Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 3
Að bjargast við Enn berast vísur vegna klofn- ings Sjálfstæðisflokksins inn á ritstjórn Þjóðviljans. Hér birt- um við eina: Frá sér hefur flokkurinn flæmt þig burt í reiði, nú verðurðu bara, Berti minn að bjargast við Aðalheiði. B.G. Bankar og gólftuskur Það rifjast ýmislegt upp fyrir fyrrverandi viðskiptavinum Utvegsbankans þessa daga. Maður sem á Hafskipsárun- um miklu var í forsvari fyrir smáu menningarfyrirtæki minnist þess til dæmis með brosi á vör þegar hann fór tii helsta bankastjóra Útvegs- bankans til að biðja um leng- ingu á skuldabréfi innan við hundraðþúsundkall og fékk framan í sig það svarfrá bank- astjóranum að sér væri ekki um menn sem héldu að þeir gætu notað bankann einsog hverja aðra gólftusku. Skuld- arinn hrökklaðist út við illan leik, en hefur nú fyrirgefið bankastjóranum sínum. Hann meinti það sem hann sagði en ekki við þann sem hann sagði það við. ■ Fjölgunin í Framsókn Skæðir sjúkdómar herja á Framsóknarflokkinn og ganga varnir allar illa. Hér er ein komin eftir krókaleiðum frá kunnum lækni í Reykjavík: Þóttýmsar til liðs við sig lokki leiðtoginn íklæddur smokki eru vandkvæði á einsog vísir menn sjá að fjölgun verði' í þeim flokki. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Gestaleikur frá DRA- MATEN í Stokkhólmi. Söngleikur eftir Hans Al- fredsson byggður á ATÓMSTOÐ- INNI eftir Halldór Laxness Hátíðarsýning f tilefni 85 ára afmælis Hall- dórs Laxness: fimmtudag 23. apríl kl. 20.00 föstudag 24. apríl kl. 20.00 laugardag 25. apríl kl. 20.00 Aðeins þessar þrjár sýningar Miðasala í Þjóðleikhúsinu frákl. 13.15-20. Sími: 11200. Tökum Visa og Eurocard í síma á ábyrgð korthafa. Alls ekki án stefnu Andstæðingar Borgaraflokks- ins gerðu ekki lítið mál út af stefnuskrárleysi Borgaraflokks- ins við stofnun hans. Hinir flokk- arnir voru sko allir með sín stefnumál á hreinu. Reyndar virt- ust flestir vera með svipaða stefnu í flestum málaflokkum en það var þó altént stefna. Borgaraflokkurinn lét sér fátt um finnast þótt einhverjir væru að gagnrýna stefnuleysið. Stefnan var klár, þótt eftir væri að forma hana í orð og þegar tekist hafði að klastra saman skotheldum listum um allt land var hafist handa við um klippa niður stefnuskrár hinna flokkanna. í hópnum reyndust einnig nokkrir sem kunnu að handleika penna og setja saman óbrenglaðar setning- ar. Flestar tillögur þeirra voru þó ritskoðaðar út úr endanlegu stefnuskránni, nema; Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir... Eftirfarandi hluti stefnuskrár- innar gieymdist í ljósritunarvél- inni og skúringakonan í Valhöll, sem hafði tekið að sér að skúra í Skeifunni líka, til að einhver tengsl væru á milli fyrrum sam- herja, tók það með sér einsog hvert annað drasl, sem hún hirti upp af gólfinu. Þannig barst það í hendur þeirra í gamla flokknum, sem ákváðu að hjálpa Berta uppá gamlan kunningsskap og fjölföld- uðu uppkastið að stefnuskránni. Undanfarna daga hafa þeir svo dreift því í Reykjavík. Það barst svo í hendur velunnara Þjóðvilj- ans sem átti erindi í Útvegsbank- ann sama dag og allir bankastjór- arnir voru ákærðir. STEFNUSKRÁ BORG.FLOKKS.. Þótt skattar séu teknir af launum launafólks á hverjum mánuði, hvern- ig sem á stendur, skal ekki taka skatta af launum ráðherra ef hann er jafnframt heildsali. Skal heildsalan þá greiða skatta af þeim tekjum sem ráðherrann telur ástæðu til að telja fram, enda sé rekstur heildsölunnar ráðherranum óviðkomandi. Ekki skal fjármálaráðherra skylt að telja fram tekjur aðrar en þær sem hann man eftir. Mega vantaldartekjur nema að minnstakosti árslaunum verkamanns. Taki ráðherra að sér að flytja peninga milli manna, t.d. í því skyni að auðvelda utanlandsferðir í heilsubót- arskyni, skal hann taka 20% í eigin vasa. I opinberum veislum skal aðeins veitt vín sem heildverslun Alberts Guð- mundssonar hefur umboð fyrir. Lög og venjur er lúta að stjómsýslu landsins skulu i heiðri höfð, nema f þeim tilfellum sem þau stangast á við vilja Alberts Guðmundssonar. 1—1111 | . 2 íbúðir að eigin vali að verðmæti kr. 2.000.000 hvor 4 SUBARU 1800 4WD station að verðmæti kr. 600.000 hver 18 SUBARU JUSTY 4WD að verðmæti 350.000 hver HAPPDRÆTTT Slysavamafélags Islands 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.