Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
völdsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
> SAMVINNUBANKI
' ÍSLANDS HF.
Þriðjudagur 3. mars 1987 51. tðlublað 52. ðrgangur
Hjúkrunqrfrœðingar
Boða yerk-
fellfra
19. mars
Félag háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga hefur boðað
verkfall frá 19. mars nk. hafi
samningar ekki tekist fyrir þann
tíma. I atkvæðagreiðslu um verk-
fallsboðunina greiddu 70 atkvæði
með verkfalli, 9 voru á móti og
tveir skiluðu auðu en alls voru 89
hjúkrunarfræðingar á kjörskrá.
Kjarasamningar félagsmanna
hafa verið lausir frá því í fyrra-
sumar en ekkert hefur miðað í
samningaviðræðum. Ljóst er að
komi til verkfalls mun það hafa í
för með sér verulegt rask í
heilbrigðiskerfinu og mikilvægir
þættir í rekstri sjúkrahúsanna
lamast verulega. -Ig.
Jón krafðist afsagnar
Stefán Benediktsson í Mannlífsviðtali. SegirJón Baldvin hafa krafist þess að hann segði af sér
þingmennsku og drœgi sig íhléfrá stjórnmálum.
Aðdragandinn að sameiningu BJ ogAlþýðuflokksfjögurra ára
Jón Baldvin krafðist þess af
Stefáni Benediktssyni, að
hann drægi sig í hlé frá
stjórnmálum og segði strax af sér
þingmennsku, um svipað leyti og
Stöð 2 birti fréttir um meinta mis-
notkun Stefáns á sjóðum Banda-
lags Jafnaðarmanna.
Þetta kemur fram í stóru viðtali
við Stefán Benediktsson í nýjasta
tbl. Mannlífs, sem kemur í versl-
anir í dag.
Stefán segist ekki trúa því að
um pólitískt samsæri hafi verið að
ræða, en hinsvegar verði því ekki
á móti mælt að aðgerðirnar hafi
verið vel skipulagðar og sam-
ræmdar aðgerðir, þar sem öllum
helstu fjölmiðlunum bárust svip-
aðar upplýsingar og Stöð 2
byggði sína frétt á.
Þá telur Stefán að hópurinn í
BJ, sem stóð að kæru til RLR,
hafi ekki verið þarna að verki.
Einnig segist hann neita að trúa
því að Jón Baldvin hafi staðið
fyrir fréttaflutningnum, þrátt
fyrir það að Lára V. Júlíusdóttir,
sem nú skipar 4. sætið á lista Al-
þýðuflokksins í Reykjavík, hafi
verið kandídat Jóns Baldvins, en
Stefán sóttist einnig eftir þessu
sæti.
í viðtalinu kemur fram að að-
dragandinn að því að BJ gekk til
liðs við Alþýðuflokkin er mjög
langur. Á hann rætur að rekja allt
til þess að ljóst var að BJ fékk
ekki fleiri en 4 þingmenn f síðustu
alþingiskosningum. Vilmundur
mun þá strax hafa reifað þá hug-
mynd að BJ tæki upp samstarf
eða sameiningu við Alþýðuflokk-
inn. Taldi Vilmundur að það yrði
annaðhvort að gerast strax í upp-
hafi fyrsta þings kjörtímabilsins
eða þess síðasta, sem varð svo
ofan á. -Sáf
Tal bauð Shortjafntefli eftir 15 leiki í næstsíðustu umferðofurmótsins ígærkvöldi. Að skákinni lokinnifórhann með Short í bakherbergi og mátaði hann fjórum
sinnum í hraðskák. Norski skákfrömuðurinn og skákdómarinn Arnold Eikren fylgist með.
Báðir öku-
mennimir
létust
Mjög harður árekstur varð
norðan við Tíðaskarð á Kjalar-
nesi sl. sunnudag um miðjan dag.
Skullu þar saman tvær bifreiðar.
Við áreksturinn létust báðir öku-
mennirnir.
Ökumaður var einn í annarri
bifreiðinni, en í hinni voru 3 far-
þegar auk ökumanns.
Kona sem sat frammí slasaðist
töluvert og var flutt á slysadeild
en tvö börn sem sátu afturí
sluppu að mestu við meiðsl.
grh.
Sjálfstœðisflokkurinn
Víða samleið með krötum
Þorsteinn Pálsson: Anægður með stjórnarsamstarfið. Anœgður með
samskiptin við verkalýðshreyfinguna. Eigum víða samleið meðAl-
þýðuflokknum. Albert sigurstranglegur
Eg er ánægður með þessa ríkis-
stjórn og hennar verk. En hún
mun segja af sér strax eftir kosn-
ingar og það verður mynduð ný
ríkisstjórn. Það er ekki raunhæf-
ur möguleiki að við náurn meiri-
hluta en við viljum semja uppá að
það verði haldið áfram á sömu
braut og undanfarin ár. Við höf-
um átt gott samstarf við Fram-
sóknarflokkinn og verkalýðs-
hreyfinguna og cigum einnig víða
samstöðu með Alþýðuflokknum,
sagði Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins m.a. á frétta-
mannafundi í gær.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins verður settur í Laugar-
dalshöll á fimmtudag og stendur
fram á sunnudag, en um 1200
manns munu sitja fundinn.
Þorsteinn segist ekki eiga von á
neinum átökum eða deilum á
landsfundinum. Aðspurður sagði
Þorsteinn að hann teldi lista
flokksins í Reykjavík með Albert
Guðmundsson í fyrsta sæti, sigur-
stranglegan.
-'g-
Moskva
Steingrímur
ánægður með
Gorbatsjov
Steingrímur Hcrmannsson for-
sætisráðherra lýsti í gær yfir
ánægju sinni yfir „athyglisverð-
um tillögum um fækkun og út-
rýmingu kjarnorkuvopna“, sem
Gorbatsjov lagði fram á Reykja-
víkurfundinum og hefur ítrekað
síðan, í boði sem Steingrímur sat
hjá Ryshkov forsætisráðherra
Sovétríkjanna.
Þeir Steingrímur og Ryshkov
áttu nær fjögurra stunda fund í
gær þar sem rætt var ítarlega um
efnahagssamskipti þjóðanna og
lýstu þeir báðir áhuga sínum á
auknum viðskiptum. Sagði
Steingrímur að viðræður þeirra
hefðu verið „opinskáar og
beinskeyttar".
Þá átti Steingrímur í gær nær
tveggja stunda fund með Gorbat-
sjov Sovétleiðtoga en Steingrím-
ur lét í gær í ljós ánægju sína með
þær breytingar sem orðið hafa í
Sovétríkjunum að undanförnu.
Byggingamenn
2000 manns
boða verkfall
Benedikt Davíðssonfor-
maður Sambands bygg-
ingamanna: Taxtar verði
ísamræmi við greitt kaup
„Við leggjum megináherslu á
skráð tímakaup verði fært að
greiddu kaupi, sem er samkvæmt
könnun kjararannsóknarnefndar
um 240-260 krónur. Þetta er í
samræmi við þá stefnu sem var
mörkuð í samningum ASÍ og VSÍ
í febrúar og desember 1986,“
sagði Benedikt Davíðsson for-
maður Sambands bygginga-
manna í samtali við Þjóðviijann,
en fjögur félög innan sambands-
ins hafa nú boðað verkfall frá og
með ll.mars.
Það eru Félag byggingariðnað-
armanna í Hafnarfirði, Bygging-
adeild iðnsveinafélags Suður-
nesja, Trésmíðafélag Reykjavík-
ur og Félag byggingariðnaðar-
manna Árnessýslu. Samtals eru
um 1500-2000 manns í þessum fé-
lögum. Samningaviðræður eru á
hendi hvers félags fyrir sig en
ekki hefur verið boðað til neinna
funda með viðsemjendum síðan
19. febrúar.
„Önnur krafa okkar er sú að
þessar launabreytingar nái til
allra launakerfanna sem farið er
eftir. Við búum við þrjú kerfi,
fastlaunakerfið, uppmælingak-
erfið og premíulaunakerfið. Við
leggjum á það ákaflega mikla
áherslu að ekki sé gert upp á milli
þeirra þegar verið er að færa til,“
sagði Benedikt. -vd.