Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 12
HEIMURINN Vestur-Þýskaland Kratar á leið til vinstri Úrslitþingkosninganna virðastýta undir vinstrisveiflu í SPD - Stjórn- arkreppan í Hessen og afleiðingar hennar Einn af lykilflokkum sósíal- demókratískrar hreyfingar í Evrópu, SPD, virðist á leið til vinstri. Elns og menn muna fóru kosningar í Vestur- Þýskalandi á þann veg, að kratar misstu nokkurt fylgi, nutu ekki þess meðbyrs sem nokkru fyrr hafði blásið í þeirra stjórnarandstöðusegl. Og sig- urvegarar kosninganna urðu Grænlngjar, sem hafa með harðri stefnu sinni í umhverfis- verndarmálum haft sterkt að- dráttarafl á þá fylgismenn só- síaldemókrata, sem hafa stefnt á róttæka endurskoðun bláeygrar hagvaxtarhyggju og svo á það ungt fólk sem í deyfð og sinnuleysi tímans enn gef- ur gaum að „ópraktískum“ hugsjónamálum. Vesturþýski sósíaldemókrata- flokkurinn, SPD, á nú í vissri for- ystukreppu. En margt bendir til þess, að þegar Willy Brandt, sem segja má að hafi „opnað leiðir til vinstri" lætur af formennsku flokksins næsta vor, þá verði í hans stað valinn einn helsti for- ystumaður vinstriarmsins í flokknum, Oskar Lafontaine, forsætisráðherra í Saar. Stuðningur við Lafontaine hef- ur eflst eftir að miðjumaðurinn Johannes Rau mistókst í þing- kosningum í lok janúar að vinna flokknum ný lönd. En vinstri- armur flokksins á samt margan bardagan óunninn, og er þá mikið undir því komið hvernig kosningar fara í Hessen þann fímmta apríl næstkomandi. En þar - og aðeins í því fylki - höfðu sósíaldemókratar og Græningjar staðið saman um samsteypu- stjórn, sem sprakk í mánuðinum sem leið út af ágreiningi um það, hvort loka ætti fyrirtækinu Alk- em, sem framleiðir og endurvinn- ur eldsneyti fyrir kjarnorkuver. Kreppaní Hessen Bæði Græningjar og Kratar í Hlutastarf Mötuneyti Þjóðviljann vantar „húsmóður11 til að sjá um létta máltíð í hádeginu. Vinnutími frá kl. 10-14. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 681333. þJÓÐVILIINN SKÁKKEPPNI STOFNANA 0G FYRIRTÆKJA1987 hefst í A-riöli mánudag 9. mars kl. 20 og í B-riðli miövikudag 11. mars kl. 20 Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44-46. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil þátttaka í mótinu. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Þátttökugjald fyrir hverja sveit er kr. 5.000,- Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma T aflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í a-riðil verður sunnudag 8. mars kl. 14-17 en í B-riðli þriðjudag 10. mars kl. 20-22. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44-46, R. Símar 83540 og 681690 Auglýsið í Þjóðviljanum Oskar Lafontaine, foringjaefni vinstrisinna (til hægri) ásamt þingflokksformanni SPD Hans-Jochen Vogel. Hessen hafa haldið aukaþing í Hessen eftir að upp úr slitnaði. Og það er athyglisvert, að í báð- um flokkum var greinilegur meirihluti fyrir því að reyna að halda áfram stjórnarsamstarfi eftir kosningar - og sá meirihluti var sterkari en áður. Willy Brandt mætti sjálfur til fundar með sínum krötum í Hessen og gekk svo langt að halda því fram, \ að ef flokkurinn vill ekki „græn- rauða“ samsteypu í því góðaj fylki, þá sé hann dæmdur til „hentistefnu eða sértrúartil- veru.“ Það er líka rétt að veita því at- hygli, að sósíaldemókratar í Hessen samþykktu á ráðstefnu sinni að gera allt sem í flokksins valdi stendur til að loka Alkem - og þar með má segja að þeir hafi í miðjum kosningaslag beygt sig undir vilja Græningja. Og Holger Börner, forsætisráðherra Hess- ens, er nú úr leik - hann tilheyrir hægriarmi flokksins og var á sín- um tíma neyddur til samstarfs við' Græningja - burtganga hans úr stjórnmálum sýnir einmitt, hve einangraður hann er orðinn í flokknum. Hitt er svo annað mál, að það mun reynast erfitt fyrir þá „rauðu“ og Græningja að endur- heimta meirihlutann í Hessen. Foringjaefni sósíaldemókrata, Hans Krollman, þykir sviplítill og eiga erfitt uppdráttar gegn for- ingjaefni kristilegra, Walter Wallmann, sem hefur þótt standa sig tiltölulega vel sem umhverf- ismálaráðherra í Bonn og hafði þar að auki um tíu ára skeið gegnt Kína Rottuhalar og ást Að sögn kínversks dag- blaðs voru sumir emb- ættismenn samvisku- samir um skör fram við framkvæmd „herferðar gegn nagdýrum" sem far- in var í fyrra. Sem dæmi um dugnað þeirra nefnir blaðið að skír- lífir og vammlausir elskend- ur sem vildu láta pússa sig saman fengu þvert nei er þau leituðu hófanna hjá yfir- völdum um veitingu gifting- arvottorðs. Slíka pappíra gátu þau hinsvegar keypt fyrir tylft rottuhala! Að sögn yfirvalda var fimmtán milljónum nagdýra komið kattarnef í herferð- inni en engar sambærilegar tölur eru til um fjölda rottu- halahjónabanda. -ks. 16 SÍÐA - ÞJÓÐViUINN embætti borgarstjóra í Frankfurt, höfuðborg Hessen. Ekki bætir það stöðuna, að fjölmiðlar hafa mjög breitt það út að rauðgræna stjórnarsamstarfið hafi farið illa úr böndum og reyndar stefnt beint í kreppu hvenær sem væri. Kratar og Græningjar En ef að SPD endurheimtir stjórnartauma í Hessen, þá virð- ist leiðin greið fyrir Oskar La- fontaine til forystu í flokknum öllum. Ef að flokkurinn bíður ósigur, þá er enn boðið upp á flókið valdatafl. En á meðan er rétt að hafa þetta hér í huga: Margir sósíaldemókratar telja rétt að veðja á Lanfontaine ein- mitt vegna þess, að hann sé sá eini sem geti haldið Græningjum í skefjum. í Saar hefur honum tekist með einskonar blöndu „grænnar“ stefnu í friðar- og um- hverfismálum og hefðbundinni stefnu í efnahagsmálum að gera tvennt í senn: halda Græningjum undir því fimm prósenta fylgi, sem þarf til að komast á þing og komast um leið hjá því að hrekja miðjuatkvæði frá flokknum. Því hefur SPD hreinan meirihluta í Saar - og vitanlega finnst mörg- um það heillandi að reyna að gera slíkt hið sama í landinu öllu. Nú hefur það aldrei gerst í sögu Vestur-Þýskalands að SPD fengi hreinan meirihluta á þingi í Bonn. Frjálsir demókratar, miðjuflokkurinn, hefur reyrt sig fastan í samstarfi við hægriöflin. Og því er í rauninni ekki um ann- að að ræða fyrir SPD en að höfða til þess fylgist sem nú styður Græningja - og til flokks Græn- ingja sjáífs. Og þá er komið að Græningj- unum sjálfum. Samtök þeirra í Hessen hafa sérstöðu að því leyti, að innan þeirra eru „raunsæis- menn“ óvenju sterkir - m.ö.o. þeir, sem eru reiðubúnir til að taka á sig þann háska sem mála- miðlanir í stjórnarsamstarfi eru. Á landsmælikvarða eru svo þeir „prinsípmenn“ miklu sterkari meðal Græningja sem annað- hvort gera pólitískt samstarf mjög ótryggt - eða koma í veg fyrir það fyrirfram með afdráttar- lausum kröfum. Ogi vilja þá losa sig við krata með pólitískan keppinaut með því að hrekja þá beinlínis í faðm íhaldsins. Það fer því um margt eftir uppgjöri raun- sæismanna og harðlínumanna í flokki Græningja, hvort Sósíal- demókrataflokki Vestur- Þýskalands tekst að losna úr þeirri forystu- og tilvistarkreppu sem flokkurinn nú ér staddur í. áb tók saman Líbanon Forsetinn lætur undan Sýrlendingum Amin Gemayel, forseti Líba- nons og leiðtogi Maroníta, hef- ur fallist á þrjú mikilsverð atr- iði í drögum Sýrlendinga að friðaráætlun fyrir landið. Hann samþykkir að afsala sér atkvæðisrétti á þingi Líbanons. Hann gengst inn á að fela þinginu að útnefna forsætisráðherra en hingað til hefur forseti haft það vald með höndum og einatt valið menn úr röðum Súnni-múslima til starfans. Ennfremur fellst hann á að valdahlutfallið milli hinna einstöku fylkinga verði ák- varðað á ný í því augnamiði að draga úr sérréttindum kristinna manna. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um uppkastið sem er á- vöxtur leynilegra og óbeinna samningaviðræðna hans og stjórnvalda í Damaskus um það hvernig auka megi völd múham- eðstrúarmanna í Líbanon. - ks. Amin Gemayel forseti. Lætur undan þrýstingi Sýrlendinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.