Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 8
HEIMUR Við undirbjuggum breytingamar segja þeir sem stjórna tímaritinu Novy mír Það er engu líkara, sagði ein vinkona mín, en að með Gorbatsjof hafi Rússland loks- ins eignast góðan keisara. Þú snýrð þértil hans og hann villt allt fyrir þig gera. Aðrir segja: Vitanlega skiptir það miklu máli hvað flokksleiðtoginn segirog gerir. En breytingarnar, glasnost og perest- rojka, urðu til úr nokkru efni. Meðal annars úr verkum þeirra sovéskra rithöfunda sem mestrar virðingar njóta. Sergei Zaligin, nýr ritstjóri Novy mir : um áramót prentum við Doktor Zhivago. Moskvu- dagbók eftirÁrna Bergmann FIMMTA GREIN Þessa kenningu fæ ég vitanlega að heyra þegar ég heimsæki rit- stjórn virtasta bókmenntatíma- rits landsins, Novy mír, sem hef- ur búið um sig á nokkrum hó- gværum skrifstofum við Púsjkíntorg. Þar hitti ég fyrst fyrir Sergei Zaligin, nýskipaðan ritstjóra, sem lét vel af því hvað tímaritinu hefði gengið vel að undanförnu. Það kom áður út í um 150 þúsund eintökum og fengu færri en vildu að gerast áskrifendur - nú hefur þeim tak- mörkunum verið aflétt og kemur þetta stóra og mikla bókmennta- rit nú út í hálfri miljón eintaka. Verst þótti Zaligin að fá ekki meira frelsi en hann nú hefur til að nota auknar tekjur tímaritsins til að efla það og bæta hag starfs- mannanna. Pasternak og Solzhenytsin Sovésk bókmenntatímarit koma út á mánuði hverjum, all- stórar bækur í hvert skipti, og það er algengt að í þeim birtist smærri og stærri skáldsögur í heilu lagi, stundum sem framhaldssögur. Til dæmis var það í Novy mír að Alexandr Solzhenitsyn kvaddi sér hljóðs árið 1961 með Dagur í lífi ívands Denisovitsj, fyrstu fangabúðaskáldsögunni sem sá dagsins Ijós. Þetta var á dögum Alexanders Tvardovskís skálds og ritstjóra, sem gerði sitt besta á næstu árum til að halda áfram að birta verk Solzhenitsyns og ann- arra sem sættu vaxandi ritskoð- unarhneigðum eftir fall Khrúsj- ofs. Ég spurði Zaligin einmitt að því, hvort það væri rétt eftir hon- um haft í erlendum blöðum, að innan tíðar færi hann aftur að birta verk Solzhenytsins. Nei það er rangt, ég hefði aldrei getað sagt það. Solzhenyts- in býr erlendis og við fengjum ekki birtingarrétt á verkum hans nema fyrir gjaldeyri og í Novy mír höfum við því miður engan gjaldeyri, það eru aðrir sem ráð- stafa honum. En við erum að prenta verk sem áður gátu ekki komið fyrir almenningssjónir hér. Núna í sjötta hefti tímaritsins verður skáldsaga eftir Platonof, Gryfjan, mjög grimm bók um ýmislegt sem gerðist þegar sam- yrkjubúskap var á komið. Og í byrjun næsta árs byrjum við að prenta Doktor Zhivago eftir Bor- is Pasternak (Innskot - þeirri skáldsögu hafnaði ritstjórn Novy mír árið 1957 eða 1958 á þeirri for- sendu að hún lýsti rússnesku bylt- ingunni fyrst og fremst sem tor- tímingarafli). Þegar við nú prentum þessi verk, sagði Zaligin, sem hafa áður komið út á Vesturiöndum, þá er það líka vegna þess að við höfum undir höndum betri og ít- arlegri handrit en lögð eru til grundvallar erlendum útgáfum, við höfum ýmisleg tilbrigði við textann. Ég minnti Zaligin á það að fyrir mörgum árum kom hann til Is- lands á vegum MÍR og eitt kvöld sátum við Sigurður A. Magnús- son á tali við hann og rifumst við hann um mál Solzhenytsins. Eigi mundi hinn nýji ritstjóri Novy mír það svo gjörla, en hitt mundi hann vel, að Island væri sérstæð- asta land undir sólunni. Héldum okkar striki Lengur spjallaði ég svo við að- stoðarritstjórann Vidrjashu, og hann hóf mál sitt einmitt á ræðu um það hvernig bókmenntamenn og þá sérstaklega Novy mír hefðu undirbúið breytingarnar, glas- nost og perestrojku. Hér fór ork- uhleðslan fram, sagði hann. Ég minnti hann á það, að um 1970 hefði verið dauflegt um að litast í Novy mír, búið að flæma Tvardovskí burt og reka úr- valsgagnrýnendur eins og Laks- hin. Og minnti hann á skrýtlu af því, hvernig þeir sem fengu að vinna áfram (Vidrjashu var einn af þeim) voru að reyna að rétt- læta sig fyrir kunningjunum: Þú skalt ekki halda neitt, sagði einn þeirra, það er haldið áfram að skamma okkur samt... Aðstoðarritstjórinn vildi nátt- úrlega ekkert fara út í þessa sálma. En hann sagði sem svo, að meira að segja á þessu „stöðnun- artímabili" upp úr 1970 þá hefði Novy mír haldið sínu striki með því að birta óþægilegar og gagnrýnar bókmenntir, um of- beldi gegn manni og náttúru, um siðferðilega hnignun nútíma- mannsins og rætur hennar. Hann vitnaði í raunsæisleg verk um hnignun hinnar rússnesku sveitar eins og Prjaslini eftir Fjodor Abramof, á „hvöss“ verk eftir Bykof og Júrí Trífonof. Sveitin, náttúran Þegar minnst var á ofangreinda höfunda og svo verk Raspútíns, sem hefur m.a. samið ágæta skáldsögu um gamla fólkið sem vill ekki fara þegar sökkva á undir vatn þorpi í Síbiríu vegna virkjunarframkvæmda, þá spurði ég sem svo: í mjög mörgum so- véskum skáldverkum sem athygli hafa vakið finnur lesandinn afar sterkan söknuð eftir það sem lið- ið er, eftir fyrri lífshætti jafnvel eftir kristna trú.. Já, sagði aðstoðarritstjórinn. Það er vitanlega alltaf dapurlegt þegar eitthvað deyr eða hverfur sem okkur hefur verið kært. Þeg- ar til dæmis þorpið okkar deyr og í staðinn kemur vatn og fram- kvæmdaglaðir menn ætla að fremja m.a. það ódæði að drekkja gröfum forfeðranna eins og gert er í sögu Raspútíns. Bók- menntirnar hafa verið duglegar við að benda á það, að margt af því sem liðist hefur á þeirri for- sendu að það væri ábatavænlegt er í rauninni glæpsamlegt athæfi. Trú, siðgæði Sjáðu til dæmis þessa gömlu kirkju þarna, sagði hann og benti út um gluggann. Hvernig er hægt að horfa á það að hún sé rifin ? Ef einhver teícur upp á slíku þá er ég reiðubúinn til að slást við þá menn, grýta þá ef ekki vill betur. En ég held að það sé oftúlkun að telja að þegar kirkjan í skáld- verkum og í kvikmyndinni Iðrun er notuð sem táknmynd, þá sé þar um að ræða trúarlega vákn- ingu. Kirkjan er þarna tákn 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.