Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 8
MIÐSTYRT FRAMHALDSSKOLAFRUMVARP 8 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Prlðjudagur 3. mars 1987 Þriðjudagur 3. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Á síðastliðnum tíu árum hefur framhaldsnám á íslandi tekið miklum stakkaskiptum. Fjöldi framhaldsskóla hefur risið upp og framhaldsnám hefur orðið að sjálfsögðum hlut fyrir mikinn meirihluta ungmenna um allt land. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar aðeins lítill hluti hvers árgangs, og þá aðal- iega strákar, átti kost á mennta- skólanámi eða iðnnámi. Á þessu þróunartímabili hefur orkan fyrst og fremst farið í að móta nýtt kerfi, fjölbrautakerfið, þar sem fjöldi brauta rúmast innan sama skóla og náminu er skipað niður í skilgreinda áfanga sem hver gefur ákveðinn fjölda eininga. Segja má að kerfið sé smíðað af þeim sem í skólunum störfuðu, stjórnendum og kenn- urum. Hér var ekki um að ræða miðstýringu frá menntamála- ráðuneytinu. Valddreifingin naut sín! En engu að síður fundu þeir sem að þessum málum unnu fyrir því að heildarsamræmingu skorti, t.d. voru ósamstæð lög um einstakar skólagerðir mönnum fjötur um fót. Endurskipulagning innra starfs Nú þegar ytra kerfið er nokkuð vel komið á legg ætti tíminn fyrir úttekt og endursköpun á innra starfi og markmiðum að vera runninn upp. Sú endurskoðun er ekki hafin. Það er eins og staðið hafi á að skólamenn og aðrir áhugamenn um framhalds- skólann hafi hafist handa í þess- um efnum. Ekki er ólíklegt að skorturinn á lögum hafi staðið þar í veginum. Átta lagafrumvörp Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að setja lög um framhaidsskóla. Allt frá árinu 1977 hafa a.m.k. þrír mennta- málaráðherrar lagt fram fram- haldsskólafrumvarp sem samið var í menntamálaráðuneytinu líklega sex sinnum með einhverj- um beytingum í hvert sinn. En það var aldrei neinn pólitískur vilji fyrir hendi til að þau næðu fram að ganga. Á s.l. vetri lögðu svo þrír þingmenn Alþýðubanda- lagsins fram nýtt frumvarp sem var í mörgum meginatriðum ólíkt fyrri frumvörpum. Og nú fyrir fá- einum dögum Iagði núverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, fram nýtt frum- varp, en það varð einmitt tilefni til þesara skrifa. Frumvarp án kennslufræöiþáttar Ég er í hópi þeirra skólamanna sem lengi hefur látið sig dreyma um samræmd framhaldsskólalög, því fagna ég því að lagt er fram nýtt frumvarp. Það sýnir vilja til þess að gera eitthvað í þessum málum. En ég er ekki eins ánægð með frumvarpið í heild og sveitarstjórnarmenn á þingi sínu í Borgarnesi um síðustu helgi. Ánægju þeirra má trúlega skýra með því að margt sem að þeim snýr, einkum fjármálin, er vel skilgreint og ýtarlega sett fram í frumvarpinu. Annað á við um kennslufræðiþáttinn. Frumvarp- ið ber þess greinilega merki að í nefndinni sem samdi það sátu fimm menn úr stjórnkerfinu og af fjármálasviði. Énginn starfandi framhaldsskólakennari eða skólameistari og einn fræðslu- stjóri grunnskólastigs. f þessum hópi var engin kona. Kennsiu- fræðiþátturinn er mjög rýr en um hann ætla ég að fjalla hér og þá eiga að vera nákvæmlega með sama hætti og annarra skóla. Hvað kemur til að þessum skólum er ætlað að hafa meira frjálsræði en öðrum skólum?) Valdalausir starfsmenn En hver er þá hlutur sérfræð- inganna, kennaranna og skóla- stjórnenda? Skólameistarinn er framkvæmdastjóri skólanefndar. Kennarar mega náðarsamlegast sitj a í skólaráði ásamt nemendum og skal ráðið „vera skólameistara til aðstoðar við stjórnun skóla og rekstur“ (undirstrikun mín). í at- hugasemd um viðkomandi grein segir að skólaráði sé „... ætlað að vera lýðræðislegur vettvangur umfjöllunar um málefni hvers skóla.“ Sem sagt „lýðræðislegur vettvangur", en valdalaust! I 8. gr. segir meira að segja að skóla- nefnd setji þessu skólaráði starfs- reglur sem m.a. ná til verksviðs og starfshátta þess. Hér eru möguleikar starfsmanna skóla til þess að móta skólastarfið hrein- lega teknir af þeim og settir í hendur pólitískra fulltrúa. Skóla- nefndunum er ætlað að leggja fram tillögur til menntamálaráð- herra um ráðningu kennara og skólastjóra. Fjármál í höndum skólanefnda Gert er ráð fyrir að annar rekstrarkostnaður en launa- kostnaður skuli greiddur til skóla ársfjórðungslega fyrirfram. Þetta lítur nokkuð vel út, enda segir í leiðara Morgunblaðsins um frumvarpið 3. febr. s.l. að þetta eigi að efla sjálfstæðiskennd skólastjórnenda og miði að aukinni valddreifingu. En skólanefndunum er ætlað að sjá um fjárhagsáætlanir skóla og í 32. gr. segir að skólameistara sé ekki heimilt að flytja fjár- veitingar milli kostnaðarliða nema með samþykki skólanefnd- ar. Þeim er meira að segja ætlað að ákveða fyrir nemendur fram- lag þeirra í þeirra eigin sjóð, nemendasjóð, en nemendur mega þó náðarsamlegast ráðstafa fénu! Hverjir eru þá f raun mögu- leikar skólastjórnenda, kennara og nemenda til þess að móta skólastarfið og innihald náms? Það fer trúlega allt eftir einstakl- ingunum sem sitja í skólanefnd- unum. Miöstýring en ekki valddreifing Einhverjir gætu haldið að með skipun þessara skólanefnda sé verið að færa valdið heim í héruð og tryggja áhrif heimamanna á skólastarf. En orðin „...með samþykki menntamálaráðu- neytisins“ (7. gr.) sýna að allt annað er upp á teningnum. Þau undirstrika miðstýringarhug- myndir frumvarþsins. Völd ráðu- neytisins eru gulltryggð. Höfund- ar OECD-skýrslunnar um menntamál á íslandi furða sig á hinni miklu miðstýringu í menntamálum hér á landi. Við virðumst vera að auka hana enn meir, í stað þess að reyna að draga úr henni, eins og er yfirlýst- ur vilji núverandi ráðamanna í orði en greinilega ekki á borði. í frumvarpi Sverris eru fræðsluráð í fræðsluumdæm- ununi, sem nú þjóna grunnskól- unum, fræðsluskrifstofur og fræðslustjórar ekki nefndir á nafn. Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart miðað við síðustu fréttir úr þeim herbúðum! Þar er enginn vilji til valddreifingar eða aukins sjálfstæðis landsbyggðar- innar. Kennarafundir, til hvers? Þar sem haldnir eru virkir og skapandi kennarafundir í skólum eru þeir afgerandi um skóla- stefnu á hverjum stað. Kennara- fundir eru nefndir í frumvarpi Sverris, en verksvið þeirra á síðar að ákvarða í reglugerð. Hvað kemur til að ýmsir þættir eru mjög vel skilgreindir í frumvarp- inu en einmitt ekki tekið á hlut- verki kennarafunda? Núverandi skóla- stjórnir hverfa Nú er flestum framhalds- skólum stjórnað af skólastjórn- um þar sem gjarnan sitja fyrir tveir stjórnendur, tveir kennarar og tveir nemendur. Nokkuð þyk- ir mér það lýðræðislegri skipan. í frumvarpi Alþýðubandalags- þingmannanna er gert ráð fyrir slfkum skólastjórnum og þar er þeim m.a. ætlað að kjósa skóla- stjóra til fjögurra ára í senn. Nú eru einnig skólanefndir við suma framhaldsskóla. Hlutverk þeirra er annað og miklu minna en hér eru áform um. Sjálfstæöi skóla sjálfstæði fræðslu- umdæma í framhaldsskólalögum vildi ég sjá markaða stefnu um sjálfstæði skólanna sjálfra til þess að móta sína skóíastefnu þó innan lagarammans, rúmrar viðmið- unarnámskrár sem gefin væri út af menntamálaráðuneyti og heildarstefnu fræðsluumdæmis. Mér finnst mikilvægt að dreifa valdinu sem mest frá mennta- málaráðuneytinu og út til fræðsluumdæmanna sjálfra. Ég trúi því að heimamenn á hverjum stað sjái best hverjar þeirra þarfir eru í þessum efnum. Mér þykir eðlilegt að hlutverk núverandi fræðsluráðs grunnskóla verði aukið og þeim einnig ætlað að sinna málefnum framhaldsstigs- ins og fræðsluskrifstofurnar verði þjónustustofnanir fyrir fram- haldsskólann á sama hátt og þær þjóna grunnskólum nú. Það hef- ur sýnt sig að vel reknar fræðslu- skrifstofur hafa blásið nýju lífi í skólastarfið. Reyna mætti að skapa vettvang fyrir áhugasama foreldra og aðra sem taka vilja þátt í skólastarfinu með einhvers konar opnum þingum sem væru fastur liður í starfi fræðsluráða. Hlutverk menntamálaráðuneyt- isins væri þá meira en nú á sviði samræmingar að ákveðnu marki og eftirlits eins og fyrr segir. í frumvarpi Alþýðubandalags- þingmannanna er fræðsluráðum ætlað þetta hlutverk og þeim m.a. ætlað að halda opin uppeld- ismálþing. Þessar hugmyndir eru nátengdar umræðunni um þriðja stjórnsýslustigið. Hér er um að ræða dæmigert verkefni fyrir hér- aðsþing og héraðsstjórnir, sbr. breytingartillögu sem einn af þingmönnum Alþýðubandalags- ins hefur lagt fram við sveitar- stjórnarlög og gerir ráð fyrir þriðja stjórnsýslustiginu. Kostnaöarskipting ríkis og sveitarfélaga Nátengt því sem ég hef verið að fjalla um hér er fjármögnun framhaldsskólans. Höfundar frumvarpsins hafa farið þá leið að ætla sveitarfélögum að greiða 40% stofnkostnaðar en ríkið sjái alfarið um rekstur. Margir skóla- menn og sveitarstjórnarmenn munu vera höfundum sammála hvað þetta varðar og sumir vilja að ríkið standi alfarið undir kostnaði við framhaldsskóla bæði stofnkostnaði og rekstri. Ekki er óeðlilegt að framhalds- skólar séu kostaðir að mestu leyti úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna, ríkissjóði. En mér þætti æskilegt að heimamenn bæru beinan hlut af bæði stofnkostnaði og rekstri. Ég tel að það stuðli að meiri umræðu og áhuga heimamanna á málefnum síns skóla. Það er skóiastarfi hollt. Ég hef því um all nokkurt skeið hallast að því að hlutur sveitarfélaga bæði í stofnkostnaði og rekstarkostnaði gæti verið í kringum 20% að því tilskildu að sveitarfélögunum væri tryggður tekjustofn til þess að standa undir þeim hlut. Álþingi ákveður að sjálfsögðu fjárframlög hvers árs til skólamála. Rekstrarfé öðru en í launagreiðslur mætti ráðstafa beint heim í fræðsluumdæmin til skiptingar þar. Aðrar athugasemdir Margt fleira hefði verið gaman að taka hér til meðferðar úr frum- varpi til laga um framhaldsskóla. T.d. mjög jákvæða þætti eins og aðgang fatlaðra að framhalds- námi og ákvæði um fullorðins- fræðslu. Annað vekur enn hjá mér spurningar eins og viðamikið 9 manna iðnfræðsluráð og fræðslunefndir einstakra iðn- greina (meistarakerfið á sem sagt að halda sér) og 11 manna fræðsluráð sjávarútvegs, af hverju þá ekki fræðsluráð land- búnaðarins? Hvað um fræðsluráð eða fræðslunefndir tungumála, listgreina, raungreina, verslunar- greina eða félagsgreina til þess að móta heildarstefnu og skipulag þeirra? Hvers vegna eru ekki ákvæði um svo sjálfsagðan hlut sem námsráðgjöf og sálfræði- þjónustu? Látum frekari hugl- eiðingar bíða betri tíma. Höldum umræðunni uppi Ég vil að lokum hvetja alla framhaldsskólakennara, stjórn- endur skólanna og nemendur og aðra þá sem áhuga hafa á málinu til þess að kynna sér vel fyrirliggj- andi frumvörp um framhalds- skóla og láta f sér heyra. Um- ræðan skapar hugmyndir og hef- ur áhrif. (Höfundur er æfingastjóri í uppeldis- og kennslu- fræðum í Háskóla íslands. Var áður skólameistari Framhaldsskólans í Nes- kaupstað.) einkum markmið framhaldsskóla og stjórnun hans bæði faglega og rekstrarlega. Hlutverk framhalds- skóla í V/2 línu! Framhaldsskólafrumvarp Sverris Hermannssonar skiptist í ellefu kafla. Annar kaflinn er um hlutverk framhaldsskólans. Lítum fyrst á hann. Þar er hlut- verk framhaldsskóla afgreitt í að- eins einni og hálfri línu „...að veita menntun er nýtist sem undirbúningur starfs eða frekara náms. Jafnframt stuðli námið að alhliða þroska nemenda." Svo mörg voru þau orð. Hér er undir- búningsverkið alls ráðandi og það er eins og námið megi í leiðinni stuðla að alhliða þroska. Þessi eina og hálfa lína er nánast það eina í frumvarpinu sem segir eitthvað um innihald eða innra starf framhaldsskólanna. Ekkert er minnst á mikilvægi náms fyrir líðandi stund og undirbúningur- er ætlað að taka fornám, hafi þeir ekki tilskildar einkunnir, og ekki er fjallað um þá sem nú eru að falla í skólunum og detta út úr námi. Síðan er setning í 15. gr. sem mér sýnist mismuna nem- endum enn frekar, en þar segir: „Skólanefnderheimiltað ...setja lágmarkskröfur í einstökum greinum til inntöku í tiltekna námsáfanga“. Þetta tel ég mjög hættulegt ákvæði og vara sterk- lega við því. Þetta getur þýtt að ákveðnir skólar geta valið sér nemendur eftir einkunnum. Við fáum „úrvalsskóla". Aðrir skólar fá ekki aðra nemendur en þá sem ekki komast í hóp hinna útvöldu. Þar með mismunum við nemend- um stórlega. Þrenns konar hlutverk í markmiðsgrein hefði ég jafn- framt viljað sjá þrenns konar hlutverk framhaldsskólans til- greind. í fyrsta lagi að hann eigi að vera vettvangur virks sam- Gerður G. Óskarsdóttir: Um markmið og stjórnun framhaldsskóla inn miðast aðeins við tilvonandi starf. Skóli fyrir alla eöa bara suma Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að mjög væri vandað til mark- miðsgreinar slíkra laga. Ég held að markmiðsgrein grunnskóla- laga hafi haft mikil áhrif á starf grunnskólanna þótt menn séu ekki að velta henni svo mjög fyrir sér í daglegu starfi. í slíkri markmiðsgrein hefði ég viljað sjá grein um að framhalds- skólinn ætti að vera opinn öllum að skyldunámi loknu. Það hefði þýtt að skólarnir hefðu þurft að bjóða fram fjölbreytt nám sem svaraði náms- og þroskaþörf þess breiða hóps sem hver árgangur er, þ.e. námsbrautir með mis- munandi áherslu á bóklegt nám, verklegt nám, vinnu tengda námi, listir o.s.frv. Nú má segja að um 20% til 30% hvers árgangs finni alls ekki nám við sitt hæfi í framhaldsskólunum. Kannski er þessi tala enn hærri. Þessi hópur ýmist nær grunnskólaprófi, ræður ekki við fornámið (sem er upprifjun á grunnskólanámi) eða dettur út úr námi í upphafi eða á miðri leið. Fjölbreytni náms- framboðsins er allt of lítil. f greinargerð kemur svo í ljós að framhaldsdeildir við grunnskóla, sem boðið hafa upp á fyrsta árs framhaldsnám, skulu hverfa að fimm árum liðnum. Það kemur án efa í veg fyrir framhaldsnám einhverra ungmenna. f frumvarpinu er í orði kveðnu tekið undir þá hugmynd grunn- skólalaga um að framhalds- skólinn skuli opinn öllum að grunnskólanámi loknu en sumum starfs um þýðingarmikil verkefni líðandi stundar. Hér er átt við að í skólanum sé tekist á við verkefni og álitamál sem hafa þýðingu fyrir nemendur á líðandi stund. Ég er orðin mjög þreytt á eilífu tali um að skólinn skuli fyrst og fremst vera til þess að búa nem- endur undir eitthvað sem síðar muni koma og þá er oftast bara talað um störf og frekara nám. Við vitum svo lx'tið um framtíðina eða hvort hún verður yfirleitt ein- hver. Það þarf að líta á skólaveru sem hluta starfsferilsins og það ekkert ómerkilegri hluta en þá sem síðar koma. I framtíðarþjóð- félaginu er líka trúlegt að nám fléttist inn í öll störf meira og minna alla starfsævina. Orð mín má ekki skilja svo að ég vilji að skólinn forðist allan undirbúning. Öðru nær. En í því sambandi finnst mér mjög mikil- vægt að sá undirbúningur beinist ekki eingöngu að frekara námi og ákveðnu starfi, heldur búi skólinn nemendur undir virka og ábyrga þátttöku í lífi og starfi í lýðræðislegu þjóðfélagi sem stöðugt er í þróun. Kannski er lang mikilvægast að öðlast þjálf- un í að laga sig að óendanlegum breytingum. Við þurfum einnig að læra að rata um þjóðfélag okk- ar og menningu. Én það er ekki síður mikilvægt að búa sig undir persónulegt líf í fjölskyldu og vin- ahópi, að geta valið sér afþrey- ingu eða skapað sér vettvang í tómstundum sem vonandi aukast í framtíðinni og verða trúlega lengri en vinnutíminn. Kannski væri hægt að fyrirbyggja streitu og geðræn tilfinningaleg vanda- mál nútímans ef skólanum væru skapaðar aðstæður til þess að sinna þeim þætti. í þriðja lagi þykir mér mikil- vægt að framhaldskólinn leggi áherslu á persónu- og tilfinninga- þroska hvers og eins. Það væri síðan verkefni skólanna sjálfra að endurskipuleggja og framkvæma skólastarfið samkvæmt þessum markmiðum. Hlutverk mennta- málaráðuneytisins væri síðan að hafa faglegt eftirlit með skólun- um og gera úttektir á framkvæmd lagafyrirmæla. Slíkt eftirlit er nú ekki fyrir hendi hér á landi. Skólamálahópur Alþýðu- bandalagsins sem starfaði vetur- inn 1984-85 og lagði ýmislegt til í framhaldsskólafrumvarp Al- þýðubandalagsþingmannanna, setti fram hugmyndir um slíkt þrí- skipað markmið sem að hluta var tekið upp í það frumvarp. Flokkspólitísk stjórnun Fjórði kaflinn í frumvarpi Sverrisfjallarum stjórnun. Þarer komið fram með það nýmæli að þriggja manna skólanefnd við hvern skóla „markar stefnu í skólahaldi og ákveður námsfram- boð með samþykki menntamála- ráðuneytisins." Orðin „markar stefnu“ og „ákveður námsfram- boð“ benda til mikils valds. Hverjum er svo falið þetta vald? Er það falið sérfræðingum á þessu sviði, þ.e. kennurum sem hafa menntað sig sérstaklega til starfa að skólamálum? Nei, ekki aldeilis. f skólanefnd „sitja þrír menn: formaður tilnefndur af menntamálaráðherra eftir hver ríkisstjórnarskipti, og tveir menn tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarfélagi eða sveitarfélögum til fjögurra ára að afloknum sveit- arstjórnarkosningum.“ Það er þokkaleg tilhugsun að sjá fyrir sér hvern nýjan menntamálaráð- herra skipa væntanlega „sína menn“ í formennsku í skóla- nefndum 50 framhaldsskóla við hver ríkisstjórnarskipti. Hvaða áhrif ætli það geti haft á skóla- starf, uppbyggingu þess og þró- un, samfellu í nýbreytnistarfi, mótun séreinkenna skóla o.s.frv. „Skólameistari (rektor) hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarð- ana sem skólanefnd tekur." Hann er ekki í nefndinni og markar því ekki stefnuna en er aðeins framkvæmdastjóri nefnd- arinnar. (Það vekur athygli að fulltrúi menntamálaráðherra í skólanefndum Verslunarskóla ís- lands og Samvinnuskólans eru ekki formenn nefndanna. „Eignaraðilar" skipa tvo fulltrúa og nefndirnar kjósa sér sjálfar formann. Það skal tekið fam hér að hlutur ríkisins í stofnkostnaði og rekstri þessara skóla virðist nú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.