Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 20
 Ljósgeisli frá Spáni Ljósgeislinn frá Spáni með höfuðfat Lama. í lok mars átti sér stað virðuleg athöfn í Dharmsala, friðsælu þorpi viðfjallsrætur Himalaya í Norður-lndlandi. Þá var Ljósgeis- linn frá Spáni tekinn í tölu Lama. Það einstæða við þessa athöfn er það að Ljósgeislinn, sem heitir Osel T orres, er yngsti lama heimsins, aðeins tveggja ára að aldri. Það var árið 1959 að Dalai Lama og þúsundir búddista flúðu frá Tíebet vegna trúarbragðaof- sókna kínverska kommúnista- flokksins. Þeir settu upp höfu- ðstöðvar sínar í Dharmsala og hafa dvalist þar síðan. í síðasta mánuði söfnuðust svo þúsundir búddista víðsvegar að úr heimin- um til þorpsins í þeim tilgangi að taka þátt í vígslu hins nýja lama Osel Torres. Búddistar trúa á endurholdg- un. Sjaldnast geta þó lifendur haft áhrif á það í hvaða líkama þeir setjast að næst, þó eru til undantekningar þar á. Einstaka maður er kominn það langt á þroskabrautinni að hann getur valið sér líkama fyrir sál sína. Svo var tilfellið með lamann Yeshe, sem lést 49 ára í mars 1984. Hann hafði ólæknanlegan hjartasjúk- dóm og vissi að dauðastundin nálgaðist. Hann tjáði bandarískri búddistanunnu, sem annaðist um hann, að hann hefði ákveðið að endurholdgast í syni spánskra hjóna Paco og Maríu Torres, sem höfðu snúist til búddisma. f febrúar 1985, tæpu ári eftir dauða lamans eignaðist María Torres son. Honum var gefið nafnið Osel, sem þýðir ljósgeisli. Þegar stráksi var 14 mánaða var móðir hans beðin að koma með drenginn á fund Dalai Lama. Þar voru lögð fyrir hann hin margvísl- egustu próf, þeirra á meðal átti hann að velja bænabjöllu úr hópi slíkra bjallna. Að sögn valdi hann strax þá bjöllu sem tilheyrt hafði hinum látna. Hegðun Osel er í fæstu frá- brugðin hegðan jafnaldra hans. Hann blaðar í myndabókum og hefur gaman af sandkassanum. Við vígsluna sjáifa, sem var mjög langdregin, þótti hann hinsvegar sýna óvenju mikið langlundargeð miðað við aldur. Þó Osel sé í fæstu frábrugðinn jafnöldrum sínum þá mun hann þó eiga í vændum framtíð sem aðeins þeir útvöldum geta vænst. Dalai Lama mun hafa umsjón með kennslu sveinsins en kennslan mun bæði verða á vest- ræna og austræna vísu. Þegar hef- ur verið stofnaður sjóður sem á að kosta nám hans í Harvard. Til- gangur kennslunnar verður sá að undirbúa Ljósgeislann sem best í því framtíðarhlutverki að boða vestrænum mönnum boðskap lamanna. Hans hlutverk verður að friða ofbeldishneigð mannkynsins. -Sáf, byggt á Time Osköp venjuleg kartafla,en... Fáðu þér smjör og finnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.