Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.04.1987, Blaðsíða 14
GL4STAN Póker uppá krónu Litið inn á/€skulýðsheimili Siglufjarðar Póker upp á krónupeninga í Æskulýðsheimili Siglufjarðar: Jóhann Helgi Steinarsson, Gísli Valsson, Magnús Jónsson og Sveinn Hjartarson: „Enginn orðið gjaldþrota ennþá.” Mynd: -hj „Ég er enginn stjóri hérna, - við vinnum allt í sameiningu og krakkarnir ráða mikið ferð- inni og því hvað þeir taka sér fyrir hendur," sagði Sigurður Friðriksson, forstöðumaður Æskulýðsheimilis Siglufjarð- ar í samtali við tíðindamann Glætunnar sem leit þar inn á dögunum. Æskulýðsheimilið á Siglufirði er eitt hið elsta á landinu og sýnir þó engin ellimerki, enda stöðug endurnýjun. Á síðasta ári komu líka ungmennin alls 8.211 sinnum sem hlýtur að vera dágott í tvö- þúsund manna bæ. Heimilið er opið þriðjudaga til laugardaga, en lokað sunnudag og mánudag. Starfsemin er tví- þætt; frá fjögur síðdegis til u.þ.b. sjö á kvöldin er húsið opið fyrir krakka allt að 13 ára aldri. Eftir kvöldverðartíma fjölmenna ung- lingar staðarins, flestir á aldrin- um 13-16 ára. Á virkum dögum er opið til hálfellefu og til mið- nættis um helgar. Skemmta sér sjálf Sigurður sagði að starfsemi væri frjálsleg, það væru engir klúbbar starfandi utan um ein- stök áhugamál, eins og tíðkast í félagsmiðstöðvunum í Reykja- vík. Krakkarnir gerðu það sem þá langaði til hverju sinni; spil- uðu, tefldu, færu í billjard eða borðtennis, eins gætu þau horft á myndband einu sinni í viku. Heimilið á líka sína eigin upp- tökuvél og er hún talsvert notuð. Þá eru og haldin diskótek og við og við sem eru mjög vel sótt. í tengslum við heimilið er starf- andi Æskulýðsfélag kirkjunnar og eru meðlimir í félagi milli 50 og 60. Á veturna eru fundir haldnir hálfsmánaðaralega og hefur sóknarpresturinn, sr. Vig- fús Þór Árnason yfirumsjón með starfinu. Unglingarnir sjá hins- vegar um dagskrána að miku leyti og sjá um skemmtiatriði. Kvöldið sem tíðindamann Glætunnar bar að garði voru flestir að spila billjard en fjórir Sigifirskir billjardmeistarar með forstöðumanni Æskulýðsheimilisins, Sigurði Friðrikssyni. Mynd -hj strákar sátu og spiluðu póker upp á krónupeninga. Þeir heita Jó- hann Helgi Steinarsson, Gísli Valsson, Magnús Jónsson og Sveinn Hjartarson. Þeir sögðu að þeir kæmu nokk- uð oft í æskulýðsheimilið, sem væri eini samkomustaður ung- linga á Siglufirði. Þeir sögðu að lítið væri um boð og bönn og krakkarnir væru ánægðir með staðinn - enda gátu þeir ekki bent á neitt sem betur mætti fara að þeirra mati. Hvað pókerinn varðaði sögðust þeir nú ekki vera for- fallnir fjárhættuspilarar enda hefði enginn orðið gjaldþrota ennþá! -*y- Af litlum Dennum og stórum Nú í vikunni var alvarlegur misskilningur leiðréttur: Finnur Ingólfsson er ekki yngsti Fram- sóknarmaðurinn á landinu eins og þjóðin hefur haldið síðan þessi geðþekki glókollur fór að láta að sér kveða. Þegar Finnur kom fram á sjónarsviðið lækkaði með- alaldur Framsóknarmanna til mikilla muna og Helgi Pétursson varð næstyngstur í flokknum. En það eru sem sagt til ennþá yngri Framsóknarmenn en Finnur sem er að vísu ekki nema 34 ára. Misskilningurinn kom semsagt upp á yfirborðið þegar því var slegið upp í Tímanum (málgagni Framsóknarmanna) að sigurveg- ararnir í spurningakeppni sjón- varpsins, lið Fjölbrautarskólans í Breiðholti, ætlaði að kjósa Guð- mund G. Þórarinsson í kosning- unum. Og FB-drengirnir eru hug- siónamenn upp á gamla móðinn. Ástæða þess að þeir ætla að kjósa Framsókn er nefnilega sú að þeir hétu flokknum atkvæðum sínum ef þeir ynnu. Og þeir unnu sem sagt og ætla að kjósa Framsókn. Þeir setja það ekki fyrir sig þótt einn úr liðinu sé gallharður stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins (flokks Þorsteins Páls- sonar) frá gamalli tíð. Framsóknarmönnum er hér með óskað til hamingju með liðs- aukann og strákunum úr FB til hamingju með nýja sálufélagið. Framsókn er líka á góðri leið með að útskrifast af þingi og verður því að finna sér nýtt hlutverk í tilverunni. Og það er sem sagt fundið. Flokkurinn setur upp áheita- stöð: Strandarkirkja verður bráðlega úr leik þegar menn fara að heita á Steingrím Hermanns- son til þess að fá betri laun, stöðuhækkanir og jafnvel húsn- æði. Áheitabanki Denna gæti út- vegað mönnum kvonfang jafnt sem nýja bfla, lækkað astma í köttum og sull í rollum. En þá er bara eitt vandamál óleyst. Ef menn vilja stuðla að því að blómin tali og lífið verði skemmtilegt er alveg bráðnauð- synlegt að útskrifa Framsókn af þingi. Og þess vegna verða menn eiginlega að lofa Denna ein- hverju öðru en atkvæðum sínum: úttekt í kaupfélaginu, grjónag- raut eða grænum baunum til dæmis. Þar með þarf þjóðin ekki að hafa samviskubit þótt forsætis- ráðherrann falli í kosningunum eins og allar líkur benda til. Hinn „mikilhæfi leiðtogi”, svo vitnað sé orðrétt í Tímann (málgagn Framsóknarmanna) getur snúið sér að bissness og líknarmálum og endar sjálfsagt uppi sem hei- lagur maður. Sankti Denni. Ég heiti því hér með að ef ég fæ fimm rétta í lottóinu nú um helg- ina þá fær Áheitastöð Denna helminginn. Fleiri Dennar En fleiri eru Dennar en stóri Denni og margir kallaðir en fáir útvaldir, því miður. Á dögunum kom til dæmis út fylgiblað með Tímanum (málgagni Framsókn- armanna) sem heitir Denni. Á forsíðunni er að vísu forljót mynd af Denna dæmalausa á leið úr skólanum. Fiestir vita að Denni dæmalausi er ekki stóri-Denni en þó er engin furða þó menn vilji rugla þessum heiðursmönnum saman. En Tíma-Denni er málgagn ungra Framsóknarmanna. Þeir eru sem sagt enn fleiri en ætlað var, ábyggilega hátt í tíu samtals (með Finni Ingólfssyni og Helga Péturssyni). Og málgagn ungra Framsókn- armanna er upp á átta síður og þær skiptast svona: Forsíðan - stór mynd af Denna; síða 2: Við- tal við Bítlavinafélagið, hirð- hljómsveit Framsóknar; síða 3: Virðist vera um kristinfræði og lánasjóðsmálið plús hálfsíðuaug- lýsing frá KEA; síða 4: Þar er bent á að Vestmannaeyjar séu enn á sínum stað og er það rétt- mæt ábending, samkvæmt heim- ildum mínum. Auk þess er hálf- síðuauglýsing um drykkinn Blöndu; síða 5: Frásögn af spurn- ingakeppni Denna um tónlist og í greininni kemur fram að keppnin heppnaðist frábærlega vel. Síðan er líka hálfsíðuauglýsing frá Út- vegsbankanum (ekki h/f); síða 6- 7: Þar eru „nokkrir framámenn framhaldsskólanna teknir tali” og rætt er við bankastjóra Sam- vinnubankans(l) sem átti 25 ára afmæli á dögunum (þ.e.a.s. bankinn). í viðtalinu kemur fram að nauðsynlegt sé fyrir ungt fólk að velja sér viðskiptabanka; síða 8: er lögð undir grein um lána- sjóðinn sem er ómerkt. Sem bet- ur fer er mynd af Finni Ingólfs- syni að halda ræðu. Honum mæltist vel að vanda; síða 9: Grein um eyðni og auglýsing frá Samvinnuskólanum á Bifröst og Kaffibrennslu Akureyrar; síða 10: Ungir Framsóknarmenn heimsækja nýja búð, Kaupstað og birta fallega og lifandi mynd af kjötborðinu; síða 11: Halla Einksdóttir hvetur ungt fólk til þess að greina kjarnann frá hism- inu og er það vel. Einnig er aug- lýsing frá Kaffibrennslu Akur- eyrar; síðal2: Auglýsing um ferð- ir Bítlavinafélagsins. Reynsluheimur litlu Dennanna Svo sem sjá má af þessari ítar- legu upptalningu er reynslu- heimur litlu Dennanna ótrúlega fjölskrúðugur og áhugamál þeirra ættu að vera æsku landsins til eftirbreytni. Og ekki er minna um vert að litlu Dennarnir hafa tileinkað sér af stakri trúmennsku æðstu list stóra Denna: Að segja allt um ekki neitt og ekkert um allt hitt. Það er ekki örgrannt um að hinir flokkarnir geti rennt öfund- araugum til framsækinnar kyn- slóðar ungra Framsóknarmanna. Eldmóðurinn og baráttuþrekið á sér greinilega engin takmörk. Það er vel til fundið að spjalla við bankastjóra Samvinnubankans í blaði fyrir ungt fólk og lýsir meira hugmyndaflugi en hjá meðal- mennum. Eins er með heimsókn- ina í Kaupgarð - hvílíkt leiftrandi hugarflug. - Aldrei hefði mér dottið það í hug! Það er líka vel til fundið að sleppa allri umræðu um húsnæð- ismál og kjaramál, enda hund- leiðinlegt og kemur ungu fólki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.