Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 14
MINNING Minning um frændsystkini Hinn 31. janúar 1987 andaðist Hrönn Hugrún Haraldsdóttir í faðmi móður sinnar Sigrúnar Jónsdóttur, Brautarholti við Borgarnes. Hinn 5. febrúar 1987 andaðist Guðmundur Guðmundsson, hann var sonur Fanneyjar Jóns- dóttur, Jöldugróf 12, Reykjavík, en hann fórst af slysförum, einn um nótt. Mæðurnar eru systur, miklar vinkonur þó þær Iifi sín í hvoru héraði. Gleði annarrar var gleði hinnar, sorg annarrar var sorg hinnar. Nú kvaddi sorgin dyra hjá þeim með fimm daga bili. Aður höfðu þær misst menn sína með nokkurra mánaða bili. Þær eru af hinni fjölmennu Gunnlaugsstaðaætt. Hrönn var fædd í Borgarnesi 28. ágúst 1939, faðir hennar var Haraldur Björnsson vélvirki í Borgarnesi, móðir Sigrún sem áður getur, hún var þeirra hjóna fyrsta barn af sjö. Eins og títt var á þeim tíma þegar börn voru al- farið alin upp heima hjá sér, varð hún að sjálfsögðu hjálparhella móður sinnar við heimilisstörfin og pössun á yngri systkinum, þannig hefur skapast það nána samband, skilningur og traust milli þeirra mæðgna, sem entist út yfir líf og dauða. Hrönn eignaðist ekki barn sjálf, kannski er það ættarfylgja, við þekkjum það úr okkar sögu að elstu systur úr stórum hóp eignuðust ekki sjálfar börn í sínu hjónabandi, hafa áðurfengið nóg af móðurhlutverkinu, það er mikil fórn. Hrönn var ættrækin svo sem foreldrar hennar og systkini. Oft sendi hún mér og mínu fólki kveðju á merkisdögum okkar. Hef ég hér síðbúna þökk að færa. Ég átti nokkur viðskipti við Hrönn í Brauðborg hér áður fyrr, áður en mötuneyti var sett upp við mitt fyrirtæki. Þá var það oft að vinna við steypu dróst fram eftir kvöldi en ekki hafði verið séð fyrir, þá hringdi ég í Brauðborg og pantaði með hraði stundum allt að 60 sneiðar sem hún afgreiddi í umbúðum á hálf- tíma, og það var veislubrauð sem allir dáðu. Hrönn var félagslynd og vin- mörg, hún tók þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, var meðal annars í framboði til borg- arstjórnar á vegum hans. Hún tók þátt í stofnun og störfum Niðjasamtaka Gunnlaugsstaða- ættarinnar, enda kom það í ljós að Hallgrímskirkja var ekki of stór fyrir alla þá sem fylgdu henni síðasta spölinn og vottuðu ástvin- um hennar samúð á sorgarstund. Hrönn var í sambúð með Marinó Jónssyni mætum manni. Þeim varð ekki barna auðið. Guðmundur var fæddur 6. maí 1942 í Reykjavík, faðir hans var Guðmundur Gíslason frá Esju- bergi, móðir er Fanney sem áður er getið, hann var annar sonur þeirra hjóna af fjórum. Guð- mundur ólst upp ásamt bræðrum sínum í foreldrahúsum við Berg - staðastræti, Kárastíg og Litla- Mel. Hans skólaganga var öll í Austurbæjarskóla, áhugamálin vélar, vélhjól og bílar, þar varð líka hans starfsvettvangur. Meðal annars vann hann á stórum vinnuvélum hjá Hegra h/f, sem þá þjónaði byggingariðnaðinum að hluta. Guðmundur þótti mjög fær stjórnandi við þær oft og tíð- um mjög erfiðu aðstæður við ný- byggingar þar sem fjöldi manns vinnur við þröngar aðstæður og verður raunverulega að treysta stjórnanda vinnuvélanna fyrir lífi sínu. Við slíkar aðstæður má ekk- ert glepja stjórnandann og ekkert bila til að ekki hljótist stórslys af. Guðmundur var einn af þeim sem ég treysti best við slíka vinnu. Við fráfall föður síns tók Guð- mundur við atvinnuleyfi hans á bifreiðastöð Hreyfils og stundaði leigubílaakstur upp frá því sem aðalstarf, segja má að það hafi líka orðið hans örlagavaldur. Þeim sem er næmur fyrir um- hverfi sínu er ekki hollt að stunda starf þar sem þeir eru oft gerðir að raunverulegum skriftafeðrum þeirra sem á einhvernhátt (ímyndað eða raunverulega) hafa orðið fyrir barðinu á samtíðinni, og þá oftar en ekki undir áhrifum annarlegra tilfinninga eða áfeng- is. Það þarf sterk bein til að hafna samstöðu og senda hinn rauna- mædda út í sinn kalda heim. Það hefur reynst fleirum en Guðmundi frænda mínum fjötur um fót að vera tilfinninganæmur á raunir annarra og að vera góður hlustandi, auk þess að vera veikur fyrir Bakkusi, sem hann háði þó marga hildi við og hafði oftar sigur, þar til hann að síðustu steig, stigarim einni of hátt, í fylgd þessa slysakonungs. Guðmundur giftist 18. ágúst 1962 Oddnýju Helgadóttur, og átti með henni tvo syni, Jón Þór- ólf og Helga Arnar, sem báðir eru búsettir í Reykjavík. Áður hafði hann eignast son, Erlend Atla Becker, með Emmý Beck- er. Dönsk í föðurætt en móðir íslensk, Þuríður Sigurðardóttir. Erlendur er búsettur í New Jers- ey í Bandaríkjunum, sölumaður þar. Foreldrar Guðmundar fluttu að Litla-Mel í Blesugróf 1959 sem þá var eiginlega lítið þorp í út- jaðri Reykjavíkur, vinalegt samfélag, þar sem sköpuðust þolgóð vináttubönd milli æskunnar og foreldra. Kynslóða- bilið hvarf eóa varð aldrei til. Þar var stutt í ævintýri víðáttunnar, Elliðaárdalur neðan við brekk- una, ekki afgirtur leikvöllur eða skólaport borgarinnar, þar var leikvöllur lífsins sem reyndi á hæfileika, þor og þol, ásamt til- litssemi til dýra og gróðurs. Þar var gott að þroska samhneigð og félagslyndi, þar var enginn sjálf- skipaður herra. Þar var hægt að láta sig hverfa á vit sinna eigin drauma og náttúrunnar, þar var hægt að heyja baráttu upp á líf og dauða við sílin stór og smá, á jafnréttisgrundvelli í hyljum og á grynningum Elliðaánna. Þar ólust upp saman afar og ömmur, pabbar og mömmur, synir og dætur, sem ein kynslóð, þar greri ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Margrét Ragnar Svavar Sunnlendingar Opinn stjórnmálafundur Opinn stjórnmálafundur verður á Hótel Selfossi fimmtudaginn 5. mars kl. 20.30. Frummælendur eru efstu menn G-listans í Suðurlandskjör- dæmi ásamt Svavari Gestssyni formanni Alþýðubandalagsins og Þorvarði Hjaltasyni bæjarfulltrúa. Allir velkomnir. ABR Spilakvöld þriðjudag Því miður féll síðasta spilakvöld niður vegna skyndilegra forfalla umsjónarmanna. Næsta spilakvöld ABR verður að Hverfisgötu 105 þriðjudaginn 3. mars kl. 20.00. Umsjónarmenn eru þær Nanna Rögnvaldsdóttir og Stefanía Traustadóttir. Gestur kvöldsins verður Ásmundur Stefánsson. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Austurlandi Austur-Skaftfellingar Alþýðubandalagið boðar til aðalfundar miðvikudaginn 4. mars kl. 20.30 í Miðgarði. Unnur Sólrún Bragadóttir kemur á fund- inn og ræðir um kosningastarfið. Alþýðubandalagið í A-Skaftafellssýslu KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Vestfjörðum Búið er að opna kosningaskrifstofu á Hæstakaupstað, Aðal- stræti 42, Isafirði. Skrifstofan er opin allan daginn. Síminn er 94-4242. Kosningastjóri er Gísli Þór Guðmundsson. Alltaf heitt á könnunni. Anna Theódórsdóttir Fædd29.04. ’99-Dáin 18.02. ’87 í dag fer fram frá Kópavogs- kirkju útför Önnu Theodórsdótt- ur, Digranesvegi 24, hér í bæ, en hún andaðist eftir fremur stutta en erfiða legu á Landakotsspítal- anum 18. febrúar. Anna varfædd að Botni í Þorgeirsfirði, Grýtu- bakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu 29. apríl 1899 og var því tæplega 88 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru Theodór Friðriks- son, rithöfundur frá Flatey á Skjálfanda, og Sigurlaug Jónas- dóttir frá Hróarsdal, Hegranesi í Skagafirði. Theodórog Sigurlaug eignuðust 6 börn og eru 3 þeirra á lífi: Elísabet búsett í Reykjavík, Kristján búsettur í Reykjavík og Hjálmar búsettur á Húsavík. Anna ólst upp við fátækt og þrengingar eins og margra varð hlutskipti á þessum árum. Var jarðleysi uppalenda venjulega undirrót þessara kringumstæðna. Sú aldarfarslýsing sem fram kem- ur í hinni ágætu bók föður hennar „í VERUM“ er e.t.v. það besta sem fest hefur verið á bók um uppvaxtarskilyrði aldamótaæsk- unnar. Oft þurfti móðir Önnu að dveljast ein, sumar- og/eða vetrarlangt með börnin ung, þar sem faðirinn þurfti að sækja björg í bú, í aðrar sveitir eða ver. Anna þurfti snemma að taka til hendinni, enda var hún elst þeirra systkina. Fyrst heima við og síðar í kaupavinnu þegar hún hafði aldur til. Var dugnaði henn- ar við brugðið, eins og hún átti kyn til, en móðir hennar Sigur- laug var annálaður dugnaðar- forkur og karlmanosígildi til allra verka. Anna giftist Zophoníasi Jónssyni frá Bakka í Svarfáðardal 22. nóvember 1924. Þau hófu bú- skap í Vestmannaeyjum. Síðar lá leið þeirra til Stokkseyrar og það- an til Eyrarbakka þar sem maður hennar var annar af tveimur fyrstu starfsmönnum Vinnu- heimilisins að Litla-Hrauni. Til Reykjavíkur fluttust hjónin 1931 og bjuggu lengst af á Óð- insgötu, allar götur til loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Eins og áður segir fluttu þau hjónin í upp- hafi kreppuáranna til Reykjavík- ur. Þau áttu eins og svo margir aðrir á brattann að sækja í efna- legu tilliti. Hugsjónir eigin- mannsins, sem var mikill verka- lýðssinni, voru af þeirri gerð að hagur hins vinnandi manns sat í fyrirrúmi og eigin afkoma kom á stundum þar á eftir. Þetta leiddi m.a. til þess að þau hjónin völdu ekki sömu gönguleiðir á lífs- brautinni næstu árin. En leiðir þeirra áttu eftir að liggja saman síðar og héldu þau saman heimili í Kópavogi til dauðadags. Zop- honías Jónsson lést í desember 1984. Þeim hjónum varð 4ra barna auðið, en þau eru: Jón Sigtrygg- ur, kerfisfræðingur, kvæntur Heiði Gestsdóttur, búa í Kópa- vogi. Sigurlaug Svanhildur gift Gunnari R. Magnússyni, lögg. endurskoðanda, búa í Kópavogi. Sesselja, gift Ólafi Jónssyni sjó- manni, búa í Hafnarfirði og Kristinn Björgvin múrari, býr í Reykjavík. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin eru einnig 13. Anna Theodórsdóttir var mjög glæsileg kona allt fram á fullorð- ins ár. Hún var fíngerð og snyrti- mennska og reglusemi á öllum sviðum var einkenni í fari henn- ar. Hún gerði sér far um að halda á lofti þjóðlegri hefð í klæða- burði, og bar sig ákaflega vel á mannamótum, klædd sínu feg- ursta skarti, og á fjölskyldu- mótum var hún leidd til öndvegis og sómdi sér hvarvetna vel. Hún var mjög barngóð og hændust börnin mikið að henni. Jafnframt því sem hún var gjöful kona, var hún þakklát þeim sem hana glöddu með einum eða öðrum hætti. Nú þegar við fylgjum Önnu Theodórsdóttur síðasta spölinn á hennar vegferð, er okkur, sem 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kosnlngaskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Til að byrja með verður skrifstofan opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Krist- jana Helgadóttir. Síminn er 25875. G-listinn Reykjanesi Aðalkosnlngaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.