Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 2
FRETTIR P—SPURNINGIN^ Stundar þú verðsaman- burð á milli verslana og innan þeirra? Valgerður Kristjánsdóttir húsmóðir: Aldrei. Ég fer í þá verslun sem mér líkar best við. Ég kaupi frekar gott vörumerki, jafnvel þó að það sé nokkru dýrara, en önnur merki. Odýr- ari vörur eru oft lakari að gæðum en jær dýrari. Guðrún Bergmann húsmóðir: Ég reyni eftir fremsta megni að gera slíkan samanburð. En vitanlega þeytist maður ekki bæjarhlutanna á milli ef maður veit af ódýrari vöruteg- und en annarsstaðar. Ég versla yfir- leitt til heimilisins í stórmörkuðum, bæði vegna þess að þar er verðlagið til jafnaðar hagstæðast og vöruúrval- ið mest. Edda Símonar laganemi: Ég geri lítið af því - kannski alltof lítið. Vissulega er hægt að gera hag- kvæmari innkaup meö því að vera vel vakandi yfir vöruveröinu. Ég versla oftast í stórmörkuðum - líkar þaðbest. Páll Sveinsson vélfræðingur: Það er mjög misjafnt. Það fer eftir því hversu maður er kunnugur verð- laginu á hverjum tíma. Til þess að svona verðsamanburður komi fólki að einhverju gagni, þarf að upplýsa betur um verðlagið. Svavar Guðmundsson leigubifreiðastjóri: Lítilsháttar, þá sjaldan að ég versla inn fyrir heimilið. Ég kíki þó alltaf á verðlagið þegar ég versla. Ég les alltaf verðkannanir sem birtast, held að þær geti hjálpað fólki miki við að versla hagkvæmar inn. Stjórnarmyndun Kvennalisti í viðreisn Formlegar viðrœður Sjálfstœðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista ídag. Jón bjartsýnn. Porsteinn: verulegur ágreiningur, erfiðar viðrceður. HlutiKvennalistans vildi reynafjögurra flokkastjórn. Hissa á jákvœði Sjálfstæðisflokksins. Ráða málefnin eða „kikkið“? Idag klukkan hálftólf hefjast formlegar stjórnarmyndunar- viðræður Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Kvennalista. Eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna í gær skrifaði Þorsteinn Pálsson hinum þingflokkunum bréf um þetta og fékk jákvætt svar eftir hádegið. Þorsteinn sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann byggist við erfiðum viðræðum, verulegur á- greiningur væri milli aðila þótt engin ástæða væri til að mikla hann fyrir sér. Jón Baldvin er op- inberlega hinn bjartsýnasti um stjórnarmyndun uppúr þessum viðræðum. Formenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið í samfloti leynt og ljóst frá því fyrir kosningar og ætti stjórnarmynd- un ekki að stranda á ágreiningi þar á milii. Það er því Kvennalist- inn sem hér sker úr. Kristín Halldórsdóttir sagði við Þjóðviljann í gær að í könnun- arviðræðum undanfarið hefðu kvennalistakonur kynnt sín mál á opinskáan og afdráttarlausan hátt og lagt áherslu á að árangur yrði að nást í helstu málefnum Kvennalistans færi hann í ríkis- stjórn. „Við höfum gert þeim ljóst að við höfum engan áhuga á að skreyta ríkisstjórn með nær- veru okkar án þess að ná árang- ri,“ sagði Kristín. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur mætu þetta þannig að þeir vildu halda áfram, og undan því skoraðist Kvenna- listinn ekki „þótt við séum marg- ar nokkuð undrandi á vilja þess- ara flokka til samstarfs, ekki síst Sjálfstæðisflokksins, sem áður var talinn ólíklegasti samstarfs- aðilinn.“ Viðræðumenn Þjóðviljans úr hópi stjórnmálamanna voru í gær á ýmsu máli um líkurnar á því að þessi tilraun heppnaðist. Ýmsir telja afar langt á milli Sjálfstæðis- flokks og Kvennalista í helstu áherslumálum hins síðarnefnda: lögbinding eða önnur trygging þokkalegra lágmarkslauna, leng- ing fæðingarorlofs, stórátak í da- gvistun, stöðvun hernaðarfram- kvæmda, kjarnavopnalaus Norð- urlönd. Aðrir telja að stjórnin geti hæglega orðið til. Bent er á að Þorsteinn sé nánast knúinn til stjórnarmyndunar, ekki síst eftir útspil Alberts í vikunni, og bolla- leggingar ganga ekki síður útá að þótt Kvennalistinn setji fram miklar kröfur vanti hann í raun- inni viðspyrnu í samningum næstu daga, mál sem séu svo skýr að ráði úrslitum milli slita eða framhalds, - Kvennalistinn eigi því á hættu að verða „málaður útí horn“ og lenda í stjórninni knú- inn af gangi viðræðna. Enn er bent á að fyrir hendi sé almenn krafa á Kvennalistann um stjórn- arþátttöku, og sú stjórn sem nú er rætt um sé söguleg: „Láta þær málefnin ráða eða kikkið?“ spurði einn viðmælanda Þjóðvilj- ans, „þær segja málefnin, en það gæti að lokum orðið kikkið.“ Þá er talið auka vilja til ADV- stjórnar að stjórnarandstaðan yrði afar ósamstæð og ekki líkleg til að verða stjórninni mikið áhyggjuefni: vinstriflokkur, mið- flokkur og hægriflokkur. Ljóst er að ýmsar í forystuhópi Kvennalistans vildu láta reyna á fjögurra flokka stjórn með A- flokkunum og Framsókn áður en tekið yrði tilboði Þorsteins. „Það er rétt, nokkrum okkar fannst það betri kostur“ sagði Kristín Halldórsdóttir í gær. Viðbrögð sjálfstæðismanna og alþýðu- Þingvellir Túrístavertíðin haffin Sr. Heimir Steinssonþjóðgarðsvörður: Ekki leyft að tjalda enn. Gróðurmjög viðkvœmur. Mikið um hópa. Sögufélag Kjalarness á Þingvöll á laugardag Þjónustumiðstöðin á Þing- völlum hefur verið opin unda- nfarnar þrjár helgar og hótelið undanfarnar 2 vikur en búast má við að ekki verði hægt að leyfa tjöld og hjólhýsi fyrr en 9. júní þar sem gróður er ákaflega við- kvæmur og verður að fá færi á að braggast,“ sagði sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum f gær. Heimir sagði að í blíðviðrinu í vetur hefði verið óvenju mikil umferð um þjóðgarðinn og margt fólks, sérstaklega um helgar í gönguferðum um svæðið. Miklar annir eru hjá þjóðgarðsverði þessa dagana. Skólum er að ljúka og hópar nemenda víða af landinu koma við á Þingvöllum en auk þeirra er mikil umferð flokksmanna hefðu hinsvegar verið það jákvæð að rétt hefði þótt að ganga þar til frekara sam- starfs. Fjögurra flokka kostur hefði þó verið kannaður á fund- um með alþýðubandalagsmönn- um og framsóknarmönnum í fyrradag en áhugi ekki talinn nægur til að neita boði Þorsteins. Formaður Alþýðubandalagsins hefur áður lýst vilja til að reyna slíkt, og liggur því beint við að Framsókn hafi lagst gegn. Fari viðræðurnar sem hefjast í dag útum þúfur er þó sennilegast að slík stjórn verði reynd, þarsem atburðir síðustu daga hafa í bili útilokað DSB-stjórn, og sam- stjórn núverandi stjórnarflokka og Alþýðuflokks er mun fjar- lægari en áður. „Stemmning fyrir slíkri stjórn fer dvínandi,“ sagði framsóknarforingi við Þjóðvilj- ann í gær, “eftir að þeir hafa gert allt sem þeir geta til að halda okk- ur utanvið." Enginn treystir sér til að spá um hvað þær viðræður standa lengi sem í dag hefjast, en þó er talið að innan viku ætti að vera komið í ljós hvort stjórnin kemst á laggirnar eða ekki. -m smærri og stærri hópa innlendra og erlendra ferðamanna. Á laugardaginn efnir Sögufélag Kjalarnesþings til söguferðar til Þingvalla og verður lagt af stað kl. 13 frá Hlégarði í Mosfells- sveit. Gengnar verða ótroðnar slóðir og rekur leiðsögumaðurinn Pétur J. Jóhannsson sögu Þing- valla, jarðsögu og náttúrufar. -sá. Vertíðarábót Hrata undir Jökli Sunnlenskur vertíðarfiskur, ekki grœnlenskir gestir Þetta er venjulegur sunnlensk- ur vertíðarfiskur, 6-7 ára gamall og búinn að hrygna,“ segir Sigfús A. Schopka fiskifræðingur um hrotuna undir Jökli. Meðal manna suður með sjó hafa verið uppi getgátur um það hvort þorskurinn sem allt í einu kom í net báta frá Grindavík í byrjun vikunnar undir Jökli sé frá Grænlandi eða ekki. En nú er ljóst að svo er ekki. Að sögn Sigurðar Rúnars Steingrímssonar á hafnarvigtinni í Grindavíkurhöfn hefur þessi hrota sem kom í netin í byrjun vikunnar verið ágætis búbót fyrir plássið eftir frekar rýra vertíð, svo ekki sé tekið dýpra í árina. Sagði Sigurður að margir af minni bátunum væru hættir en stóru bátarnir væru enn að, enda flestir sem eiga eitthvað eftir af þorskkvóta sínum. Aflinn sem kom á land í Grindavík var þetta frá 38 tonnum á bát og niður í 16-13 tonn eftir róðurinn. Slíkar tonnatölur voru sjáldséðar á sjál- fri vertíðinni. grh Föstudagur 22. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.