Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Föstudaour 22. mal 1987 114. tölublað 52. ðrganour SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Góðæri hjá vmnslunni ÚtflutningurtilJapans jókst um 96%, Bretlands um 40% og Frakklands um 24%. Samdráttur íútflutningi til Bandaríkjanna nam 9% og til Sovétríkjanna um 24%. Miðað við magn jókst útflutningur SH um 8% en í krónum talið um 30% Um verulega aukningu var að ræða til allra helstu markaðs- landa Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í fyrra, annarra en Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hlutfallslega var aukningin mest til Japans eða um 96%, Bretlands um 40% og Frakklands um 24%. Útflutningurinn til Bandaríkj- anna dróst saman um 9% og um 24% til Sovétríkjanna, sagði Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, á aðalfundi hennar sem hófst í Reykjavík í gær. Pað kom fram í máli Jóns að heildarframleiðsla frystihúsa innan SH í fyrra var 82.121 tonn eða 9,8% meiri en 1985. Þorskframleiðslan jókst um 22% eða um tæp 6 þúsund tonn. Enn fremur var aukning í fram- leiðslu loðnu- og loðnuhrogna, ufsa, rækju og hörpudisks. Fram- leiðsla á karfa, ýsu og grálúðu dróst hins vegar saman. Af einstökum frystihúsum innan SH var framleitt mest hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf., eða 6.400 tonn að verðmæti 650 milljónir króna miðað við út- borgunarverð. Heildarútflutningur frystra sjávarafurða frá íslandi í fyrra var 166 þúsund tonn. Þar af var út- flutningur SH 92.433 tonn að verðmæti 9.848 milljónir króna. Miðað við magn jókst útflutn- ingur SH um 8% en í krónum talið um 30%. grh Hvalarannsóknir Veiðar hefjast Fyrsta umferMn á Islandsmótinu í knattspymu var leikin í gær. Þórsarar Arnþórsson marki Framn. I öðrum leikjum sigrnðu Keflvíkingar Völsung, 2-4, (A lögðu Framara á Valbjarnarvelli, 1-3, en á myndinni fagnar Framarinn Pétur vann FH, 0-1, KR sigraði KA 0-1 og Víðir og Valur gerðu jafntefli 1-1. Sjá nánar bls. 15 Víðtœkar rannsóknir á N-Atlantshafinu ísumar. Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun: Vísindaveiðarnar hefjast í byrjun júní ,Jlvalastofnarnir á N-Atlants- hafinu verða rannsakaðir í sumar og er hér um samvinnuverkefni Norðmanna, Dana, Færeyinga, Grænlendinga, Islendinga og hugsanlega Spánverja að ræða,“ sagði Jóhann Sigurjónsson sér- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun í gær. Jóhann sagði að við rannsóknirnar yrði notaður fjöldi skipa og flugvéla og tengdust rannsóknirnar rannsóknum Kan- adamanna að nokkru og að auki tækju þátt í rannsóknunum vís- indamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Japan. Hvalveiðar sumarsins, sem eru auk þess þáttur í þessu rannsóknaverkefni, hefjast nú í byrjun júní og er fyrirhugað að veiða 80 Iangreyðar og 40 sand- reyðar. -sá. Rafiðnaðarmenn Verkffall skollið á Slitnaði upp úr viðrœðumfjármálaráðuneytis og Rafiðnaðarsambandsins síðdegis ígær. Rafiðnaðarmenn hjáþremur ríkisstofnunum í verkfall á miðnœtti. Fundur á mánudaginn Verkfall rafiðnaðarmanna hjá þremur ríkisstofnunum skall á á miðnætti í gær eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum fulltrúa fjármálaráðuneytisins og Rafiðn- aðarsambands íslands síðdegis í gær. Verkfallsmenn eru á bilinu 70- Kjarnavopnalaust svœði Helgi fulltrúi Matthíasar Fyrsti fundur embœttismannanefndarinnar á þriðjudaginn Matthías Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra hefur nú skipað Helga Ágústsson fulltrúa sinn í embættismannanefndina sem síð- asti fundur norrænna utanríkis- ráðherra ákvað að fjallaði um hugsanlegt kjarnavopnalaust svæði á Norðurlöndum eða norðurslóðum, - eftir því hvernig ráðherrarnir kusu að líta á málið. Helgi Ágústsson er skrifstofu- stjóri utanríkisráðuneytisins, vann áður í sendiráðinu í Was- hington og var þaráður yfirmaður svokallaðrar varnarmáladeildar ráðuneytisins, sem sér um öll samskipti við bandaríska herinn. Fyrsti fundur embættismanna- nefndarinnar var haldinn á þriðjudag í Helsinki og segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu að þar hafi verið lagðar fram skýrsl- ur og gögn um öryggis- og varn- armál landanna. Af Islands hálfu var þar um að ræða þingsályktun- ina um kjarnavopnalaust svæði frá maí 1985 og síðustu skýrslu utanríkisráðherra í enskri þýð- ingu. Næsti fundur nefndarinnar verður í Helsinki í ágúst, en hún á að skila fyrstu framgangsskýrslu á ráðherrafund í september^/ byrjun. f -m 80 talsins og vinna hjá Póst- og símamálastofnun, Vita- og hafn- armálastofnun og Flugmála- stjórn. Gera má ráð fyrir að verk- fallið muni mjög fljótlega koma niður á starfsemi þessara stofn- ana, þar sem ekki verður gert við bilanir sem koma upp í rafbún- aði. Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, sagði í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi að þau tilboð sem full- trúar ríkisvaldsins hefðu lagt fram í samningaviðræðum gerðu ráð fyrir mjög litlum breytingum á launum félagsmanna, sumir myndu hækka í launum, en aðrir lækka. Ekki hefði því verið hægt að ganga að þeim og hefði mikið borið í milli. „Það sem við förum fram á er að laun þessara manna verði sambærileg við laun félaga þeirra hjá öðrum ríkisfyrirtækjum, t.d. Landsvirkjun, Rarik og ríkis- verksmiðjunum, en þar er tals- verður munur á. Meginkröfur okkar lúta að starfsaldurshækk- unum og hækkunum vegna stjórnunarstarfa. Sem stendur er fjöldi félagsmanna okkar á lág- markslaunum,“ sagði Magnús. Þegar slitnaði upp úr viðræð- unum í gær var gert ráð fyrir að aðilar kæmu ekki saman til fund- ar á ný fyrr en á mánu- dagsmorguninn. Hafi enn ekki samist 29. maí n.k. fjölgarverkfallsmönnum. Þá bætast í þeirra hóp rafiðnaðar- menn hjá Ríkisspítölunum og Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi og sjónvarpi. Fyrirsjáanlegt er að verkfall rafiðnaðarmanna á þess- um stofnunum muni hafa alvar- legar afleiðingar fyrir starfsemi þeirra. //

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.