Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 5
Soga indíána að koma í Ijós Merkir fornleifafundir á Kúbu breyta skoðun manna á frumbyggjum eyjanna. Virðist þar hafaverið háþróað landbúnaðarþjóðfélag fyrir komu hvítra manna Nýlega fannst mjög stór graf- reitur indíána í norðaustur hér- uðum Kúbu. Er hann álitinn vera frá þeim tíma er Spánverjar þyr- ptust til Ameríku og brutu á bak aftur yfirráð indíána yfir álfunni. Hér er um að ræða stærsta graf- reit frá þessum tíma sem fundist hefur á eyjunum í Karabíska haf- inu. Hann er um 3000 fermetrar Höfuðkúpur úr grafreitnum hreinsaðar. að stærð og framtil þessa hafa aðeins um 100 fermetrar af hon- um verið kannaðir. Fornleifafræðingar eru að von- um mjög sælir yfir þessum fundi og búast við að hann muni upp- lýsa okkur um marga þætti þeirrar menningar sem var á þessum slóðum áður en Evrópu- menn komu siglandi yfir hafið. Grafreiturinn er á þeim slóð- um þar sem Spánverjum og indí- ánum laust fyrst saman og hefur m.a. fundist beinagrind af ungum Evrópumanni innan um beina- grindur af indíánum. Er talið að hann hafi verið tuttugu og eins árs að aldri. Styður þessi fundur þá kenningu að margir af land- vinningamönnunum (conquistat- orunum) hafi verið ungir menn í leit að ævintýrum og skjótfengn- um auði. Pegar hafa 40 grafir verið opn- aðar og sumar af beinagrindun- um hafa varðveist mjög vel. Þá hafa fundist koparmunir í gröfun- um og hlutur eigi ósvipaður med- alíu, með áföstum efnisræmum, sem álitið er að notaðar hafi verið til að festa hlutinn við hné. Er talið að þessi fundur geti varpað ljósi á klæðaburð innfæddra fýrir innrás Evrópumanna. Medallan var við hliðina á þessari beinagrind. Medalían, niður úr henni hanga efnisræmur. Kúbumenn líta á grafreitinn sem einn merkasta fornleifafund á eyjunum í Karabíska hafinu því fram til þessa hefur lítið verið vit- að með vissu um líf innfæddra. Það er t.d. ekkert vitað hvenær Awarak indíánar komu frá meginlandinu. Það eina sem vit- að er, er að þeir voru fyrir á eyjunum þegar Spánverjar komu. Nýlegur fomleifafundur sunn- arlega á Kúbu inni í miðju landi, bendir til að þar hafi verið búsett- ir indíánar um árið 1000. Þama hafa fundist keramikbrot, skeljar og matarleifar og þykir ýmislegt benda til að indíánarnir hafi lifað í þróuðu landbúnaðarsamfélagi. Leifar eftir indíána hafa fund- ist meðfram strandlengjunni og svo á nokkmm stöðum inni í landi. Fundimir hafa allir verið í nágrenni við hina gömlu þjóð- braut, sem kallast Trinidad og talið er að Spánverjar hafi lagt. Nú telja hinsvegar margir vís- indamenn að þjóðbraut þessi sé eldri en svo; að hún hafi verið lögð af indíánum og að á eyjunni hafi verið mun háþróaðra þjóðfé- lag en hingaðtil hefur verið talið. -Sáf/ byggt á Gramma ÍSLENDINGA ' SÖGUR urnar í fermingargjöf Islendingasögurnar með nútíma stafsetningu SÍGILD EIGN. hvítu O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.