptum
og varið land. Við teljum að ekki
sé nóg að gert, að enn megi auka
frelsið.
Sigþór: Ég verð nú að viður-
kenna fáfræði mína í sambandi
við ungt fólk innan Alþýðu-
flokksins. En til þess að ég svari
persónulega fyrir mig þá er ég
ekki ánægður með öll stefnumál
flokksins og vil breytingar á
ýmsu. Almennt vill ungt fólk
breytingar sökum þess ástands
sem ríkir í þjóðfélaginu.
Elín: Kvennalistinn er náttúru-
lega alveg þrælróttækur, við vilj-
um hugarfarsbyltingu og ekkert
minna. Mer finnst yfirhöfuð að
ungt fólk leggi alltof mikla
áherslu á efnahagsleg gæði á
kostnað félagslegu þáttanna.
Finnur: Það er nú ekki mikið
um róttæklinga innan Framsókn-
arflokksins en hins vegar eru
Framsóknarmenn almennt um-
bótamenn. Ungt fólk innan
flokksins hefur litið á sig sem
samvisku hans og um leið verið
svipa á þá sem eldri eru, - því það
er staðreynd að það er alltaf meiri
vilji til umbóta í þeim sem yngri
eru.
lllugi: í Alþýðubandalaginu er
viss þróun innan ungliðahreyf-
ingarinnar sem ég kann ekki við
og tel að það þurfi að leysa sem
fyrst. En ég tel að vinstri menn
almennt eigi það sameiginlegt
með Framsóknarmönnum að
vera umbótamenn, þótt á dálítið
annan hátt sé...
Stjórnmálaflokkur
ungs fólks?
Þið hafið öll starfað innan
flokkanna eða fundið skoðunum
ykkar farveg hjá þeim. - En hald-
ið þið að ungt fólk geti ef til vill
stofnað flokk utan um sín barátt-
umál og boðið fram. Væruð þið
til að mynda reiðubúin að stofna
slíkan flokk núna á eftir?
Sigþór: Það er ákveðinn
grundvöllur fyrir hendi, mál sem
ungt fólk gæti sameinast um að
koma í gegn sem stjórnmálaafl en
ég veit ekki hvort það næðist
samstaða um það. Þetta er mjög
skemmtileg hugmynd og það væri
gaman að athuga grundvöllinn
fyrir þessu. Ég væri alveg tilbúinn
að taka þátt í því.
Illugi: Ég held að það sé nú lítil
von til þess að ungt fólk geti starf-
að saman á flokkspólitískum
grundvelli. En það er rétt sem
Sigþór sagði að það eru viss mál
sem við getum verið sammála
um, en ég held að það sé fjar-
lægur möguleiki að hægt sé að
stofna flokk utan um þau mál.
Elín: Ef við gefum okkur að
pólitík snúist um annað og meira
en bara efnahagsmál, sem mér
finnst nú stundum gleymast, þá
væri ábyggilega hægt að finna
hóp af ungu fólki, en ég efast um
að það yrði sterkt stjórnmálaafl.
Finnur: Ég stend nú í þeirri
meiningu að það sé ákaflega lítill
vandi að útbúa stjórnmálaflokk
og ungir kjósendur eru það marg-
ir, að ef þeir sameinuðust um
slíkan flokk þá næði hann
árangri. Málin eru til, - en þá
kemur að því hvaða leiðir á að
fara til þess að leysa þau og það er
þar sem lífsskoðanir skilja að.
Ólafur: Ég vildi nú ekki standa
í þeim illdeilum sem svona
flokksstofnun hefði í för með sér
- þar hlyti hver höndin að vera
uppi á móti annarri.
Strax á unga aldri byrja menn
að móta skoðanir á þjóðfé-
lagsmálum og sjónarmið þeirra
eru jafn ólík innbyrðis og hjá
þeim sem eldri eru. Mér þætti
gaman að sjá hvernig okkur
hérna gengi að ná samkomulagi,
- þið sjáið hvað okkur hefur
komið vel saman! - hj.
Sunnudagur 1. mars 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13