Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 3
Heimboð Starri ,byður Ásmundi heim En hafa verður hraðan á Vegna yfirlýsingar þinnar í út- varpi, þar sem þú telur að bændur eigi ekki rétt á kauphækkun, sem nú hefur verið ákveðið að þeim beri 1. mars n.k., býð ég þér hér með í heim- sókn til mín nú þegar. Við hér munum skjóta saman fyrir far- gjaldi þínu, því fleira er dýrt á Islandi í dag en kjöt og mjólk Ég verð að trúa því að þú viljir í heiðri hafa þá gullnu reglu Ara fróða, að hafa það, er sannara reynist, enda mun virðing og traust til ASÍ í húfi, ef forseti þess brýtur þá reglu í svo alvarlegu máli sem þessu. Ég hef þá trú, að heimsókn þín til okkar, sem eldurinn brennur heitast á, geti auðveldað þér að hlýða reglu Ara fróða í þessu máli og orðið til þess, að þú dragir til baka ummæli þín. Þá værir þú maður að meiri. Heimboð mitt stendur aðeins til föstudags í þessari viku. Pað helgast af því, að viðbrögð þín verða að liggja fyrir fyrir miðst- jórnarfund Alþýðubandalagsins á laugardaginn. Par hlýtur að verða tekin afstaða til þessara mála. Verði þín skoðun óbreytt ofaná á þeim fundi gæti svo farið, að Alþýðubandalagið yrði 4-5 þingmönnum fátækara að kom- andi kosningum loknum, í kjör- dæmum úti á landsbyggðinni. Virðingarfyllst, Þorgrímur Starri í Garði Blaðamannafélag ís- lands 90 ára í haust Lúðvík Geirsson, fréttastjóri Þjóðviljans, var kjörinn nýr for- maður Blaðamannafélags ís- lands, á aðalfundi félagsins sl. laugardag. Omar Valdimarsson, fréttamaður á Stöð 2, lét af störf- um eftir sex ára formennsku í BÍ. Hinn nýi formaður féiagsins færði Ómari veglegt pennastatíf, sem örlítinn þakklætisvott frá fé- laginu, vegna góðs starfs hans í þágu þess. Blaðamannafélag íslands á 90 ára afmæli í haust og verður þess minnst með margvíslegu móti. -Sáf FRETTIR Nautakjöt: Gmnur um storsmygl Sala á nautakjöti jókst um 40% eða 70 tonn á meðanfarmenn voru í verkfalli Eg neita því ekki að það læðist að manni sá grunur að smygl á nautakjöti sé stundað með kaup- skipum þegar nautakjötssalan eykst þetta mikið á sama tíma og farmenn eru í verkfalli. En þetta er alveg ósannað mál. Einnig geta verið á þessu máli miklu nærtæk- ari skýringar s.s. aukin nautakj- ötsneysla vegna árshátíða o.fl. í þeim dúr þar sem nautakjöt er haft á matseðlinum. Þó hef ég heyrt að frystigámar séu notaðir undir smygl á kjöti, en eins og ég segi er þetta allt ósannað mál og á meðan svo er er ekkert hægt að gera að svo stöddu, - segir Gunn- ar Guðbjartsson hjá Stéttarsamb- andi bænda. í janúar jókst sala á nautakjöti um 70 tonn miðað við sama tíma í fyrra. - Við hjá Tollgæslunni erum alltaf að heyra þetta út undan okkur að það sé stundað stórfellt smygl á nautakjöti hingað til lands en hingað til höfum við ekki getað sannað það mál. Það sem við getum gert er einungis að herða eftirlit okkar og reyna eftir fremsta megni að koma höndum yfir þá sem standa í smygli ef það er þá árökum reist,-sagði Krist- inn Ólafsson hjá Tollgæslunni. Sala á nautakjöti jókst um 70 tonn þann tíma sem farmenn voru í verkfalli nú nýverið. Reykjavík Aðalskipulagið að fæðast Skipulagsnefnd afgreiddi ígœr tillögur að aðalskipulagi til2004 til borgarráðs. Guðrún Ágústsdóttir: Umferðarmál megindeiluefni. Viljum draga úr umferð einkabíla og hætta við hraðbrautir Skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar afgreiddi í gær frá sér til borgarráðs tillögur að aðalskipu- lagi höfuðborgarinnar til ársins 2004. Þessar skipulagstillögur hafa verið vinnslu sl. 3 ár. Til- lögurnar voru samþykktar með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðis- SAL Sjóðir fari að lögum Hrafn Magnússonframkvæmdastjóri SAL: Ekki íanda húsnœðislaganna að selja réttindi aftur í tímann þ etta er auðvitað ekki í anda húsnæðislaganna og þessi frétt Þjóðviljans kom mér mjög á óvart. Ég held að það sé hrein undantekning að lífeyrissjóðirnir geri þetta en á vissan hátt er þeim auðvitað vorkunn, sagði Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða í samtali við Þjóðviljann, vegna fréttar blaðsins um að einstakir sjóðir selji réttlausum umsækj- endum um húsnæðislán lífeyris- sjóðsréttindi aftur í tímann á Dagsbrúnartaxta. „Það liggja fyrir þinginu laga- breytingar sem ættu að koma í veg fyrir þetta, því þær gera lögin lítið eitt sveigjanlegri. Þær felast m.a. í því að fólk öðlast rétt til láns hafi það greitt í lífeyrissjóð í 20 mánuði á síðustu tveimur árum, sagði Hrafn. -vd. flokksins og fulltrúa Framsókn- arflokksins sem hefur ýmsa fyrir- vara á samþykki sínu en fulltrúi Alþýðubandalagsins sat hjá við afgreiðslu málsins. -Aðalágreiningurinn snýst um umferðarforsendur aðalskipu- lagsins. Við lögðum fram mjög skýrar tillögur um að dregið verði úr umferð einkabíla, laða fólk að almenningssamgöngum og fallið verði frá áformum um Fos- svogshraðbraut, Hlíðarfót, breikkun Sóleyjargötu og Frí- kirkjuvegar og framhald Höfða- bakkans vestan Vesturbergs. Einnig að undirbúinn verði flutn- ingur Reykjavíkurflugvallar svo hægt verði að nýta það svæði undir íbúðabyggð, sagði Guðrún Ágústsdóttir í samtali við Þjóð- viljann í gær. -Þessarra tillagna okkar treysti íhaldsmeirihlutinn í skipulags- nefnd sér ekki til að taka afstöðu til, heldur vísaði þeim til borgarr- áðs sem er mjög óvenjulegt, en segir sína sögu um þann ágreining sem er uppi innan flokksins um þessi mál og þá einkum Fossvogs- hraðbrautina, sagði Guðrún. í tillögum Alþýðubandalagsins er lögð áhersla á uppbyggingu útivistarsvæða, lagst gegn stóriðj- uframkvæmdum á Geldinganesi en bent á það svæði sem ákjósan- legt undir íbúðabyggð og fram- tíðariðnað s.s. fiskeldi. ~lg- Vinningstölurnar 28. febrúar 1987 Heildarvinningsupphæð: 5.029.253,- 1. vinningur var kr. 2.519.663,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinninq í næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 753.936,- og skiptist hann á 417 vinninqshafa kr 1.808,-á mann. 3. vinningur var kr. 1.755.654,- og skiptist á 9439 vinningshafa, sem fá 186 krónur hver. Upplýsingarsími: 685111. 0#2fctttUhBiíc iJ'Wr <\OV(ívlir dlag^krá hefsi tl.21.' 15 (stwndvísle^a) Kristín Ömar^d. Bergþóra Ingólfíd. (fuoberqur Berass. IsaK Hatfðar^. ^ ■ff&SgFtíif1 Ossur Sfarp,Ihgilt>jörq Sólrún, Runólfur Agústss i Edda Pötursd.-* Kynnir Gnafík tíl Kl. 02.00 félag vinstnmanna-—f Þriðjudagur 3. mars 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.