Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Afvopnun Sovétmenn ríða á vaðið Gorbatsjof vill eyðingu allra meðaldrœgra kjarnaflauga í Evrópu á fimm árum. Niðurfelling stjörnustríðsáforma ekki skilyrði Á laugardag kom Mikael Gorbatsjof, aðalritari komm- únistaflokks Sovétríkjanna, á framfæri róttækum tillögum Sovétmanna viðvíkjandi kjarn- orkuafvopnun risaveldanna. Hugmyndir hans eru þess efnis að öllum meðaldrægum kjarna- flaugum stórveldanna, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, sem staðsettar eru í Evrópu, verði eytt á fimm árum. Hann mun eiga við Cruise og Pershing-2 flaugarnar bandarísku og SS-20 rakettur í eigin herbúðum. Þar á meðal eru allar meðaldrægar kjarnaflaugar í Austur- Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Þessar tillögur eru ekki alveg nýjar af nálinni því þær voru fyrst lagðar fram af Sovétmönnum á fundi æðstu manna risaveldanna hér í Reykjavík 11.-12. október síðastliðið haust. En sú veiga- mikla breyting er orðin á viðhorfi Kremlverja að þeir setja ekki lengur afnám stjörnustríðsáætl- unar Reagan stjórnarinnar sem ófrávíkjanlegt skilyrði þess að samkomulagi megi ná um meðal- flaugarnar. Vel er talið koma til greina að Shultz, utanríkisráðherra Banda- . ríkjanna, taki sér ferð á hendur til Moskvu vegna tilboðs Sovét- manna en viðræður þjóðanna tveggja um það efni eru á frum- stigi. Tilgangur Sovétleiðtogans með því að leggja þessar tillögur fram nú er að hleypa skriði á af- vopnunarviðræður stórveldanna í Genf. Viktor Karpof heitir yfir- maður þeirrar deildar utanríkis- ráðuneytis Sovétríkjanna sem hefur afvopnunarmál á sinni könnu. Hann lét svo um mælt í gær að hálft ár væri fyllilega næg- ur tími til að ganga frá samkomu- lagi um eyðingu flauganna ef vilji væri fyrir hendi af hálfu beggja aðila. Hvorki er minnst á skamm- drægar né langdrægar eldflaug- ar í tillögum Sovétmanna. Menn rekui.ugglaust minni til þess að á Reykjávíkurfundinum tvinnuðu þeir saman hugmyndir sínar um eyðingu allra meðaldrægra flauga og tortímingu helmings allra Bandarískri Pershing-2 kjarnaflaug skotið á loft og sovésk SS-20 raketta á eldflaugavagni. langdrægra flauga í Evrópu. Fulltrúar í bandarísku samn- inganefndinni í Genf hafa fagnað frumkvæði Gorbatsjofs en segja mjög langt í land áður en hugsan- legt sé að skrifa undir samninga. Mikill ágreiningur er um allskyns smáatriði er útkljá þarf, að mati þeirra, áður en farið verði að ræða um eyðingu flauganna. Sem dæmi má nefna deilur um hvar séu mörk Asíu og Evrópu innan Sovétríkjanna. Banda- ríkjamenn þverneita að draga þá línu við Úralfjöll einsog gert hef- ur verið á öllum landabréfum fram að þessu því að skjóta megi þaðan meðaldrægum kjarna- flaugum á skotmörk í Vestur- Evrópu. Einnig er spurning með hvaða hætti Bretar og Frakkar koma inn í viðræðurnar en þessar tvær þjóðir eiga samanlagt hundrað sextíu og tvær kjarnaflaugar. En hvað sem slíkum vafamál- um líður er fullvíst að tillögur So- vétmanna hafa vakið nýjar vonir almennings um að stigin verði veigamikil skref í átt til eyðingar allra kjarnorkuvopna, vonir sem dofnuðu mjög eftir fundinn í Reykjavík. -ks. Gorbatsjof. Frumkvæði í afvopnunarmálum. Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar og til afleysinga í sumar. Sveigjanlegur vinnutími - lifandi starf. Upplýsing- ar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 91-29133 frá kl. 8-16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Skák Karpof á sigurbraut Á föstudaginn gerði Anatolí Karpof, fyrrum heimsmeistari í skák, sér lítið fyrir og vann skák sína gegn Andrei Sókólof. Taflið hafði farið í bið daginn áður og voru þá flestir „sérfræðingar" á einu máli um að því hlyti að lykta með jafntefli. Aftur á móti var sæst á skiptan hlut í þriðju skákinni eftir einungis tuttugu leiki. Að vanda lék Sókólof kóngspeðinu fram um tvo reiti en komst ekkert áleiðis gegn karó-kann vörn heimsmeistarans fyrrverandi. Karpof hefur því vinnings- forskot. Ekki fær Anatolí langt frí eftir að viður- eign þeirra Sókólofs lýkur. Þann níunda aprfl hefst mjög öflugt skákmót í Brussel í Belgíu þar sem hann fær meðal annars að etja kappi við erkifjendur sína tvo, Kortschnoj og Kasparof. Af öðrum þátt- takendum á því móti ber að nefna góð- kunningja mörlandans, þá Larsen, Tim- man og Short. -ks. Karpof. Lokastaðan úr viðureign þeirra Sókólofs sést a bindinu. Þriðjudagur 3. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Innskrift Prentsmiðju Þjóðviljans vantar starfsmann í innskrift. Góð íslensku- vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri í síma 681333. þJÓÐVILIINN Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur er að fara af stað með lokað útboð á smíði og uppsetningu á vinnubúðum á Nesjavöllum. Þeir bjóðendur, sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði þessu, skulu leggja inn nafn og símanúmer á skrifstofu vora fyrir 7. mars nk. Ennfremur liggjaframmi til sýnis á skrifstofu vorri útboðs- og verklýsing ásamt teikningum af verkinu til og með sama tíma. INNKAUPÁSTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.