Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skamrintur - Og ég sem hélt aö ég vissi svona undan og ofan um það hvert væri í raun og veru böl hinna vinnandi stétta. Það var þetta sem ég hugsaði, þegar ég laaði frá mér „Vinnuna“, tímarit Alþýðusambands Is- lands í gær, eftir að hafa lesið hana spjaldanna á milli og hafði raunar komist að því við lesning- una að það er ekki bara kaup og kjör sem fólk á vinnustöðum þarf að huga að, heldur líka fjöl- mörg önnur vandamál, sem raunar hrannast upp þar sem margir vinna og geta orðið að vinnustaðaböli þar sem svo hagar til að karlar og konur þurfa að sinna störfum sínum undir sama þaki. Síðasta tölublað „Vinnunnar" er semsagt helgað þeirri leiðu ónáttúru sumra karla að geta ekki látið kvenpeninginn í friði. Þetta er kallað kynferðisleg áreitni og hlýtur (svona í alvöru talað) að vera ósköp hvimleið annars staðar en í rúminu eða á afviknum stöð- um. Lýsingarnar í „Vinnunni" á hegðan karl- manna á vinnustöðum hljóta að vekja talsverða athygli og satt að segja hafði ég persónulega ekki gert mér Ijóst hve háalvarlegt þetta mál er, fyrr en ég var búinn að kynna mér það í tímarit- inu. Mér skilst að kynferðisleg áreitni á vinnustöð- um sé alls konar „góðlátleg glettni" eins og það er kallað, en síðan gerist málið alvarlegra þegar farið er að segja tvíræða brandara og leggja hönd á hupp. Slíkt athæfi er raunar bannað með lögum, eða einsog segir í 208. gr. almennra hegningar- laga frá 1940: að hver sá sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 3 árum, varðhaldi eða sektum. Þá segir í 198. grein sömu laga að ef maður komist yfir kvenmann utan hjónabands (let- urbr. mín), með því að misnota freklega þá að- af káfi stöðu að kvenmaðurinn er háður honum fjár- hagslega, varði það fangelsi allt að einu ári, eða sé kvenmaðurinn yngri en 21 árs allt að 3 árum. Það er semsagt vissara að vera giftur kon- unni sem maður káfar á, potar í, klæmist við og misnotar freklega þá aðstöðu sína við, að hún er háð manni fjárhagslega. Ég tala nú ekki um ef hún er yngri en tuttuguogeins. Á vinnustöðum hefur káfari, potari, klámkjaft- ur og nauðgari semsagt mun minni rétt heldur- en heimahjá sér. Ljóst er af því sem í „Vinnunni" stendur, að vinnumarkaðurinn er undirlagður af þessum ósköpum, en - ef marka má tímaritið - mun þó ástandið hafa verið verst á undanförnum árum í fyrirtækjum sem sérstaklega eru tilgreind. Þessi fyrirtæki og stofnanir eru: ísbjörninn Borgarstjórn Akureyri Flugleiðir. Rétt er að taka það fram að ekki er víst að um viðvarandi ástand sé að ræða á framan- greindum vinnustöðum. Þó telja margir að kyn- ferðisleg áreitni hafi markað djúp spor í rekstur- inn og vinnumóralinn, einsog síðar verður kom- ið að. í „Vinnunni" segir frá því, að í ísbirninum starfaði verkstjóri nokkur í sal fyrir nokkrum árum. Þessi verkstjóri hafði það fyrir sið, að sögn tímaritsins, að ganga milli vinnuborðanna, koma aftanað konunum og reka höndina upp á milli fóta þeirra. Tugir kvenna máttu þola þessa meðferð daglega eða jafnvel oft á dag, en gerðu ekkert í málinu og umbáru manninn utan ein, sem sparkaði af alefli í punginn á honum og fékk að vera í friði eftir það. Talið er að þetta hafi verið ein af ástæðunum til þess að ísbjörninn var sameinaður Bæjarút- gerðinni. í borgarstjórn Reykjavíkur virðist ríkja algert ófremdarástand í þessum efnum, því að sögn „Vinnunnar" situr einn borgarfulltrúinn um að káfa á kvenkynsborgarfulltrúunum. Og einsog segir orðrétt í „Vinnunni": - Einu gildir þó hann sé beðinn að láta af þessum leiða sið. Talið er að borgarstjórn eigi erfitt um vik að vinna að framgangi borgarmálefna ef borgar- fulltrúarnir eru í tíma og ótíma með lúkurnar í klobbanum hver á öðrum. Á Akureyri virðast menn ganga lengra en í borgarstjórn í Reykjavík. Þar þurftu allar starfs- stúlkurnar í stóru iðnfyrirtæki að sofa hjá yfir- manninum til að halda vinnunni, þar til ein klagaði. Þá var yfirmaðurinn einfaldlega rekinn. Þá segir frá því í „Vinnunni" að á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli hafi til skamms tíma unnið maður sem tók ungar stúlkur fyrir, sagði þeim klámsögur og klámbrandara þar til þær roðnuðu eða fóru hjá sér á annan hátt. Þetta varð til þess að ungu stúlkurnar hjá Flugleiðum fóru að forðast að koma á kaffistof- una, þar sem fólk safnaðist saman, væntanlega til að hlusta á dónann. í „Vinnunni" segir að slík áreitni valdi t.d. þunglyndi, svefnleysi og líkamlegum kvillum. Ennfremur minnka afköst í starfi og framavonir innan fyrirtækisins minnka. Ástæða er til að minnast þess að fyrir nokkru gekk allt á afturfótunum hjá Flugleiðum og ekki að ástæðulausu, því þá var einmitt umræddur dóni uppá sitt besta. í „Vinnunn" er tekið fram að daður sé ekki saknæmt, því það sé byggt á samþykki beggja, en samkvæmt skilgreiningu hættir kynferðisleg áreitni að vera kynferðisleg áreitni þegar kyn- hvöt gerir vart við sig hjá báðum. Það virðist því þjóðráð, ef vinnufriður á að haldast í landinu fyrir þessum ósköpum, að þeir káfi hver á öðrum í vinnunni sem geta hugsað sér að stíga skrefið til fulls, annaðhvort á vinnu- stað eða í vinnuhléi. Finnur úr felum Flnnur Ingólfsson, sem skipar annaö sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur ekki veriö mjög áberandi í kosningabar- áttunni og til þess er tekið að hann hefur ekki látið sjá sig mikið með Guðmundi G. Þórarinssyni. En með þeim er ekki mjög kært. Finnur vann af Guðmundi gjaldker- astöðu flokksins, en Guð- mundur sótti hefndir með því að hafa af Finni efsta sætið á Reykjavíkurlistanum í al- ræmdum prófkjörsslag. Hins vegar hefur Finnur komið fram í fjölmiðlum með öðrum framámönnum flokksins, til að mynda var hann með Steingrími Hermannssyni í Framsóknarkynningu Rásar 1. Þjóðviljinn vakti athygli á þessari staðreynd, og því með, að ýmsir yngri stuðn- ingsmenn Finns hefðu ákveö- ið að kjósa ekki B-listann, til að tryggja fall Guðmundar. Þessar upplýsingar vöktu mikla reiði í herbúðum Guð- mundar. Til að fela misklíðina hefur því flokkurinn skipað Finni að koma úr felum og leggur nú kapp á að birta kosninga- auglýsingar með honum. Þetta er auðvitað talandi dæmi um þau áhrif sem Þjóð- viljinn hefur inní Framsóknar- flokkinn. Það vekur hins vegar at- hygli, að Guðmundur og Finn- ur sjást varla saman á vinnu- staðafundum í Reykjavík, - þrátt fyrir skrif Þjóðviljans! ■ Hvalafélagið endurreist Einu sinni var til félag á (s- landi, sem barðist fyrst og fremst fyrir vemdun hvala við (slandsstrendur. Um nokk- urra ára skeið hefur félagið legið í dásvefni, en nú er fyrir- hugað að endurreisa það. Frumkvöðlar munu vera ýms- ir þekktir menn úr heimi stjómmála og vísinda. ■ Steingrímur á förum ( Reykjanesi er ólga á meðal stuðningsmanna Framsókn- arflokksins vegna viðtals við Steingrím Hermannsson í HP. En þar gefur forsætisráð- herra því undirfótinn, að hann geti vel hugsað sér að verða forseti, - og yfirgefa Alþingi. ( flokksdeildunum í kjördæm- inu er þetta álitið veikja stöðu flokksins verulega, því and- stæðingum verði þarmeð kleift að segja að Steingrími sé ekki fullkomin alvara með þingframboðinu, - hann sé með hugann hálfan útá Bessastöðum. Innan flokksins eiga menn hins vegar erfitt með að berj- ast gegn þessu, því þar eru menn þegar farnir að velta vöngum yfir undirbúningi for- i setaframboðs Stein- gríms... ■ Þjóðhagsstofnun bíður Framboð Borgaraflokksins hefur veikt stöðu Alþýðuflokksins verulega, ekki síst í Reykjavík. .Fræði- legur möguleiki er á því að Jón Baldvin Hannibalsson falli út af þingi, og þá eru nú góð ráð dýr. Innan Alþýðufl- okksins gera menn því hins vegar skóna, að fari svo, þá muni Jón Sigurðsson standa upp úr sæti sínu, og hverfa aftur inn í myrkviði Þjóðhagsstofnunar og láta JB eftir þingsætið... ■ Brödrene Einvarðsson Það hefur vakið eftirtekt margra, að þrátt fyrir að öllum bankastjórum Utvegsbank- ans hafi verið birt ákæra í Haf- skipsmálinu, þá var banka- ráðinu algerlega sleppt. Glöggir ættfræðingar hafa bent á, að Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari á bróður, sem heitir Jóhann Einvarðsson. En Jóhann, sem er fallkandídat Fram- sóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi, var einmitt varafor- maður bankaráðs Utvegs- bankans á sínum tíma... ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.