Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 15
manngildið. Við skulum vona að þeir, sem á undan okkur safnast til feðra sinna, eigi þess kost að láta æskudrauma sína rætast í því umhverfi sem skóp þá. Seinni kona Guðmundar var Súsanna Magnúsdóttir, sem nú hefur svo snögglega misst ástvin sinn. Við Rósa vottum öllum ástvin- um þeirra frændsystkina Hrannar Hugrúnar og Guðmundar inni- lega samúð okkar, og þó alveg sérstaklega þeim systrum Sig- rúnu og Fanney. Biðjum allar góðar vættir að styðja ykkur öll og styrkja. Óskar. höfðum af henni nánustu kynni, efst í huga þakklæti fyrir sam- fylgdina. Söknuðurinn er sárast- ur hjá ástvinum öllum, og ekki síst hjá barnabörnum sem hún sýndi ætíð umhyggju og lét sér svo mjög annt um velferð þeirra. Ég færi persónulega tengdamóð- ur minni þakkir fyrir áratuga vin- semd sem aldrei bar skugga á. Að lokum vitna ég til kafla úr bréfi er Anna skrifaði, er hún missti systur sína úr berklum á besta aldri, en Anna átti þess ekki kost að fylgja henni til grafar. Bréf þetta er birt í bók föður hennar „í Verum“ sem áður er minnst á. „Kæra systir. Þannig er sorgin. Sárt er að kveðja þig í síðasta sinn. En þú varst hetja á skilnað- arstundinni, eins og ætíð fyrr í þinni löngu baráttu við Hvíta dauðann. Aðeins að þú kæmir heim, það var þín síðasta ósk. Ég í fjarverunni hugsa um það sem nú gerist og stend í anda við gröf þína, systir mín, þó að ég sé þér fjarri. Litlu börnin mín færa þér líka hljóðar þakkir fyrir allt það mikla og góða sem þú hefur fyrir þau gert. Þú varst með hugann hjá þeim, eins og móðir og skildir allt svo vel.“ Þessi hlýju orð geta allir ástvin- ir Önnu Theodórsdóttur gert að sínum. Far þú í friði. Gunnar R. Magnússon ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 kk. <&3 Baldur Óskarsson, annar tveggja fulltrúa neytenda í sexmannanefndinni sem lagðist gegn frestun verðlagsgrundvallarins. f • ' 1 fja Landbúnaðarafurðir Bráðabirgðahringl Baldur Óskarsson: Bráðabirgðaverðlagsgrundvöllur sem gildi í hálfan mánuð á sér enga stoð í lögum „Það mætti spyrja ríkisstjórn- ina hvort hún telji það slys eða óréttlæti að bændur hafi sömu lágmarkslaun og hinir lægst launuðu og hvort það sé ætlunin að þeir hafi lægri iaun en svo,“ sagði Baldur Óskarsson, einn þriggja fulltrúa neytenda í sex- mannanefndinni. sem reiknar út verðlagsgrundvöllinn sem laun bænda miðast við, en á fundum nefndarinnar í síðustu viku skilaði Baldur séráliti ásamt öðr- um fulltrúa neytenda, Gissuri Péturssyni. „Ég vil taka það fram í upp- hafi,“ sagði Baldur, „að ég er alfarið móti framleiðsluráðslög- unum sem ég tel afar gölluð. Lögin kveða á um að sex- mannanefndin skuli reikna eða finna út hvað kosti að reka með- albú og það er sannarlega vanda- verk að finna einhvern réttlátan grundvöll þar. Við erum búnir að rífast um það í heilt ár, hver þessi verð- lagsgrundvöllur skuli vera. Með- al annars var þar þrætuepli, hvernig vinnumagnið skyldi ákveðið og hvert væri raunveru- legt vinnuframlag bóndans og fjölskyldu hans. Við höfum komist að samkomulagi um grundvöllinn, en þó var eitt atriði sem við urð- um ekki sammála um og fór til yfirnefndar. Við töldum óeðlilegt að bænd- ur fengju launauppbót á þann hátt að framreikna birgðir af kjöti sem þeir hafa þegar fengið greiddar að fullu. Yfirnefnd felldi í þessu efni dóm um helgina sem gekk þvert á þetta álit okkar Gissurar. Þessi úrskurður er vægast sagt ein- kennilegur, þar sem sexmanna- nefndin var búin að samþykkja verðgrundvöllinn og samkvæmt hinum nýju gildandi fram- leiðsluráðslögum ber henni að gera svo og framreikna hann síð- an á þriggja mánaða fresti. í gömlu framleiðsluráðslögun- um var skýrt tekið fram að tíma- kaup bænda ætti að miða við kaup verkamanna og iðnaðar- manna og það svo jafnan gert í ákveðnum hlutföllum, en hins vegar í hinum nýju lögum sem eru tveggja ára gömul, er sagt að miða eigi kaup bænda við kaup annarra stétta, þannig að nú er engin ákveðin viðmiðun. Samkomulag varð því um það í Sexmannanefndinni að hafa þann sama hátt á og áður var enda gerðu bændur ekki kröfur um meira og tóku þannig mið af slæmri markaðsstöðu afurða sinna. Nú þegar búið er að hækka lág- markslaun samkvæmt desemb- ersamningunum, 26500 kr. til verkamanna og 35000 fyrir iðn- aðarmenn þá töldum við ekki stætt á öðru en að bóndinn fengi sömu lágmarkslaun til grundvall- ar sínu tímakaupi Sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur lofað verkalýðshreyfing- unni að halda niðri verðlagi í landinu er allt annað mál og það er hennar að ákveða með hvaða hætti hún gerir það. Það er ekki bænda að greiða niður almennt verðlag í landinu fyrir alla. Það verður ríkisstjórn- in sjálf að leysa, vilji hún standa við loforð sín við verkalýðshreyf- inguna og til þess hefur hún haft nægan tíma. Frestunartillagan sem lögð var fram á fundi sexmannanefndar- innar í fyrradag og við Gissur Pét- ursson greiddum atkvæði gegn, gerir ráð fyrir því að í hálfan mán- uð gildi sérstakur bráðabirgða verðgrundvöllur sem ekki á sér neina stoð í framleiðsluráðslög- unum. í nefndinni er fullt samkomu- lag um framreikning grundvallar- ins og samkvæmt lögunum ber okkur í nefndinni að reikna hann fram um þrjá mánuði. í tillögu sem samþykkt var á fundi nefndarinnar var reiknað með að launaliður bóndans hækkaði um 10% sem er einhver tala sem virðist eins og fallin af himnum ofan og engar reiknings- legar forsendur eru fyrir, og þetta bráðabirgðahringl, að fresta því í 1/2 mánuð að bændur fái þessa ríflega 20% sem þeim ber sam- kvæmt verðlags grundvellinum sem nefndin er sammála um, er út í hött. Við Gissur Pétursson greidd- um atkvæði gegn frestuninni og lögðum fram bókun þar sem eng- inn ágreiningur er um verð- grundvöllinn. Við treystum okkur ekki til að styðja þessa frestunartillögu og úr því að við erum með þetta op- inbera verðmyndunarkerfi verð- ur auðvitað að fara eftir þeirn leikreglum sem um það eru sett- ar. Þorsteinn Pálsson hefur lýst því yfir að ekki komi til neinna kosninganiðurgreiðslna, en allir sjá að ef bændur eiga að fá sitt en verðlag jafnframt ekki að hækka, þá er ekki hægt að gera neitt ann- að en greiða þetta niður. Allt annað er bara blekking, en þetta er auðvitað mál ríkisstjórnarinn- ar.“ -sá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.