Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1987, Blaðsíða 4
____________LEIÐARI_________ Dallasföt formannsins Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sjálfur greint frá því, að bestu hugmyndir sínar hafi hann fengið við uppþvottinn á kvöldin. Að öllum líkindum hefur annríki við að setja niður deilur í Sjálfstæðisflokknum hin síðustu misseri svipt hann tómi til að dvelja löngum stundum við hina fornu uppsprettu hugmyndasinna, eldhúsvask- inn. Frjósemi hugans virðist að minnsta kosti ekki hafa verið honum eða öðrum forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins til mikilla trafala upp á síðkastið. En nú er engu líkara en Þorsteinn Pálsson sé aftur kominn í viðbragðsstöðu við eldhúsvask- inn. Hann hefur nefnilega fengið hugmynd. Hún felst í stuttu máli í því, að fela óæskilega kandídata á framboðslistum Sjálfstæðisflokks- ins með því að keyra alla kosningabaráttu flokksins á einum manni. Honum sjálfum. Þetta er í sjálfu sér ekki vitlaus hugmynd. Þannig má reyna að fela bráðónýtan lista í Reykjavík, þar sem Albert Guðmundsson hefur tekið að sér að vera persónulegur fulltrúi Haf- skips hf í efsta sæti listans. Þannig má líka fela ósættið milli frambjóð- endanna í næstmikilvægasta kjördæmi lands- ins, Reykjanesi. En flokkseigendafélagið þar dró óvinsælan þingmann, Gunnar G. Schram upp í öruggt sæti, eftir að flokksmenn höfðu fleygt honum neðar á listann, og spunnust af harðar deilur innan Flokksins í kjördæminu. Ef til vill má líka fela furðulega málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins með því að keyra kosning- abaráttuna á Dallas-auglýsingum um Þorstein Pálsson. í því fælist að sjálfsögðu mikill ávinn- ingur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Endurnýjun kynna formanns Sjálfstæðis- flokksins og eldhúsvasksins virðist því þegar hafa skilað árangri, og hver veit nema hans rétti staður sé í eldhúsinu. Þessi foringjadýrkun hefur þó skilað Flokkn- um nokkra áratugi aftur í tímann. Það kemur einna berlegast í Ijós á málgagninu, blessuðu Morgunblaðinu. Morgunblaðið hefur nefnilega reynt að láta líta svo út sem það sé í raun orðinn óháður miðill, laus við tjóðrið úr Valhöll. Nú um stundir er þó einsog það hafi hrapað áratugi aftur í tímann, það er farið að líta út einsog Pravda, fullt með ótrúlega barnalegum frásögnum af gæsku og snilld Foringjans, þar sem hann messar yfir lýðnum á aðskiljanlegum fundum. Þannig hefur Morgunblaðið aftur tekið upp prövdustíl kaldastríðsáranna, aftur orðið að hreinræktuðum flokksmiðli, aftur orðið ótrú- verðugt. Kosningabarátta á þessum nótum, þar sem reynt er að búa til ofurmenni úr einum foringja heyrir til liðinni tíð. Hún er einsog dínós- árusinn. Úrelt af þróuninni. í tilviki Þorsteins Pálssonar er Morgunblaðið jafnframt einkar óheppið í vali á ofurmenni. Vissulega er formaðurinn skærasta stirni Flokksins um þessar mundir og enn á leið upp. En það segir meira um Flokkinn en hann. Menn skulu nefnilega ekki gleyma fyrri afrek- um formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann er maðurin sem skaust upp á stjörnu- himinn Sjálfstæðisflokksins á nákvæmlega sama hátt og Gunnar G. Schram. Hann boðaði skattalækkanir. En nákvæmlega einsog Gunnar G. Schram hefur hann ekki efnt neitt af því sem hann sagði í upphafi. Flokksmenn á Reykjanesi höfnuðu G.G. Schram vegna þess að hann sveik þá í skatta- málunum. Kjósendur á Reykjanesi munu sömuleiðis láta Flokkinn finna til tevatnsins vegna svika G.G. Schram í þeim. En eigi prófessor G.G. Schram skilda and- stöðu kjósenda vegna frammistöðu sinnar á skattasviðinu, hvað þá með sérfræðing Sjálf- stæðisflokksins í uppþvotti, Þorstein Pálsson? Hann lofaði að hrinda í framkvæmd lang- þráðri skattalækkun, þegar hann tók við emb- ætti. Þess í stað varð hans fyrsta verk að fresta langþráðri og marglofaðri skattalækkun upp á 600 miljónir. Hann hækkaði dómsgjöld um 50 prósent. Hann hækkaði skírteinagjöld um 100 pró- sent. Hann hækkaði lyf og læknisþjónustu um þriðjung. Hann setti á hinn fræga kökuskatt. Hann hækkaði flugvallaskatt um 300 prós- ent, þann skatt sem Morgunblaðið kallaði eitt sinn átthagafjötra. En síðast en ekki síst, það var Þorsteinn Páls- son, maðurinn sem lofaði skattalækkun, sem gekk fram fyrir skjöldu og kom í kring skatta- hækkun upp á 800 miljónir á síðasta ári. Þannig hefur formaður Sjálfstæðisflokksins í raun svikið öll loforð Flokksins í skattamálum. Það er enginn munur á honum og Gunnari G. Schram. Dugar slíkur foringi til að fela Albert og aðra skuggabaldra Flokksins jafnvel þó auglýsinga- stofur smyrji á hann Dallasslikjunni af J.R.? -OS KUPPT OG SKORIÐ Hvernig stendur fyrirtækið? Morgunblaðið birti nokkuð fróðlegan leiðara á laugardaginn var undir fyrirsögninni „Erfið- Ieikar Arnarflugs“. Þar segir frá torveldum rekstri þess flugfélags og er þá sérstök áhersla lögð á ummæli nýs stjórnarformanns, Harðar Einarssonar, þess efnis, að þegar nýir hluthafar í félaginu komu til sögunnar í fyrrasumar, þá hafi þeir alls ekki getað gengið að áreiðanlegum upplýsingum um raunverulega stöðu félagsins. Og er þess seinna getið, að ef þessir hlutabréfakarlar hefðu vit- að hið rétta, þá hefðu þeir aldrei reynt að „endurreisa Arnarflug". Síðan segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins: „Þetta er í annað sinn á tveim árum, sem það kemur í Ijós, að upplýsingar um stöðu fyrirtœkja liggja ekki fyrir fyrr en mörgum mánuðum seinna. Það kom íljós í rekstri Hafskips og það liggur nú fyrir um rekstur Arnarflugs á sl. ári. Hafa tölvuvœðing og nútíma stjórnunarhœttir algjörlega farið fram hjá þessum fyrirtœkjum og kannski öðrum?" Falskt hlutleysi tölvunnar Það er ekki úr vegi að glápa með tilhlýðilegri frekju á þessa indælu spurningu: „Hafa tölvu- væðing og nútíma stjórnunar- hættir algjörlega farið fram hjá þessum fyrirtækjum...?“ í henni birtist einmitt sú skrýtna barnatrú okkar tíma, að ákveðin tækni (hér tölvuvæðing) geti í senn komið í stað réttra siða og leiðrétt „mannlegar yfirsjón- ir“ í hagrænum útreikningum heimsins. Vitanlega er það út í hött að ætla, að þegar upplýsingar um „raunverulega stöðu“ Hafskips' eða Arnarflugs eða annarra fyrir- tækja eru annaðhvort ófáanlegar eða koma seint um síðir, þá stafi sá vansi af því að viðkomandi fyr- irtæki séu lítt tölvuvædd eða eitthvað í þá veru. Við lifum í svonefndu upplýsingaþjóðfélagi, og menn hafa glaðst svo ákaft yfir öllum þeim hraðfara staðr- eyndaflaumi, sem hægt er að herja út úr slíku samfélagi með lítilli fyrirhöfn, að þeir gleyma að spyrja sjálfa sig að því, hvort ekki sé alveg eins hægt að nota upplýs- ingatæknina til að/e/a upplýsing- ar eins og að leiða þær fram skjótt og vel. Hún er bjáni Og vitanlega er það gert. Við vitum það vel, að í samkeppnis- jukki dagsins er sú trú, sem hægt er með upplýsingatækni að breiða út á framtíðarmöguleika fyrirtækis, í rauninni meiri eign en til að mynda steinsteypa eða reiðufé. Og þessvegna er allt eins líklegt að tölvutækni og „nútíma stjórnunarhættir" séu notuð til þess að fela raunverulega stöðu fyrirtækis eins og að leiða hana fram. Rétt eins og frambjóðandi í kosningum felur pólitíska fátækt sína á bak við vel æfða og einkar „tæknilega" sjónvarpsfram- komu. Tölvan er í sjálfu sér heiðarleg, en hún er siðferðilegur og pólit- ískur bjáni; ef hún er mötuð með ákveðna hagsmuni í huga, þá verður svarið eftir því. Af braski f framhaldi af þessu skal vísað á hugleiðingu í Newsweek eftir fastagest þess rits, Anthony Sam- pson. Hann var að velta fyrir sér hneykslismálum nýlegum í Bret- landi eins og til dæmis vafa- sömum kaupum bjórrisans Gu- inness á helsta viskíbruggfirma Skotlands. Verður ekki farið út í þá sálma hér - nema hvað Samp- feon þessi lætur þau ævintýri í hlutabréfakaupum verða til þess að harma það, hvflíkt djúp er staðfestmilliþeirrasemkunnaþá I Iist að afla skyndigróða í kauphallarbraski, og þeirra ves- alinga, sem eru að reyna að fram- leiða eitthvað. Hann segir að Gu- inesshneykslið sýni hvernig skammtímabrask lokkar til sín snjalla heila og launar þeim vel, meðan þeir sem reyna að leggja á ráðin til lengri tíma um þá fram- leiðslu, sem skapar atvinnu og leggur sitt til þess að ríki eigi framtíð fyrir sér, þeir mega snapa gams. Og skal nú á það minnt, að Sampson þessi er ekki að hugsa um hinn almenna launþega, held- ur um þá sem stjórna fyrirtækjum og peningastraumi. Kauphallarstrákur, segir í ann- arri grein, á von á fjórum eða fimm sinnum meiri tekjum fyrir sitt amstur undir sólunni en höfð- ingi iðnfyrirtækis. Og - svo haldið sé áfram með Anthony Sampson upplýsinga- streymið mikla, sem flestir trúa á, það gerir illt verra í þessu efni. Hinar greiðu boðleiðir, segir hann, tölvuvædd viðskipti sem hafa alla gjaldmiðla undir í einu, „allt hefur þetta þýtt að peninga- heimurinn hefur í vaxandi mæli misst samband við raunveruleika iðnaðarframleiðslu og útflutn- ings.“ Merkilegt nýmæli reyndar og uppörvandi, að rekast á hug- myndir í þá veru, að tölvutryggt upplýsingaflæði þurfi ekki endi- lega að koma mönnum í nánara skilningssamband við veru- leikann. Magnað saman ráð og dáð. Það geti allt eins ýtt mönnum í burt frá þeim rökurn og því raunsæi, sem byggjandi er á til lengdar. Veldur hver á heldur. - ÁB. þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljóamyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Iftkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55kr. A8krtftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.