Þjóðviljinn - 22.03.1987, Síða 14
Bjöm Brynjólfur Björnsson: Flokkarn-
ir eru aö verða sér úti um ákveðna
ímynd. Sé auglýsing unnin af viðvan-
ingum verður það sú ímynd sem
flokkarnir koma á framfæri.
Ólafur Ragnar Grímsson: Við ættum
kannski að taka upp kjörorðið „Kjósið
ekki eftirlíkingar".
Kjartan Gunnarsson: Ég á ekki von á
því að Sjálfstæðisflokkurinn auglýsi
aftur í Þjóðviljanum.
Kosningabaráttan orðin auglýsingabarátta.Áherslan lögð á
menn en ekki málefni. Framboðsfundir á undanhaldi. Má búast
við auglýsingaflóði í sjónvarpi? Rœtt við nokkra aðila sem málið
varðar
Lesendur Þjóðviljans ráku
upp stór augu þegar þeim
barst Sunnudagsblaðið í
hendur um síðustu helgi. (
blaðinu gat að líta heilsíðu
auglýsingu frá Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjanesi. Efstu
menn listans staddir í hávað-
aroki við Svartsengisvirkjun
og gufustrókur í baksýn.
Merkilegt hvað þessi staður er
vinsæll hjá auglýsingamönnum.
Þarna var Icyflokkurinn með
tískusýningu fyrir dægurlagasam-
keppnina og Bubbi notaði Blá-
lónið í upptöku á myndbandi. Nú
átti hinsvegar að selja
stjórnmálamenn út á umhverfið.
Hvað er eiginlega að gerast
þegar Sjálfstæðismenn eru farnir
. að auglýsa í málgagni sósíalisma,
þjóðfrelsis og verkalýðshreyfing-
ar? Er kosningabaráttan bara
auglýsingabarátta? Er nema von
að barnið spyrji?
Og allir aðrir líka. Daglega
birtast heilsíðu auglýsingar frá
stjórnmálaflokkunum í dag-
blöðum, stundum jafnvel heilar
opnur og dæmi eru um að auglýs-
ing hafi verið upp á fjórar síður.
Er þetta kannski framhald á
auglýsingastrfði einstakra fram-
bjóðenda í prófkjörum? Auglýs-
ingastríði sem flestir flokkar
fordæmdu.
ímynd komið
á framfœri
„Það er í sjálfu sér ekkert nýtt
við það að flokkar auglýsi fyrir
kosningar, það sem er nýtt við
þessar auglýsingar núna er það að
það er leitað til fagmanna til að
gera auglýsingarnar," sagði
Björn Brynjólfur Bjömsson hjá
auglýsingastofunni Gott fólk.
Björn sagði að með þessum
auglýsingum væru flokkarnir að
verða sér úti um ákveðna ímynd
og sé auglýsing unnin af viðvan-
ingum verður það sú ímynd sem
flokkurinn kemur á framfæri.
Það var G-listinn á Reykjanesi
sem byrjaði kosningabaráttuna
með heilsíðu auglýsingum í DV
og Þjóðviljanum þar sem fimm
efstu menn listans voru kynntir. í
kjölfar auglýsinganna fylgdi svo
veglegt tímarit en hingað til hafa
flokkarnir látið sér nægja að gefa
út kosningablöð.
Kjósið ekki
eftirlíkingar
„Við ættum kannski að taka
upp kjörorðið Kjósið ekki eftir-
líkingar," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, sem er í baráttusætinu
á Reykjanesi. Ólafur sagði að sér
hefði verið bent á að aðrir flokkar
hermdu eftir kosningabaráttu G-
listans í kjördæminu. „Við höfum
lagt áherslu á að ná til fólksins
með einföldum og skýrum boð-
skap og er áherslan jafnt á per-
sónur og málefni. íslenskt
þjóðfélag hefur verið að breytast
úr fámennisþjóðfélagi í nútíma
fjölmiðlasamfélag og megintækin
til að koma boðskap á framfæri
við fólk eru fjölmiðlar. Því hafa
flokkarnir neyðst til að fara inn á
þær brautir að kaupa sér pláss í
blöðum til að koma stefnu og stíl
á framfæri.“
Auglýsingastarfsemin nægir þó
engan veginn heldur hafa fram-
bjóðendur lagt ríka áherslu á
grasrótarvinnu. „Við höfum lagt
ríka áherslu á vinnustaðaheim-
sóknir og þangað förum við ekki
til að messa yfir fólkinu heldur til
þess að ræða við það í góðu tómi
og kynnast skoðunum þess og
kynna okkar skoðanir í návígi við
kjósendur. Kosningastarf okkar
hefur því verið sambland af
fjölmiðla- og auglýsingastarfi og
skipulagðri grasrótarvinnu. Þetta
tvennt verður að fara saman.
Kosningabarátta í fjölmiðlum
einum án grasrótarstarfsemi
verður fljótt innantóm og gras-
rótarstarfsemi án virkrar fjöl-
miðlabaráttu nær aldrei virki-
legum styrk.“
Á móti nýja stílnum
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, er ekki sammála Ólafi Ragn-
ari. Hann segist alfarið á móti
þeim nýja stfl sem nú er yfir kosn-
ingabaráttunni. Segir hann kosn-
ingabaráttuna frekar eiga að fara
fram í gegnum ritstjórnir dag-
blaðanna en auglýsingadeildir,
án þess þó að hann sé að kasta
neinni rýrð á ágæti auglýsinga-
deildanna sem slíkra.
„Því miður virðast aðrir flokk-
ar en Sjálfstæðisflokkurinn ætla
að heyja sína kosningabaráttu í
gegnum auglýsingadeildirnar.
Það ríkir einhver ofurtrú á glansí-
myndir af stjórnmálamönnum og
þetta Hollywoodandrúmsloft
sem skapað hefur verið í kringum
stjórnmálin er ekki skemmtilegt.
Það má hinsvegar vel vera að það
skili árangri og er vel hugsanlegt
að það reki okkur til að grípa til
svipaðra ráða.“
Að sögn Kjartans háði Sjálf-
stæðisflokkurinn kosningabar-
áttu byggða á blaðaauglýsingum
árið 1979 en þau vinnubrögð hafa
ekki verið tekin upp síðan, hvað
sem nú verður.
Nú sló framboðslistinn á
Reykjanesi nýjan tón þegar hann
auglýsti í Þjóðviljanum um síð-
ustu helgi?
„Ég á ekki von á að það endur-
taki sig. Persónulega tel ég að
það eigi að dæma menn af verk-
um þeirra og vil að þau verði látin
tala. Einsog þú heyrir þá virðist
ég vera á móti allri kosningabar-
áttu en eðli slíkrar baráttu er að
berjast um tiltekinn hóp kjós-
enda síðustu vikurnar fyrir kosn-
ingar og vitaskuld mun Sjálfstæð-
isflokkurinn taka þátt í þeirri bar-
áttu. Ég býst við því að kosninga-
baráttan verði yfirþyrmandi þeg-
ar dregur nær kosningum.“
Hugsjónin
horfin
Kvennalistinn er eini
þingflokkurinn án málgagns en
samt sem áður hafa þær auglýst
lang minnst af flokkunum. „Við
munum eitthvað auglýsa en tæp-
ast jafn mikið og hinir þingflokk-
arnir. Við höfum einfaldlega ekki
það fjármagn sem þarf til að fara
út í slíkt," sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarfulltrúi
Kvennalistans.
„Það sem einkennir þessar
auglýsingar flokkanna er að öll
áherslan er lögð á efstu menn list-
anna. Þá sem eru öruggir inn og
næstu menn við. Við þekkjum
þessar auglýsingar, 5 góðar
ástæður til að kjósa krata, fimm
efstu menn á G-listanum í
Reykjanesi, 6 efstu menn G-
listans í Reykjavík og sömu sögu
er að segja um framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi
og gott ef Framsóknarflokkurinn
er ekki farinn að kynna sig á svip-
aðan hátt líka. Það er einsog
þetta fólk sé í framboði en aðrir á
listanum séu stuðningsfólk. Per-
sónulega finnst mér þetta miður.
Málefnabaráttan hefur orðið að
víkja fýrir persónum. Sú hugsjón
sem varð til þess að flokkarnir
voru stofnaðir á sínum tíma hefur
horfíð í skuggann.
Menn en ekki
málefni
Er það svo að kosningabarátt-
an sé farin að snúast meira um
menn en málefni? Auglýsingarn-
ar virðast fyrst og fremst til þess
ætlaðar að kynna efstu menn á
framboðslistunum einsog Ingi-
björg Sólrún benti á.
Það má segja að þessi stfll hafi
fyrst komið fram í síðustu borg-
arstjórnarkosningum þegar efstu
menn G-listans stilltu sér upp í
fjölskyldumyndatöku og aug-
lýstu sjálfa sig upp einsog fyrir-
myndarfjölskyldu úr sjónvarps-
þáttaröð. Listanum vegnaði
mjög vel í slagnum og fékk næst
bestu útkomu sem Alþýðubanda-
lagið hefur fengið í borgarstjórn-
arkosningum. Nú virðist sérhver
framboðslisti hafa upp á fyrir-
myndarfjölskyldu að bjóða.
„Það er spurning hvort þetta er
í sjálfu sér nokkuð nýtt. Kosning-
ar hafa alltaf snúist um persónur
að einhverju marki. Það er ekki
sama hver framfylgir stefnunni.
Það nýja núna er kannski það að
listarnir eru að flagga svokölluð-
um „sterkum“ mönnum sem
þykj ast haf a patentlausnir í hand-
arkrikanum. Þegar Guðrún
Helgadóttir fór fram fyrir Al-
þýðubandalagið á sínum tíma var
vissulega mikil áhersla lögð á
hana en það var allt öðru vísi að
því staðið en nú,“ segir Ingibjörg
Sólrún.
Spurning um traust
Jóni Baldvini hefur verið þakk-
að það að kratar virðast hafa náð
sér sæmilega á strik eftir lægðina
fyrri hluta níunda áratugarins.
Við höfðum samband við Bjarna
P. Magnússon, kosningastjóra
Alþýðuflokksins og spurðum
hann hvort baráttan væri meira
stfluð upp á persónurnar nú en
áður.
Bjarni taldi svo ekki vera.
„Kosningabarátta hlýtur alltaf að
snúast um tvennt, annarsvegar
málefnin og hinsvegar um það
hvort fólk treystir mönnunum til
að framfylgja málefnunum. Svo
er það annað mál, að þegar flokk-
ur er í uppsveiflu hlýtur kastljósið
að beinast að þeim manni sem
leiðir uppsveifluna, einsog Jóni
Baldvini nú. Við þekkjum þetta
frá Spáni, þar sem allt snérist um
Gonsalez. Við sjáum þetta víðar,
í Bandaríkjunum og á hinum
Norðurlöndunum, Olof Palme
var í augum margra Sósíaldem-
ókrataflokkurinn."
Ólafur Ragnar er nokkuð sam-
mála Bjarna P. „Ég tel tvímæla-
laust að kosningar snúist meira
um persónur en látið er í veðri
vaka, einkum nú eftir að sjón-
varpið er komið til sögunnar.
Sjónvarpið er mjög afhjúpandi.
Það er gegnumlýsandi miðill sem
erfiðara er að dyljast í en í dag-
blaðagreinum. Sjónvarpið er
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. mars 1987