Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 7
Bretland Verica- flokki vex ásmegin Stórlega hefur dregið saman með Verkamannaflokki og íhaldsflokki efmarka má nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokka Fylgi Verkamannaflokksins vex frá degi til dags og í gær komu fyrir sjónir almennings niður- stöður glænýrrar skoðanakönn- unar sem benda til að Ihalds- flokkur Margrétar Thatchers ryóti aðeins fylgis þriggja af hundraði kjósenda umfram Verkó. Það var Harris fyrirtækið sem veg hafði og vanda af könnun- inni. Þúsund Bretar voru spurðir og veðjuðu 400 þeirra á íhaldið, 370 sögðust ætla að greiða Verka- mannaflokknum atkvæði en að- eins 210 játuðu miðjubandalagi Frjálslynda flokksins og Jafnað- armannaflokksins ást sína. Svo virðist sem Neil Kinnock, formanni Verkamannaflokksins, hafi tekist að beina kastljósi kosningabaráttunnar að hinu mikla atvinnuleysi á Bretlandi. Frá því Thatcher komst til valda árið 1979 hefur tala atvinnulausra þrefaldast og nú eru þeir þrjár miljónir talsins. Á fundi í iðnaðarborginni Manc- hester veittist Kinnock harkalega að ríkisstjórninni fyrir að láta sér örlög þessa fólks í léttu rúmi liggja. Margt ungt fólk sæi ekki fram á að fá nokkru sinni handtak að gera og því fyndist samfélagið hafa brugðist sér. Að auki væri það á engan hátt hagstætt að greiða atvinnulausu fólki 21 milj- ón punda í atvinnuleysisbætur í stað þess að verja fénu til að skapa arðbær störf. Sem kunnugt er hyggst Verka- mannaflokkurinn skapa miljón ný störf komist hann til valda eftir þingkjörið þann ellefta júní. Teknanna til að standa straum af kostnaðinum ætlar hann að afla með því að auka skattheimtu um tvö prósent en nýlega lækkaði stjórnin skatta um sömu hlutfalls- tölu. -ks. Tamílskir Frelsistígrar" við æfingar. Skærur þeirra og stjórnarhersins færast í vöxt og er búist við hörðum átökum á næstunni. Sri Lanka Viðsjár færast í Yfir þrjátíu manns hafafallið í átökum stjórnarhersins og tamílskra skœru- liða undanfarna tvo sólarhringa. Fréttir herast um ofsóknir öryggislögreglu á hendur Tamílum í borginni Battikaloa Erlendir sendiráðsmenn í Kól- ombó, höfuðborg Sri Lanka, segja skærur stjórnarhers lands- ins og sveita tamflskra aðskilnað- arsinna, svonefndra Frelsistígra, færast í vöxt dag frá degi og að stjórnvöld hafi sent mikinn liðs- auka, um 2000 manns, til átaka- svæðanna nærri yfirráðasvæði skæruliðanna í norðausturhluta landsins. Það bendi eindregið til þess að ráðamenn hyggist láta til skarar skríða svo um muni innan skamms. í gær sendu stjórnvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að slegið hafi í brýnu milli óvina- herjanna í fyrradag með þeim af- leiðingum að 30 manns hafi fall- ið, 23 uppreisnarmenn, 6 stjórn- ardátar og 2 óbreyttir borgarar. Þrátt fyrir ótryggt ástand ætlar ríkisstjórnin að efna til sveitar- stjórnakosninga í ár að sögn Ran- asinghe Premadasa forsætisráð- herra sem ávarpaði þing landsins í gær og fór fram á að neyðar- ástandi yrði ekki aflétt. Honum varð að ósk sinni. í síðasta mánuði lét Junius Jay- ewardene forseti í ljós þá skoðun sína að það væri glapræði að láta fara fram kosningar meðan jafnmiklar væringar væru með Tamflum og Singhalesum og skæruliðar úr hópi hinna fyrr- nefndu fremdu hvert hryðjuverk- ið öðru blóðugra. En morð á óbreyttum borgur- um virðast fleiri kunna að fremja en Tamflar. Að sögn trúarleið- toga, mannréttindasamtaka og verkalýðsforingja í borginni Battikaloa hafa mörg hundruð tamflskra þegna horfið sporlaust eftir að öryggissveitir stjórnvalda handtók þá. Battikaloa er borg sem að mestu er byggð Tamflum þótt hún lúti stjórn Singhalesa. Þar hefur ekkert spurst um afdrif 650 karla á aldrinum 14-55 ára sem numdir voru á brott eigi alls fyrir löngu af dátum stjórnarinnar. Yfirvöld í borginni vilja ekki kannast við að þessir menn gisti dýflissur sínar en innanríkisráð- herra Sri Lanka taldi aðspurður ekki loku fyrir það skotið að fótur væri fyrir ásökununum. Hann fordæmdi hinsvegar ætt- ingja mannanna fyrir að láta hjá líða að tilkynna hvörfin til lög- reglunnar en hlaupa í stað þess með klögumál sín í heimspress- una og samtök á borð við Amn- esty International! Það þarf ekki að taka það fram að lögreglan á Sri Lanka er einvörðungu skipuð Singhalesum. Frá árinu 1983 hafa 1260 óbreyttir borgarar úr röðum Ta- vöxt ' Junius Jayewardene forseti fordæm- ir hryðjuverk Tamíla en minnist ekki einu orði á ofbeldisverk eigin manna. mfla verið myrtir af öryggis- sveitunum í Battikaloa og að minnsta kosti 2000 er haldið í fangabúðum sunnan höfuðborg- arinnar. _ks. Sovét Samviskufangar fái frelsi Andrei Sakharofog kona hans, Jelena Bonner, hafa settsaman listayfir fanga sem þau vilja að látnir verði lausir í Sovétríkjunum Sovésku andófsmennirnir og hjónin Andrei Sakharof og Je- lena Bonner hafa látið í Ijós ugg vegna þess að yfirvöld eystra eru hætt að láta andófsmenn og pólit- íska fanga lausa. Þau hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau flokka í fjóra hópa þá einstaklinga sem þau vilja að ráðamenn leysi úr haldi. Forsætisráðherra Hollands, Ruud Lubbers, kynnti plaggið við upphaf tveggja daga fundar um sovésk málefni sem nú fer fram í Amsterdam að frumkvæði Bukovskínefndarinnar. Yfirlýs- ingin barst fundinum eftir króka- leiðum. Sakharof mun hafa lesið hana fyrir ættingja í Bandaríkj- unum í gegnum síma en þeir komu henni í hendur nefndar- mönnum. Sem fyrr segir er í plagginu listi yfir fjóra hópa samviskufanga sem hjónin segja enn vera í haldi í Sovétríkjunum. Þeir eru: Fangar í sérstökum vinnubúð- um ríkisins í námunda við borg- ina Perm við rætur Úralfjalla. Fangar sem lokaðir eru inni á geðveikrahælum. Fangar sem dæmdir hafa verið eftir 190-1 grein sovéskra hegn- Andrei Sakharof og Jelena Bonner hafa áhyggjur af þróun mannréttindamála í Sovétríkjunum og krefjast lausnar allra samviskufanga. ingarlaga sem fjallar um refsingar manna sem halda uppi „andsov- éskum áróðri" og „rógbera" rík- ið. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir ýms brot en allir vita að eru í haldi vegna skoðana sinna. -ks. Föstudagur 22. maí 1987, ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.