Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 16
Tjðrnin hefur ætið verið vinsæll útivistarstaður að vetri til. Þar hafa margir rennt sér sína fyrstu salíbunu á skautum. Myndin er tekin árið 1915. Pólitík hins falska góms Áhugamenn um miðbœ Reykjavíkur funda ó Hressó klukkan þrjú ídag, laugardag. Komum fveg fyrir að hrapað verði að framkvœmdum sem ógerningur yrði að bœta fyrir síðar „ Þegar menn heimta að þessi látlausu hús... á Bern- höftstorfunni verði afmáð og bera fyrir sig að þau séu úr sér gengin þá er það ónóg rök- semd. Þessi gömlu hús eru jafn ófúin og þau hefðu verið reist í gær. Hitt er satt að um viðhald þeirra hefur verið rek- in sams konar pólitík og sveitastúlkur reka þegar þær láta tennurnar í sér grotna nið- ur og verða að geiflum svo þær geti síðan farið suður og keypt sér falskan góm." Þessa klausu er að finna í Yfir- skyggðum stöðum eftir Halldór Laxness, greinasafni frá 1971, og er höfundurinn að andæfa hug- myndum sem þá var mjög haldið á lofti í þá veru að Bernhöftstorf- una bæri að rífa og byggja í stað- inn ríkisstjórnarhöll. Ætli nokk- ur maður láti sér detta í hug slíkt niðurrif núna? En það er satt; það styrkti þessar nýmóðins hug- myndir þá að torfan var í mikill niðurníðslu. Ætli það gildi ekki eitthvað svipað um ýmis þau hús sem ný- samþykkt Kvosarskipulag hefur dæmt til dauða? Hressó, Hótel Vík, hús Pósts og sírna (gamli Kvennaskólinn) við Austurvöll, Ziemsen og ísafold. Kannski of- býður fólki hvað gamli miðbær- inn er ósamstæður og áminnst hús í bágbornu ástandi flest hver. Er þá ekki bara best að rífa allt heila klabbið og fá snyrtilegan nýjan miðbæ í staðinn? Kannski ekkert ógurlega spennandi, en góðan fyrir sinn hatt? í þvflíkum vangaveltum gleymist hver bæjarprýði verður að gömlu hús- unum þegar þau hafa fengið þá umhirðu og viðgerðir sem þau eiga skilið, og sem betur fer má sjá mörg dæmi um slíkt núorðið í gamla bænum. Og fleiri eru á leiðinni; nærtækasta dæmið er Bjarnaborgin sem hætt var við að rífa góðu heilli og á eftir að verða ein af perlum Reykjavíkur. Annað atriði, og ekki síður mikilvægt, virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan þegar menn sjá fýrir sér snyrtilegan miðbæ samkvæmt Kvosarskipulaginu; þessi miðbær verður aldrei að veruleika. Af þeirri ofureinföldu ástæðu að lóðirnar þama eru í einkaeign upp til hópa og það apparat er ekki til sem getur skikkað eigendur til að byggja í þeim stfl sem er á skipulagstillög- unni. Húsin sem eiga að hverfa munu standa mislengi og ef og þegar þau síðustu verða rifin þá verður komin einhver allt önnur tíska í byggingarlist. Fyrir bragð- ið heldur miðbærinn áfram að vera jafn ósamstæður og hann er núna, bara á öðrum nótum. Kontóristabæli í líki ríkis- stjórnarhallar í staðinn fyrir Bemhöftstorfuna? Hugmyndin vekur fólki hlátur núna. Meira hvað þær vilja eldast illa þessar líka fínu skipulagstillögur sem alltaf koma uppá öðru hverju og miða að niðurrifi. Tökum dæmi af nágrenni Tjarnarinnar; hér áður fyrr vom uppi hugmyndir um að rífa húsaröðina meðfram Tjarnargötunni. Varla félli slík hugmynd í góðan jarðveg í dag. Og einstök hús; á sínum tíma keypti borgin Höfða til niðurrifs. En sniðugt. Hvers vegna sjá menn þá ekki ljósið núna þegar gamli miðbær- inn er undir? Þessi hús geyma minningar um fortíðina, and- rúmsloft sem hvergi er til ncma þar. Margir borgarbúar vilja koma í veg fyrir að hrapað verði að framkvæmdum sem ógerning- ur yrði að bæta fyrir síðar. Hópur fólks hefur tekið sig til og boðað til baráttuskemmtunar á Hressó klukkan þrjú í dag, laugardag, þar á meðal stjórnir allra íbúasamtaka gamla bæjar- ins, og eru þau sem slá vilja skjaldborg um gamla bæinn hvött til að láta sjá sig í þessu gamla veitingahúsi sem Kvosarskipu- lagið hefur dæmt til dauða. Kennslustörf í Ghana Þróunaraðstoð - menningarsamskipti AFS félög í Evrópu (EFIL) hafa tekið að sér að útvega kennara til starfa í Ghana skólaárið 1987- 1988. AFS á íslandi óskar eftir kennara til að taka þátt í þessu starfi. Einkum vantar kennara í raungreinum, stærð- fræði, landbúnaðarfræðum og til kennaraþjálfun- ar. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: ★ Aldurslágmark 25 ára. ★ Vera starfandi kennari og hafa kennslu- reynslu. ★ Góð enskukunnátta. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu AFS á íslandi milli kl. 14 - 17 virka daga, eða í síma 91-25450. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 24. apríl. ®tfS áíslandi Hverfisgötu 39, P.O. Box 753-121 Reykjavfk. Sími 25450. • Opið daglega milli kl. 14 og 17. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN HS LAUSAR STOÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann til vatns- og hitalagna. Upplýsingar í síma 82400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STOÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstrustöður á eftirtalin heimili: Dagheimilið Laugaborg v/Leirulæk, dagheimilið Bakkaborg v/Blöndubakka, leikskólann Brákarborg v/Brákarsund, leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9, dagheimilið Efrihlíð v/Stigahlíð. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.