Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF Frá miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins. Framhald af bls. 5 undanförnum misserum vera nei- kvæður, svartsýnn og afturhalds- samur og Alþýðubandalagið yfir- leitt á móti því sem nýtt getur talist, s.s. video, útvarps- og sjón- varpsstöðvum o.s.frv. Þá hafi flokkurinn ekki gefið kjósendum neina heillega framtíðarsýn né brugðið upp mynd af því þjóðfé- lagi sem hann vill skapa. Mörgum hefur og fundist málefni flokksins lítið og illa skýrð og leiðir að markmiðum fáar og óljósar. Það er jafnvel farið að vefjast fyrir mörgum hvort Alþýðubandalag- ið hafi yfirleitt nokkra aðra stefnu eða markmið önnur en þau að vera til. 5. Máttlaus og lítið skipulögð kosningabarátta sem ekki náði eyrum kjósenda. Oft á tíðum mátti láta sér detta í hug að átta mismunandi flokksbrot væru að bjóða sig fram, hvert í sínu kjör- dæmi og hvert með sína stefnu- skrá. Þessar ástæður teljum við helstar fyrir óförum Alþýðu- bandalagsins í kosningunum 25. apríl. En eflaust mætti tína fleira til og þeir gætu nefnt margar ástæður sem stutt hafa Alþýðu- bandalagið fram að þessu en kusu það ekki nú og einnig þeir sem kusu flokkinn með hálfum hug og hangandi haus, en þeir voru margir. - Það vita það allir sem vilja vita, að margir, sem kusu Alþýðubandalagið nú, ætla sér ekki að gera það aftur nema að skýr áherslubreyting verði hjá flokknum á mörgum sviðum, eins ogt.d. íverkalýðsmálum, baráttu við kerfið og að flokkurinn taki af öll tvímæli með það að hann sé ekki óaðskiljanlegur hluti af sam- tryggingarkerfi valdsins í land- inu. Með hliðsjón af þessu teljum við að mjög gagnger umræða verði að eiga sér stað innan flokksins á næstu vikum og mán- uðum fram að Iandsfundi. Það er ekki hægt að búa við það að Al- þýðubandalagið sé meira og minna lamað af ýmsum ástæðum misserum saman. Vari slíkt ástand lengur munu margir búa sig til brottfarar. Umræðan um hvað flokknum sé fyrir bestu í framtíðinni verður að ná til allra grunneininga flokksins. Hún verður að vera hreinskilin og menn eiga og skulu í þeirri um- ræðu að bera virðingu fyrir skoð- unum hvers annars. Við undirrituð teljum að Al- þýðubandalagið standi nú á mikl- um tímamótum. Þess vegna er það skylda okkar sem annarra flokksmanna að tjá skoðun okkar á málefnum Alþýðubandalags- ins. Til þess ganga menn í stjórnmálaflokk að hafa áhrif á stefnumótun hans en ekki til að sitja og standa eins og forystulið- ið býður hverju sinni. Forystulið sem ef til vill hefur setið svo lengi að það er farið að telja sig ómiss- andi og berst því með kjafti og klóm gegn sérhverri tilraun til uppstokkunar og endurnýjunar. En hvað er þá til ráða? Er Al- þýðubandalagið svo slæmur og slappur flokkur að honum sé ekki við bjargandi? Nei, það er ekki okkar álit. Við teljum að Alþýðu- bandalagið hafi látið margt gott af sér leiða og hafi mjög mikið umfram aðra flokka til brunns að bera, en þær góðu hliðar eru ein- faldlega ekki á dagskrá að þessu sinni. Okkur finnst að ímynd flokksins í augum almennings verði að breytast bæði táknrænt og pólitískt. Þess vegna bendum við hér á nokkra þætti sem við teljum nauðsynlega til að Al- þýðubandalagið geti á ný risið upp úr öskustó niðurlægingarinn- ar og hrist af sér það slyðruorð sem á það er að komast. 1. Forysta Alþýðubandalagsins verði stokkuð upp. 2. Tengsl Alþýðubandalagsins og verkalýðsforystunnar verði rofin. Þess í stað marki flokkurinn sér skýra og rót- tæka, sjálfstæða stefnu í verkalýðsmálum, svo tryggt sé að hann lendi ekki aftur í þeirri aðstöðu að vera máls- vari máttlausrar verkalýðs- forystu. 3. Alþýðubandalagið skilgreini hlutverk sitt sem verkalýðs- flokkur upp á nýtt. 4. Gert verði átak í að gera starfshætti flokksins mark- vissa og lýðræðislega. 5. Grunneiningar flokksins verði styrktar. 6. Stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins verði endurskoðuð og hún færð í nútímalegt horf. 7. Farið verði eftir landsfund- arsamþykktum. 8. Það verði regla að þingmenn Alþýðubandalagsins gegni ekki samhliða þingmennsk- unni háum trúnaðarstöðum innan verkalýðshreyfingar- innar. 9. Sjálfstæði þingflokks Al- þýðubandalagsins gagnvart öðrum stofnunum flokksins verði endurskoðað með það fyrir augum að þingflokkur- inn geti ekki hagað sér eins og ríki í ríkinu. 10. Alþýðubandalagið verður sem flokkur að taka ótvíræða forystu í því að berjast á móti hinni gegndarlausu spillingu sem lifir góðu lífi í þjóðfé- laginu. Alþýðubandalagið verður með öllum ráðum að slíta sig laust úr viðjum sam- tryggingarkerfisins, öðruvísi getur það ekki orðið trúverð- ugur boðberi nýrra þjóðfé- lagshátta. 11. Það verði gert að reglu og jafnvel bundið í lög flokksins að þingmenn og aðrir for- ystumenn Alþýðubandalags- ins heimsæki allar grunn- einingar flokksins a.m.k. tvisvar á ári. Þannig sé tryggt að hinn almenni flokksmað- ur geti komið sínum sjónar- miðum á framfæri við forystu flokksins og haft áhrif á stefnumótun hans. Þá kemur þetta í veg fyrir stöðnun flokksins og tryggir að starf hans og stefna mótist af vilja fólksins í landinu. Með vinsemd og virðingu, Herbert Hjelm Sveinbj. Þórðarson Jóhannes Ragnarsson Árni E. Albertsson Anna Valvesdóttir Margrét Jónasdóttir Heiðar Friðríksson Sigriður Breiðfj. Sigurðard. - öll á Ólafsvík. DJÖDVIUINN 0 68 13 33 0 68 18 66 Tíminn 0 68 63 00 Blaðburður er og borgar sig Vantar blaðbera til sumar- afleysinga víðs vegar um bæinn Hafðu samband við okkur Síðumúla 6 0 6813 33 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Menntaskólann vift Sund vantar kennara í íslensku og sögu, um er að ræða ráðningu til eins árs. Kennara í hagfræði og viðskipta- greinum, stærðfræði og tölvufræði. Ennfremur kennara í hálfar stöður í dönsku og þýsku. Menntaskólann á Akureyri vantar kennara í eftirtaldar greinar: íþróttir, þýsku, líffræði/efnafræði ein staða og ein staða í sögu og íslensku. Verkmenntaskólinn á Akureyri, ein kennarastaða í íslensku og ensku. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, kennarastöður í eftirtöldum grein- um: hjúkrunarfræðum, eðlisfræði, dönsku, efnafræði, vélritun og almennum viðskiptafræðum. Einnig hálf kennarastaða í félagsfræðum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavíkfyrir 10. júní næstkomandi. Þá vantar stundakennara að Menntaskólanum við Sund í eftirtöld- um greinum: íslensku, ensku, þýsku, latínu, spænsku, félagsgrein- um, það er félagsfræði og stjórnmálafræði, raungreinum það er eðlis-, efna- og stjörnufræði og í líkamsrækt. Umsóknir sendist skólanum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 10. júní. Menntamálaráðuneytið Kennara vantar Kennara vantar að Grunnskóla Þorlákshafnar. Helstu kennslugreinar eru: Mynd-og handmennt, íþróttir, tungumál, kennsla yngstu barna. Góð vinnuaðstaða og hagstætt húsnæði. Upplýsingar veittar hjá formanni skólanefndar í síma 99-3789 og hjá skólastjóra í síma 99-3910. þJÓÐVILJINN Höfuðmálgagn stjómarandsföðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.