Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 11
MYNDLISTIN Vorsýning Myndlista- og hand- íöaskóla Islands verður haldin í húsakynnum skólans að Skipholti 1 á morgun og sunnudag. Sýningin verður opin frá 14-22 báða dagana enn alls verða sýnd verk eftir 56 nemendur sem nú eru að Ijúka námi. Lokaverkefni textíldeildar eru til sýnis í nýja Seðlabankanum og Versunarskólanum og er hægt að skoða þau i dag og á venjulegum opnunartíma í næstu viku. Pólski myndlistarmaður- ínn Jacek Sroka opnar sýningu í Gallerí HaHgerði á morgun og stendursýningintil 10. júní. Myndir Sroka bera með sér ótvíræðan boð- skap og magnað táknmál. Edda Jónsdóttir opnarsýn- ingu á verkum sínum í Gailerí Borg, nýja sýningasalnum í Austur- stræti á morgun laugardag. Á sýn- ingunni verða rúmlega 20 vatnslita- þrykk og ætingar unnar seinni hluta ársins 1986 og á þessu ári. Sýning- in verður opin um helgar frá 14 -18 og virka daga frá 10 -18 fram til 3. júní. Yfirlitssýning áverkum Vign- is Jóhannssonar stendur ný yfir í Gallerí Borg, Pósthússtræti. A sýningunni eru olíumyndir og krít- arteikningar unnar á þessu ári og í Nýju-Mexico, þar sem Vignir er nú búsettur. Sýningunni lýkur 2. júní. Norski myndlistarmaður- inn Yngve Zakarias opnar sýn- ingu á málverkum og grafík í Nor- ræna húsinu á morgun. Hann er fæddur í Þrándheimi árið 1057 og hefur haldið sýningar víða í Evrópu. Sýningin er opin frá 14 -19 daglega framtil 14. júní. Þórdís A. Sigurðardóttir sýnir skúlptúra í Gallerí Gangskör við Amtmannsstíg. Opið virka daga frá 12 -18 og 14 -18 um helgar. Gunnsteinn Gíslason sýnir veggmyndir á Kjarvalsstöðum. Veggmyndirnar eru múrristur. Sýn- ingin stendur út mánuðinn. Kristján Davíðsson sýnirí FÍM salnum í Garðastræti 6. Þetta er fyrsta sýning Kristjáns í 20 ár. Snædís Þorleifsdóttir sýnir þurrpastel og olíupastelmyndir í veitingahúsinu Krákunnl við Laugaveg til 8. júní. Halidóra Gísladóttir sýnir grafík í Héraðsbókasafni Kjósar- sýslu í Mosfellssveit. Opið virka daga frá 13 - 20 til mánaðamóta. Listasafn Einars Jóns- sonar er opið laugardaga og sunnudag frá 13.30 -16. Hög- gmyndagarðurinn eropinn alla dagafráll -17. Ásgrímssafn, Bergsstaðast- ræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá 13.30 -16. Þjóðminjasafn Islands er opið laugardaga, sunnudaga, þriðj- udaga og fimmtudaga frá 13.30 - 16. Árbæjarsafn eropiðeftir samkomulagi. Símapöntun í síma 84412. Gallerí íslensk list, vestur- götu 17, sýnir verkeftirfélaga í Listmálarafélaginu. Gallerí Langbrók við Bók- hlöðustig, sýnir textíl, fatnað og listmuni kl. 12 -18 virka daga og 11 - 14álaugardögum. Ingibjörg Styrgerður Har- aldsdóttir sýnir nú í austurforsal Kjarvalsstaða 10 vefnaðarverk sem eru unnin á sl. 2 árum. Uppi- staðan í verkunum er bómull en ívafið íslensk ull, sem lituð er með kemískum litum. Sýningin stendur útmaímánuð. Sænska listakonan Ssheiia Snickars sýnir myndvefnað í Gamla Lundi á Akureyri um þessa helgi. Sheila hefur haldið hátt þriðja tug einkasýninga víðs vegar um heiminn, en hún vinnur mest með náttúruleg efni eins og ull. Sýningin er opin frá I7 - 22 í dag og frá 14 - 22 umhelgina. Þorlákur Kristinsson - Tolli, opnar á miðvikudaginn mál- verkasýningu í AKOGES í Vestmannaeyjum. Á sýningunni eru 30 olíuverk máluð á síðustu 3 árum. Sýning Tolla í Eyjum stendur til mánaðamóta og er opin alla daga frákl. 14-22. TONLIST Tónlistarfélag Krists- kirkju heldur fimmtu tónleika sína á þessu starfsári í Kristskirkju kl. 17 á morgun laugardag. Húsavík- urkórinn mun koma fram og flytja Messu í D dúr op. 86 eftir tékkneska skáldið Antonin Dvorák. Fjórirein- söngvararsyngja með kórnum: Margrét Bóasdóttir, Þuríður Bald- ursdóttir, Michael Clarke og Robert Faulkner. Orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson og stjórnandi ÚlrikÓlason. T vennir burlfarartónleikar verða hjá Tónlistarskólanum í Reykja- vík um helgina. Á morgun kl. I7 verða tónleikar Laufeyjar Kristins- dóttur píanóleikara og flytur hún verk eftirJ.S. Bach, Beethoven, Rachmaninoff, Brahms og Ravel. Á sunnudag kl. 18 verða tónleikar Einars Steinþórs Jónssonar, trompetleikara og flytur hann verk eftirTorelli, Hindemith, Arutunian og Clarke. Guðrún Guðmundsdóttir leikurmeðápíanaó. Kristinn Sigmundsson heldur tónleika með íslensku ópe- runni á sunnudag kl. 20.30 og rennur allur ágóðinn til Óperunnar. Á efnisskránni verða sönglög og ar- íureftir Strauss, Wolf, Ives, Hagem- an, Griffes, Mozart, Wagner, Verdi, Giordani, Gounod og Bizet, en meðal þessa eru verk sem Kristinn er að undirbúa fyrir söngkeppni ungra óperusöngvara sem haldin verður í Cardiff í næsta mánuði. Skólakór Garðabæjar heid- ur tónleika í Garðakirkju á sunnu- dag kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá verðurátónleikunum. Norskir harmonikku- leikarar munu ferðast um landið næstu daga og halda tónleika með dansleikjum á eftir. Það er Sigmund Dehli sem leiðir hljómsveitina sem samanstendur af fjórum harmoník- um. Sigmund er margfaldur Nor- egsmeistari í harmoníkuleik og einnig tvisvar Norðurlandameistari. Þeir félagar munu koma við á Húsa- vík, Akureyri, í Borgarfirði, Reykja- víkog Rangárvallasýslu. Norskur áhugamannakór, Storebrandkoret tekur lagið í Nor- ræna húsinu í eftirmiðdaginn á mánudag. Kórinn er hér á ferð til að halda uppá 40 ára afmæli sitt, en starfsmenn kórsins eru allir starfs- menn norska tryggingafélagsins Storebrand. Sigrún Eðvaldsdóttirog Selma Guðmundsdóttir halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30, en þær stöllur koma síðastar fram í hópi ungra norrænna ein- leikara. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Mozartog Simbalist/Sarasate. Júgóslavneski sellósnillingur- inn Valter Despalj verður einleikari á síðustu tónleikum Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík sem haldnir verða í Gamla bíói á morgun kl. 14.30. Despalj spilar á 300 ára gam- alt hljóðfæri, tónlist eftir Beethoven, Schumann, Lukas, Fossog Brahms. Ellen Kristjánsdóttir, söng- kona heldur tónleika í „Heita pottin- um" í Duus-húsi, með strákunum í Mezzoforte í kvöld kl. 21.30 Kristín Sædal Sigtryggs- dóttir heldur einsöngstónleika í Njarðvíkurkirkju á morgun laugar- dag kl. 16. Píanóleikari er Cather- ineWilliams. Vortónleikar Söng- SkÓlans vegna útskriftar nem- enda halda áfram um helgina. Á morgun kl. I6 verða útskrifaðar í Tónleikasal skólans þær: Sigur- björg Hv. Magnúsdóttir, Ingunn Osk Sturludóttir og Andrea Gylfa- dóttir allar af VIII stigi. Á sunnudag á sama tíma verða útskrifaðir sem söngkennarar þau Theodóra Þor- steinsdóttir, Friðrik S. Kristinsson og DúfaS. Einarsdóttir. Kór Langholtskirkju sem er á leið til Færeyja í söngför heldur tónleika á þriðjudaginn í Langholt- skirkju kl. 20.30. [ Færeyjum tekur UM HELGINA Einsöngvarar og söngkennarar úr Söngskólanum t Reykjavík sem verða útskrifaðir um helgina. Frá v. Theodóra Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir, Friðrik S. Kristinsson, Dúfa S. Einarsdóttir og Ásdís Benediktsdóttir. kórinn þátt í kóramóti og heldur auk þess ferna tónleika. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið ernú að Ijúka sýningum sínum á verkinu „Eru tígrlsdýr í Kongó?“ sem sýnt hefur verið við góða aðsókn I hádeginu I Kvosinni. Síðustu sýn- ingar verða á morgun og fimmtudag og föstudag í næstu viku. Leikfélag Reykjavíkursýnir Djöflaeyjuna í Leikskemmunni v/ Meistaravelli I kvöld kl. 20, á morg- un á sama tíma og þá einnig Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson í Iðnó. Á sunnudag er sýning í Iðnó kl. 20 á Óánægjukórnum. Aðeins þrjár sýningar eru eftir á þeirri sýningu og fjórar á Degi vonar á þessu leikári. Vegna utanfarar LR með Land míns föður verða engar leiksýning- arínæstu viku. Nemendaleikhúsið sýnir Rúnar og Kyllikki, sem er útskrift- arverkefni nemendahópsins, á morgun og sunnudag kl. 20. Þjóðleikhúsið býður upp á syningu íslenska dansflokksins í kvöld en sýningum fer nú óðum fækkandi. Á laugardagskvöld verð- ur næstsíðasta sýning á Hallæris- tenórnum á þessu leikári og á sunnudag verður síðasta sýning á barnaleikritinu Rympa á rusla- haugnum og um kvöldið verður 5. sýning á Yerma eftir Federico García Lorca. Stórbrotið verk sem hefur hlotið góða dóma. Leikhúsið í kirkjunni sem hefur sýnt leikritið um Kaj Munk í vetur við góðar undirtektir verður með aukasýningu I Hallgríms- kirkju á sunnudag kl. 16 til ágóða fyrir leikferð með sýninguna til Dan- merkur og Svíþjóðar í sumar. HITT OG ÞETTA Norræn heimilisiðnaðar- sýning verður opnuð í Listasafni ASÍ við Grensásveg á morgun kl. 14.00. Sýningin var unnin í tilefni norræns heimilisiðnaðarþings í Ku- opio í Finnlandi en yfirskrift þingsins var „Vöruþróun í heimilisiðnaði, frá hugmynd til fullmótaðra hluta." Sýningin verður opin fram til mán- aðamóta. Fáksfélagar ætla á sunnu- dagsmorgun í messu í Langholts- klrkju hjá séra Sigurði Hauki Guð- jónssyni og halda af stað í kirkju- ferðina á fákum sínum kl. 9.30 frá Víðivöllum. Bandalag íslenskra skáta gengst fyrir miklum hátíðarhöldum í Oskjuhlíðásunnudag. Dagurinn ber yfirskriftina „Litli skátadagur- inn" og er ætlaður skátum á aldrin- um 7 -10 ára. Dagskráin hefst kl. 11 ogstendurtilkl. 17. Árlegur bBænadagur þjóðkirkju nnar er á sunnu- dag, sem er fimmti sunnudagur eftir páska. í ár hefur biskup valið bæn- arefnið: Heimilið og fjölskyldan. Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands stendurfyrir gönguferð milli útivistarsvæða og merkisstaða í Kópavogi í fyrramál- ið. Gangan hefst á Borgarholtinu við Kópavogskirkju og ergöngufólk beðið að mæta kl. 8.45 en þar lýkur göngunni kl. 12.30. Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss fer í náttúru- skoðunarferð í fyrramálið til að skoða lágplöntur. Farið verður á nokkra flétturíka staði á Innnesjum. Farið verður í rútu frá Norræna hús- inu kl. 13.30, Náttúrugripasafninu kl. 13.45og Náttúrufræðistofu Kóp- avogskl. 14. Hana nú hópurinn í Kópavogi fer í reglulega laugardagsgöngu í fyrramálið frá Digranesvegi 12 kl. I0 stundvíslega. Garðar bæjarins skarta nú fegursta sumarskrúða. Þjóðminjasafnið opnará morgun sýninguna: „Hvað er á seyði?“, en á sýningunni er saga eldhússins rakin frá upphafi byggð- ar og sýnd eldhúsáhöld f rá ýmsum tímum. Sýningin stendur fram á haust. Sveitakeppni grunnskól- anna í skák í stúlknaflokki verður haldin í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 56 á sunnudag og hefst kl. I4. Þessi keppni er liður í að efla áhuga stúlknaáskáklistinni. Vorsýning Myndlista- og handíðaskólans verður um helgina og þar eru sýnd lokaverkefni 4. árs nema skólans í húsakynnum skólans við Skipholt. Föstudagur 22. maí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.