Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 7
SKÁK 9. umferð Þetta er fyrsta umferðin á mótinu þar sem jafnteflin urðu fleiri en vinn- ingsskákir. Ekki voru þau þó tíðinda- laus og hvergi samið á óteflt tafl. Polugajevskí (hvítt) og Short (svart) viku snemma út af þekktum leiðum. Kom upp flókin staða sem var þó nokkurn veginn í jafnvægi. Polu náði peði af Short en Englend- ingurinn fékk í staðinn mótspil drott- ningarmegin og var samið um jafn- tefli þegar tók að styttast í tímahrak- ið. Kortschnoi átti í höggi við Ljuboje- vic með svörtu. Hann beitti Opna af- brigðinu í Spænska leiknum að venju og valdi hvasst afbrigði þar sem ridd- ara og biskup er fórnað fyrir hrók og peð. Eftir það skiptist upp í endatafl og Kortschnoi vann annað peð en maður hafði á tilfinningunni að staða Ljubojevic væri betri. Það nýttist þó ekki og skákinni lyktaði með skiptum hlut. Portisch og Helgi tefldu Drottning- arbragð en létu skákina ekki fylgja nafni byrjunarinnar því þeir fóru snemma í drottningakaup. Mögu- leikarnir vógu nokkuð jafnt allan tím- ann en það hefði svo sem mátt tefla lengur en gert var. Jóhann hafði hvítt á móti Timman sem beitti Sikileyjarvörn. Hollend- ingurinn tefldi liði sínu fram á drott- ningarvæng og eftir 21. leik hans kom þessi staða upp: Ef hvítur drepur á c4 (22. bxc4) nær svartur tökum á d-línunni (22. ... Hd4) og betra tafli. Jóhann fórnaði því báðum guðsmönnunum sínum til að ná þráskák: 22. Be4 h6 23. Bxh6 gxh6 24. Bxc6 Hxdl+ 25. Hxdl Dxc6 26. Dg6+ Kh8 27. Dxh5+ Jafntefli. Svarti kóngurinn má ekki fara á f-línuna því þá kemur Hfl+ og hvítur mátar. Hvítur hefur hins vegar ekki tíma til að koma hróknum í leikinn svo báðir verða að þráleika. Tal hafði hvítt á móti Margeiri og hafði uppi nokkra sóknartilburði í miðtaflinu. Margeir varðist af ná- kvæmni og notaði sér veikleika í kóngsstöðu Tals til að knýja fram uppskipti. Rétt fyrir bið kom upp jafnteflislegt peðsendatafl en rétt einu sinni enn voru heilladísirnar andsnúnar Margeiri á mótinu: Hvítur hefur leikið 45. leik sínum og nú á Margeir nokkrar sekúndur til að leika síðasta leikinn fyrir bið. Það er ekki það auðveldasta í skák að tefla peðsendatöfl í tímahraki því þó þau geti verið tiltölulega einföld þá þarf að reikna nákvæmlega. Hér heldur svartur jöfnu með 45. ... c4 46. h5 c3 47. Kd3 Kf5 48. g6 hxg6 49. hxg6 Kxg6 50. Kxc3 og svarti kóngurinn kemst fyrir hvíta a-peðið í tæka tíð. Margeir lék: 45. ... a5?? Og eftir 46. h5 gafst hann upp því hvítur verður á undan í peðakapp- hlaupinu: 46. ... c4 (um annað er ekki að ræða) 47. Kd4 Kf5 48. Kxc4 Kxg5 49. Kb5 Kxh5 50. Kxa5 Kg4 51. Kb4 h5 52. a5 og svarta peðið kemur fyrr upp í borð. Þetta var grátlegur endir fyrir Margeir sem verður að teljast óheppnasti maður mótsins. Jón L. stýrði svörtu mönnunum á móti Agdestein og tefldi Drottningar- indverska vörn. Á mótum byrjunar og miðtafls hóf Norðmaðurinn peða- framrás á kóngsvæng og veikti þá Jón kóngsstöðu sína í stað þess að sprengja upp miðborðið. Jón lék í 15. leik h7-h6? og þá var staðan svona: 16. gS hxg5 17. fxg5 Re8 18. g6 Re5 19. gxf7+ Hxf7 20. Rxe6 Dd7 21. Hxf7 Dxe6 22. Hf2 Hvítur hefur unnið skiptamun og heldur jafnframt frumkvæðinu. Agdestein byggði upp sóknarstöðu á kóngsvæng en Jón fékk ckki við neitt ráðið og gafst upp þegar mát eða stór- fellt liðstap blasti við. Áhorfendur voru svolítið hissa á því að Jón drap ekki hrókinn á f7 í 21. leik en það hefði líklega ekki skipt öllu máli því staðan er ekki glæsileg eftir 21. ... Kxf7 22. Rf4, hvítur hefur þá sælu peði meira og er fljótur að koma mönnum sínum í sóknarstöðu á kóngsvæng en hann getur líka sótt á peðaveikleika svarts drottningar- megin (b6-peðið). BRAGI JÓN HALLDÓRSSON TORFASON 10. umferð Short og Tal urðu fyrstir til þess að Ijúka skák. Tefldur var Spænskur leikur og samið jafn- tefli eftir 15 leiki. Polugajevskí tefldi Drottning- arindverska vörn meö svörtu gegn Timman og náði fljótlega aö jafna taflið og ná síöan undirtök- unum. En sem fyrr var Timman sleipur sem áll, rann úr greipum hans í tímahrakinu og náöi jafn- tefli. Kortschnoi taldi rétt að reyna ekkert á kunnáttu Helga í skák- fræðunum og fór af alfaraleiðum þegar í þriðja leik á eftirfarandi hátt: 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 a6?! Þetta nægði til þess að rugla Helga í ríminu og Kortschnoi komst út í endatafl með peði yfir sem hann vann af öryggi. Agdestein hinn norski tefldi með svörtu Hollenska vörn gegn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8 9. 10. 11. 12 Vmn. 1. Jón L. 4 1 0 0 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1 1/2 41/2 2. Margeir 0 % 0 0 0 1 0 B 0 1/2 11/2+B 3. Short 1 1 4 1 1/2 0 1/2 ’/2 1 1 1 7V2 4. Timman 1 1 0 4 1 1/2 I 1/2 1 1 0 1/2 6V2 5. Portisch 1/2 1 1/2 0 4 1 1/2 1 1 0 1/2 6 6. Jóhann 1/2 0 1 % 0 4 0 0 1/2 0 1 31/2 7. Polugajevskí 1/2 1 1/2 '/2 1 4 1/2 1/2 1/2 0 1/2 51/2 8. Tal 1/2 1 1/2 1 V2 1 1/2 4 1/2 1/2 1 1/2 6V2 9. Agdestein 1 B 0 0 1/2 1/2 1/2 4 1/2 n 1 4+B 10. Ljubojevic 0 0 0 0 1 1/2 1/2 1/2 4 1/2 V6 31/2 11. Kortchnoi 1 0 1 1 0 1 0 1/2 4 7 6V2 12. Helgi 1/2 'A 0 1/2 ’/2 1/2 1/2 0 1/2 0 4 31/2 Rússneski stórmeistarinn Lev Polugajevskí. Honum tókst ekki að vinna úr yfirburðum sínum gegn Timman í gær. Margeiri, jafnaði taflið snemma og vann síðan peð. Skákin fór í bið í tapaðri stöðu fyrir Margeir. Jóhann tefldi Drottningar- bragð með svörtu gegn Portisch og vann peð í byrjuninni en var nokkuð á eftir liðskipan. Portisch vann vel úr frumkvæði sínu og vann skákina í endatafli. Það var hald manna á ganginum að Jó- hann hefði misst af jafnteflisleið. Jón L. hélt uppi merki landans í þessari umferð með því að leggja Ljubojevic að velli. Hann valdi óvenjulegt afbrigði gegn Sikileyjarvörn Júgóslavans og þrengdi jafnt og þétt að honum. Þeir lentu í miklu tímahraki og þegar því var lokið sá Ljubojevic sinn kost vænstan að gefast upp þegar liðstap blasti við. Skákin fylgir hér án skýringa: Hvítt: Jón L. Svart: Ljubojevic Sikileyjarvörn 1. e4 c5 9. Dxd8+ Kxd8 2. Rf3 d6 10. fxe5 Rd7 3. d4 cxd4 11. Bf4 e6 4. Rxd4 Rf6 12. 0-0-0 h6 5. Rc3 a6 13. g4 Kc7 6. f4 g6 14. Re4 Bg7 7. RO Rc6 15. Rd6 HI8 16. Bg2 Rb6 17. c4 Bd7 18. Bg3 Ha-d8 19. Bh4 Hb8 20. Hh-el Be8 21. He2 Rd7 22. Bg3 Hd8 23. a3 Rb6 24. b3 Rc8 25. b4 Rb8 26. b5 axb5 27. cxb5 Rxd6 28. exd6+ Kb6 29. Bf2+ Ka5 30. Bel+ Kb6 31. Bf2+ Ka5 32. Bel+ Kb6 33. a4 Hc8+ 34. Hc2 Bd7 35. Rd2 Bc3 41. gxf5 Hxf5 42. Be3 Kb5 43. Bc8 He5 44. Bf2 Hd5 45. b7 Hxd6 36. Bf2+ Ka5 37. Bxb7 Bxd2+ 38. Hxd2 Hxc2+ 39. Hxc2 Kxa4 40. b6 f5 Þrlðjudagur 3. mars 1987 pJÓÐVIUINN - SÍÐA 7 STÓRMÓT ’87 Urslit 8. umferð Margeir - Polugajevskí 0-1 Short - Jóhann 0 - 1 Timman - Portisch 1 - 0 Helgi - Ljubojevic 1/2 - 1/2 Kortschnoi - Agdestein 1-0 Jón L. - Tal 1/2 - 1/2 9. umferð Agdestein - Jón L. 1 - 0 Tal - Margeir 1-0 Polugajevskí - Short 1/2 - 1/2 Ljubojevic - Kortschnoi 1/2 - 1/2 Jóhann - Timman 1/2 - 1/2 Portisch - Helgi 1/2 - 1/2 10. umferð Jón L - Ljubojevic 1-0 Margeir - Agdestein Hiðskák Short - Tal 1/2 - 1/2 Portisch - Jóhann 1 0 Helgi - Kortschnoi 0 - 1 Timman - Polugajevskí 1/2 - 1/2 f síðustu umferð í dag tefla sam- an: Kortschnoi - Jón L. Ljubojevic - Margeir Agdestein - Short Tal - Timman Polugajveskí - Portisch Jóhann - Helgi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.