Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Linnum smáfiskadrápinu Sjávarútvegur er undirstaða blómstrandi mannlífs á íslandi og vitaskuld er það í þjóðar- hag að hann dafni sem best. Eftir nokkurra ára erfiðleikaskeið í greininni birti til á síðasta ári svo um munaði, þegarsannkallað góðæri ríkti. Flest bendir til að yfirstandandi ár kunni að reynast jafnvel enn betra. Þannig er (3að mat Þjóðhagsstofnunar miðað við rekstrarstöðuna í byrjun þessa mánaðar að hagnaður af botnfiskveiðunum sé nú 8-9 pró- sent af tekjum, sem er þriðjungi til helmingi meira en í fyrra. Ágóðinn af botnfiskvinnslunni er þó öllu meiri, eða 9-10 prósent af tekjum, sem er allt að fjórðungs aukning frá fyrra ári. Rekstrarútlit í sjávarútvegi er því harla gott. Fyrir þjóðina alla er það vissulega fagnaðarefni. Ýmsar blikur eru þó á lofti í þessari mikilvægu grein. Margt bendir til að nýting þorskstofnsins hafi á undanförnum árum verið heldur óskyn- samleg. Sóknin í þessa takmörkuðu auðlind hefur verið í þyngsta lagi - ef til vill of þung. Þetta sést ótvírætt þegar aflatölur eru skoð- aðar og bornar saman við það sem fiskifræðing- ar töldu að þorskstofninn bæri. Árið 1984 og 1985 lögðu sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar til, að leyft yrði að veiða 200 þúsund lestir af þorski hvort árið um sig. í fyrra átti svo að heimila veiðar á 300 þúsund lestum. Lokaniðurstaða veiðanna varð hins vegar allt önnur. Með sérstökum leyfum sjávarútvegsráð- herra fór þorskafli síðustu þriggja ára nefnilega alls 270 þúsund lestir framúr tillögum fiskifræð- inga. Þetta er hættuleg þróun, svo ekki sé meira sagt. Sjórinn hefur einungis takmarkaða fram- leiðslugetu og menn verða því að blanda hæfi- legri forsjá við hefðbundið sóknarkapp ís- lenskra fiskimanna. Hér þarf að fara með stakri gát og hlusta grannt á það sem okkar ágætu fiskifræðingar hafa að segja. Þeir tala af mikilli þekkingu og reynslu. Svo vill til að þorskárgangarnir frá 1983 og 1984 eru mjög góðir og að öðru jöfnu mætti gera ráð fyrir, að innan tíðar myndu þeir standa undir góðum aflabrögðum. En einnig hér eru blikur á lofti. Við erum farin að stunda umfangsmikið smáfiskadráp, sem getur sett svart strik í reikning þessara annars sterku stofna. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar, lýsti yfir við Þjóðviljann fyrir skömmu að engar líkur væru á því að við feng- jum aftur stóra vertíðarfiskinn, sem forðum var uppistaðan í vertíðaraflanum, nema smáfiska- drápinu linnti. Gott dæmi um kóðaveiðina er einmitt að finna í skýrslu Fiskifélags íslands um þyngdardreif- ingu fiskafla á síðasta ári. Þar kemur í Ijós að í október og nóvember á síðasta ári náði meðal- þyngdin á slægðum þorski sem lenti í fyrsta flokki ekki tveimur kílóum! Skúli Alexandersson, þingmaður Vestlend- inga, hefur manna mest vakið athygli á þessari ósvinnu. í grein sem hann skrifaði fyrir skömmu bendir hann einmitt á, að fjóra síðustu mánuði nýliðins árs hafi meðalþyngd á þorskafla togar- anna verið um og innan við 2 kíló. En hann bendir líka á, að á einum mánuði hækkar meðalþyngdin um fjórðung, úr 2 í 2,5 kíló. í framhaldi af því spyr alþingismaðurinn: „Hvað þá ef skrefið væri stigið svolítið stærra- þorskinum gefið tækifæri til að vaxa í þriggja kílóa þunga eða meira? Fyrir útgerð yrði verð- mæti þess afla mun meira og fyrir fiskvinnslu myndi vinnast margt með hraðari vinnslu, betri nýtingu og mikið betri framleiðsluvöru11. Þetta er auðvitað hárrétt athugun. Það ein- faldlega margborgar sig að linna kóðadrápinu, láta fiskinn stækka meira og skila miklu meiri verðmætum. Með stjórnun sem stuðlar að því væri hægt að auka afla mun meira, og jafnframt þau verðmæti sem úr honum má vinna. Það er ekki nóg að rekstrarstaða veiða og | vinnslu sé ágæt um þessar mundir. Við þurfum líka að haga veiðunum þannig að hámarksaf- rakstur náist. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Sumarþreyta í blööum Hvað sem líður síbyljufréttum um gagnkvæmar hleranir, kann- anir og þreifingar stjórnmálafor- ingja vegna stjórnarmyndunar er að færast sumarþreyta yfir fjöl- miðla. En svo nefnum við hér þær hremmingar, að fjölmiðlafólk finnur fátt að skrifa um og fer jafnvel í undirdjúpum vitundar- innar að efast um að það hafi ein- hverju hlutverki að gegna í tilve- runni. Þessi kreppa brýst svo fram með ýmsu móti. Og þá einna helst með því að það er enn frek- legar en áður undir hæl geðþótt- ans lagt, hvað verður stórt gert og hvað smátt í fjölmiðlum. Listin að hrífast Til dæmis mátti sjá í DV fyrir helgi heilsíðu skýrslu um matar- hús eitt í Lundúnum sem hafði upp á amríska kjúklinga að bjóða og merka hamborgara, en einnig þungarokk sem hvern mann mátti æra. Frásögnin var fram borin af aðdáunarverðri ná- kvæmni í lýsingum á innrétting- um, gardínum, lömpum og fram- reiðslukonum, sem og rómantí- skri sælu yfir því, að vertshúsið var um leið rokkminjasafn, sem sýndi á veggjum ekta gullplötur með Bítlum og Levigallabuxur af David Bowie (ef ég man rétt, blaðið er týnt) og svo stutterma- bol af öðrum frægðarmanni. Og verður svosem ekki margt fleira um þessa skýrslu sagt annað en að hún minnir á að í dösuðum heimi er þrátt fyrir allt enn til hæfileikinn til að fræðast og hríf- ast af hjartans lyst. Lyktarleiðari Tímans Sumarþreytan sem fyrr var nefnd brýst líka út í feiknalega þrútnum hæfileika tii að móðgast yfir litlu. Um það mátti sjá fróð- legt dæmi í Tímanum í gær. Rit- stjórinn hafði rekið augun í það, að í lýsingu blaðamanns frá Þjóð- viljanum á miðstjórnarfundi Al- þýðubandalagsins sem haldinn var á Varmalandi, var sagt að af tillögu sem fram kom um tiltekna tegund fjögurra flokka stjórnar hefði verið viss „taðlykt" þar sem samþykkt hennar „hefði verið ávísun á stjórn með Framsókn". Og af því ritstjórinn hefur ekki öðru merkara að sinna þá rýkur- hann upp eins og stormur í glasi og skrifar leiðara um að Alþýðu- bandalagsmenn séu farnir að flokka stéttir landsins eftir !ykt." Þeir finni taðlykt af bændum og fisklykt af sjómönnum og svita- Iykt af öðru vinnandi fólki. Fyrr en varir hefur stráksleg samlíking eins blaðamanns getið af sér þetta stórfenglega ályktunar- skrýmsli hér í leiðara Tímans: „Alþýðubandalagið hefur hingað til hrósað sér af að vera flokkur hinna vinnandi stétta, en nú er svo komið að þeir fyrirlíta erfiðisfólkið í landinu og finna af því vonda lykt.“ Það er ekki lengi verið að gifta hana Möngu. Þessi indæla sumaruppákoma minnir Klippara reyndar á gamla rússneska sögu um pilt og stúlku sem sinnaðist eitthvað og hann segir við hana: Þetta er nú ekki rétt hjá þér. Jæja, sagði hún, ekki rétt hjá mér? Þú segir mig þá ljúga, þú segir að ég sé hraðlygin, að ég gjammi bara út í loftið, gelti eins og hundur. Mamma, hann kall- aði mig tík! Kosningalykt En bíðum nú við, ekki er allt blóðið úr lyktarkúnni enn. í lok greinarinnar vendir leiðarahöf- undur sínu kvæði í kross í þeirri einkennilegu blöndu af hársárri sjálfsvorkunnsemi og sjálfum- gleði, sem svo mjög setur svip á ritstjórnarsíður Tímans. Hann segir sem svo: „Vera má að af Framsóknar- flokknum sé það sem alþýðu- bandalagsmenn kalla taðlykt og þeir um það. Alla vega er það ekki lykt sem framsóknarmenn skammast sín fyrir frekar en lykt sem yfirlleitt fylgir störfum strit- andi alþýðu þessa lands. Vera má einnig að það hafi einmitt verið stærsta ástæða þess mikla trausts sem Framsóknarflokknum var sýnt í nýafstöðnum kosningum.“ Þetta fór sem sagt betur en á horfðist. Það er taðlykt af Fram- sóknarmönnum og það er góð lykt og boðar kosningasigra en gikkir í Alþýuðbandalagi, lyktar- lausir með öllu, mega snapa gams. Lykt er góð Við höfum satt að segja ekki lesið jafn dramatísk skrif og þessi um lykt síðan flett var metsölu- skáldsögu eftir Susskind nokk- urn, sem heitir „Ilmvatnið". Henni lýkur á því að mesti lykt- armeistari heims hefur úðað á sig svo himneskum ilmi, að þegar hann kemur til Parísar í hinn leiða stórborgarfnyk, þá fyllast þeir sem lyktina finna ofurást á gestinum - svo heitri ást reyndar, að þeir ráðast á hann og éta upp til agna. En það er önnur saga og kemur vonandi ekki neitt við Framsókn- arflokknum. En áður en skilist er við þetta merka þema skal það tekið skýrt fram, að íslenskir sósíalistar hafa fyrr og síðar verið miklir lyktar- vinir. Þeir hafa manna mest mært slorlykt og taðlykt og töðulykt, þeir hafa fundið lýríska þáttinn í smurolíulykt hinna vélvæddu stétta landsins, þeir hafa meira að segja verið einum of veikir fyrir áfengisþef, margir hverjir. Og þeir hafa eins og aðrir þjóðlegir menn haft miklar mætur á kaffi- lykt, hvort sem SÍS frændi ber ábyrgð á henni eða einhverjir aðrir hugmyndaríkir faktúrus- krifarar. áb þJOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Ðlaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÖlafurGíslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson.Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hiidur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garöar Sigvaldason. Framfcvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif stof uatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngaatjórl: Sigrfður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarala: Katrín Anna Lund, SigrfðurKristjánsdóttir. Húamóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjórl: Hörður Oddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Ipnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reyfcjavfk, sfml 681333. Auglýslngar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausaaölu: 55 kr. Helgarblðð: 60 kr. Áakrlftarverð á mánuðl: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.