Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 2
■SPURNINGIN1 Borðar þú saltkjöt og baunir á Sprengidaginn? Sólveig Ragnarsdóttir, starfsstúlka á dagheimili: Nei, ég er grænmetisæta og borða bara baunirnar. En þær eru líka prýðisgóðar. Birna Jónsdóttir, 12 ára nemi í Hvassaleitis- skóla: Já, ég hef gert það síðan ég man eftir mér... Mér finnst þetta mjög góður matur. Hulda Þórarinsdóttir, Ijósmóðir: Ég er nú hrædd um það! Þetta er alveg ómissandi þáttur í fjölskyld- ulífinu. Karl Jónsson, kjötiðnaðarmaður: Þó það nú væri, - annað er ekki tilhlýöilegt fyrir mann í mínu starfi. Svo er þetta einhver besti matur sem ég get hugsað mér. Valur Ragnarsson, nemi í lyfjafræði H.I.: Já, ég geri það nú sem endra- nær. Mérfinnst þetta ágætismat- ur og svo er þetta líka fastur siður hjá fjölskyldunni. FRÉTTIR Áning fyrir konur Kristín Snœfells Arnþórsdóttirformaðurfélagsins K. O.N.A.N.: Þörfin ergífurleg „Það eru aðeins til sex pláss hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur fyrir konur sem eru í vandræðum vegna húsnæðisleysis eða ann- arra félagslegra aðstæðna eftir að hafa verið í meðferð vegna vím- ugjafaneyslu og þurfa á stuðning að halda til að takast á við lífið á nýjan leik,“ sagði Kristín Snæf- ells Arnþórsdóttir formaður ný- stofnaðs félags sem heitir K.O.N- .A.N. í samtali við Þjóðviljann. „Markmið félagsins er að opna áningarstað fyrir konur sem mun heita Dyngjan," sagði Kristín. „Stofnfundur félagsins var hald- inn á sunnudaginn og hann sóttu fulltrúar frá ýmsum félagasam- tökum sem og ráðgjöfum sem kljást við vímuefnavandamálin. Núna erum við að safna fjárfram- lögum frá landsmönnum öllum, sem hljóta að sjá þörfina á slíkum áningarstað, einsog við sem höf- um staðið að stofnun þessa fé- lags. Við erum þegar farnar að leita að heppilegu húsnæði sem gæti hugsanlega rúmað 15-20 konur í senn. Nú reynir á fólkið í landinu að styðja okkur og gera drauminn um áningarstað að veruleika, og því bendum við á að C- Vigdís Finnbogadóttir forseti gerðist styrktarfélagi félagsins í gær. Til hægri við hana er Kristín Snæfells Arnþórsdóttir formaður. gíróreikningur nr. 2626 í fyrir fjárframlög. Félagið er krónur,“ sagði Kristín. Verzlunarbankanum er opinn öllum opið og árgjaldið er 500 -vd. Vökumenn móti stuðningi við fóstnir Tillaga Vinstri manna um stuðning við kjarabaráttu fóstra við borgar- yfirvöldfelld ístúdentaráði. Vökumenn vilja fá frið íprófönnum ímaí Fulitrúar Vöku sem mynda meirihluta í Stúdentaráði Há- skólans felldu í fyrrakvöld tillögu frá félagi vinstri manna þar sem lýst er fullum stuðningi við kjara- baráttu fóstra hjá Reykjavíkur- borg. í tillögu vinstri manna var þess krafist að borgin taki undir rétt- látar og sjálfsagðar launakröfur fóstra og sjái til þess að ekki þurfi að loka dagvistarheimilunum. Tillagan var felld með 14 at- kvæðum Vökumanna gegn 8 at- kvæðum Vinstri manna og Um- bótasinna. Þess í stað lögðu Vökumenn fram aðra tillögu þar sem skorað er á borgaryfirvöld og fóstrur að reyna til þrautar að komast að samkomulagi um launakjör fóstra, svo ekki komi til uppsagna 1. maí n. k. „Þetta er þeim stúdentum sem börn eiga á dagheimilum og leikskólum mikið hagsmunamál, þar sem próf í Háskóla íslands fara fram í maí,“ segir orðrétt í tillögu Vöku- manna sem samþykkt var sam- hljóða. -Við töldum rétt úr því sem komið var að greiða þessari til- lögu atkvæði en það er athyglis- vert að eina samstaðan sem Vökumenn finna með fóstrum „Það eru einstaklingar alls- staðar af landinu, sem komu sam- an til að stofna þennan nýja flokk og hann tengist á engan hátt Sam- tökunum um jafnrétti milli landshluta," sagði formaður hins nýja flokks í samtali við Þjóðvilj- ann i gær. {stefnuskrá flokksins er greint felst í því að þeir hafa áhyggjur af sínum eigin prófundirbúningi í maí,“ sagði Jón Gunnar Grétars- frá afstöðu til ýmissa mála og um utanríkismál segir að flokkurinn vinni að friðar- afvopnunar- og umhverfisverndarmálum og styðji endurskoðun varnarsamn- ingsins við Bandaríkin og aðild íslands að NATO og vilji efla norrænt samstarf, einkum á norðvestursvæðinu. ~sá. son hjá Vinstri mönnum í samtali við Þjóðviljann í gær. ->8 Stóriðja Nefnda- ruglingur Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, á ekki sæti í stóriðjunefnd, einsog sagt var í grein um skip- brot stóriðjunnar í Þjóðviljanum sl. sunnudag. Jóhannes sat hins- vegar í samninganefnd um stór- iðju, en að sögn hans lauk sú nefnd störfum að mestu árið 1985. Hennar hlutverk var að sjá um viðræður við Alusuisse, en einsog komið hefur fram lauk þeim viðræðum með því að Alu- suisse gaf afsvar á að taka þátt í stækkun Álverksmiðjunnar í Straumsvík. Fyrir árin 1983 og 1984 var kostnaður vegna þessar- ar nefndar orðinn tæpar 28 milljónir króna. Þjóðviljinn biðst velvirðingar á þessum nefndarug- ■ingi. -Sáf Þjóðarflokkurinn Jafnrétti milli byggða landsins Pétur Valdimarsson flokksformaður: Valddreifing, pólitísk og rekstrarleg ábyrgð helstu markmið flokks- ins 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 3. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.