Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 15
GLÆTAN UÓÐA- SAMKEPPNI Glœtan efnirtil Ijóðasamkeppni fyrlr ungt fólk fœtt 1967 og síðar. Vegleg verðlaun. Skilafrestur til 1. maí Glætan hefur ákveðið að efna til Ijóðasamkeppni ungsfólksí því skyni að örva skáldskap- ariðkun þess og gera því kleift að koma verkum sínum á framfæri. Tilhögun verður sem hér segir: Ljóðin skal póstlegja fyrir 1. maí og merkt dulnefni. Rétt nafn, fæðingardagur, heimili og síma- númer þarf að fylgja í lokuðu um- slagi. Þriggja manna ljóðelsk dóm- nefnd tilnefnir sex bestu ljóðin til viðurkenninga og verða þau öll birt á þessum síðum. Verðlaunin eru ekki af lakari endanum: 1. íslendingasögurnar, útg. Svart á hvítu. 2. Kristján Jónsson Fjallaskáld, útg. Almenna bókafélagið. 3. Kvæði Jóns Helgasonar, útg. Mál og menning. 4. Drengurinn með röntgenaug- un, eftir Sjón, útg. Mál og menn- ing. 5. Kvæði og sögur Jóhanns Jóns- sonar, útg. Menningarsjóður. 6. Fiugur eftir Jón Thoroddsen, útg. Bókaforlagið Flugur. Sem sj á má af þessum lista er til mikils að vinna auk þeirrar viður- kenningar sem fylgir. Glætan hvetur því ungt fólk að taka þátt í samkeppninni og vera ófeimið við að koma verkum sínum á framfæri. Ljóðin skal senda: Þjóðviljinn c/o Glætan Síðumúla 6 108 Reykjavík Snorri Sturluson, Steinn Steinarr og Sjón: Valinkunn sæmdarskáld sem allir ættu að taka sér til fy rirmyndar. Og nú er spurningin sú hvort nýr snillingur uppgötvast.... alls ekkert við. Það fær ekkert húsnæði hvort eð er og óþarfi að nöldra út af launum í miðju gó- ðæri. Það er ungum Framsóknar- Úr nöldurskjóðunni; Hrafn Jökulsson skrifar mönnum til framdráttar að sleppa umræðu um jafnréttismál: Sú staðreynd að kona hefur ekki setið á þingi fyrir flokkinn í ára- tugi hefði þó eflaust glatt unga kjósendur og eins ef fram hefði komið meðalaldur þingmanna flokksins. Stóri-Denni þarf ekki að ör- vænta þegar hann hættir á þingi eftir rúmar tvær vikur og snýr sér að Áheitabankanum. í Fram- sókn er einvalalið ungmenna sem mun án nokkurs efa fullkomna það starf sem hann er svo langt kominn með: - Að útskrifa Fra- msókn endanlega. -Hrafn Jökulsson Ritfregn UNG komið út Tímaritið UNG kemur á sölu- staði í næstu viku. Að vanda kennir margra grasa í blaðinu.en þema þess er nú: „Ungir (sien'd- ingar: Fallegir, sterkir, gáfaðir, listrænir!" Til þess að færa sönnur á þessa fullyrðingu er rætt við Jón Pál Sigmarsson, sterkasta mann í heimi, Hólmfríði Karlsdóttur, fyrrum fegurðardrottningu allrar heimsbyggðarinnar, Jóhann Hjartarson, einn af framvörðum íslensku skákbyltingarinnar, Eð- varð Þór Eðvarðsson, sundkappa og íþróttamann ársins. Þá eru og viðtöi við Gyrði Elíasson skáld, Tómas Ponzi, myndlistarmann og tölvuséní, Ellu Magg mynd- listarmann, Hjálmar Hjálmars- son sem í vor útskrifast úr Leiklistarskólanum, Guðrúnu Pálsdóttur úr íslenska dansflok- knum og Guðjón Bjarnason myndlistarmann. UNG heldur áfram að rekja sögu Rolling Stones, þessara elstu unglinga rokksins. Einka- viðtal er við The Smithereens, sem tóku land á okkur um daginn við mikinn fögnuð. Einnig er rætt við íslensku hljómsveitina „Rauðir fletir,“ en hún er að margra dómi okkar efnilegasta sveit. UNG heimsækir Leikfélag Hafnarfjarðar, sem um þessar mundir sýnir „Halló litla þjóð,“ og bregður sér á grímuball í Myndlista- og handíðaskólanum. Þá er að vanda umfjöllun um plötur og sitthvað fleira efni. Það eru þeir Tómas Jónsson og Ómar Baldursson sem hafa veg og vanda af útgáfu UNG, sem er eini vettvangur ungs fólks á stór- um markaði blaða og tímarita. -hj. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Til foreldra og aðstandenda fatlaðra barna og unglinga á Reykjanési. Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Reykjanes- svæði, athugar nú þörf fatlaðra barna og ung- linga í Reykjaneskjördæmi fyrir sumarþjónustu. Með sumarþjónustu er átt við hvers konar tilboð sem inniheldur t.d. störf, tómstundir og lengri dvalir. Ástæðan fyrir þessari athugun er að Svæðis- stjórn hyggst gefa hlutaðeigandi sveitarfélögum og samtökum fatlaðra upplýsingar um þarfir fatl- aðra barna og unglinga fyrir sumarstarf, áður en gengið er endanlega fráskipulagi þessarar þjón- ustu fyrir sumarið. Nauðsynlegt er að Svæðisstjórn hafi fengið upp- lýsingar um þessi atriði fyri 15. apríl n.k. í síma 651056 eða 651692 milli kl. 9.00-10.00 virka daga, eða bréfleiðis til skrifstofu Svæðisstjórnar Reykjaness, Lyngási 11, 210 Garðabæ. fc^RARIK onk. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Símavörður Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn- ar starf símavarðar á aðalskrifstofu í Reykjavík. Um er að ræða 1/2 dags starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum BSRB og ríkisins. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 24. apríl nk. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík ^írarik ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Tækniteiknari Rafmagnsveiturríkisins auglýsa lausttil umsókn- ar starf tækniteiknara við svæðisskrifstofu Raf- magnsveitnanna í Stykkishólmi. Umsókn er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist svæðisrafveitustjóra í Stykkishólmi, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. Skilafrest- ur umsóknar er til 21. apríl n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík ÞÚ LOKAR AUGUNUM OG LÆTUR BRAGÐLAUKANA SERA PIG UMHVERFISJÖRÐINA Á EINUKVÖLDI Krákair*^ Laugaveg 22 ^ sími 13628. Spennandi helgarmatsedlar GRIKKLAND: TARRAMASALADA KINA: MARENERUÐ SVÍNARIF MEXÍKÓ: TORTILLAS MEÐ ÝMSUM FYLLINGUM JAPAN: TERY-YAKI - SAKE NO YUAN-YAKI INDÓNESÍA SATAYMEÐ SAUS KACANG INDLAND TANDOORI KJÚKLINGUR KRÁKAN, FRAKKUR VEITINCASTAÐUR MEÐ FRAMANDI RETTI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.