Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 5
VSÐHORF Bréf til félaga minna Stefanía Þorgrímsdóttir skrifar „ - En ég segi yður: þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því hann er hásæti Guðs, né við jörðina, þvi hún er skör fóta hans, ekki heldur við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs; ekki máttu held- ur sverja við höfuð þitt, því að þú getur ekki gjört eitt hár hvítt eða svart. En ræða yðar skal vera: já, já; nei, nei; en það sem er um- fram þetta, er af hinu vonda.“ (Matt. 5. kap. 34.-37.) Síðustu málsgrein þessarar til- vitnunar þótti þáverandi flokks- bróður mínum, Guðmundi J. Guðmundssyni Jaka, við hæfi að taka sér í munn, þá hann gekk til liðs við íhaldið í atkvæðagreiðslu þeirri er fram fór í neðri deild Alþingis hinn 18. febr. nýliðinn, um frávísunartillögu Sjálfstæðis- manna við frumvarpi Ingvars Gíslasonar, Guðmundar Bjarna- sonar, Steingríms J. Sigfússonar og Kristínar Halldórsdóttur um skipun rannsóknarnefndar vegna samskipta fræðslustjóra og fræðsluráðs N.l. eystra og menntamálaráðuneytisins. Ekki veit ég, hvort þekkingar- skortur olli því, að Jakinn svo- nefndur hafði ekki annað yfir af Fjallræðunni en fyrrgreind orð, eða að hann áleit sig eiðskyldan á þessari stundu. A.m.k. gæti fá- vísum komið til hugar, að hann hafi þarna unnið íhaldinu ein- hvers konar hollustueið; og víst er um, að öllum öðrum hollvinum þeirra dugði einföld játun við þetta tækifæri. Að bib- líulestri loknum dró Jakinn síðan samvisku sína til ábyrgðar svar- dögum sínum, og er vonandi að hún kikni ekki undan því lítil- ræði. Mitt á milli Fjallræðu og sam- visku fór svo Jakinn nokkrum föðuriegum áminningarorðum um skyldur opinberra starfs- manna hvað snertir heiðarleika í peningasökum. Og það var nú það. Líklega hefur hinn biblíufróði Guðmund- ur J. samt aldrei komist aftur í sjöunda kapítula þess guðspjalls, er hann vitnaði í, því hefði hann einhverju sinni lesið þó ekki væri meira en fyrstu fimm vers hans, hefði hann gáð sín, og ekki látið ræðu sína verða neitt umfram tvöfalda játun. Enda kappnóg, og margur vinargreiðinn minna verði goldinn í heimi hér. Sem þáverandi flokkssystir Guð- mundar hefði ég þó kosið að heyra ræðu hans einungis nei, „... Mér erþað Ijóst eftir atkvœðagreiðsluna í neðri deild Alþingis hinn 18. febrúar, að séuþeir pjÉjk, Guðmundur Jaki, Garðar Sig. ogco. í réttumflokki, þá er ég í röngum... “ nei, og þá helst í þrígang. Því við umrædda atkvæðagreiðslu reri Gvendur hreint ekki einskipa úr okkar flokki: annar sat þar hjá, og horfinn var Helgi, - svo vitnað sé í fleiri bókmenntir en biblíuna. Þessi þríeining Alþýðubanda- lagsandans í neðri deild Alþingis tryggði íhaldinu sigur og Sverri Hermannssyni, - sem kallaður hefur verið Jack the Ripper ís- lenskra skólamála, - náðugt ævi- kvöld í sæti menntamálaráð- herra. Einhvern veginn dettur mér í hug, að Steingrími J. Sigfússyni, þeim baráttúmanni, hljóti að hafa verið svipað innanbrjósts og Skarphéðni, krepptum við gaflað í Njálsbrennu, á þeiri stundu er „félagar“ okkar beruðu sig firammi fyrir þingheimi á þann veg, sem hér hefur verið rakinn og allir þekkja. - Nú munu lesendur þessara lína teknir að spyrja sjálfa sig, hvað í ósköpunum undirritaðri gangi til með þessum skrifum, annað en að etja kappi við Gvend Jaka um biblíukunnáttu. Ég skal reyna að gera grein fyrir því. Þannig er mál með vexti, að ég er, var og verð sósíalisti. Éinnig hef ég lengi verið flokksbundinn Alþýðubandalagsfélagi, hvort sem þetta tvennt samrýmist eður ei. Sjálf álít ég reyndar, að svo eigi að vera. Síðast, en ekki síst, hefi ég samvisku að gegna skyldum við, ekki síður en Gvendur Jaki. Ég tek það fram, að ég hefi aðeins eina samvisku og verð því að gera öll mál upp við hana, - þetta fyrirkomulag með prívatsamvisku, pólitíska samvisku, fjármálasamvisku og hamingjan veit hvað fleira í einni og sömu persónunni er svolítið sem ég hefi aldrei skilið né átt kost á. Sökum þeirrar samvisku ætla ég að reyna að stilla mig um að tíunda um of þá hluti í mínum flokki, sem oftlega hafa vakið með mér nokkurn pólitískan efa og þónokkurt samviskubit. Efa um það, hvort ég eigi heima í flokki, þar sem mönnum finnst sér sæma að kjósa fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík og teljast jafn „mikl- ir“ Alþýðubandalagsmenn eftir sem áður; þar sem predikuð flokksstefna í verkalýðsmálum er í framkvæmd þverbrotin af fram- ámönnum flokksins átölulítið; þar sem þingmenn flokksins geta í nafni „samvisku“ sinnar rekið hnífinn í bakið á samþing- mönnum sínum í stórpólitískum málum eins og ekkert sé eðli- legra. Ég ætla ekki að niðurlægja mig né Alþýðubandalagið með frek- ari umfjöllun þessara atriða; ég skal halda mig við það mál, sem hér var upphaflega tekið til um- ræðu, þ.e. „fræðslustjóramálið" svonefnda. Ekki ætla ég þó að rekja það mál lið fyrir lið, enda gerist þess tæpast þörf, svo sem um það hefir verið fjallað í fjölmiðlum. Ég vil einungis benda á það, sem virðist hafa vafist fyrir ýmsum, að þetta mál snýst ekki fyrst og fremst um persónu Sturlu Kristjánssonar, né um það hver hafi hátíðlegast hneigt sig og beygt fyrir fjár- lögum. í aðalatriðum snýst það um tvennt: í fyrsta lagi, hvort virða eigi grunnskólalögin, og þá að sjálf- sögðu alls staðar jafnt, eða hvort eigi að líðast að þessi lög séu ár- visst þverbrotin með fjárlögun- um, - í þokkabót fyrst og fremst á þeim svæðum, sem setið hafa á hakanum hvað uppbyggingu fræðslumála snertir. Alþýðu- bandalagið, sem býður fram undir kjörorðum á borð við „byggjum landið allt“ ætti varla að þurfa að velta fyrir sér afstöðu flokksins til þessa atriðis. Hún ætti að vera sæmilega skýr, svo fremi flokksmenn hafi annars vegar lesið stefnuskrá flokksins og hins vegar litið á landakort. Sturla Kristjánsson var, - emb- ættis síns vegna, - oddviti þess fólks, sem bar fram þá hógværu kröfu að börn á N.l. eystra svo sem annars staðar fengju tilskilda lágmarksfræðslu í samræmi við grunnskólalög. Þetta var nú hans glæpur, - allt orðagjálfur um óhlýðni, trúnað- arbrot, framúrakstur fjárlaga og annað úr sömu skúffu, er og verð- ur orðagjálfur til að breiða yfir annarlega, - og örugglega ósósí- alíska, - afstöðu gjálfraranna til þessarar kröfu um grundvallar- mannréttindi. í öðru lagi: Hvort Sverrir Her- mannsson hafi misbeitt valdi sínu, er hann vék Sturlu Krist- jánssyni úr embætti á þann hátt er hann gerði hinn 13. janúar s.l. Um þetta atriði eru skiptar skoðanir meðal fólks, en hrædd er ég um eitt: að sá maður, sem kallað getur aðfarir Sverris í mál- um fræðslustjórans á N. eystra annað en valdníðslu, sé a.m.k. ekki sósíalisti, hvað annað sem hann kann að vera. Til að verja þær aðferðir þarf meiri valds- dýrkun en samrýmist sósíalískri hugsun. Þegar Garðar Sigurðsson sat hjá við þá atkvæðagreiðslu þegar Guðmundur Jaki gekkst íhaldinu á hönd með tölu, sem sómt hefði Sverri Hermannssyni sjálfum, lögðu þeir sitt af mörkum til að kippa menntunarmálum barn- anna minna, - og þarmeð mögu- leikum þeirra til að lifa eins og menn, - aftur á bak um áratugi. Hvað burtveru Hjörleifs Gutt- ormssonar á þessari stund viðvík- ur, vona ég að þar hafi ekki kom- ið til neitt verra en mér óskiljan- leg tryggð hans við eigin ferðaá- ætlanir. Slíkt er næstum afsakan- legt. Ég segi næstum, því þótt sleppt væri öllu sem heitir stefna og hugsjónir, var það vægast sagt einkennileg pólitík stjórnarand- stöðuflokks, sem þarna átti sér stað. Þar að auki skyldu þessir jábræður íhaldsins muna, að „í dag mér, á morgun þér“ hafi kjördæmasjónarmið ruglað kompásinn hjá þeim. Ég leit svo á, að það væri eng- inn stalínismi né flokksræðis- hneigð að ætlast til þess af fólki, sem telur sig til sama flokks, að það standi saman um óumdeilan- leg grundvallaratriði, - í þessu til- viki að Alþýðubandalagsþing- menn stæðu saman á þingi um mál, sem snýst um hagsmuni og mannréttindi alþýðu þessa lands. Aukinheldur þegar andstæðing- urinn var íhaldið, með einn versta afturhalds- og þröngsýnis- posa sinn í broddi fylkingar. En það var greinilega til of mikils mælst. Mér er það ljóst, eftir atkvæð- agreiðsluna í neðri deild Alþingis hinn 18. febrúar, að séu þeir Guðmundur Jaki, Garðar Sig. og co. í réttum flokki, þá er ég í röngum. Þess vegna hefi ég, að kröfu samvisku minnar (sem þolir þó býsna margt) sagt mig úr þeim flokki, sem ég hefi starfað fyrir og með í bráðum tuttugu ár. Slíkt gerist ekki sársaukalaust né í fljótræði. Félagar mínir í Al- þýðubandalaginu eru að mínu mati yfirleitt hæft og dugmikið fólk; fólk, sem ég virði og treysti. Og frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins í N.l. eystra styð ég áfram til allra góðra verka. Því ágæta fólki og fjölmörgum öðr- um félögum Alþýðubandalagsins skulda ég þá skýringu, sem ég hefi hér leitast við að gefa, og ég treysti þeim til að skilja mína af- stöðu: Ég hefi einfaldlega ekki það skap, sem þarf til að vera kölluð flokkssystir Biblíu-Grána J. Guðmundssonar og hans nóta lengur. Qarjj 22. febrúar 1987 Stefanía Þorgrimsdóttir Æ, mikið óskaplega eigum við íslendingar gott. Við erum svo einfaldir, að ekki tekur nokkru tali. Og þó. í morgunþætti Rásar 1, þriðjudagsmorguninn 17. febrúar 1987, tóku stjórnendur þáttarins inn símtöl, þar sem hlustendum var gefinn kostur á {>ví að tjá sig um varaflugvöll á slandi. Eins og gefur að skilja, þegar menn hringja héðan og þaðan af landinu, var staðsetning flugvallarins efst á baugi og sýndist þar sitt hverjum. En svörin við þeirri spurningu, hver ætti að fjármagna fyrirtækið, slógu mig ansi harkalega. Öllum þeim sem ég heyrði til fannst alveg sjálfsagt að Bandaríkjamenn, eða jafnvel Atlantshafsbandalagið í heild sinni, ættu að fjármagna íslenskt hónihús Hörður J. Oddfríðarson skrifar fyrirtækið. Ekki skipti neinu máli hver borgaði, bara ef þeir fengju flugvöllinn. Eða eins og allvirðulegri konu varð að orði þegar hún heyrði þetta: „Ég get alveg eins lagst í hórdóm og selt mig. Mig sem vantar bíl.” En málið er að þetta fólk hugsar ekki nógu langt. Það hugsar sér herliðið sem „varnarlið“ fyrir íslendinga. Það gerir sér ekki grein fyrir því að þetta eru árásardeildir Bandaríkjahers, FYRIR Amerí- kana. ísland er því orðið skot- mark og íslendingar fórnarlömb. Ég trúði því ekki fyllilega fyrr en í morgun að íslendingar væru svo grunnhyggnir að halda að ameríska árásarliðið væri hér til að BJARGA OKKUR. Við ættum þá að sýna lit og reyna að .. Við œttum að hneppa alla hernáms- andstœðinga í atvinnubótavinnu og láta þá byggja tugthús yfir sjálfa sig. Við ættum að leggja niður íslenskuna ogfara að tala ensku, hinum amerísku björgunarsveitum til hagræðis... “ hjálpatil. Viðgætumt.d. stofnað „vinum“ okkar. Við gætum íslenskar hersveitir og fengið fengið sérþjálfaða menn frá hinu þjálfun hjá hinum ameríkönsku stóra landi tækifæranna til að þjálfa lögreglumenn okkar gegn óeirðarseggjum. Við gætum beðið ameríska hermenn að malbika fyrir okkur allt landið til að þeir kæmust á milli landshluta þegar og ef til kjarnorkustríðs kemur. Við vitum öll hve nauðsy-nlegt það er að komast á milli víglína í slíku stríði. Við ættum að hneppa alla hernámsandstæðinga í atvinnu- bótavinnu og láta þá byggja tugthús yfir sjálfa sig. Við ættum að leggja niður íslenskuna og fara að tala ensku, hinum amerísku björgunarsveitum til hagræðis. Við ættum að gera ísland að stóru góðu hóruhúsi og íslensku þjóðina að velliggjandi mellu fyrir bandarísk stjórnvöld. Hörður J. Oddfríðarson afgreiðslustjóri Þriðjudagur 3. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.