Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 14
______ALÞÝÐUBANDALAGIÐ------------------ Alþýðubandalagið í Reykjavík Kosningahappdrætti ABR Drætti í kosningahappdrættinu hefur veriö frestað til 1. júní. Þeir sem enn eiqa eftir að gera skil eru beðnir að gera það hið fyrsta. Frá Skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími (sumar er skrifstofa AB opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík er með opna skrifstofu á Hverfisgötu 105 frá kl. 10-12 alla virka daga. Tímaritstölurnar Vinningstölur í happdrætti tímaritsins G-87 á Reykjanesi eru þessar: 12488 - 15901 - 5454 - 16548 - 11459. Nánari upplýsingar í síma 41746. Alþýftubandalagið Reykjanesi Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 4. júní kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin G-listinn Reykjanesi Listaverkahappdrættið Vinningstölur í Listaverkahappdrætti G-listans á Reykjanesi. Upp komu eftirtaldar töiur í þessari röð: 1) 6074 2) 5134 3) 11849 4) 7215 5) 4804 6) 3452 7)4425 8)10745 9)3051 10)5111 11)1138612)1061 13)507614) 11360 15) 10011 16) 7169 17) 9021 18) 11575 19) 7727 20) 4691. Vinningshafar hafi samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi, sími 41746 sem fyrst. Alþýðubandalagið Reykjanesi Ráðstefna um málefni Nicaragua Alþýðubandalagsfélagar ru hvattir til að mæta á ráðstefnu til stuðnings við málefni Nicaragua sem haldin verður laugardaginn 22. maí í nýja Sóknar- salnum við Skipholt, kl. 10 árdegis. D'agskrá: Guðríður Elíasdóttir varaformaður ASÍ flytur ávarp. Samfelld dagskrá. Ýmsir málaflokkar ræddir. Björn Lind, félagi í sænsku Nicaraguahreyfingunni, sýnir litskyggnur frá Nicaragua og kvikmyndina Ógnunin. Þá gerir hann grein fyrir stuðningi Svía við Nicaragua. Almennar umræður og fyrirspurnir. Pallborðsumræður, þar sem fulltrúar ýmissa félagssamtaka sitja fyrir svörum. Utanríkismálahópur Alþýðubandalagsins. ÆSKULÝÐSFYLKlNGIN ÆFR - stjórnarfundur Opinn stjórnarfundur ÆFR verður haldinn sunnudaginn 24. maí kl. 14.00. Fundarefni: 1) Starfið framundan. 2) Keflavíkurganga. 3) Fjármálin. Stjórnin Útboð Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir tilboðum í 2. áfanga í byggingu 25 íbúða í fjölbýlishúsi við Hlíðarhjalla 51 -55 í Kópavogi. Boðnir verða út eftirfarandi verkhlutar: A. Uppsteypt hús, tilbúið undir tréverk og málningu, ásamt frá- gangi utanhúss. B. Hita- og hreinlætislagnir. C. Raflagnir. Heimilt er að gera tilboð í alla verkhlutana, eða hvern fyrir sig sérstaklega. Útboðsgögn eru afhent gegn skilatryggingu frá föstudeginum 22. maí kl. 2 e.h. á skrifstofu VBK, Hamraborg 12, 3. hæð, Kópavogi, sími 45140. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 10. júní 1987 kl. 14.00 í Fé- lagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, 2. hæð. Stjórn VBK. Laus staða Staða safnvarðar í Þjóðminjasafni íslands, þjóðháttadeild, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 20. maí 1987 ___MINNING Þóroimur Júlíusson fœddur 26. 12. 1947 í dag verður ástkær bróðir okk- ar, Þórormur, borinn til hinstu hvfldar. Hann var sonur hjón- anna Þóru Karólínu Þórorms- dóttur og Júlíusar S. Júlíussonar, fæddur í Reykjavík þann 26. des- ember árið 1947. Þriggja ára gamall fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni í Kópavog og bjó þar alla tíð síðan. Systkinin urðu alls átta þannig að Þórormur óist upp í stórum systkinahópi. Hann var alla tíð mjög tengdur bernsku- heimili sínu og hafði náið sam- band við foreldra sína og systkini. Bernskuárin voru skemmtilegt tímabil í ævi Þórorms. Hann átti marga vini og dagarnir liðu við leik í hópi félaganna. Fótbolta- völlur bæjarins var hinum megin götunnar, þar undi Þórormur sér vel enda eftirsóttur í knatt- spyrnuleiki strákanna í hverfinu. Því hann var snjall leikmaður. Á þessum árum dvaldist hann tvö sumur í sveit hjá systkinum móðurömmu sinnar, á Eyri við Fáskrúðsfjörð. Þau voru hrifin af hinum unga heimilismanni og hann undi vel hag sínum í sveitinni. Þórormur var vel gefinn til bóknáms. Ungur hafði hann hug á að læra arkitektúr. Af því gat þó ekki orðið því strax á unglingsár- unum gerðu þau veikindi vart við sig er síðar drógu hann til dauða. Áhuginn á húsagerðarlist var þó alltaf samur, hann teiknaði og skipulagði hús í frístundum sín- um og hafði gaman af því að skoða ný hús og bæjarhverfi. Þórormur hafði mikinn áhuga á ferðalögum og ferðaðist mikið hér innanlands. Haustið 1969 ferðaðist hann í nokkrar vikur um Bandaríkin og Kanada með ættingjum sínum. Þeim okkar sem í hópnum voru er sérstaklega minnisstætt hve góður ferðafélagi hann var. Þórormur var sérstaklega list- fengur. Hann fékkst bæði við leirmunagerð og ýmiss konar listasaum, sjálfum sér og öðrum til mikillar ánægju, því listmunir hans prýða heimili foreldra hans, systkina og annarra. í leirmunagerð þótti hann sér- - dáinn 12. 05. 1987 staklega efnilegur, en veikindin komu í veg fyrir að hann nyti sín sem skyldi á því sviði. Meðan heilsan leyfði vann Þór- ormur ýms störf. Hann var ein- staklega góður verkmaður, bæði laginn og afkastamikill, og hann vann öll störf sín af alúð og áhuga. Þótt árin sem starfsorka hans entist væru ekki mörg tókst hon- um að eignast eigin íbúð með mikilli vinnu og ráðdeildarsemi. í þeirri íbúð bjó hann sfðustu ævi- árin. Þegar heilsunni hrakaði varð Þórormur oft að dveljast á sjúkrahúsum vegna veikinda sinna. Þá vann hann eftir því sem hann gat á vernduðum vinnu- stöðum og stundaði jafnframt áhugamál sín af kappi. Þórormur hafði til að bera göfugt lundarfar, hann var bæði trygglyndur og heiðarlegur í alla staði. Elsku bróðir það er sárt að sjá á bak þér. Við þökkum þér ailar góðu og skemmtilegu stundirnar, þú varst góður félagi og vinur. Systkinin DJÚÐVIIJINN 45 68 13 33 Tíminn 0 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sig Blaðbera vantar víðsvegar um borgina DJOÐVILJINN Síðumúla 6 0 68 13 33 N—^ ÍÞBÓTTIR 0g þette Uka... Spánverjar hafa ákveðið að hætta við úrslita- keppnina í deildinni. Þeir reyndu það þetta tímabil, en hvorki leikmenn né áhorfendur voru ánægðir með það. Flestir leikir úrslitakepninnar skipta engu máli og segjast liðin tapa pen- ingum á leikjunum. Það var því sam- þykkt í gær að fella niður úrslita- keppnina, en þess í stað að fjölga liðum í 1. og 2. deild úr 18 í 20. Chelsea hefur keypt Tony Dorigo frá Aston Villa. Kaupverðið var tæp hálf miljón sterlingspund. Þráttfyrirað Dorigosé fæddur á Ástralíu hefur hann leikið með enska U-21 árs landsliðinu. Nokkrir landsleikir hafa farið fram að undanförnu. Danir sigruðu Grikki, 5-0 í undankeppni ol- ympíuleikanna og Rúmenía og Pól- land gerðu markalaust jafntefli. Þá sigraði Sviss Israel í vináttulandsleik, 1-0. Christophe Donvin skoraði sigurmarkið, en þetta var hans fyrsti landsleikur. Beerschot keypti nú fyrir skömmu hollenska landsliðsmenninn Simon Tahamata frá Feyenoord. Kaupverðið var ekki gefið upp. Tahamata, sem er 31 árs, lék áður með Ajax og Standard Liege. Klaus Allofs fyrirliði þýska landsliðsins í knatt- spyrnu mun halda þeirri tign þó hann fari til Marseille í Frakklandi. Her- mann Neuberger, formaður þýska knattspyrnusambandsins, hafði lýst því yfir að honum fyndist það ekki rétt að leikmaður utan Þýskalands væri fyrirliði. Franz Beckenbauer, þjálfari Þjóðverja, er á öðru máli og segir Al- lofs hafa unnið fyrir stöðunni. Uwe Rahn leikmaður með Gladbach má gjöra svo vel að taka uppúr töskunum sín- um að nýju. Han var á leið til PSV Eindhofen og samningar á lokastigi. Forráðamenn Gladbach, hafa nú hætt við söluna. Þeir sögðust ekki vilja valda áhorfendum vonbrigðum, auk þess sem tilboð PSV væri ekki nógu hátt. Þá hefur Köln fengið til liðs við sig Jurgen Kohler frá Mannheim. Spánn Victor slapp Victor Munoz, fyrirliði Barce- lona, var dæmdur í bann fyrir stuttu eftir brottvísun um síðustu helgi. En banninu hefur nú verið aflétt. Þegar aganefndin leit á atvikið á myndbandi kom í ljós og Victor var saklaus. Hann var sendur útaf fyrir brot, en á myndbandinu kom í ljós að annar leikmaður Barcelona er hinn seki. Victor leikur því með Barce- loona gegn Real Madrid um næstu helgi. Real hefur þriggja stiga forskot, en nú eru aðeins fjórar umferðir eftir. Úrslitin ráðast því líklega í þessum leik. -ibe/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.