Þjóðviljinn - 22.03.1987, Qupperneq 17
Eldur
ceðum
stuðningsmanna
Það orkar ekki tvímælis að Al-
bert Guðmundsson, iðnaðarráð-
herra, er nafn vikunnar að þessu
sinni. Uppljóstrun Helgar-pósts-
ins fyrr í vikunni um að Albert
væri í rannsókn hjá Skatt-
rannsóknarstjóra og að Þorsteinn
Pálsson hefði rætt stöðu Alberts í
þingflokknum og hygðist setja
hann út af sakramentinu kom
fólki kannski ekki mjög á óvart.
Viðbrögð Þorsteins sama dag og
fréttin birtist komu hinsvegar
einsog þruma úr heiðskíru.
í sjálfu sér sagði Þorsteinn fátt
markvert á blaðamannafundi
þeim sem hann efndi til á
fimmtudaginn, en þó lá í orðum
hans dulin hótun til Alberts um
að hann yrði látinn víkja úr emb-
ætti iðnaðarráðherra og senni-
lega vikið úr fyrsta sæti D-listans í
Reykjavík.
A meðan á þessu stóð var Al-
bert Guðmundsson staddur í
Kaupmannahöfn á fundi nor-
rænna iðnaðarráðherra. Frétta-
ritari Þjóðviljans í Höfn hitti Al-
bert að máli í gær, föstudag.
Albert var fyrst spurður hvað
honum fyndist um stöðu sína eftir
blaðamannafundinn sem Þor-
steinn Pálsson hélt í fyrradag.
- Ég er satt að segja ekki inni í
því sem Þorsteinn Pálsson sagði á
þessum fundi, sagði Albert. -
Það hafa allir mögulegir menn
verið að hringja til mín að heiman
með fréttirnar, en ég get ekki
svarað þessu fyrren ég hef talað
við Þorstein sjálfan.
Þorsteinn sagði málið alvar-
legt. Er það ekki rétt hjá honum?
- Það er ekki eins alvarlegt
einsog Þorsteinn og fleiri vilja
vera láta. Mín staða í þessu máli
er ekkert öðruvísi en þeirra sem
fá athugasemdir frá skatt-
rannsóknarstjóranum vegna
framtals síns. Það getur komið
fyrir alla að fá slíkar athuga-
semdir. Ég rek ekki heildverslun-
ina lengur, sonur minn hefur rek-
ið hana í þrettán ár, og það er
enginn glæpur út af fyrir sig að
umræddar greiðslur hafi ekki ver-
ið bókfærðar. Hann sagði mér
áður en ég fór út að hann hefði
ekki fengið fylgiskjöl fyrir
tveimur af þremur greiðslum frá
Hafskip, og það sé ástæðan fyrir
því að greiðslurnar hafa ekki ver-
ið bókfærðar. Ég vil ítreka það að
það er enginn maður sem ekki
getur búist við því að fá athuga-
semdir við framtal sitt.
Þorsteinn hefur verið með
þessar upplýsingar í höndunum
frá því í febrúar. Hverjar telur þú
ástæðumar fyrir því að hann situr
á þeim svona lengi?
- Ég veit það ekki. Skatt-
rannsóknarstjóri er með mörg
mál í athugun og úrvinnsla þeirra
tekur tíma.
Telur þú mögulegt að Þor-
steinn hafi kosið að bíða með
upplýsingamar fram yfir lands-
fundinn?
- Ég vil ekki ætla Þorsteini
slíkt.
Þú neitar sjálfur að Þorsteinn
hafi krafist afsagnar þinnar. Þor-
steinn sjálfur hinsvegar játar því
hvorki né neitar að hann hafi far-
ið fram á afsögn. Hvað segir þú
um þessi viðbrögð Þorsteins?
- Þetta em mjög eðlileg við-
brögð.
Attu von á því að afsagnar
þinnar verði krafist?
- Það kæmi mér mjög á óvart ef
svo yrði.
Er staðan sem þú ert kominn í
ekki kærkomin andstæðingum
þínum innan flokksins? Heldur
þú að þeir reyni ekki að nota tæk-
ifærið til að koma þér út af fyrsta
sæti framboðslistans?
- Ég hef lengi haft hóp á móti
mér innan flokksins og þessi hóp-
ur hefur alltaf haft hátt. Ég hef
hinsvegar ekki trú á því að fólkið
sem ræður því hverjir em á fram-
boðslista flokksins taki því þegj-
andi að illa sé farið með mann.
Fólk er betur upplýst en marga
grunar.
En ef afsagnar þinnar verður
krafist og þér verður kippt út úr
fyrsta sætinu, - stefnirðu þá í sérf-'
ramboð?
- Ég hef ekkert hugsað út í það.
Veldur staðan þér áhyggjum?
- Ekkí áhyggjum, heldur
leiðindum. En það er eldur í
æðum stuðningsmanna minna.
-K.Ól./Kaupmannahöfn
-Sáf
__________________________LEIÐARI____________________________________
Tvöföldum framlagtil
menningarmöla
opinbera til myndlistar í skötulíki. Starfslauna-
sjóð vantar, samkvæmt fjárhagsáætlun á að
kaupa listaverk fyrir 3 milijónir og allt þangað til í
síðustu viku var allur efniviður til listsköpunar
hátollavara.
Svona mætti taka hverja listgreinina á fætur
annarri fyrir. Þjóðleikhúsið er að hrynja yfir ötult
starfsfólks þess vegna þess að krónurnar sem
ætlað er til viðhalds hússins nægja vart þess
albráðnauðsynlegasta svo húsið sé regn og
vindhelt. Óperan berst í bökkum og þrátt fyrir að
framlag til kvikmyndasjóðs hafi verið aukið til
muna verða þeir sem leggja í slíkt ævintýri sem
kvikmyndagerð er, enn sem fyrr að leggja höf-
uðið að veði.
Á sama tíma og fjölþjóða engilsaxnesk
menning sækir að okkur er menningarstefna
hins opinbera ekkert annað en hálfkák. Þessu
verður að breyta hið snarasta og Alþýðubanda-
lagið leggur til að framlög til menningarmála
verði tvöfölduð.
Þessi mál og ýmis fleiri verða til umræðu á
málþingi sem Alþýðubandalagið efnir til á Hótel
Sögu í dag, sunnudaginn 22. mars. Eru allir
áhugamenn um íslenska menningu hvattirtil að
mæta hvar í flokki sem þeir standa.
-Sáf
Mótmælir nokkur því að íslendingar séu
menningarþjóð? Nei og það sem meira er, flest-
ir láta í veðri vaka að menningin sé okkur
nauðsynleg. Svo er einnig farið með þá sem
stýra landi og þjóð og hafa það hlutverk að
skipta þjóðarkökunni af réttsýni og fyrirhyggju.
Þeir láta oft stór orð falla um nauðsyn menning-
ar og göfugt hlutverk lista. Orð þeirra reynast
aftur á móti innantóm þegar verk þeirra eru
skoðuð.
Útgjöld ríkisinstil menningarmála áfjárlögum
ársins í ár eru tæp 1,4% af heildarútgjöldum.
Séu hinsvegar dregin frá útgjöld til íþróttamála,
æskulýðsmála og ýmissar annarrar starfsemi,
sem vissulega má flokka undir menningarstarf-
semi en tæpast til lista eru útgjöldin rúmt 1 % af
heildarútgjöldum. Ef við höldum reikningsdæm-
inu gangandi og drögum frá útgjöld til ýmissa
safna og stofnana sem þjóna fyrst og fremst
varðveisluhlutverki og fræðastörfum og ein-
angrum þannig framlög ríkisins til skapandi og
túlkandi listamanna í landinu, kemur í þeirra hlut
0,6% af heildarútgjöldum ríkisins, eða tæpar
300 milljónir króna og þar af fá tvær stofnanir,
Þjóðleikhúsið og Sinfónían 150 milljónir króna.
Framlag ríkisins til skapandi listamanna er því
hlægilega lítið.
Þrátt fyrir það er mikil gróska í öllum listgrein-
um hér á landi. Sjálfsagt verður þessa tímabils
minnst sem eins mesta blómaskeiðs íslenskrar
listsköpunar og er þá sama hvar drepið er niður
fæti.
Á sviði bókmennta er hvert stórvirkið á fætur
öðru unnið. Mikill kraftur er í skáldsagnagerð,
smásagan upplifirendurreisnartíma, leikritun er
í örri sókn og hafa sennilega aldrei áður verið
frumsýnd jafn mörg íslensk leikverk og á þessu
leikári og hinn fíngerði Ijóðagróður ber marglit-
ari blóm en oftast áður. Þrátt fyrir það að bókin
hafi aftur verið hafin til vegs og virðingar og
kaupsýslumenn standi agndofa yfir hinni miklu
sölu bóka, þá bera rithöfundarnir minnst úr bý-
tum og framlag ríkisins til þeirra er ekki nema
örlítið brot af því sem ríkið græðir af vinnu þeirra
í formi söluskatts.
Næstum daglega opnar ný myndlistarsýning
einhversstaðar á landinu. Auðvitað eru þær
mismerkar en furðu margar af þessum sýning-
um eru fullrar athygli verðar. í vikunni sem nú er
að líða voru opnaðar sjö nýjar myndlistasýning-
ar í Reykjavík og vikunni þar áður fimm. Flestar
af þessum sýningum eru þess eðlis að áhuga-
fólk um myndlist getur ekki látið þær fram hjá
sér fara. Þrátt fyrir það er allur stuðningur hins
Sunnudagur 22. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17