Þjóðviljinn - 22.03.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 22.03.1987, Side 7
GLÆTAN P^lítíl€ Jón Baldvin, einn af tíu pólitíkusum ■ 1wlllllVog eini kratinn, með uppblásinn smokk. - Ætli smokkurinn sé örugg- ari en fylgi Alþýðuflokksins? Sigþór Sigurðsson, formaður ne- 1nÍ®111”I mendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hann hélt einmitt smokkaballið fræga. með? ekki farið út í skiptingu milli fé- laga, þótt því sé ekki að neita að ÍR-ingar eiga engan fulltrúa. Handboltalandsliðið er skiljan- lega vinsælt, en einungis tveir eru úr fótboltanum Pétur Ormslev (eiginmaður Helgu Möller) og Þorgrímur Þráinsson. Það sem vekur þó athygli er að enginn úr skáksveitinni okkar er með: Hvar eru Helgi, Margeir, Jón L. og Jó- hann? Eðvarð Þór Eðvarðsson íþróttamaður ársins, Einar Vil- hjálmsson og íris Grönfeldt eru með. Jón Páll að sjálfsögðu einn- ig. Leikarar fengu sama kvóta og íþróttamenn og pólitíkusar. Þar eru spaugararnir vitaskuld áber- andi og verður að vona að unga fólkið taki þá alvarlega. Síðan eru einir sjö rithöfundar. Steinunn og Thor auðvitað enda urðu þau aflahæst á nýliðinni vertíð. Unglingabókahöfundarn- ir Eðvarð Ingólfsson og Andrés Indriðason mæla báðir með smokknum við lesendur sína, sömuleiðis Ólafur Haukur, Þór- arinn Eldjárn og Sjón. Fleiri rit- höfundar fengu ekki úthlutun að þessu sinni. Bissnessmennirnir í bandinu eru sex talsins, allir dágóðir full- trúar uppakynslóðarinnar: Guffi á Gauknum, Gerður í Flónni, Halldór í Henson og Broadway- Laufdal. Áberandi viðskiptajöfr- ar á borð við Davíð Scheving og Arkar-Helga komast ekki á blað. Aðrir hópar eiga síðan færri full- trúa; menntaskólanemar, feg- urðardísir, kvikmyndagerðar- menn, læknar, danskennarar og dansarar. Latínuskólinn getur þó unað glaður við sitt, forsetar Framtíð- arinnar síðustu tvö árin eru báðir' með: Birgir Ármannsson (sem mætti teljast með stjórnmála- mönnum líka) og Kristján Hrafnsson (sem eins ætti heima í skáldahópi). Faðir Kristjáns, Hrafn Gunnlaugsson, er einnig á plakatinu og eru þeir einu feðg- arnir, að því er næst varð komist. Enginn kaupfélagsstjóri! Prestur sem ég ræddi við hafði sitthvað til málanna að leggja: „Við kirkjunnar menn höfum mikla áhyggjur af þessum válega gesti - eyðni - og viljum leggja okkar af mörkum. Hins vegar er enginn guðsmaður á þessu vegg- spjaldi. Ekkert nema fjölmiðlaf- ígúrur og popparar. Eins og ein- hver taki nú mark á þeim! Við prestar erum allt eins reiðubúnir að mæla með notkun smokksins. Og ég vil gera það hér með!“ En prestar eru vitaskuld ekki eina stéttin sem útundan varð. í því sambandi er fróðlegt að rifja upp, að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir fáeinum árum þá bera íslendingar gífurlegt traust til kirkjunnar og lögreglunnar. Fjölmiðlar voru í könnuninni skör lægra. Hvar eru þess vegna löggumar? Bjarki Elíasson til dæmis? Eða Óskar Ólason, Arn- ar Jensson og Sigurjón Sigurðs- son? Það er einnig athyglisvert að Reykvíkingar em nánast einráðir á markaðinum. Samt hafa þessi plaköt verið hengd upp útum allt land. - Það vita allir hversu illa landsbyggðinni er við það að taka við fyrirmælum að sunnan. Hvernig bregst unga fólkið á Súð- avík við? Kannski væri ráð að staðfæra þessi plaköt fyrir ein- stök byggðarlög: Þar gætu kaupfélagsstjórinn, presturinn, hreppstjórinn og formaður ung- mennafélagsins haldið á smokki. Úr kaupfélaginu. - Þessu er hér með kornið á framfæri! -þj. MORFÍS: En MR tapaði úrslitakeppninni fyrir FG Lið Fjölbrautaskólans í Garða- bæ bar sigur úr býtum í Mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skólanna, þegar það mætti MR- ingum í Háskólabíói á dögunum. Menntaskólinn í Reykjavík sigr- aði tvö fyrstu árin sem keppnin var haldin og átti þess kost að vinna til eignar forláta bikar sem Visa-ísland gaf á sínum tíma. Úrslitakeppnin var afar jöfn og tvísýn; MR-ingar urðu lítið eitt hærri að stigum en Fjölbrauta- skólanemar voru hins vegar hærri hjá tveimur dómumm af þremur og töldust því sigurvegarar á hinni svokölluðu og afar um- deildu „2-1 reglu“. Ræðumaður kvöldsins var úr MR, Illugi Gunnarsson sem þar með tryggði sér þann titil í fjórða sinn í vetur. -M- lllugi vann í fjórða sinn Súrmiólk mntwiimmti n iii'iwiíiiiwtnBiinwTOaMimwiiaMMMwiwwiwMww llítri VIÐ UÓÐUM EINS OC OKKtJR SÝNIST Fjölbrautaskólinn í Breiðholti getur af sér skáldahóp í kringum súrmjólk. Síðastvar þaðsúrrealismi. Hvað næst? LJÓÐAGERÐ súrmjólk 1 lítri - Súrmjólkur■ hópurinn arf- taki súrrealist- anna í FB? Glætunni hefur borist Ijóðabók eftir nokkra framtakssama unga menn, sem að sögn stunda nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Kverið heitir Súrmjólk I lítri, að því er best verður séð, en undir- titillinn er: „Við ljóðum eins og okkur sýnist“. Alls eru 15 ljóð í bókinni eftir sex höfunda, þá Helga, Orra, Hlyn, Steinar, Óskar og Árna. Viðfangsefnin eru í bland tengd reynsluheimi ungra drengja en fara út í heimspekilegar vanga- veltur um hinstu rök þessa heims og annars. Nú er ekki að vita nema Súrmjólkurdrengirnir eigi eftir að gerast stórtækari í landnámi sínu á akri skáldskaparins: Eins og alþjóð er kunnugt reis upp í þessum sama skóla hópur pilta fyrir fáeinum árum og stofnaði félagið Medúsu í kringum súrre- alistíska ljóðagerð. Piltaflokkur- inn úr Medúsu hefur unnið til margra metorða, þótt menn greini einatt á um hvort allir hafi þeir haft erinui sem erfiði. En fordæmi súrrealista getur orðið þeim Súrmjólkurdrengjum gott vegarnesti og lærdómsríkt. -þj.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.