Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTHR l.deild Jafnt í Garðinum Samkvæmt spádómum hefðu Valsmenn átt að fá þrjú stig, auðveldlega í Garðinum í gær. En það er ekki alltaf að marka spá- dóma og Valsmenn náðu aðeins jafntefli 1-1 og jöfnuðu reyndar ekki fyrr en undir lok leiksins. Valsmen voru þó sterkari og sóttu mun meira. Strax á 7. mín- útu átti Jón Grétar Jónsson skalla í stöng. En gegn gangi leiksins náðu Víðismenn forystu. Grétar Ein arsson gaf góða sendingu á Guð- jón Guðmundsson sem var við vítateig og hann skoraði með föstu skoti. Það sem eftir var af fyrri hálf- Víöir-Valur 1-1 (1-0) * * Garðsvöllur 22 maí Dómari: Kjartan Ólafsson ** Áhorfendur 700 1-0 Guðjón Guðmundsson (17. mín), 1-1 Magni Pétursson (78. mín) Stjörnur Víðis: Gfsll Helðarsson * * Danfel Einarsson * Guðjón Guðmundsson * Stjörnur Vals: Slguyrjón Kristjánsson * Magnl Pótursson * Jón Grétar Jónsson * leik sóttu Valsmenn stíft en Víð- isvörnin var sterk. Valsmenm héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og sóttu stíft. Það kom því í hlut Víðis- manna að verjast og gekk það vel. Þó skall hurð nærri hælum er Sævar Leifsson bjargaði á línu og aftur stuttu síðar er Sigurjón Kristjánsson átti skot í stöng. Ingvar Guðmundsson átti svo hörkuskot sem Gísli Heiðarsson varði vel. Það var loks á 78. mínútu að Valsmenn jöfnuðu. Magni Pét- ursson skoraði með þrumuskoti af 35 metra færi, glæsilegt mark. Gísli átti ekki möguleika á að verja. Valsmenn sóttu svo stíft það sem eftir var en uppskáru ekki fleiri mörk. Gísli Heiðarsson átti mjög góðan leik í marki Víðismanna og á miðjunni voru þeir sterkir Guðjón Guðmundsson og Daníel Einarsson. Hjá Valsmönnum voru það Sigurjón og Jón Grétar sem voru sprækastir í sókninni og Magni sterkur á miðjunni. -Sóm/Suðurnesj um l.deild Heppnir Skagamenn Það má með sanni segja að Skagamenn hafi haft heppnina með sér í Firðinum, þegar þeir unnu FH 1-0. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og munaði oft litlu við mark Skagamann. Hættulegasta færi FH kom á 17. mínútu þá fengu þeir horn og boltinn barst fyrir markið og Guðjón Guðmundsson átti skalla rétt yfir ÍA markið. Mark Skagamanna kom á 25. mínútu. Þar var að verki varnar- maðurinn snjalli Heimir Guð- mundsson. Hann var einn og FH-ÍA 0-1 (0-1) * * Kaplakriki 21. maí. Dómari: Eysteinn Guðmundsson * * Áhorfendur 450 0-1 Heimir Guðmundsson( 24. mín.) Stjörnur FH: Guðjón Guðmundsson * Kristján Hilmarsson * Olafur Kristjánsson * Stjörnur ÍA: Birkir Kristlnsson * * Heimir Guðmundsson * Guðbjörn Tryggvason * óvaldaður inni í vítateig þegar há sending kom fyrir markið. Tveir varnarmenn FH-inga misstu af boltanum og Heimir lagði bolt- ann fyrir sig og skoraði örugg- lega. FH-ingar lögðu nú allt kapp á sóknina og á 38. mínútu átti Leifur Garðarson hjólhestasp- yrnu að marki í A en Birkir Krist- insson varði vel. Síðar hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði. FH-ingar alveg í bullandi sókn og hreinlega óðu í færum. Ekki tókst þeim samt að nýta sér þau. Á 83. mínútu mun- aði þó litlu. Ólafur Kristjánsson tók þá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig og gaf góða sendingu inn í teiginn. Þar var mikil þvaga en Pálma Jónssyni tókst að skalla að marki ÍA en Birkir Kristinsson varð mjög vel. Síðustu mínúturnar lágu FH- ingar í sókn og áttu oft góð skot að marki Skagamanna. Birkir Kristinsson varði oft meistara- lega og geta Skagamenn þakkað honum fyrir stigin þrjú. Ó.St. l.deild Naumt hjá KR-ingum KR-ingar sigruðu KA, 1-0 í leik þarsem baráttan var í fyrirrúmi. Leikur liðanna var ekki mikið fyrir augað en þó komu ágætir kaflar inná milli. KR-ingar voru öllu sókndjarf- ari og strax á 4. mínútu komst Björn Rafnsson einn í gegn en Haukur Bragason varði mjög vel. Haukur varði svo aftur vel auka- spyrnu frá Pétri Péturssyni. En KA-menn áttu einnig sín færi og Tryggvi Gunnarsson fékk góða sendingu frá Þorvaldi Ör- KA-KR 0-1 (0-1) ★ ★ KA-völlur 21. maí Dómari:Óli Olsen ★★ Áhorfendur 1085 0-1 Gunnar Skúlason (42. mín) Stjörnur KR: Águst Már Jónsson * Andri Marteinsson * Þorsteinn Halldórsson * lygssyni, en var of seinn að átta sig. Friðleifur Hermannsson átti svo þrumuskot sem Páll Ólafsson varði mjög vel. KR-ingar náðu svo forystunni rétt fyrir lékhlé. Gunnar Skúla- son skoraði þá af öryggi eftir að hafa fengið boltann úr þvögu eftir horn. Síðari hálelikurinn var svo tíð- indalítill og eina færið kom á 80. mínútu. Pétur Pétursson lék þá í gegnum vörn KA en skot hans fór í varnarmann. Þorvaldur Örlygsson var best- ur í liði KA og Erlingur Kristjáns- son átti góða spretti á miðjunni. Hjá KR stjórnaði Ágúst Már Jónsson vörninni og Þorsteinn Halldórsson var sterkur á miðj- unni. Andri Marteinsson átti einnig góðan leik, en hann var borinn af leikvelli í síðari hálfleik eftir að hafa fengið krampa. -HK/Akureyri Jónas Róbertsson kemur Þórsurum yfir úr vítaspyrnu, Friðrik ekki langt frá boltanum. Á innfelldu myndinnni skorar Hlynur Birgisson fyrsta mark Þórsara. Jón Sveinsson gerir örvæntingarfulla tilraun til að stöðva hann. Mynd:E. Ól. l.deild Baráttuglaðir Þórsarar Hirtu öll stigin gegn Fram í baráttuleik Baráttuglaðir Þórsarar voru held- ur betur á skotskónum er þeir sigruðu meistara Fram í fyrsta leik liðanna í íslandsmótinu. Þórsarar léku af fullum krafti allan leikinn og þrátt fyrir að eiga ekki mörg færi, skoruðu þeir þrjú mörk. Framarar voru hinsvegar iðnir við að koma sér inní vítateig Þórsara, en þegar þangað var komið gekk illa að koma boltanum síðasta spölinn, yfir línuna. En Framarar voru sterkari í upp- hafi. Pétur Arnþórsson komst í gott færi strax á 1. mínútu, en Baldvin Guðmundsson markvörður Þórs sá við honum. Nafanarnir Pétur Arnþórsson og Pétur Ormslev voru mest áberandi í sóknarleik Framara og á 22. mínutu fengu þeir gott færi. Viðar Þorkelsson lék upp kantinn og gaf fyrir á Pétur Ormslev, hann reyndi hjólhestasp- yrnu sem fór í varnarmann og þaðan til Péturs Arnþórssonar, en hann náði ekki til boltans í góðu færi. Þórsarar komu smátt og smátt meira inn í leikinn og á 26. mínútu náði Hlynur Birgisson boltanum eftir varnarmistök. Hann lagði boltann fyrir Guðmund Val Sigurðsson sem skaut þrumuskoti frá vítateig, en yfir. Framarar áttu heldur meira í spi- linu og á 37. mínútu bar það loks ár- angur. Pétur Ormslev lék þá upp hægri kantinn og gaf fyrir á Pétur Arnþórsson sem var á markteig. Hann „fleytti“ boltanum fram hjá Baldvin í markinu, í stöngina og inn. Laglegt mark og vel að því staðið. Þremur mínútumsíðarátti Kristján Kristjánsson skot frá vítateig sem Friðrik Friðriksson varði vel. Á lokamínútu fyrri hálfleiks jöfnu- ðu Þórsarar. Hlynur Birgisson stal boltanum af sofandi varnarmönnum Framara, lyfti boltanum yfir Friðrik og hljóp með boltann yfir línuna. Þórsarar mættu til leiks í síðari hálf- leik staðráðnir í að gefa ekkert eftir. Barátta þeirra var einstök og vörnin mjög sterk. Á 57. mínútu náðu gestirnir foryst- unni. Kristján Kristjánsson átti send- ingu á Halldór Áskelsson. Viðar Þorkelsson renndi sér í boltann en náði ekki til hans og felldi Halldór. Ólafur Lárusson dómari dæmdi vít- aspyrnu og úr henni skoraði Jónas Róbertsson. Framarar gáfust ekki upp og stuttu síðar átti Viðar Þorkelsson skalla rétt framhjá marki Þórs af markteig eftir aukaspyrnu frá Pétri Ormslev. Þór- svörnin var þar sofandi og Viðar einn og vfirgefinn. A 74. mínútu stal Hlynur boltanum af Jóni Sveinssyni og komst einn innfyrir vörnina. Friðrik kom útúr markinu og varði skot Hlyns mjög vel. Þórsarar gerðu svo endanlega útum leikinn á 82. mínútu með glæsi- marki. Halldór Áskelsson átti þá skot l.deild í varnarmann, fékk boltann aftur og þrumaði boltanum frá vítateig, undir slána. Glæsilegt mark og óverjandi fyrir Friðrik. Það var fyrst og fremst mikil bar- átta Þórsaranna sem skilaði þeim þessum sigri. Þeir gáfust aldrei upp. Framarar léku vel sín á milli en þegar nálgaðist vítateiginn fór allt í handa- skolum hjá þeim. Halldór Áskelsson og Hlynur Birg- isson voru sprækastir í sóknarleik Norðanmanna. Og þeir Jónas Ró- bertsson og Kristján Kristjánsson voru báðir mjög sterkir. Hjá Fram var það Pétur Arnþórs- son sem dreif sókarleikinn áfram og nafni hans Ormslev átti einnig góðan leik. -Ibe Fram-Þór 1-3 (1-1) ★ ★ ★ Valbjarnarvöllur 21. maí Dómari:Ólafur Lárusson * * Áhortendur 1152 1-0 Pétur Arnþórsson (37.mín), 1-1 Hlynur Birgisson (45.mín), 1-2 Jónas Róbertsson (67.mín), 1-3 Halldór Áskelsson (82.mín) Stjörnur Fram: Pétur Arnþórson * Pótur Ormslev * Kristinn Jónsson * Stjörnur Þórs Halldór Áskelsson * Hlynur Birgisson * Jónas Róbertsson * Kristján Kristjánsson * Lánlausir Völsungar Það var hátíðarstemmning á Húsa- vík í gær, þegar heimamenn léku fyrsta leik sinn í 1. deild. Halldór Freyr Bjarnason, formaður knatt- spyrnudeildar Völsungs hóf daginn á því að fara í togarann Kolbeinsey og draga fána að húni. Víðar í bænum var flaggað. En heimamenn sem flyk- ktust á völlinn voru ekki sáttir við úrslitin. Völsungar töpuðu 2-4 gegn Keflvíkingum í jöfnum leik. Fyrstu mínúturnar einkenndust af taugaspennu, en Völsungar áttu fyrstu marktækifærin. Jónas Hall- grímsson átti gott skot sem Þorsteinn varði og hann varði einnig frá Krist- jáni Olgeirssyni í dauðafæri stuttu síðar. En á 12. mínútu kom fyrsta mark- ið. Helgi Helgason braut þá á Gunn- ari Oddssyni í vítateig og Óli Þór Magnússon skoraði úr vítaspyrnunni. Fimm mínútum síðar bættu þeir svo öðru marki við. Peter Farrel ýtti þá boltanum yfir línuna eftir að hafa fengið sendingu frá Óla Þór. Peter Farrel var ekki langt frá því að skora rétt fyrir leikhlé. Hann fleygði sér á mölina og skallaði að marki, en Þorfinnur Hjaltason varði vel. Strax í upphafi síðari hálfleiks átti Kristján Olgeirsson þrumuskot að marki Keflvíkinga sem Þorsteinn Bjarnason varði. Á 56. mínútu kom svo þriðja mark Keflvíkinga. Óli Þór átti þá skot sem Þorfinnur varði og Gunnar Oddsson fylgdi vel á eftir og skoraði. En heimamenn voru ekki á því að gefast upp. Hörður Benónýson fékk góða sendingu innfyrir vörn Keflavík- ur og lyfti boltanum yfir Þorstein, 1-3. En Keflvíkingar juku forskotið að nýju sjö mínútum fyrir leikslok. Gunnar Oddsson náði þá boltanum eftir varnarmistök og skoraði sitt ann- að mark. Rétt fyrir leikslok náðu Völsungar að laga stöðuna. Þá var brotið á Krist- jáni Ölgeirssyni fyrir innan vítateig og Jónas Hallgrímsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Leikurinn var jafn og markamun- urinn fullmikill miðað við gang leiksins. Kristján Olgeirsson og Hörður Benónýsson voru bestu menn í liði Völsungs, sýndu mikla baráttu. Hjá Keflvaík var Gunnar Oddsson í sérflokki, en Þorsteinn Bjarnason átti góðan leik í markinu. -AB/Húsavík Völsungur-ÍBK 2-4 (0-2) ★ ★ Húsavíkurvöllur 21. maí Dómari: Guðmundur Haraldsson ★ ★ ★ Áhorfendur 950 0-1 Óli Þór Magnússon (12. mín), 0-2 Peter Farrel (17. mín), 0-3 Gunnar Oddsson (56. mín), 1-3 Hörður Ben- ónýsson (73. mín), 1-4 Gunnar Odds- son (83.mín), 2-4 Kristján Olgeirsson (88.mín) Stjörnur Völsungs: Krlstján Olgeirsson * * Hörður Benónýsson * Stjörnur ÍBK: Gunnar Oddsson * * Hörður Benónýsson * Föstudagur 22. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.