Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN Núna um helgina er haldin ráð- stefna í Reykjavík á vegum fjölda stjórnmálasamtaka, verka- lýðssamtaka og annarra til að upplýsa um og styðja Nicaragua. Það er álit þessara samtaka að stuðningi við Nicaragua sé ábóta- vant á íslandi og ætlunin að úr því verði bætt. Ekki er gert ráð fyrir að reifa á ráðstefnunni spurninguna „hvers vegna” Nicaragua sé stutt, nema með þeim hætti að veita upplýs- ingar um hvað hafi gerst þar og hvert stefni. Það sem fer fram í Nicaragua er nýtt á degi hverjum og ástæður manna til að styðja byltinguna þar breytilegar, allt eftir innsýn þeirra í málefni landsins og stjórnmálalegu inn- sæi. Kapítalismi og alþjóðamál Það má hugsa sér að maður láti sig alþjóðamál engu skipta. Þannig leit heimurinn út fyrir daga kapítalismans. Menn bjuggu þá ekki beinlínis í þjóðríki sem átti landamæri að öðru, en kaupmenn nutu þeirra forrétt- inda að sjá önnur lönd og kynnast öðrum þjóðum. Það undi hver misglaður og fáfróður á sínum bletti, bændurnir píndir til að halda herramanninum uppi með afurðum sínum. Af þessu ástandi fer fáum sögum því menn kunnu nefnilega ekki að skrá, heimur- inn stoppaði handan hæðarinnar fyrir flesta og það sem fram fór var vart stórfenglegt. Það var ekki fyrr en með auknum vexti kapítalismans að bændauppreisnir urðu söguefni, að jarðir þeirra voru teknar, svindlað á afurðum og hungur og vesaldómur varð lífsmynstur vinnandi stétta. Hjá handhöfum þessa nýja kerfis tók reiknistokk- urinn yfirhöndina, en meðal fá- fróðra var gangur himintung- lanna áfram fyrirboði þess sem á myndi dynja. Kapítalisminn er alþjóðlegur, hann skapar alþjóðlegar pólitísk- ar og efnahagslegar aðstæður. Segja má að heimurinn hafi skroppið saman. Eitt af þeim fyrirbærum sem þróuðust voru aðstæður á ameríska megin- landinu þar sem nýja bandaríska heimsveldið sigraðist á evrópsku heimsveldunum og skapaði sér aðstöðu fyrir vöxt og viðgang al- þjóðlegra fyrirtækja. Mið- Ameríka varð bakgarður Banda- ríkjanna. Nicaragua: Loks ein þjóð í Mið-Ameríku var fjöldi þjóð- flokka, eins og t.d. í Nicaragua þar sem eru átta mismunandi flokkar indíána, afkomendur svartra þræla og Spánverja, en Nicaraguabúar tala um að það sé ekki fyrr en nú að skilyrði hafi skapast fyrir íbúa Nicaragua að verða ein þjóð. Þótt Bandaríkin hafi komið inn í Mið-Ameríku eins og refur í hænsnabú, er ljóst að þau áttu þar aldrei greiðan að- gang. Um það vitnar saga and- stöðu íbúanna, innrásir, hernað- aríhlutanir og fjöldamorð á indí- ánum af hálfu bandarískra heimsvaldasinna. Svo virðist sem íbúar Mið-Ameríku hafi frá upp- hafi verið staðráðnir í að eiga hlutdeiid í mótun heimsins. Þeim mun staðráðnari eru þeir í dag eftir um hundrað ára sam- skipti við Bandaríkin en það eru alþjóðleg stjórnmál sem móta skilyrðin fyrir sjálfstæði Nicarag- ua. Hverju skipta þessi mál ís- lenskt alþýðufólk? Það má færa fyrir því þau rök að hagsmunir séu í húfi, að framtíðin sé undir því komin hvað bandaríska heimsvaldastefnan kemst upp með. Það má einnig setja fram siðferðileg rök, nefnilega að menn megi ekki láta sér fátt um finnast þegar aðrir menn á jörð- unni eru beittir ofbeldi. Segja má að það sé menningarlegt atriði að skilja heiminn. Nicaraguabúar benda sjálfir á að land þeirra sé fordæmi, að það frelsi sem alþýða Nicaragua hefur tekið sér til að móta samfélagið sér í hag, sé framtíðin. Þegar FSLN (Frente Sandin- ista de Liberacion Nacional) átti 25 ára afmæli í fyrra fylgdi útgáfu Barricada (málgagn ríkisstjórnar Sandinista) veggspjald með mynd af hópi ungs fólks og áletr- uninni: Mótun sögunnar í 25 ár. Sjálfstæðisbarátta fbúar Nicaragua hafa barist fyrir sjálfstæði sínu í hartnær heila öld. Frá 1932 til 1979 bjuggu þeir við hernaðareinræði Somoza-fjölskyldunnar sem Bandaríkin héldu hlífiskildi yfir og beittu fyrir sig. Segja má að mótun sögunnar hafi hafist við upphaf vopnaðrar baráttu gegn heimsvaldasinnum með hernaði Augusto Sesars Sandinos 1927-34 eða við valdatökuna 19. júlí 1979. En það er athyglisvert að Sandin- istar benda hér á stofnun alhliða stjórnmálasamtaka sem grund- völl sögusköpunar. FSLN byggja á baráttuhefð Sandinos og kenningu hans um leiðir til að umbreyta Nicaragua með vopnaðri baráttu og með því að skipuleggja vinnandi stéttir til baráttu fyrir þeirri umbreytingu. Saga Sandinista Það var í júlí 1961 að forystu- menn ólíkra baráttusamtaka hitt- ust til að stofna FSLN. Það voru Tómás Borge, sá eini sem lifir enn og er nú innanríkisráðherra Nicaragua; Carlos Fonseca, sem varð helsti hugmyndafrömuður FSLN; Silvio Mayorga, stúdenta- leiðtogi og Santos Lopez sem hafði barist með Sandino. FSLN byggði á árangri baráttunnar gegn einræði Batista Kúbu og lifði með byltingunni þar. Með baráttu sinni gengu sam- tökin gegnum þróun án þess að þau töpuðu úr augsýn því marki sínu að umskapa Nicaragua í þágu vinnandi stétta, verkafólks og sveitafólks. Tomás Borge orð- ar það þannig: Við höfðum alltaf, alveg frá upphafi, tilfinningu fyrir því að ná völdum, við héldum áfram að þróa þá hvöt og breiða hana út meðal forystusveita okk- ar, meira að segja þegar okkur bættust nýir liðsmenn á grund- velli hversdagslegri krafna. Sandinistar náðu völdum með fulltingi vinnandi stétta í Nicarag- ua, meirihluta þjóðarinnar. Á þeim átta árum sem eru liðin síð- an hafa þeir leitt og framkvæmt umbætur og kröfur þeirra stétta sem þeir eru umbjóðendur fyrir. Þeir hafa treyst grundvöll raun- verulegs lýðræðis með skipulagn- ingu lestrarkennslu, heilsugæslu- þjónustu og umræðu um stjórnmál. Stærstur hluti íbúa Nicaragua hefur verið skipu- lagður í baráttu fyrir sjálfstæðri framtíð landsins, ýmist á vinnu- stað, í samtökum bændafólks, þjóðernislegra minnihluta, kvenna og ungs fólks. Herinn sem ver landið árásum af hálfu Badaríkjanna er orðinn sá stærsti og best skipulagði í Mið- Ameríku. Styðjum Nicaragua Nicaragua er fordæmi fyrir þá sem vilja móta framtíðina á grundvelli hagsmuna vinnandi fólks og meirihluta mannkynsins. Þess vegna liggur það verkefni beint við að skoða byltinguna í Nicaragua, kryfja stríðið til mergjar og aðstoða. Aðstoð við Nicaragua getur verið margvísleg. Það hefur fyrst og fremst verið verkefni El- Salvador-nefndarinnar, nú Mið- Ameríku-nefndarinnar, að safna og veita upplýsingar því ein af að- ferðum heimsvaldasinna í stríð- inu gegn Nicaragua hefur verið að gefa rangar og villandi upplýs- ingar. Ef við viljum skilja betur átök þar sem framtíð okkar og annarra heimsborgara er á dag- skránni, ættum við að fara til Nic- aragua, læra spænsku og taka til hendinni. Ef við treystum okkur til að ganga lengra ættum við að hugleiða með hvaða hætti FSLN tekst á við að móta söguna og læra um hvernig samfélagslegar framfarir verða gerðar í dag. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir Þjóðhetja Nicaraguamanna, Augusto Sesar Sandino. Kátir sveinar í Managua, höfuðborg Nicaragua. Tómás Borgó var einn ef stofnendum FSLN árið 1961. Hann er nú innan- ríkisráðherra Nicaragua. Nicaragua Alþjóðamál og íslensk alþýða Barátta vinnandifólks íNicaragua þjónar hagsmun- um alþýðunnar um öll byggð ból; einnig á íslandi 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.