Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 7
Ungt fólk sér betur í gegnum moldviðrið, en það þyrfti að láta meira að sér kveða í pólitík. hugsun var uppi að það væri vegna þess að sjónarmið kvenna væru ekki virt og viðurkennd. Ég gat sjálf tekið undir þetta að vissu íeyti, en ég skildi það aldrei að gagnrýnin var hörðust á Alþýðu- bandalagið, þar sem konur eins og Adda Bára, Guðrún Helga- dóttir og Guðrún Ágústsdóttir höfðu unnið ágætlega vel - og ekki við þær eða Alþýðubanda- lagið að sakast ef árangurinn varð minni en fólk vonaði. Ég skal viðurkenna að það var freistandi að taka þátt í þessari vakningu, þama fór ýmislegt nýtt saman við mál sem Alþýðubandalagið og Alþýðubandalagskonur höfðu beitt sér fyrir, svo ekki þurfti að stíga yfir pólitískar hindranir. Konur og vinstrið Þessu vom allar vinstrikonur að velta fyrir sér. Og sumar gengu til liðs við Kvennalista, aðrar urðu eftir í Alþýðubanda- laginu og hefur þeim fjölgað síð- an. Við sem tókum þann kost sem Alþýðubandalagið er gerð- um það upp við okkur að það væri ekki nóg að berjast eingöngu á forsendum jafnréttisbaráttu kvenna, heldur þyrfti jafnframt að berjast fyrir sósíalískum hug- sjónum um jöfnuð og frelsi í þjóðfélaginu. Þó svo það kostaði tvöfalt stríð - gegn aldargömlum fordómum og þeirri aðstöðu sem konum er búin og svo gegn öðm ranglæti. Við töldum heldur ekki að allar konur hefðu sameigin- legra hagsmuna að gæta, við vild- um taka mið af raunverulegri stéttaskiptingu, eins þótt við viss- um vel að kvennakúgun fer víða. Það gat heldur ekki verið mark- mið í sjálfu sér að fjölga konum á þingi - ef þær væru svo allar eins og Ragnhildur Helgadóttir. Við vildum líka taka skýra vinstriaf- stöðu til stórmála eins og hersins, erlendrar fjárfestingar ofl. Mér finnst svo að raunin hafi orðið sú, að kvennalistakonur hafi færst nær þessum sjónarmið- um okkar en þær vora 1982 og 1983. Það þýðir svo ekki að fram- tak þeirra hafi verið óþarft, þvert á móti, það hafði áhrif á alla flokka og þá líka á Alþýðubanda- lagið. Mér finnst þær samherjar okkar, þótt mér svo svíði það að úr þessum herbúðum kemur við- leitni til að afgreiða konur sem starfa í sósíalískri hreyfingu sem puntudúkkur og viljalaus verk- færi karla. Mikil öfugmæli reyndar að láta sér detta annað eins í hug um konur eins og Svövu Jakobsdóttur, Öddu Báru, Guð- rúnu Helgadóttur, Guðrúnu Ág- ústsdóttur, Kristínu Ólafsdótt- ur.... Allir kratar, allir kratar - Oft heyrir maður fjas í þá vera að öll séum við orðin sömu kratarnir og m.a. þess vegna sé unga fólkið mjög sinnulaust um stjórnmál. Hvað finnst þér? Það er að mörgu leyti skiljan- legt að fólk sé raglað og finnist að það sé sami rassinn undir öllum flokkum. Júlíus Sólnes er að eigin sögn alltof hægrisinnaður til að rúmast í Sjálfstæðisflokknum. Hann gerist ein skærast stjama Borgaraílokksins, sem Þorsteinn Pálsson segir að sé einskonar vinstriflokkur. Hvað á fólk að halda? Það er ekkert skrýtið að merking hugtaka glutrist niður þegar menn eru í slíkum blekk- ingaleik. Og fólk týni áttum um stundarsakir. En ég held að eng- inn velkist í vafa um það hvorum megin Alþýðubandalagið stend- ur. Menn geta af ýmsum ástæð- um verið í vafa um aðra flokka, en Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem stendur báðum fótum til vinstri í því pólitíska lit- rófi - eins þótt innan flokksins sé „kratískari“ armur og svo róttæk- ari. Ég held að unga fólkið sjái í rauninni betur í gegnum það moldviðri sem nú þyrlast upp en aðrir aldurshópar. Éins þótt því finnist einatt að pólitík yfirhöfuð sé auvirðileg og leiðinleg. Ungt fólk veit líka vel af því hvernig pólitíkin og stjórnkerfið hafa sett ofan, m.a. í öllum hneykslis- málum síðastliðinna missera. Flokkanna munur En tökum nú dæmi af friðar- málum og umhverfismálum, sem eru ungu fólki hugstæðari en flest önnur. Eru ekki allir flokkar á sama máli? Segjast þeir ekki allir vilia frið og verndun umhverfis? I Dounrey í Skotlandi er verið að reisa stöð til endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi. Þangað og þaðan á að flytja flugleiðis og sjó- leiðis geislavirkan úrgang og endurunninn og eitt slys gæti far- ið langt með að eyðileggja fiski- mið okkar. Hér heima sjá allir, hvar í flokki sem þeir standa, hve hættulegt þetta fyrirtæki er. Og við sjáum að allt í einu eru sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn famir af stað, kortéri fyrir kosn- ingar, og segjast vilja auknar mengunarvarnir, virka umhverf- isstjórn, og svo íslenskt fram- kvæði um að stöðva framkvæmd- ir í Dounrey. Mest eru þetta í rauninni styttingar og útdrættir á ítarlegum þingsályktunartil- lögum og framvörpum sem Al- þýðubandalagið hefur lagt fram og legið hafa óafgreidd kannski frá næstliðnu kjörtímabili. Með því að skjótast svona inn í einstök mál er í rauninni verið að slá ryki í augu fólks með kosningatöfram. Við sósíalistar leitumst svo við að skoða hvert mál sem hluta af heild og út frá nýju verðmæta- mati. Við lítum svo á að allar auð- lindir séu sameign mannkynsins. Höfnum því að skammsýni stundargróðans eyðileggi þær með rányrkju eða mengun. Vilj- um að auðlindir heimsins séu nýttar á skynsamlegan hátt til hagsbóta fyrir alla. I þessu er munurinn fólginn á okkur og öðram. Það er auðvitað ágætt þegar þverpólitísk sam- staða myndast um einstök mál, hvort sem um umhverfisvernd- armál er að ræða eins og að ís- lendingar hafi framkvæði gegn endurvinnslustöðinni skosku eða friðarmál eins og það að við séum öðram þjóðum samferða um að friðlýsa Norðurlönd fyrir kjam- orkuvopnum. En við getum aldrei numið staðar við eitt og eitt mál, við lítum á málin í stærra samhengi og út frá allt öðrum for- sendum. Sem betur fer sýnist mér að unga fólkið hugsi ekki lengur í Moggalínum hvorki um umhverf- ismál né friðarmál. Það tekur vel undir okkar málflutning um þessa hluti og það skiptir miklu máli fyrir framtíðina. Vandinn er kannski sá hvernig virkja skal þetta unga fólk til þátttöku í pól- itík, það vantar reyndar í alla flokka ungt fólk sem krefst nýrra lausna. Frjálshyggju- draugurinn Hitt er svo verra, að svokölluð frjálshyggja, sem mér finnst ekki til annars en lyfta undir verstu lesti manna, sérhyggju og græðgi, er búin að ná ótrúlega sterkum tökum á fólki. Sú kenning hefur í rauninni skerpt andstæður milli pólitískra afla, en alltof fáir vita af því og sýna af sér hættulegt andvaraleysi. Til dæmis tóku fáir eftir því að í kennaraverkfaliinu miðju létu menn til sín heyra sem vildu fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti að láni til að reka þar einkakennslu. Þeir sögðust ekk- ert skipta sér af kjaramálum kennara, þeir væra barasta að gefa „svar markaðarins við aukinni eftirspum eftir fræðslu og menntun“. Þetta er tímanna tákn. Mér finnst það heldur engin tilviljun að verið er að rústa fjárhag Ríkis- útvarpsins, skáka fóstram út af dagheimilum Reykjavíkur fyrsta maí og skjóta því sífellt á frest að lög um uppbyggingu heilsugæslu- stöðva gildi í Reykjavík. Þetta er allt vegna þess að íhaldið hefur tilbúin frumvörp og tillögur um að flytja sem mest af þjónustu dagheimila og heilsugæslukerfis yfir í einkageirann. Og ég býð ekki í framhaldið ef hér kemst á eftir kosningar einlit stjóm tveggja hægriflokka, með annað- hvort Steingrím eða Jón Baldvin til að ýta á eftir. Þá verður heldur betur sleppt lausum hneigðum sem við sjáum nú þegar svo mörg dæmi um. -áb skráði. Sunnudagur 12. apríl 1987 , ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.