Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 6
Enginn veikist
í vcrta um það hvar
við siöndum
----------. ... ■ ■
Fijáishyggjudraumurinn leikur laus-
um hala og fólk er of andvaralaust...
ÁB rœðir
við Álfheiði
Ingadóttur,
sem skipar
fjórða sœti
ó G-listanum
í Reykjavík
Á vinnustaðafundum sem ég
hefi verið á hefi ég ekki orðið
svo mjög vör við þennan pólit-
íska leiða sem menn tala
gjarnaum. Og okkurfram-
bjóðendum Alþýðubanda-
lagsins hefur verið vel tekið
finnst mér. Og þessi Al-
bertsuppákoma kemur ekki
með sama hætti við okkur og
ýmsa aðra, sem hafa orðið
fyrir því að botninn datt úr
þeirra kosningabaráttu og
þeir urðu að finna nýjan.
Svo segir Álfheiður Ingadóttir,
sem skipar fjórða sæti á lista Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík, í
upphafi spjalls um kosninga-
slaginn, vinstrisveiflur og hægri-
sveiflur, umhverfismál, friðar-
mál, ungt fólk og margt fleira.
Eins og
stífasta kennsla
Það er auðvitað erfitt að vera í
framboði, segir Álfheiður, helst
mætti líkja því við stífustu
kennslu. Hér í Reykjavík eru
ekki þingmálafundir og helsta
færa leiðin til að ná sambandi við
fólk eru vinnustaðafundir, ekki
síst fyir okkur í Alþýðubandalag-
inu, sem höfum ekki sterka fjöl-
miðla á bak við okkur. Undir-
tektirnareru vitanlega misjafnar,
og daufastar á þeim vinnustöðum
þar sem menn hafa vanið sig af
því að tala um pólitík og kjara-
mál, m.a. vegna þess að þar má
enginn vita hvað næsti maður
hefur í kaup. En svo er líka mikið
af lifandi vinnustöðum þar sem
fólkið er með á nótunum og veit
hvemig pólitíkin ræður kjörum
þess og aðstöðu. Þetta fólk fylgist
vel með, kemur með skot og at-
hugasemdir og ég verð ekki vör
þar við þennan pólitíska leiða
sem svo margir em að tala um.
Okkur er allsstaðar vel tekið og
sama má segja um það uppátæki
okkar að selja happdrættismiða
fyrir kosningasjóðinn við stór-
verslanir.
Ekki okkar vandi
-Er fólk ekki neglt upp við Al-
bertsuppákomuna þessa daga?
Visssulega varð maður var við
það vikuna sem það mál gekk
yfir, að menn höfðu hugann
mikið við Albert og höfðu þörf
fyrir að taka afstöðu með honum
eða móti. En mér fínnst ekki lík-
legt að þetta snerti okkur í Al-
þýðubandalaginu neitt að ráði.
Við höfum ekki verið að velta
okkur upp úr þessu, við höfum
viljað láta kosningabaráttuna
snúast um málefni en ekki menn.
Við lendum ekki í stöðu Stein-
gríms og Jóns Baldvins, sem
höfðu mjög hengt sig aftan í
spuminguna um það hvor þeirra
yrði í stjórn með stórum og sterk-
um Sjálfstæðisflokki eftir kosn-
ingar. Þegar sá flokkur svo dettur
í tvennt, þá er eins og botninn
detti úr kosningabaráttunni hjá
Framsókn og krötum, þeir þurfa
að skipta um forrit, finna sér nýj-
an tilverugrundvöll.
Fœdd inn í flokksa?
Álfheiður er dóttir Inga R.
Helgasonar, sem mikið hefur
komið við sögu í íslenskri vinstri-
pólitík - og því ekki nema eðlilegt
að spyrja hana, hvort hún sé ekki
löngu orðin þreytt á því að vera
sögð eins og fædd inn í flokkinn.
Reyndar. Og meira að segja er
ég fædd 1. maí. En mér finnst ég
hafa komið með alveg eðlilegum
hætti inn í þær pólitískar hræring-
ar sem um 1970 fóru um íslenskt
þjöðfélag, þá langþreytt á ýmsum
afleiðingum Viðreisnarstjórnar
og svo um Evrópu á þessu skeiði
stúdenta- og verkamannaupp-
reisna. Þessar hræringar teygðu
sig inn í Menntaskólann í Reykja-
vflc og breyttu þar mörgu, þótt
síðan væri undið ofan af því aftur.
Ég var syo heppin að lenda í nýrri
deild, náttúrufræðideild, náms-
efnið var nýtt, sjónarhornin um
margt ný - vistfræðileg viðhorf í
uppsiglingu, og þessu stýrðu
ágætir menn eins og Reynir
heitinn Bjamason, sem kenndi
okkur ný vinnubrögð, sem
byggðu meira á samvinnu en
menn höfðu áður vanist í skóla.
Utan að bárust svo áleitin tíðindi
frá Vietnam og síðar Chile, sem
kölluðu þeim mun frekar á við-
brögð sem við áttum einhvern
íhaldssamasta túlkanda þessara
tíðinda sem finna mátti í heimin-
um, Morgunblaðið.
Áhrif ó sitt
umhverfi
Svo kom vinstristjórnin 1971.
Þá gerði maður sér miklar vonir
um að staðið yrði við fyrirheit um
að herinn færi og varð mikil vakn-
ing meðal ungs fólks við þá um-
ræðu alla - við hlið Vietnamum-
ræðunnar. Og vonbrigðin mikil
þegar helsta niðurstaðan af öllu
saman Varð undirskriftasöfnun
Varins lands 1974. Stóriðju-
draumar og erlend auðfélög
komu og mjög við sögu á þessum
árum. Það var í þessu umróti öllu
að ég gekk í Alþýðubandalagið til
að vinna með fólki að þessum og
þvílíkum málum. Ég hafði aldrei
áhuga á þeim rétttúuðu hópum
yst til vinstri, sem sífellt voru að
skipta sér í smærri einingar með
allskonar svikabrigslum um alla
sem ekki voru á hinni einu réttu
leið.
Þetta kom ekki pabbapólitík
neitt við. En það skipti vitanlega
máli að ég var alin upp við það, að
maður geti haft áhrif á sitt um-
hverfí og að greina á milli þess að
taka afstöðu eða láta berast með
straumnum.
Hitt er svo líka rétt, að „68 kyn-
slóðin" var líka borin upp af
tískusveiflu, margir bárust með
þeim straumi og urðu svo viðskila
við hann, kannski vegna þess
ekki síst, að þeir höfðu aldrei gert
sér grein fyrir því hvað var um að
vera.
Glundroði
f borgarstjórn?
Álfheiður lauk líffræðiprófi frá
Háskóla íslands 1975 og tók þátt í
sigursælum vinstrislag þar um
fyrsta desember, um landhelgi og
Nató og herinn og auðhringana
og fleira merkilegt. Eitt ár var
hún við nám í Berlín, kenndi einn
vetur en réðst sumarið 1977 á
Þjóðviljann. Með því skilyrði,
segir hún, að ég sinnti því óvin-
sæla starfi að fýlgjast með borgar-
stjórnarfundum og segði frá
þeim. Mér þótti þetta reyndar
skemmtilegt og gekk inn í borg-
armál af lífi og sál. Svo fór að 1978
varð ég varaborgarfulltrúi í eina
vinstrimeiríhlutanum sem í
Reykjavík hefur myndast og
sömu stöðu hafði ég í minnihlut-
anum næsta kjörtímabil á eftir.
- Morgunblaðið hefur ekki
þreyst síðan á að fjasa um glund-
roðann mikla 1978-1982. Hvað
finnst þér?
Glundroðatalið er náttúrlega
eins og hver önnur grýla. Þarna
voru þrír ólíkir flokkar í sam-
starfí, þeir gerðu óneitanlega
ýmis mistök en það var ekki um
neinn sérstakan glundroða að
ræða. Það sem gerði samstarfið
erfiðara en það þurfti að vera
voru einstaklingar sem voru á
móti því frá upphafi. Undarlegt
reyndar hvað upp gat komið, það
þætti sjálfsagt hlægilegt núna, en
Alþýðubandalagið þurfti að berj-
ast hart fyrir því að setja upp
ljósastýrðar gangbrautir yfir fjöl-
famar götur - öðrum fannst að
ekki mætti hreyfa neitt við bflun-
um.
Við vorum róttækasti flokkur-
inn af þessum þremur og lang-
stærst út úr kosningunum með 5
borgarfulltrúa af 8 í meirihlutan-
um. Til að ná þessu samstarfi
saman urðum við að fórna þess-
um styrkleikamun, vera þriðji
partur af meirihlutanum, jafn
áhrifamikil eða -lítil og hinir
flokkamir tveir sem höfðu fengið
2 og 1 borgarfulltrúa í kosningun-
um. Þar vorum við að vissu leyti
búin að afsala okkur kosninga-
sigrinum og vonum sem við hann
vora bundnar, en það var engin
leið önnur fær til að sanna að það
er ekkert náttúmlögmál að íhald-
ið stjómi Reykjavík.
En þetta var gaman. Það
breyttist margt í Reykjavík undir
vinstristjóm og hefði breyst fleira
ef við hefðum ekki þurft að stríða
við feiknalegan áróðursmátt
Morgunblaðsins upp á hvern dag.
Glundroði var þetta ekki - en
auðvitað er fulltrúalýðræðið
seinvirkara en gerræði hins
„sterka manns“, m.ö.o. Davíðs.
En mér finnst það kostur. Þeir í
Framsókn og hjá íhaldinu em
einmitt núna að tala um að það sé
skelfilegt að þurfa kannski að
mynda þriggja flokka stjórn eftir
næstu kosningar í stað tveggja
flokka stjórnar. Nema hvað? Ef
þetta er niðurstaðan í kosningun-
um þá verður svo að vera. Og svo
er tími til þess kominn að glund-
roðakenningar færist yfir á Ihald-
ið sjálft.
Pólitík og konur
- Og núna - hvaða erindi finnst
þér þú helst eiga í pólitík núna?
Ég er blátt áfram að bjóða fram
mína krafta á nýjum starfsvett-
vangi. Ég hefi mest sinnt um-
hverfismálum og réttindamálum
kvenna, Kvennaathvarfi m.a. -
herstöðvamál og utanríkismál
eru líka mín mál. Hér er margt á
seyði sem ég vil vinna áfram að.
- Nú hefur ísland nokkra sér-
stöðu að því leyti að verulegur
hluti kvennahreyfingar kemur
inn í kosningabaráttu sem sér-
stakur aðili.
Já. Eins og við munum kom
Kvennalisti fyrst fram í borgar-
stjómarkosningunum 1982 vegna
þess, tel ég, að ekki hafði náðst sá
árangur í félagsmálum borgar-
innar sem vonir stóðu til. Og sú
6 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. apríl 1987