Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 9
400 mill- jarðar dollara eru lýndir Hvemikiðerað marka skýrslugerðir alþjóðlegra pen- ingastofnana? Lönd heimsins hafa týnt eða glutrað niður tæpum fjögur hundruð milljörðum dollara á fyrri helmingi þessa áratugar, segir í skýrslu sem Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn hefur látið taka saman. Gjaldeyrissjóðurinn alþjóðlegi kallar tap þetta „misræmi” af kurteisisástæðum væntanlega. Þegar þjóðarbúskaparuppgjör frá þeim 150 löndum sem aðild Wga að sjóðnum eru saman lögð kemur það í ljós að á árunum 1980 til 1984 höfðu 388 milljarðar dollara verið bókfærðar útgjalda- megin umfram það sem talið var til tekna. Þetta eru háar tölur og hafa vakið áhyggjur nokkrar með þeim sem stýra sjóðnum. Því spurt er í framhaldi af því sem áður sagði: Hve mikið er að marka öll þau býsn af hagskýrsl- um sem sjóðurinn sankar að sér og ályktanir sem af þeim eru dregnar? Því hefur nú um þriggja ára skeið verið starfandi sérstök nefnd sem á að leita að peningun- um týndu eða bera a.m.k. fram einhverjar hugmyndir um það hvað orðið hefur af þeim. í skýrslu um málið segir nefnd- in m.a. að þau lönd sem tóku við fjármagni hefðu yfirleitt getað gert grein fyrir greiðslum en þau ríki þar sem þegnarnir stunda það að koma fé fyrir í útlöndum höfðu ófullkomið yfirlit yfir tekj- ur sínar. Löglegt og ólöglegt Hér er samt ekki talað um þann fjárflótta sem mikið er stundaður af ríku fólki í fátækum löndum sem búa við veikan gjaldmiðil. En það lið græðir oft stórfé á að koma peningum fyrir í Sviss eða Bandaríkjunum og taka það svo heim aftur t.d. eftir meiriháttar gengisfellingar. Þar er heldur ekki talað um allt það fé sem menn græða á eitur- lyfjasölu og öðru ólöglegu athæfi og koma fyrir í útlöndum. Né heldur um þær „skattaparadísir” sem komið er upp í t.d. Liechten- stein eða á Caymaneyjum til að auðvelda fýrirtækjum að fela peninga. Þar fyrir utan er ekkert al- gengara en að fyrirtæki „gleymi” að gera grein fyrir ýmsum greiðslum og hafa þá skipafélög ýmis sérlega slæmt orð á sér. Svanhvít Magnúsdóttir IjósmóÖir: „Moðiroöbam þmfe mikið kalk. Pargetur mjóBdn haft úrslitaáhrif." Á meðgöngutímanum, og á meöan barn er á brjósti, er konum ráðlagt aö bæta viö sig um 400 mg. af kalki á dag til þess aö bamiö fái nauösynlegt kalkmagn án þess aö ganga á forðann í þeinum móöurinnar. Svanhvít Magnúsdóttir Ijósmóðir þekkir af langri reynslu þaö lykilhlutverk sem mjólk gegnir í þessu efni. Mjólk er einhver besta leiðin til þess að tryggja líkamanum nægjanlegt kalk. 99% kalksins fertil viöhalds og vaxtar beina og tanna, vaxtar fósturs og mjólkurframleiðslu í brjóstum. Kalkskortur getur á hinn bóginn valdið beinþynningu, bein verða stökk og brothætt um miöjan aldur, líkamsvöxtur breytist, bakið bognar o.s.frv. En mjólkin gefur meira en kalk, hún gefur fjölda annarra bætiefna s.s. A og B vítamín, kalíum, magníum, zink o.fl. sem eru mikilvæg fyrir húð, augu, taugar, þrek og fyrir almenna heilbrigði. Þess vegna er mjólkin ómetanleg í daglegu fæðuvali okkar - ekki síst ungra stúlkna og verðandi mæöra! s s Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja? eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Ráðlagður Hæfilegur Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur ár (RDS)afkalkiímg (2,5 dl glös) Böm1-10 800 2 Unglingar 11-18 Fullorönir karlar 1200 3 og konur* Ófrískarkonur 800 2 og brjóstmæöur 1200 3 * Margir sérfræðingar telja að kalkþörf kvenna eftir tíöahvörf sé mun hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist þaö rétt er hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag. Jónína Benediktsdóttir, íþróttakennari veit sitt af hverju um næringarfræðina. Hún leysir kalkþörfina með léttmjólk - og heldur fast í þrótt sinn og líkamsstyrk! mmm * (Meö mjólk er átt við nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.