Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 10
Er guð með
hvítt sítt
skegg?
Sumir fermast en aðrir ekki. Hvers vegna
og hvers vegna ekki? Nýbakað
fermingarbarn, tvö tilvonandi og eitt
sem ekki fermist rœða um ferminguna,
gjafaflóðið, veisluhöldin og
fyrirgefningu syndanna í spjalli við
Þjóðviljann
Nú líður að páskum og því að
þúsundir barna staðfesti
skírnarsáttmálann ífermingu
frammi fyrir augliti guðs og
manna. Þessi tími erjafnframt
mikil uppgripatíð fyrir kaup-
menn og fyrirtæki hvers kon-
ar, sem eyða hundruðum
þúsunda króna í að sannfæra
fermingarbörnin og aðstand-
endur þeirra um að einmitt
þessi tölva eða þessi hús-
gögn séu „fermingargjöfin í
ár“.
Gjafaflóö ferminganna og þau
fjárútlát sem þeim fylgja hafa oft
verið gagnrýnd en án árangurs að
því er virðist. Margir hafa af því
áhyggjur að fermingin hafa næsta
Á ISLANDI í 20 AR
Við lofum því
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Verð og tæknileg
útfærsla við allra
hæfi
PFAFF
Borgartúni 20
lítið trúarlegt gildi fyrir börnin
þegar svo er komið, en aðrir telja
gjafirnar litlu máli skipta.
Krakkarnir sjálfir hafa skiptar
skoðanir á þessu einsog fram
kemur í eftirfarandi viðtali við
fjóra nemendur í Austurbæjar-
skólanum í Reykjavík. Tvö
þeirra, þau Þórdís Lilja Árna-
dóttir og Páll Jakob Líndal,
munu fermast í Hallgrímskirkju
20. apríl. Erna Ýr Pétursdóttir
fermdist 5. apríl síðastliðinn í
Fríkirkjunni, en Rafn Hilmars-
son hefur tekið þá ákvörðun að
láta ekki ferma sig. Hann er líka
sá eini fjórmenninganna sem er
ekki skírður, en Erna Ýr var
skírð viku fyrir ferminguna.
Helmingur
vegna gjafanna
Ég byrjaði á því að spyrja Rafn
hvers vegna hann hefði tekið
þessa ákvörðun: „Ég hef bara
engan áhuga á því,“ svarar hann
stutt og laggott. Hvað með for-
eldrana, hver var þeirra afstaða?
„Þau vildu að ég réði þessu sjálf-
ur,“ segir hann.
„Ég var ekkert spurð, þeim
finnst þetta sjálfsagður hlutur,“
segir Erna Ýr.
Þórdís og Páll Jakob segja að
foreldrar þeirra hafi látið þau
sjálf ráða þessu og ekki reynt að
hafa áhrif á þau.
Hafa væntanlegar gjafir áhrif á
ákvörðun þeirra?
„Það eru auðvitað til krakkar
sem láta ferma sig bara til að fá
gjafirnar," segir Þórdís. „En það
er ekki svoleiðis hjá okkur.“ Þau
ræða þetta svolitla stund og kom-
ast að þeirri niðurstöðu að allt að
helmingur fermingarbarna hugsi
meira um gjafir en trú þegar þau
fermast. „En það segir það eng-
inn upphátt,“ segir Rafn.
„Mér finnst að það eigi ekki að
gefa mikið af gjöfum,“ segir Erna
Yr. „Það er meiriháttar áfall fyrir
venjulega fjölskyldu að standa í
fermingarveislu,“ segir Rafn.
„Ef það væri ekki siður að gefa
gjafir þá held ég að það myndu
ekki mjög margir láta ferma sig,“
bætir Þórdís við. Sjálf er hún þeg-
ar búin að fá gjöfina sína frá for-
eldrunum: allt nýtt í herbergið.
Hundraðkall frö afa
„Ég fékk vekjaraklukku, út-
varp, svefnpoka og fleira,“ segir
Ema Ýr. „Og 29.000 krónur í
peningum. Það voru margir fjar-
skyldir ættingjar sem ég þekki
ekki neitt sem gáfu mér peninga.
Svo fékk ég hundraðkall í við-
bót frá langafa, hann hefur skrap-
að honum saman af öryrkjabót-
unum.“
„Það er alltaf að aukast að fólk
gefi dýrar gjafir,“ segir Rafn.
„Núna fá margir strákar tölvur.“
„Það er mest um að fólk gefi
útvörp, plötuspilara og svo-
leiðis," segir Þórdís.
Páll Jakob býst við miklu af
gjöfum: „Það koma svona hundr-
að manns í mína veislu,“ segir
hann svo, og hin veina upp:
„VÁ!“ Þurfa þau ekki að leigja
sal undir veisluna? „Nei, við
eigum fjögurra hæða hús og það
dugir alveg,“ segir hann. „Þetta
er hálfgert ættarmót og ég þekki
ekki helminginn af öllu þessu
fólki. Ef ég fengi að ráða kæmu
ekki svona margir.“
„Það væri ekki hægt að hafa
stóra veislu hjá mér,“ segir Erna
Ýr. „Við eigum heima í svo sam-
anskroppinni íbúð. Mér finnst
fermingarveislur líka alveg ömur-
lega leiðinlegar. Allir að tala um
hvað maður sé nú orðinn stór og
litlir krakkar hlaupa um allt,
grenjandi og æpandi.“
Þórdís býst við 30-40 gestum á
fermingardaginn: „Það verður
leigður salur undir veisluna.
Pabbi og mamma eru löngu búin
að ákveða þetta allt fyrir fram og
ég fékk ekkert að ráða neinu. Það
verða engir krakkar undir 12
ára.“
Bœnir í
neyðartilvikum
„Sumir láta líka ferma sig bara
af því að allir hinir gera það og
vilja ekki vera öðruvísi,“ segir
Þórdís. Rafn segir að samt hafi
enginn sagt neitt við því að hann
ætli ekki að fermast.
Sumir fermast fyrir pabba og
mömmu, bæta þau svo við.
Ömmum og öfum þeirra er annt
um að barnabörnin fermist.
„Amma mín er mjög trúuð, þeg-
ar maður er hjá henni verður
maður alltaf að biðja bænirnar,“
segir Þórdís.
Kunna þau margar bænir? Jú,
öllum hefur einhvern tímann ver-
ið kennt að fara með bænir. „Ég
lærði Faðirvorið þriggja ára,“
segir Þórdís. „Ég er ekkert hætt
að fara með það, en geri það frek-
ar þegar mér líður illa,“ segir
hún.
„Já, þegar mann dreymir illa,“
segir Páll Jakob. Rafn segist
kunna bænir en fari aldrei með
þær. „Nema þegar ég er hræddur
Sími 2-67-88
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. apríl 1987
Páll Jakob og Þórdís (í sömu röð f.v.) fermast í Hallgrímskirkju á öðrum degi páska
guð er gamall maður með hvítt skegg eða bara andi einsog prestarnir segja.
Rafn (þdðji f.v.) ætlar hins vegar ekki að fermast en Ema Yr staðfesti skírnarsáttmálann S.apríl síðastliðinn. Þau eru ekki alveg viss um hvort
eða veikur" bætir hann svo við
hálfvandræðalegur.
Fara þau oft í kirkju? „Ég fer
alltaf í kirkju á jólunum" segir
Erna Ýr. „Ég líka,“ segir Þórdís.
„Ég fer mánaðarlega á sumrin
þegar ég er fyrir vestan af því að
öll fjölskyldan þar fer,“ segir
Rafn. „Það skiptir mig engu máli
og svo get ég líka aiveg verið trú-
aður þó ég sé ekki fermdur.“
Hundleiðinlegir
sólmar
Hvað finnst þeim um messu-
formið? Þau stynja í kór: „Æ,
það er svo leiðinlegt að fara í kir-
kju, en það er ætlast til að maður
fari að minnsta kosti annan hvern
sunnudag þegar maður er í ferm-
ingarundirbúningi," segir Þórdís.
„Það er svo leiðinlegt að sitja
svona lengi,“ segir Erna Ýr.
„Sálmarnir eru hundleiðinlegir
og mér finnst leiðinlegt þegar
presturinn er eitthvað að gaula,"
bætir nýbakað fermingarbarnið
við, af fullkomnu virðingarleysi.
Hin samsinna þessu. Það væri
skárra, halda þau, ef tónlistin
væri líkari því sem söfnuðir utan
þjóðkirkjunnar hafa gefið út á
plötum.
Erna segir að það hafi verið
rætt í Fríkirkjunni, en presturinn,
séra Gunnar Björnsson, hafi sagt
að gamla fólkið yrði ekki ánægt
með breytingar og það væri mun
fleira af gömlu fólki en ungu sem
færi í kirkju. „Gamla fólkinu
finnst allt svona svo óguðlegt,“
segir hún. „Gunnar reyndi þetta
einhvern tímann og það varð
heilmikið vesen út af því.“
„Hlutirnir voru allt öðruvísi
þegar gamla fólkið var að alast
upp,“ segir Þórdís ellilífeyrisþeg-
um til varnar.
Predikanir eru líka ieiðinlegar
finnst þeim. „Þeir eru alltaf að
tala um það sama,“ segir Ema
Ýr. „Þegar ræðan er hálfnuð þá
er maður orðinn svo þreyttur að
maður nennir ekki að hlusta
lengur og langar mest til að labba
út.“
„Svo skilur maður ekki alltaf
það sem prestarnir em að segja,"
bætir Þórdís við.
„Þeir tala svo tilbreytingar-
laust,“ segir Rafn. „Og endur-
taka það sama aftur og aftur,“
segir Páll Jakob.
„Þetta er alltof mikið gert fyrir
fullorðna," segir Erna Ýr. „Of
hátíðlegt,“ segir Rafn, og þau
kinka öll kolli.
Guð og steinninn
„Sumir fara í kirkju bara til að
segjast hafa farið þó að þeir séu
ekkert sérstaklega trúaðir,“ segir
Erna Ýr. „Þeir fara á hverjum
sunnudegi og láta sér hundleiðast
til að geta sagt að þeir hafi farið.“
Þau eru sammála um að fólk sé
ekki eins trúað nú og áður. Sumir
grínast jafnvel með trúna: „Ég
þekki mann sem er alltaf að gera
grín að þessu, og hann er alltaf að
spyrja hvort guð geti skapað svo
stóran stein að hann geti ekki lyft
honurn," segir Erna Ýr
hneyksluð.
Halda þau að þau séu nógu
gömul til að taka ákvörðun um
ferminguna? „Neeei...“ segja
þau öll. „Samt væri nú svolítið
asnalegt ef maður væri að fermast
fimmtugur,“ segir Þórdís og fliss-
ar. 15 ára eða jafnvel 16 ára væri
hæfilegur aldur til að taka
ákvörðun um hvort maður ætlar
að fermast eða ekki, halda þau.
„Það myndu örugglega færri
fermast ef fermingaraldurinn
væri hækkaður," segir Erna Ýr.
„Ég þekki mann sem fermdi sig
ekki og ég held að hann sjái svo-
lítið eftir því. Kannski er hann
feiminn við að gera það núna
þegar hann er orðinn fullorðinn.
Ert þú ekkert hræddur við að sjá
eftir þessu Rafn?“ „Neei, ekki
mikið,“ svarar hann dræmt.
„Maður veit ekki nóg um
önnur trúarbrögð, þess vegna
finnst mér að við séum of ung til
að fermast,“ segir Ema Ýr.
Gamall
og skeggjaður
Hver er guð, hvernig sjá þau
hann fyrir sér, er hann andi í
þeirra huga eða maður einsog
við?
Erna Ýr verður fyrst fyrir
svörum: „Sumir segja að hann sé
andi eða ský eða loft eða eitthvað
svoleiðis. Séra Gunnar sagði að
guð væri einsog loftið sem er alls
staðar í kringum mann, eitthvað
sem umlykur heiminn. En ég get
ekki séð hann þannig fyrir mér.
Ég sé hann sem gamlan mann í
hvítum síðum kyrtli, með sítt
hvítt skegg og sítt hvítt hár, en
svolítinn skalla. Og hann er góð-
legur.“
„Þeir em allir teiknaðir eins,
þessi kallar í Biblíunni," segir
Rafn. „í hvítum kuflum, sköllótt-
ir með skegg. Kannski er það
þess vegna sem manni finnst guð
vera þannig.“
„Hann er alla vega ekki einsog
loft,“ segir Páll Jakob. „Ég held
að mér finnist það sama og
Ernu.“
Þórdís er ekki alveg sammála
en er ekki viss um hvemig hún á
að útskýra málið: „Sumir halda
að hann sé bara maður einsog
við, einsog maður úti í bæ, en svo
þegar maður fer að pæla í því þá
finnst manni að það geti ekki ver-
ið. Alla vega hlýtur hann að vera
mjög gamall... Mér finnst einsog
guð hafi alltaf verið gamall. En
presturinn í Hallgrímskirkju talar
um hann einsog hann sé andi,
frekar en rnaður."
Darwin og Sköpunin
Svo bætir hún við: „Þegar mað-
ur pælir í Sköpuninni þá passar
hún nú ekki alveg, því sumir
segja að menn séu komnir af öp-
unum en aðrir segja að guð hafi
skapað manninn."
„Það er ekkert allt rétt sem
stendur í Biblíunni,“ segir Erna
Ýr með svolítilli vanþóknun.
„Hvernig kviknaði lífið, það er
sagt að líf geti ekki kviknað af
sjálfu sér,“ svarar Þórdís.
„Það er alls konar rugl í Gamla
testamentinu, ég las það einsog
ævintýri þegar ég var lítil. Og ég
trúi alla vega ekki á Nóaflóðið og
svoleiðis,“ segir Erna Ýr.
„Maður trúir ekki beint að guð
sé til en maður trúir svona á hann
allt öðruvísi," segir Rafn og á í
einhverjum erfiðleikum með að
orða hugsanir sínar. En krakk-
arnir skilja hvað hann meinar.
Þau segjast hafa lært svolítið í
trúarbragðafræði f skólanum, um
gyðingdóm og Islam. „Ég held að
það séu til fleiri en einn guð en að
þeir hverfi þegar menn hætta að
trúa á þá,“ segir Þórdís. „Ég held
að það sé bara einn guð,“ segir
Páll Jakob. „En formið er mis-
munandi.“
Jesús er auðveldari viðfangs,
finnst þeim. „Það getur vel verið
að hann hafi verið til sem trúar-
leiðtogi sem var dýrkaður og svo
hafa orðið til sögusagnir um
kraftaverkin,“ segir Rafn.
„Jú, Jesús var til,“ segir Þórdís.
„Mér finnst að hann hafi verið
meira maður en andi en samt fatt-
ar maður þá ekki alveg þessi
kraftaverk sem hann var alltaf að
gera. Hvar fékk hann mátt til að
gera þau ef hann var ekki guð
líka?“
Hin eru ekki viss um svarið og
ég kúvendi yfir í annað, áður en
þau gefast upp á öllu saman.
Neftóbak
ó kraganum
Hvað segir Erna Ýr um ferm-
inguna sína? Var þetta hátíðleg
athöfn?
„Þetta var svo mikið vesen,“
segir hún. „Maður sat þarna
sveittur í lófunum og alltaf næst-
um því farinn að hlæja.“ Og nú
kemur skelmisglampi í augun:
„Svo þegar Gunnar, presturinn,
var að syngja sálminn og sneri
baki í fólkið, þá snýtti hann sér af
því að hann tekur í nefið og það
heyrðist um alla kirkjuna. Svo
þegar hann var að ferma okkur
og beygja sig yfir okkur þá var
neftóbak á kraganum!“ Krakk-
arnir skella upp úr og Ema Ýr
heldur áfram að miðla af reynslu
sinni:
„Altarisgangan var strax á eftir
og hún var alveg hræðileg.
Brauðið er einsog bréf á bragðið
og vínið! Ojbara! Manni var
hálfflökurt af því. Svo drakk fullt
af fólki úr sama bikarnum!"
Krakkarnir hiylla sig og Þór-
dísi og Jakobi Pali líst ekki orðið
á blikuna. Það er kominn tími á
lokaspurninguna:
Hvers vegna vilja þau fermast
og hvað finnst þeim mikilvægast í
kristinni trú eftir að hafa verið í
fermingarundirbúningi síðan í
haust? Siðfræðin kannski? Nei,
það reynist vera sáluhjálpin,
enda þótt þau noti ekki það orð:
„Þegar maður er dáinn þá er
maður öruggur um að maður fari
til himna á dómsdegi og geti feng-
ið fyrirgefningu ef maður hefur
gert eitthvað ljótt af sér,“ segir
Þórdís. Og Páll Jakob segist ekki
hafa neinu við að bæta, þessu sé
hann fyllilega sammála. Og með
það kveðjum við krakkana fjóra
og þökkum fyrir okkur.
Myndir Sigurður Mar
Texti Vilborg Davíðsdóttir
aócins
S/V7JÖ**
500 2%
AUKhl 9 183/SÍA