Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Að ganga í Alþýðubandalagið
- eða ekki
Samtök Vinstrisósíalista héldu
fund 16. maí sl. þarsem menn
veltu fyrir sér hvort rétt væri að
ganga til liðs við Alþýðubanda-
lagið. Eftirfarandi er byggt á
framsögu er undirrituð hélt á
fundinum.
Þegar við stofnuðum samtök
Vinstrisósíalista var það vegna
þess að pólitísk skipulagning er
nauðsynleg til þess að reyna að
koma fram þeim þjóðfélagslegu
breytingum sem við berjumst
fyrir.
Vinstrisósíalistar hafa ekki enn
orðið að þeim valkosti sem við
vonum að samtökin geti orðið
fyrir sósíalíska baráttu.
Það er ein ástæða þess að nú
hafa enn á ný skotið upp kollin-
um hugmyndir um að ganga inn í
Alþýðubandalagið og starfa þar.
Önnur ástæða er sú að það er
vissulega ömurlegt að kjósa ein-
hvern stjórnmálaflokk æ ofan í æ
- þótt útúr neyð sé - án þess að
reyna að hafa áhrif á stefnu
flokksins.
í þriðja lagi veldur kosninga-
ósigur flokksins nokkru að þessi
hugmynd vaknar einmitt núna og
mönnum finnst tækifæri til að
nudda salti í sár ófara stéttasam-
vinnustefnunnar.
Alþýðubandalagið hefur frá
upphafi gengið að vinstri-
mönnum vísum. Það vísum að
forystuliðið hefur löngum gefið
öllum sósíalistum og kommum
langt nef og sagt: Þið hafið engan
annan valkost, auðvitað kjósiði
Alþýðubandalagið. Framboð
Fylkingarinnar og maóista á sín-
umtíma olli engri skelfingu innan
flokksins.
Forystuliðið hefur ekki þurft
að taka neitt tillit til sjónarmiða
okkar sem höfum staðið til vinstri
í pólitíkinni. Eina sem hefur skipt
máli eru atkvæðin og þau hafa
skilað sér í kosningunum. Uppúr
kjörkössunum hefur styrkurinn
komið, annan styrk hefur flokk-
urinn ekki metið.
En nú er öldin önnur. Nú segir
allt í einu til sín að Alþýðubanda-
lagið hefur ekki staðið sig sem
róttækur verkalýðsflokkur, ekki
einu sinni sem heiðarlegur um-
bótaflokkur.
Starf innan verkalýðshreyfing-
arinnar er í molum og hefur eins
og annars staðar einskorðast við
starf forystumanna sem eru orðn-
ir hemill á alla baráttu innan
hreyfingarinnar, og illa þokkaðir
eftir því.
Félagslegum baráttumálum
hefur lítið verið sinnt af flokkn-
um og stundum hefur inanni
fundist starfið renna í farvegi
Birna Þórðardóttir skrifar
„Það er ekkert skipulagt andstöðuafl innan
Alþýðubandalagsins. Þar er enginn hópur
sem virðistfœr um að takaforystufyrir
stefnulegri umbreytinguflokksins. Þarer
enginn hópursem virðistfœr um aðfá
flokkinn til að sinnaþeim málefnum sem
brýnust eru, þ.e.a.s. róttœku verkalýðsstarfi,
andheimsvaldastarfi og baráttufyrir
félagslegum réttindum. “
hefðarinnar sem ekkert gefur og
ekkert vísar framá við.
Eina reynsla mín af starfi innan
Alþýðubandalagsin er frá árinu
1969-’70. Þá reyndum við nokkrir
Fylkingarfélagar að starfa innan
Reykjavíkurdeildarinnar og
fylktum ma. liði á aðalfund með
tillögur og ýmsar hugmyndir um
nauðsynlegt starf að þeim mála-
flokkum sem við töldum brýn-
asta.
Það voru höfð snör handtök og
allar okkar tillögur fengu Dags-
brúnarafgreiðslu - var öllum vís-
að til stjórnar á einu bretti. Síðan
var ekki haldinn fundur hátt á
annað ár, og í og með framboði
Fylkingarinnar 1974 hurfu ég og
fleiri af spjaldskrá.
Eftir þetta reyndi ég einu sinni
og ganga í Alþýðubandalagið en
var þá hafnað af einhverju
flokksapparatinu. Ég get því
ómögulega sagt að mér svelli
hugur í brjósti að leita til Alþýðu-
bandalagsins eftir starfsvett-
vangi.
En skoðum möguleikana for-
dómalaust.
Ætlum við að ná flokksappar-
atinu og nota, er það megintil-
gangur með inngöngu? Er eftir
einhverju að slægjast í þessu
flokksapparati? Þótt spjaldskrá
sé notadrjúg getur hún líka leitt
menn á villigötur og látið
gleymast að sósíalísk barátta er
barátta lifandi fólks, en ekki
nafnnúmera.
Varnarkerfi flokksins er býsna
sterkt og ekki svo auðvelt að
komast þar í gegn. Það sást t.d.
þegar verkalýðsmálaráð var yfir-
tekið, þá var ákvarðanatektin
flutt til, þannig að hún héldist
eftir sem áður í höndum sömu,
gömlu gæjanna.
Ætla menn sér kannski að fara
að makka út og suður: Ef þú gef-
ur okkur tækifæri hér, þá styðjum
við þig þar osfrv. Það mun ekki
verða okkur til góðs, einfaldlega
vegna þess að þær starfsaðferðir
sem við veljum hafa áhrif á út-
komuna úr starfinu, þess vegna
skiptir máli hvaða leiðir við velj-
um til að ná settu marki.
Hvað mælir
með inngöngu?
Oft höfum við heyrt: Innan
Alþýðubandalagsins næst til
fólks sem við náum ekki til ann-
ars staðar. Það er rétt að innan
flokksins er að finna heiðarlega
og góða sósíalista og verkalýðs-
sinna sem akkur væri að starfa
með.
En hvar er hægt að ná til þessa
fólks innan flokksins? Er það á
félagsfundum, sem eru fáir og
valdalitlir ef ekki valdalausir?
Félagi minn einn sagðist
stunda félagsvistina hjá Alþýðu-
bandalaginu, það væri eini vett-
vangurinn til að ná í óbreytta al-
þýðufélaga flokksins. Ekki þurf-
um við að vera í flokknum til að
spila.
Býður Alþýðubandalagið upp-
á skipulagningu starfs innan
verkalýðshreyfingarinnar?
Innan verkalýðsmálaráðs ætti
að geta farið fram mikilvæg um-
ræða, en þar hefur tekist býsna
vel að kæfa andstöðuraddir.
Skemmst er að minnast Bjarn-
fríðar, Dagbjartar, Möggu Pálu
og Stellu sem hröktust þaðan út.
Eins og verkalýðsmálaráð er
skipað get ég ekki séð annað en
starf þar fælist í að sitja og reyna
að ræða við þá Ásmund, Þröst og
fylgifiska - ég sagði viljandi reyna
því ég veit mæta vel, að okkur
sem störfum í Samtökum kvenna
á vinnumarkaði myndu þessir
menn aldrei svara. Ekki finnst
mér fýsilegur kostur að eyða
kröftunum í slíkt karp, ég hef
margt annað við lífsorkuna að
gera.
Það er líka möguleiki að við
náum betur til ýmissa baráttu-
manna innan verkalýðshreyfing-
arinnar með því að vera fyrir utan
Alþýðubandalagið ekki síst eins
og málum er háttað nú. Einfald-
lega vegna þess að starf innan Al-
þýðubandalagsins getur gert okk-
ur óáreiðanleg í augum margra
baráttusinna.
Hvaða kraftar
eru innan
Alþýðubandalagsins?
Einkennandi fyrir flokkinn eru
framsöguræður frá félagsfundi
Reykjavíkurdeildarinnar sem
birtust í Þjóðviljanum 13. og 14.
maí. Að vísu voru þær misjafnar
- sumar forystuhollar - aðrar
ekki. En öllum var sammerkt að
ekki var boðið upp á neinn val-
kost.
Hjörleifur Guttormsson velti
líka fyrir sér niðurstöðum kosn-
inganna, en bauð ekki uppá
neinar úrbætur.
Málið er að það er ekkert
skipulagt andstöðuafl innan Al-
þýðubandalagsins. Þar er enginn
hópur sem virðist fær um að taka
forystu fyrir stefnulegri um-
breytingu flokksins. Þar er eng-
inn hópur sem virðist fær um að
fá flokkinn til að sinna þeim mál-
um sem eru brýnust, þ.e.a.s. rót-
tæku verkalýðsstarfi, and-
heimsvaldastarfi og baráttu fyrir
félagslegum réttindum.
Er það verkefni okkar vinstri-
sósíalista að taka forystu fyrir
slíkri stefnubreytingu innan Al-
þýðubandalagsins? Svarið hlýtur
að vera já, ef við ætlum okkur
þangað inn. Þá er spurning for-
ystu fyrir hverju og hverjum? Eru
óánægðir flokksfélagar reiðu-
búnir að ganga til samstarfs við
okkur? Það er ég alls ekki viss
um.
Glamorauglýsingar á einstak-
lingum vekja t.d. ekki fjöldabar-
áttu gegn her og Nató.
t Hvað mælir
, á móti inngöngu?
Innan Alþýðubandalagsins
he&ir viðgengist starfsstíll sem er
mannskemmandi og fælir marga
frá starfi. Þar á ég við makkið og
persónuníðið. Væri hægt að kom-
áSt hjá að taka þátt í því við
inrtgöngu í flokkinn?
Tækjum við þátt í makkinu,
værum við um leið farin að styðja
eiaií aiakkarann gegn öðrum - og
hvár-iend^ði það? Það er að
minnsta kosti ekkert sem ég vil
taka þátt í.
Innganga í Alþýðubandalagið
getur líka þýtt að öllum kröftum
verði eytt í innanflokkskarp sem
engu skilar útá við - en gerir okk-
ur endanlega pólitískt geld.
Þegar við værum komin í
flokkinn, færum við trúlega að
taka ábyrgð á stefnu hans útá við,
enda erum við ekki geðklofar
upp til hópa, það þýðir að menn
færu að verja alls konar vitleysu
af flokkslegri tryggð, enginn væri
bættari með því og allra síst
verkalýðshreyfingin.
Eins getur mörgum orðið erfitt
að segja sig úr flokki þegar inn er
komið. Ég sé fyrir mér að félagar
gætu hangið þar af tómri trú-
mennsku, þrátt fyrir augljóst til-
gangsleysi fyrir sósíalíska bar-
áttu.
Niðurstaða
Innganga í Alþýðubandalagið
er ekkert sem hægt er að ana að.
Það er ekki fýsilegur valkostur í
dag. Eins vil ég fá að sjá hvort
einhver þar innan eru tilbúin í
pólitískt uppgjör.
Fleiri spurningar eru á sveimi:
Ætla allaballar og kratar að slá
saman í bandalag eða stjórn með
íhaldinu? Við slíkar kringum-
stæður er innganga í Alþýðu-
bandalagið fráleit.
Verði Alþýðubandalagið utan
stjórnar næsta kjörtímabil horfa
málin eilítið öðruvísi við.
Við getum allra hluta vegna
beðið róleg til haustsins og séð
hverju fram vindur í sumar.
Birna Þórðardóttir
er félagi í Samtökum
kvenna á vinnumarkaði
Athugasemdir úr Ólafsvík
Þegar fólk kýs ákveðinn
stjórnmálaflokk, er það vegna
þess að fólkið telur markmið og
stefnu þess flokks líklegasta til að
tryggja hagsmuni þess. En þegar
þetta sama fólk ákveður að
hætta að kjósa sinn flokk þá
hljóta ýmsar spurningar að
vakna og beinast að því hverjar
séu ástæðurnar fyrir fylgistapinu.
Helstu ástæðurnar fyrir af-
hroði Alþýðubandalagsins í
kosningunum 25. apríl s.l. teljum
við vera þessar:
1. Tvískinnungsháttur og lin-
kind í verkalýðsmálum.
Dæmi 1: Tengsl Alþýðubanda-
lagsins við hina svokölluðu
verkalýðsforystu, þ.e.a.s. forystu
A.S.Í., á þar einna stærstan þátt.
Fólk skynjar helstu forkólfa
A.S.Í. sem samansafn smákónga
sem séu óaðskiljanlegur hluti af
samtryggingarkerfi valdsins í
þjóðfélaginu. Margt í orðum og
athöfnum þessara smákónga, s.s.
blómaburður í íhaldsráðherra og
fjandskapur í garð fólks, sem þeir
kalla „menntamenn", að við-
bættum ólýðræðislegum starfsað-
ferðum innan A.S.I. hefur mis-
boðið mjög mörgu vinstrisinnuðu
fólki.
Dæmi 2: Þingmenn og aðrir
ráðamenn Alþýðubandalagsins
hafa s.l. 4 ár, með réttu, fjasað
um stórfelldar kjaraskerðingar
íhalds og framsóknar, lágt kaup
og fátækt, misrétti og um fjár-
magnseigendur sem öllu ráða.
En, þessir sömu þingmenn, að
Guðrúnu Helgadóttur undanskil-
inni, greiddu svo á Alþingi at-
kvæði með ríkjandi láglaunast-
efnu og gerðust þar með aðilar að
hinni alræmdu þjóðarsátt. Stuttu
síðar fara svo þessir sömu menn
út í kosningabaráttu og upphefja
þá aftur raust sína um lágu
launin, kjaraskerðingar, misrétti
og allt það er áður var talið. Dett-
ur einhverjum í hug að svona
hegðun sé líkleg til að vekja
traust fólksins í landinu? Auk
þess hefur þessi tvískinnungur ýtt
undir innanflokksátök í flokkn-
um og vera Ásmundar Stefáns-
sonar forseta A.S.Í í 3. sæti á
framboðslista flokksins í Reykja-
vík virkaði sem staðfesting á
þessum tvískinnungshætti.
2. Þátttakan í ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen hefur verið
flokknum fjötur um fót allt frá
því sú stjórn lagði upp laupana og
virðist ekki ganga allt of vel að
kveða niður verðbólgudrauginn
sem hefur elt Alþýðubandalagið
æ síðan.
3. Slöpp stjórnarandstaða
þingflokks Álþýðubandalagsins á
síðasta kjörtímabili. Það taka ef-
laust ekki allir undir þessa full-
yrðingu, en þetta er nú einu sinni
skoðun almennra kjósenda,
hvort sem mönnum líkar betur
eða ver, og á kjördag ræður þessi
almenningur.
4. Fólki hefur fundist mál-
flutningur Alþýðubandalagsins á
Föstudagur 22. mai 1987 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 5