Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 12
Gamlar bækur og nýjar til sölu í nýrri Bóksöluskrá okkar er að finna 1520 bókatitla úr öllum greinum fræða og skáld- skapar. Þessa bóksöluskrá sendum við ókeypis til allra kjósenda sem þess óska utan Stór- Reykjavíkursvæðis. Kjósendum til glöggvunar viljum við gefa nokkur sýnishorn: Á íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn eftir Björn listfræðing, Norrön Litteraturhistorie eftir Jón Helgason prófessor og Málið á Nýja- Testamentinu eftir sama, Vefnaðarbók Hall- dóru Bjarnadóttur, ísland á 18. öld eftir Ponzi, Vængjaður Faraó, Listaverkabækur Kjarvals, Jóns Stefánssonar, Ásgríms og Einars Jóns- sonar, Flateyjarbók l.-IV. bindi, skinnband, Fornaldarsögur Norðurlanda 1.-3. bindi, Ve- farinn mikli frá Kasmír, frumútgáfan með öllum kápum eftir Halldór Kiljan Laxness, Undir Helga- hnúk, kápueintak eftir sama, Æfisaga Jóns Indíafara, frumútgáfan 1908, skinnband, Tíma- ritið Perlur 1.-2. árg., handb. skinnband, Kvið- lingar eftir Káinn, frumútgáfan úr Vesturheimi, Ungar vonir eftir Steindór Sigurðsson, Hamar og sigð eftir sr. Sigurð í Holti, Síðkveld eftir Magnús Ásgeirsson, frumútg. með kápum, við- hafnareintak af íslendingasögum Sigurðar Kristjánssonar, Andvökur eftir Stephan G. 1.- 4. bindi, Árferði á íslandi eftir Þorvald Thorodd- sen; úr glæsiútgáfu Ejnars Munksgaards höf- um við m.a. eftirtaldar bækur í pergamentbandi, upplagðar til kosningagjafa: Skarðsbók, 1943, Stjórn, 1956, Codex Wormianus, The Youn- ger Edda, 1931 (aðeins 125 eintök prentuð), Codex Frisianus, 1932 o.fl. Tímaritið Þögn, þar sem ma. er viðruð samsæriskenning um dauða íslenzks forsætisráðherra, var gert upptækt á sínum tíma og ótal margt fleira fágætra og merkra bóka. Við tókum nýlega upp einstaklega merkilegt safn bóka helztu heimsbókmennta, allt frá Grikkjum til okkar tíma: Donne, Shakespeare, Wilde, Woodhouse, Greene, Shaw og mörg hundruð annarra helztu nafna bókmenntasögunnar. Auk þess fjölda bókmenntasögurita og málsögubóka frá þessari öld. Fyrirliggjandi eru um 6000 titlar erlendra pocketbóka úr öllum greinum, ástarsögur, spennu-, glæpa-, hryllings- drauga-, stríðs- sakamála o.fl o.fl. Höfum endurskipulagt verzlunina, þannig að hver bókaflokkur er nú vel aðgengilegur. Við kaupum einnig bækur, gamlar og nýlegar, heil söfn og einstakar bækur. Sendum í póst- kröfu hvert á land sem er. Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn. BÓKAVARÐAN - GAMLAR BÆKUR OG NÝJAR - VATNSSTÍG 4 - REYKJAVÍK - SÍMI 29720 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Lausar stöður 1) Staða iðjuþjálfa, 80% starf. Veitist frá 1. októ- ber 1987. 2) Staða sjúkraþjálfara, 75% starf. Veitist frá 1. júní 1987. Æskilegt er að umsaekjendur hafi þekkingu og reynslu í greiningu og meðferð fatlaðra barna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Greiningarstöð fyrir 15. maí nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 611180. Klámbylgjan nýja Myndbandabyltingin og óttinn við eyðni hafa mjög aukið eftir- spurn eftir klámi víða um lönd Klámiðnaðurinn hefur staðið með blóma víða um Vesturlönd að undanförnu. Ber þar margt til: Liðinn er nokkur tími frá því lög gegn klámi voru afnumin eða rýmkuð og æ fleiri hafa vanið sig á að klám sé ekkert sérlega skelfi- legt. í annan stað hefur út- breiðsla myndbandatækja orðið til þess að feiknaleg eftirspum hefur risið eftir klámböndum til heimabrúks. í þriðja lagi hefur óttinn við eyðni leitt til þess, að allskonar sala á þjónustu sem „kemur í staðinn fyrir kynlífi' hef- ur störaukist. Hér er þá bæði átt við klámvarning, gægjusýningar (karlar fá að kíkja á naktar stúlk- ur úr litlum klefum) og svo sfm- aklám (atvinnukonur taka að sér að spila á kynlífsóra karla í síma). Hannað fyrir karla Vitanlega eru kynlífsfræðingar og félagsfræðingar önnum kafnir við að skýra fyrirbærið og verður ekki farið langt út í þá sálma hér. Öllum ber saman um að klám í texta og myndum sé fyrst og síð- ast tilbúningur, óralangt frá ver- uleikanum, en hannaður sérstak- lega fyrir kynóra karla - bæði þá sem þeir gangast við og svo þá sem þeir era skammast sín fyrir undir niðri. Nýleg vesturþýsk könnun segir, að karlar þar í iandi (á aldr- inum 18 til 65 ára) hafi flestir séð klámmyndir (um 80%) og um 80% klámneytendanna fannst það nokkuð spennandi sem þeir sáu, þó 18% viðurkenndu um leið, að þeir horfðu á klámið með nokkurri sektarkennd. Aftur á móti höfðu miklu færri konur í sömu aldursflokkum séð a.m.k. eina klámmynd eða 53%. Tveim af hverjum þrem fannst það frá- hrindandi eða viðbjóðslegt sem þær sáu, en þriðjungur lét sér vel líka. Þar með er ekki öll sagan sögð. Meðan karlar höfðu yfir- leitt eindreginn áhuga á því sýni- lega í samförum fundust konum þær senur skástar í klámmyndum sem sýndu hvernig kona er dregin á tálar með rómantískum hætti og konuiíkaminn „kannaður“ hægt og blíðlega. Klám og kvennahreyfing Enn hefur hert á deilum um skaðsemi kláms og hvort unnt sé að draga mörk milli kláms og eró- tíkur. Um tíma var allstór hluti kvennahreyfingarinnar að velta því fyrir sér, hvort það væri ekki partur af jafnréttinu að konur eignuðust klám við sitt hæfi, og tilraunir voru gerðar til að fram- leiða það. Á síðustu árum hefur það hinsvegar færst í vöxt, að kvennahreyfingin beitti sér gegn klámi yfirleitt. Ein helsta ástæð- an er sú, að víða um lönd, og þá ekki síst í Bandaríkjunum, færð- ist mjög í vöxt útbreiðsla hins grimma kláms - þar sem börn voru höfð að kynferðislegum leikföngum og konur lítillækkað- ar og þeim misþyrmt með herfi- legum hætti. Þessi þróun hefur svo orðið til þess m.a. að þeim jafnréttiskonum hefur eflst móð- ur, sem sjá í öllu klámi (líka því sem ekki er beinlínis tengt við kvalalostahneigðir) fyrst og síð- ast niðurlægingu kvenna, áhrifa- vald sem ýtir undir nauðgara og önnur fól.„Klám í orði, nauðgun á borði,“ segja þær Hvað skal banna? Sumar konur í jafnréttishreyf- ingunni hafa svo af því nokkrar áhyggjur, að þegar mælt er fyrir 12 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN lögum sem banna klám, þá klappi allskonar íhaldspakk af versta tagi konunum lof í lófa. Banda- rísk blaðakona, Marcia Pally segir t.d: Það þarf enginn að segja mér að stjórn Reagans berj- ist nú gegn klámi vegna þess að það stefnir konum og börnum í hættu. í fyrra munaði litlu að neyðarhjálp fyrir konur sem nauðgað hefur verið í New York yrði að loka vegna fjárskorts. Stjórnin sem leggur fé til rannsóknarnefndar um klám hef- ur stöðvað framlög til kvennaat- hvarfa á þeim forsendum að þau séu gegn fjölskyldunni. Menn deila um það hvort allt klám sé skaðlegt, en flestir eru þó sammála því að barnaklám og of- beldisklám espi ýmsa menn til illra verka. Slíkt klám hefur nú verið bannað til dæmis í Vestur- Þýskalandi. En hvað svo? Þing- konur Græningja höfðu lagt fram frumvarp gegn kynjamisrétti og því fylgdi krafa um að enn skyldi hert á klámbanni - en nú hafa þær dregið þá kröfu til baka. Þær ótt- ast að íhaldsöfl noti tækifærið til að hverfa aftur til ritskoðunar og bælingar fyrri tíma. Margaret Hauch, kynlífsfræðingur og borg- arráðsmaður Græningja í Ham- borg, segir á þá leið, að allur sé varinn góður, þegar farið er í nafni baráttu gegn klámi að setja lögbann á ýmsar bækur og taka úr umferð kennsluefni um kynlíf. Að fegra gróðann Klámiðnaðurinn er vitanlega mikill gróðavegur og þeir sem klámfyrirtækin reka láta ekki standa á málflutningi sér til rétt- lætingar. Þeir segjast ekki aðeins vera að svara eftirspurn markað- arins, helst vilja þeir stilla sér upp sem miskunnsömum Samverj- um. Eða eins og Teresa Orlow- ski, sem rekur með feiknahagn- aði 30 manna klámfyrirtæki og leikur sjálf í mörgum myndanna sem það framleiðir, kemst að orði: „Karlagreyin þurfa á þessu að halda. Margir búa einir og hafa ekkert samband við kven- fólk.“ (byggt á Stern) Notaðu ' endurskinsmerki -og komdu heil/l heim. IUMFEROAR RAD Útboð Klæðningar á Norðurlandi vestra 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 49,3 km, magn 330.000 m2. Verki skal lokið 15. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 15 þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 4. maí 1987. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.