Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 9
HEIMUR
Föstudagur 22. mai 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 9
forseti Frakklands, er hlynntur
„tvöfaldri núll-lausn“, það er að
segja eyðingu allra meðal- og
skammdrægra kjarnaflauga risa-
veldanna úr Evrópu. Þetta kom
fram í viðtali sem fréttamaður
vesturþýska sjónvarpsins átti við
forsetann í gær. En hann bætti
því við að Frakkar myndu ekki
reyna að hafa áhrif á hverja
stefnu stjórnvöld í Bonn tækju í
skammflaugamálinu og sagði
það alfarið einkamál ríkistjórna
Vestur-Þýskalands og Bandaríkj-
anna.
Vofa Jósefs Stalíns
gengur Ijósum logum og vinnur
spjöll á samstöðu sovéskra
sagnfræðinga. Ýmsir úr þeirra
hópi eru mjög áfram um að farið
verði nákvæmlega ofan í
saumana á öllum skuggaverkum
sem unnin voru á vaidatíma
gamla mannsins og niðurstöð-
urnar gerðar heyrinkunnar al-
menningi. En aðrireru öldungis á
annarri skoðun, saka kollega
sína um lýðskrum og segja að of
mikið fortíðargrufl muni grafa
undan nýsköpun Gorbatsjofs og
verða vatn á myllu „borgara-
legra" sagnfræðinga á Vestur-
löndum.
fremur sem ég er ekki Rússi sjálf-
ur, heldur Moldavani.
Hvar er bókin?
Ég spurði hann þá í staðinn
hvort ekki væri hægt að bæta úr
þeim fjanda, að í bókabúðum
væri fullt af prentuðu máli en
engar bækur sem maður vildi
kaupa.
Veistu, ég hefi aldrei skilið
hvaða rök ráða okkar útgáfust-
arfsemi sagði hann. Það er alveg
satt - það er ekkert að kaupa. Og
svo er öll sölutækni fyrir neðan
allar hellur og upplýsingastarf-
semi. Við þurfum heldur betur að
taka okkur tak í útgáfumáium,
ekki veitir af á þessum tfmum
sjónvarpsins, sem gerir alla hluti
svo ómerkilega eins og þú veist.
Kemur reyndar vel á vondan að
ég skuli þurfa að segja þetta, ég
var eitt sinn yfirmaður sjónvarps-
ins í Moldavíu.
Virðing fyrir skáldum
Þessi pistill er nú ekki nema
lítið brot af bók-
menntaumræðunni. En þau
minna væntanlega á eitt -
rússneskar og síðar sovéskar bók-
menntir hafa alltaf búið við rit-
skoðun í einni eða annarri mynd.
Það ófrelsi hefur svo haft m.a.
þær afleiðingar, að meiri virðing
er þar í landi borin fyrir skáldum
en víðast hvar annarsstaðar- það
er að segja - ef fólkinu finnst að
skáldin segi satt. Ég var minntur
einmitt á þetta síðasta daginn í
Moskvu þegar leiðin lá út í stóran
kirkjugarð og að minnisvörðum
skáldanna Jeseníns (framdi
sjálfsmorð 1923) og Visotskís,
skálds, leikara og vísnasöngvara,
sem drakk sig í hel fyrir fáeinum
árum. Við þessa fallegu minni-
svarða (ljósmyndirnar mishepp-
nuðust því miður) var múgur
manns í pílagrímsför. Við gröf
Jeseníns voru lesin ljóð með
mikilli andagt. Styttan af Visot-
skí, þessu fyndna og dapra og ein-
læga skáldi, var til hálfs þakin
blómum og allt um kring var
stráð fallegum handmáluðum
páskaeggjum, sem hinu látna
skáldi höfðu verið færð að fórn.
Á morgun verður í Moskvu-
dagbók sagt frá unga fólkinu í leit
að sjálfu sér, ýmsu sem lýtur að
siðerni, áfengisbölinu og fleiru.
Bandaríkjastjórn
hefur tekið því víðsfjarri að fjar-
lægja kjarnavopn úr herbækist-
öðvum sínum í Japan, Suður-
Kóreu og á Filippseyjum. Gorbat-
sjof Kremlarbóndi sagði á dögun-
um að hann setti það sem skilyrði
fyrir því að Sovétmenn eyddu
þeim hundrað meðaldrægu
kjamaflaugum sem risaveldin
komu sér saman um á Reykjavík-
urfundinum að þeir mættu halda
austan Úralfjalla ef semdist um
meðalflaugarnar í Evrópu. Á
fundi varnarmálaráðherra
NATO-ríkja í Stafangri nýverið
átti Caspar Weinberger frum-
kvæði að því að fundarmenn
kröfðust þess að Asíuflaugunum
yrði einnig eytt. Haft er fyrir satt
að hann hafi gert það að Reagan
forseta fornspurðum og sætt kár-
ínum við heimkomuna fyrir frum-
hlaupið.
210 000 000
Kínverjar, 20 af hundraði þjóðar-
innar, eru nærsýnir og gler-
augnaverksmiðjur ríkisins anna
fráleitt eftirspurn. Að sögn frétta-
þjónustu ríkisins býr þorri hinna
skammsýnu í stórborgum.
Tollatekjur
Egyptalandsstjórnar af Súes-
skurðinum námu hvorki meira né
minna en 1.119 miljörðum
bandarískra dala á síðasta ári.
Það kvað vera 190 miljón dölum
meira en árið á undan. Tekju-
hæ.kkunin á rætur að rekja til
aukinna siglinga olíuflutninga-
skipa um skurðinn en þær jukust
um 38 prósent á síðasta ári.
Francois Mitterrand
Menn æfðu sig á umræðu um húsvemd og náttúruvernd.
Mynd og fyrírsögn sem dæmigerð eru fyrir sovéskt bókmenntalíf: maður horfir tii sveitarinnar og sagt er: án hugsjónar er
ekki hægt að lifa.
mikillar sögu og listar, minnir á
þau gildi sem forfeður okkar
töldu mestu varða. Sú varðveislu-
hneigð sem snýr að gömlum hús-
um og náttúrunni er einatt tengd
varðveiðsluhneigð á sviði sið-
ferðis, andófi gegn upplausn,
gegn niðurifshneigðum, gegn því
að hinn andlegi þáttur lífsins
skreppi saman....
Skrýtnar blöndur
Ég rakst alloft á vangaveltur af
þessu tagi í Moskvu - bæði í ræðu
og riti. Einn gamall vinur minn
var vantrúaður á sovéska kerfið
og breytingarnar og allt mögu-
legt, en hann taldi samt að líklega
gæti sósíalisminn einn bjargað
náttúrunni - jafnvel þótt einnig
hann hefði mörgu spillt nú þegar.
Og það er ekki nema satt og rétt
að sovéskir þjálfuðu sig í
gagnrýni og þegnlegu hugrekki
með baráttu fyrir sögulegum
minjum, gegn náttúruspjöllum,
og það er líka satt að samtíma-
skáídsögur sovéskar má frekar
kenna við siðgæðisraunsæi en
sósíalraunsæi.
En maður varð líka var við að
saman blandast ýmsir straumar í
þessari umræðu og ekki allir góð-
kynjaðir. Til er hópur rússneskra
rithöfunda sem tengir sögudýrk-
un og náttúruvernd við þjóðern-
ishyggju af því tagi, sem hefur allt
á hornum sér um skaðleg „annar-
leg áhrif“ frá Vesturlöndum,
kannski frá Gyðingum. Hefur til-
hneigingu til að lýsa hlutskipti
Rússa í sögu Sovétríkjanna á þá
leið, að alltaf verði þeir að taka á
sig þyngstar byrðar og hljóta svo
allar skammir fyrir. Og það eru
ekki bara rithöfundar sem hugsa
svo. Um daginn kom hópur
manna úr félagi sem kallar sig
Pamjat (Minnið) og heimtaði
viðræður við Jeltsin borgarstjóra
í Moskvu. Biaðið Moskvufréttir
segir frá því, að annarsvegar berj-
ist þetta nýja félag gegn drykkju-
skap og fyrir umhverfisvernd. En
á hinn bóginn hefðu þessir menn
ranghugmyndir um dularfullt
samsæri um að grafa undan
rússneskri menningu og „amrík-
anísera“ sovéskt þjóðfélag með
því að nota skrifræðið - hið
skelfiiega tæki „frímúrara, síon-
isma og heimsvaldastefnu“!
Þess má geta að Jeltsin sagði
við þessa menn, sem enn hafa
ekki skráð félagsskap sinn hjá op-
inberum aðilum, að hann virti
þeirra ættjaðarást en andmælti
ofstæki þeirra og ástæðulausum
samsærisgrunsemdum.
Ég spurði Vidrashu hvað hon-
um fyndist einmitt um vissar
hneigðir meðal Rússa til að láta
sem allir væru vondir við þá.
Nú vorum við komnir út á hál-
an ís og Vidrashu sagði: Ég
treysti mér því miður ekki til að
fara út í þessa sálma - þeim mun