Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 17
Hjálparstofnunm nœr sér á strik Sigríður Guðmundsdóttir, nýráðinn framkvœmdastjóri: Söfnum fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu í dymbilvikunni Nafn vikunnar að þessu sinni er Sigríður Guðmundsdótti hjúkr- unarfræðingur en hún var ráðin framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar í byrjun þessa mánaðar. Hjálparstofnunin er nú að fara af stað með fjársöfnun í dymbilvikunni og þar með er merkið hafið að nýju, en stofnun- in hefur verið í iægð eftir harka- legar deilur um fjárreiður hennar og fyrirhugaðar fjárfestingar á síðast liðnu hausti og ætti að vera óþarfi að rifja það upp frekar. Við byrjuðum á að spyrja Sigríði hvað hún hefði starfað áður en fram- kvæmdastjórastaðan kom tit. Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt og hef starfað á hjarta- deild Landspítalans lengst, með litlum hléum þó. Ég starfaði í Sví- þjóð um tíma og síðan hef ég unn- ið á vegum Rauða krossins í ýms- um löndum, Thailandi, Sómalíu, Eþíópíu og Súdan. Þetta var á árunum ’80 til ’86, ég var svona um það bil hálft ár í hverri ferð nema í Eþíópíu, þar var ég í heilt ár. Og í hverju var starfið fólgið? Ég starfaði á svæðum þar sem hungur geisaði, við skipulagn- ingu á heilbrigðisþjónustu og matardreifingu. Fyrirhuguð páskasöfnun Hjálparstofnunarinnar, hvernig verður að henni staðið? Við höfum skipulagt söfnunina í samvinnu við presta og söfnuði á landinu og verður hún með ýmsu sniði. í Reykjavík verður fjár- framlögum veitt móttaka í and- dyrum kirkna eftur messur og þar verður einnig hægt að nálgast gír- óseðla. Gíróseðlar munu líka liggja frammi í bönkum og spari- sjóðum. Úti á landi verða kirkj- umar sums staðar opnar eitt til tvö kvöld í dymbilvikunni og tekið á móti framlögum. Jafnvel verður gengið í hús í einhverjum mæli og þá á smærri stöðum úti á landi. Fjárhagsstaða stofnunarinnar er mjög slæm um þessar mundir og því verður tilkostnaði við söfnunina stillt mjög í hóf og hún þar af leiðandi lítið auglýst. Helst eitthvað í útvarpi, það er ódýrasti ^ miðillinn. Og eruð þið bjartsýn á árang- ur? Við gerum okkur grein fyrir því að það verður kannski ekki stórkostlegur árangur í þessari söfnun. Þetta er fyrsta verk nýs fólks hjá Hjálparstofnuninni. Er söfnunin kannski öðrum þræði könnun á því hvernig iandið liggur? Já, við munum taka árangur þessarar söfnunar sem vísbend- ingu um hvort þjóðin geti treyst okkur á nýjan leik. Fyrir hverju er safnað að þessu sinni? Við höfum skuldbindingar gagnvart uppbyggingu á heimili fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu og höfum heitið því að greiða níu milljónir króna í því skyni. Við höfum ekki getað staðið við þess- ar skuldbindingar nema að litlum hluta. Þess vegna förum við í þessa söfnun núna fyrir heimilinu og allt það fé sem kann að safnast rennur óskert til þessa verkefnis. Það má geta þess í þessu sam- bandi að í nýrri skipulagsskrá stofnunarinnar er kveðið á um að aðeins 8% af söfnunarfé megi renna í rekstur. Og þá er ég að tala um hámark. Það eru alls konar góðgerð- arfélög með fjársafnanir í gangi meðal almennings og nú þarf Hjálparstofnunin að vinna sig upp úr lægð; heldurðu að hún nái sér á strik? Ég er sannfærð um að Hjálpar- stofnunin nær sér á strik en það Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hálparstofnunar kirkjunnar: Þurf-' um tíma til að vinna traust fólksins aftur. Mynd: Sig. gerist ekki á einni nóttu. Við þurfum tíma til að vinna traust fólksins aftur. Mjatlast inn hjá ykkur pening- ar árið um kring án þess að sér- stakar safnanir séu í gangi? Já, það koma jafnt og þétt pen- ingar inn á gíróreikning okkar og fólk kemur jafnvel hingað til okk- ar með framlög. Að öllu samanlögðu, leggst framtíð Hjálparstofnunarinnar vel í þig? Ég held að ef ég tryði því ekki að Hjálparstofnunin hefði mögu- leika á því að rétta sig við aftur, þá hefði ég ekki tekið þetta starf að mér. Ég trúi því að okkur eigi eftir að ganga vel. HS LEHDARI siökwa mýraljósunum Framtíðarnefnd forsætisráðherra skilaði í vikunni af sér framtíðarspá sinni. i þeirri spá kemur m.a. fram að stóriðjudraumurinn er úti; að næstu 5-10 árin verði íslendingar í erfiðri stöðu hvað varðar sam- keppni um aðstöðu til stóriðju. Ástæðan er umfram- vinnslugetu flestra iðnríkja á raforku, auk þess sem verðlag á afurðum stóriðju er alltof lágt. Afurðaverðið þarf að hækka verulega áður en ný fyrirtæki, ásamt tilheyrandi raforkuverum, geta talist arðvænlegir, fjárfestingarkostir á islandi. Málgögn ríkisstjórnarflokkanna hafa ekki hátt um þessa niðurstöðu framtíðarnefndarinnar, þótt spáin hafi verið unnin að þeirra undirlagi. Kemur það reyndar ekki á óvart því þessi niðurstaða er jafnframt vægðarlaus dómur á eltingarleik þessara manna við mýraljós stóriðjunnar; eltingaleik sem á þessu kjör- tímabili hefur kostað um 60 milljónir króna. Fyrir síðustu kosningar sameinuðust Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur í gagnrýni á varkára stefnu Hjörleifs Guttormssonar í stóriðjumálum, stefnu sem beindist fyrst og fremst að því að tryggja hagsmuni íslendinga gegn samningsbrotum Alu- suisse og kæmi til nýrrar stóriðju yrði tryggt að ís- lendingar hefðu þar öll tögl og hagldir. Hjörleifi var kennt um alla tregðu erlendra aðila að fjárfesta í nýju álveri við Eyjafjörð, stækkun álversins í Straumsvík og Kísilmálmvinnslunni á Reyðarfirði. Nú hafa þessir sömu herrar verið á þönum um alla heimsbyggðina, á góðri risnu íslenskra skattbor- gara, og boðið stóriðjufurstum gull og græna skóga á (síandi. Árangurinn er samt enginn. Um 60 milljónum hefur verið kastað á glæ. Einstaka dekurbörn stjórnarflokkanna hafa þó uppskorið vel og sumir þeirra gefa nú kost á sér til að sitja á Alþingi. Þeirra á meðal er Guðmundur G. Þórarinsson, sem stendur í vonlítilli baráttu fyrir Framsókn í Reykjavík. Hann hafði um 1,4 milljónir króna á síðasta kjörtímabili fyrir eltingarleikinn. Birgir (sleifur hafði rúma 1,1 milljón fyrir sama eltingarleik og Gunnar G. Schram var einnig á „réttri leið“, með 620 þúsund krónur. í framtíðarspánni er m.a. að finna eftirfarandi klausu, sem vel gæti verið tekin beint úr Þjóðviljan- um: „í umræðunni um stóriðju á íslandi heyrist því oft haldið fram, að vegna þess að við ráðum yfir miklum óvirkjuðum orkulindum, sem geti gefið ódýra orku, séu skilyrði mjög góð til stóriðju hér á landi. Það sem helst standi í veginum fyrir meiriháttar uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi sé fyrst og fremst það, að við vitum sjálf hvað við viljum og hættum að deila. Við þurfum ekki annað en rétta út hendina; þá standi útlendingar í biðröðum eftir að reisa hér iðjuver í samvinnu við okkur eða einir; allt eftir því hvað við viljum. Okkar sé aðeins að velja úr þeim. Þetta við- * horf er á misskilningi byggt.“ Heilum byggðarlögum hefur verið talin trú um að verksmiðja væri á næstu grösum, verksmiðja sem myndi rífa byggðarlagið upp úr þeirri ládeyðu sem það hefði verið í um langt skeið. Og íbúarnir hafa beðið. Sumir steypt sér í stórar skuldir vegna fjárfest- inga út á drauminn og sitja nú uppi með atvinnutæki sem lítil þörf er á. Jafnvel mun fólk hafa flust búferl- um til staða einsog Reyðarfjarðar. Nú situr þettafólk eftir með sárt enni. Dreifbýlið hefur verið svikið, því landsbyggða- stefna stjórnvalda grundvallaðist á mýraljósum stór- iðjunnar. Stóriðju í hvern landshlutavar lausnarorðið og nú hefur framtíðarnefndin kveðið upp þann úr- skurð að draumurinn sé búinn. Það hefur verið slökkt á mýraljósunum og í kosningunum núna getur fólk valið um nýja uppbyggingu í atvinnumálum, með áherslu á minni fyrirtæki, sem Alþýðubandalagið hefur kynnt, eða stefnuleysi núverandi ríkisstjórnar, sem er algjört eftir að Ijóst varð að hlaup dekurbarna þeirra út um víðan völl var gönuhlaup. ________________________________________ -Sáf Sunnudagur 12. apríl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.