Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 4
fyrsta hljómplata hljóm- sveitarinnar Doors kom út. Söngvari hljómsveitarinnar Jim Morrison varð að tákni uppreisnar ungs fólks í Bandaríkjunum á þessum árum. Hann vartákn uppreisnarsem vardæmd til að mistakast, enda lést hann af völdum ofneyslu eiturlyfjafjórum árum síðar. Hann var kallaður æðsti prest- urunglingauppreisnarinnar. „Við viljum vera stjórnmálamenn kyn- lífsins," kunngerði hann aðdá- endum sínum. „ Við viljum heim- inn og við viljum hann nú,“ hróp- aði hann og 50.000 hljómleika- gestirfögnuðu. Þetta var í þá daga er hershöfð- ingi einn lagði það til að Víetnam yrði malbikað og breytt í bfla- stæði. Ronald Reagan mun hafa verið nærstaddur og fengið hlát- urskast. Veistu að hlæjandi hershöfðingjar/ teyma okkur burt til slátrunar, segir í einu ljóða hans. Þrátt fyrir það var hann aldrei sá uppreisnarmaður sem þúsundir ungmenna þóttust sjá í honum; uppreisn hans beindist fyrst og fremst að honum sjálfum. Hann lét í minni pokann fyrir sjálfum sér og fannst dauður í baðkeri, 28 ára gamall, í Paris, þar sem hann hafði eytt síðustu vikum ævinnar. Hvert dánarmein hans var virðist enginn vita og þjóðsagan lifir áfram. Sumir að- dáenda Jim Morrison álíta jafnvel enn að hann hafi ekki dáið; að hann hafi gefist upp á innihaldslausu gjálífi stjarnanna og látið sig hverfa. Engin ástæða til að reyna að vefengja þjóðsög- una, hún selur hljómplötur þessa sérstæða söngvara enn þann dag í dag. Hafi hann verið tákn fyrir upp- reisn þá var sú uppreisn dæmd til að mistakast. Dyr að því óþekkta í maí 1966 kom fram ný rokk- hljómsveit í Los Angeles og vakti strax athygli fyrir sérstæða sviðs- framkomu söngvarans. Þetta var hljómsveitin Doors, ein frumleg- asta og framsæknasta hljómsveit hippatímabilsins. „Hlutverk okk- ar er að vera dyr að því óþekkta,“ sagði Morrison þegar hann var spurður um nafnið á hljóm- sveitinni. Hljómsveitarmeðlimirnir kynntust í kvikmyndaskóla. Heil- inn á bakvið tónlistina var hljóm- borðsleikarinn Ray Manzarek en Jim Morrison, sem hét James Douglas Morrison fullu nafni, var stafnlíkneski hennar. Tónlist- in var blanda af blúsuðu rokki, kamivalvísum og grafalvarlegri ljóðagerð. í textunum mátti stöðugt greina tilvísanir í eiturlyf og kynlíf. Sviðsframkoma sveitarinnar, og þó einkum Jims, þótti meiri- háttar upplifun. Tónleikamir voru ekki bara tyrir eyrað, þeir vom líka fyrir augað. Hann svið- setti dauðann og upprisuna, nuddaði sér upp við hljóðnema- statífið með frá hnepptar buxur, ákallaði guðina eða messaði yfir hausamótunum á áheyrendum einsog kolmglaður preláti. Og orðstír hans jókst. Náði eyrum hljómplötuiðnað- arins sem sá að þama var óþekkt gullnáma. Samningur var undir- ritaður, auglýsingaherferð sett af stað og fyrsta hljómplatan gefin út. Það var í janúar 1967. Þeir slógu í gegn og peningar streymdu í vasa þeirra. Það var slegist um þá. Tilboð um tónleika komu á færibandi, stelpur komu á færibandi, dóp kom á færibandi, menningar- blaðamenn stóðu í biðröðum og allt í einu vora þeir miðpunktur athyglinnar. Andi indíóna Einkum þó Jim Morrison. Hann þoldi ekki álagið. Drykkj- an keyrði úr hófi og eiturlyfja- neyslan jókst stöðugt. Hann var á kafi í andatrú og notaði LSD til að komast í samband við anda allra hluta. Sjálfur var hann á valdi þessara anda; anda eiturs- ins. Fyrirmynd hans var franska Ijóðskáldið Rimbaud. Skáldið varð að upplifa ef það ætlaði að yrkja. Sjálfur hafði hann orðið fyrir hræðilegri reynslu í barnæsku sinni. Fjögurra ára gamall var hann á ferð með foreldrum sínum um eyðimörk. f morgunsárið lenti bfll foreldra hans í árekstri við vörubfl fullan af indíánum á leið til vinnu. Vömbflnum hvolf- di og á veginum lágu indíánar í blóði sínu. Barnið sturlaðist. Átti erfitt með svefn eftir þetta. Hrökk upp um miðja nótt og æpti; þeir deyja þeir deyja. Faðir hans reyndi að telja honum trú um að þetta hefði verið draumur en Jim vissi betur: „Eftirá að hyggja held ég að andar tveggja indíána sem létust í slysinu hafi tekið sér bólfestu í líkama mín- um.“ Undir áhrifum Fyrsta hljómplatan seldist í milljónum eintaka og Jim varð að kyntákni þúsunda kvenna í Bandaríkjunum. Tímarit slógust um að birta viðtöl við hann. Life, Newsweek, Time, Vogue o.fl. birtu stór viðtöl við stjömuna. Öll slík viðtöl tók hann mjög al- varlega og mætti í þau vel undir- búinn og edrú og tjáði sig alvöru- gefinn um lífið og tilvemna. Þess á milli var hann á skallanum. Þeir komu fram í Ed Sullivan Show, sjónvarpsþætti sem var geysivinsæll í Bandaríkjunum á þessum árum. Allt fór í bál og brand eftir þessa beinu útsend- ingu. Jim hafði lofað að vera þæg- ur í þættinum, sleppa öllum stjórnmálaslagorðum og minnast hvorki á kynlíf né dóp. Auðvitað gat hann ekki setið á strák sínum og fór ekkert í launkofa með að hann væri undir áhrifum lyfja. í veislunni eftir útsendinguna afhenti Andy Warhol söngvaran- um síma úr fflabeini og gulli. Jim henti símanum beint í raslaföt- una og tók æðiskast í lúxussvítu framkvæmdastjóra hljómplötu- fyrirtækisins. Hún leit út einsog eftir loftárás þegar veisluhöldum lauk. Hljómplötufyrirtækið og um- boðsmenn Doors kvörtuðu þó ekki. Hann fékk að haga sér að eigin vild. Framkoma hans og eiturneysla féll vel að þeirri ímynd sem unglingarnir vildu kaupa. í stað þess að segja hingað og ekki lengra og senda stráksa í meðferð, létu þeir allt eftir hon- um. Bæði hann um LSD var það útvegað hið snarasta, og það sama gilti um kókaínið, en neysla hans á því jókst stöðugt. Einkalíf hans var einn hræri- grautur. Vinimir vom sníkjudýr sem nærðust á frægð hans. Hann átti í erfiðleikum með að einbeita sér við ljóðagerð og lagsmíðar. Sífellt minnti hann meira og meira á ofdekrað, óþroskað bam. Að ríða mömmu og drepa pabba í ljóðunum segist hann vilja ríða hinni kúguðu móður sinni og drepa atvinnuhermanninn föður sinn. Hann yrkir ástarljóð til vin- konu sinnar, um indíánaandana sem tóku sér bólfestu í barninu, um getnaðarliminn á sér, ferða- lög að nóttu til, bandaríska her- stöð í eyðimörkinni, heimsendi og bæn á bandaríska vísu: Veistu að sjónvarpið stjórnar okkur? Á sviðinu var hann hálf með- vitundarlaus af dópi og stöðugt þurfti hann að stíga skrefi lengra til að láta að vilja aðdáenda sinna. Nú var ekki nóg að gefa í skyn hvað var undir þröngum leðurbuxunum, hann varð að sýna það. Og gerði það. Hljóm- leikamir breyttust í orgíur. „Það er bara á sviðinu sem ég get verið ég sjálfur. Ég get falið mig á bak við grímu leikarans og þannig látið mitt rétta eðli koma í ljós.“ Síðustu tónleikamar vom haldnir á Miami. Þegar áheyrendur höfðu yfirgefið sal- inn lágu nærföt um allt. Hljóm- leikahúseigendur hættu við að halda fleiri tónleika með hljóm- sveitinni vegna tilmæla frá yfir- völdum. Sögulok Hann giftist nom. Barnaði hana en vildi ekki að hún eignað- ist bamið. Hann heimsótti hana ekki einu sinni þegar hún fékk fóstureyðingu. Um tuttugu „Það er bara á sviðinu sem óg get verið ég sjálfur. Ég get falið mig á bak við grímu leikarans og þannig látið mitt rétta eðli koma í ljós,“ er haft eftir Jim Morrison. kvinnur stefndu honum fyrir rétt í bamfaðemismálum. Hann var næstum hættur að neyta fastrar fæðu. Yrði hann hungraður fékk hann sér ramm- áfengan ávaxtakokteil og kókaín- sniffið var komið úr öllum bönd- um. Kynlífið tók líka á sig óhugn- anlegar myndir. Ástkona hans hefur lýst því hvernig þau skára hvort annað til blóðs með rakvél- ablöðum áður en þau elskuðust. Sjálfur sagðist hann vera þreyttur á öllu og vilja hætta. Hann var sendur í frí til París- ar. Þar ætlaði hann að leita uppi anda fyrirmyndar sinnar, Rimb- aud. Þetta var í mars 1971. Sníkju- dýrin fylgdu honum. Morgun- verðurinn samanstóð af Blóð- Maríu, viský og koníaki. Æðis- köst, slagsmál og pínlegar uppá- komur vom hans daglega brauð. Og nú var heróínið komið til sögu. Annan eða þriðja júlí urðu svo sögulok í baðkeri í leiguíbúð. Hvorki er vitað hvemig dauða hans bar að né nákvæmlega hve- nær hann hrökk upp af. Enn þann dag í dag fer fjöldi manna í pflagrímsför til leiðis hans í Pére Lachaise kirkjugarð- inum í París. Þar em örvar sem vísa leiðina að legsteini hans. Skammt frá honum liggja tvær aðrar þjóðsagnapersónur tónlist- arinnar grafnar, sjálfur Chopin og Edit Piaff. -Sáf/Stuðst við ETC 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. aprfl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.