Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 3
'ÖRFRÉTTIR Ólafur Guðmundsson skólastjóri á Egilsstööum var í gær settur af Sverri Hermanns- syni menntamálaráðherra í emb- ætti fræðslustjóra Norðurlands- umdæmis eystra. Með þessari ákvörðun sniögekk alfarið niður- stöðu fræðlsuráðsins sem sam- þykkti í vikunni með 4 atkvæðum af 5 að mæla með því að Sturla Kristjánsson yrði endurskipaður í embættið. Heildarlaxveiðin hérlendis á sl. ári var samtals 91.208 laxar, þar af veiddust 46.671 á stöng, 20.437 í net og 24.100 komu úr hafbeit. Ein- kennandi fyrir veiðina í fyrra, sem var vel yfir meðallagi, var fjöldi smálaxa en sumar hafa laxasér- fræðingar spáð góðri veiði á stór- laxi. Lokadansleikur prófþreyttra unglinga verður í Tónabæ í kvöld en þar leiða sam- an hesta sína þrjár hljómsveitir sem hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu; Bláa bílskúrsband- ið, Stuðkompaníið frá Akureyri og Síðan skein sól. Frumleg nöfn og vonandi skemmtilegt ball. Eiríkur Jónsson blaðamaður á DV hefur verið ráðinn fréttastjóri nýju útvarps- stöðvarinnar Stjörnunnar sem mun hefja útsendingar á næstu dögum. Eiríkur hefur starfað um árabil við blaðamennsku og út- varp. Slysavarnafélagið heiðraði í gær þyrluflugstjórann á danska eftirlitsskipinu Vædder- en, fyrir frábært afrek við björgun fimm áhafnarmeðlima af ms. Suðurlandi sem sökk djúpt norð- austur af landinu um síðustu jól. Skipulag umferðar í þéttbýli verður tekið til umræðu á opinni ráðstefnu sem um- ferðarnefnd Reykjavíkurborgar og borgarverkfræðingur standa fyrir á Hótel Sögu á laugardag. M.a. verður rætt um aðgerðir til að auka umferðaröryggi í íbúðar- hverfum, hlutverk almennings- vagna og aðgerðir til fækkunar umferðarslysum. Ráðstefnan hefst kl. 9 árdegis. Peter Kemp lektor í heimspeki við Kaup- mannahafnarháskóla heldur fyrirlestur í boði heimspekideildar HÍ á sunnudag kl. I5 í Lögbergi. Kemp ætlar að fjalla um kenning- ar franska heimspekingsins Paul Ricoeurs um frásagnir og tíma. Um 50 erlendir blaðamenn frá ýmsum Evrópulöndum sem allir starfa við matvælatímarit koma hingað til lands um mán- aðamótin á vegum nokkurra ís- lenskra matvælafyrirtækja og upplýsingaþjónustu, en það er sænska fyrirtækið Tetra-Pak sem býður til ferðarinnar. FRETTIR Lóðaúthlutanir Stóraukin eftirspum Lóðaúthlutanir í Grafarvogi orðnar 130 á árinu. Var gert ráð fyrir 65 úthlutunum. Fáar tilbúnar lóðir eftir. Sumir bíða fram á nœsta vor „Eftirspurn eftir lóðum hjá okkur hefur aukist gífurlega á síðustu mánuðum og lóðaúthlut- anir eru þegar orðnar fleiri en áætiað var,“ sagði Hjörleifur Kvaran skrifstofustjóri hjá borg- arverkfræðingi í samtali við Þjóðviljann í gær. í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var gert ráð fyrir að 65 byggingar- hæfum lóðum yrði úthlutað í Grafarvogi á þessu ári og var þá miðað við eftirspurn síðustu ára, sem hefur verið mjög lítil. Síðan hefur eftirspurnin rokið upp og þegar hefur verið úthlutað 130 byggingarhæfum lóðum. Þá eru að sögn Hjörleifs eftir innan við 10 tilbúnar lóðir í Graf- arvogi auk 30 lóða í Selási, þann- ig að fyrirsjáanlegt er að úthluta þurfi lóðum í ár sem ekki verða tilbúnar fyrr en að ári liðnu. Undirbúningsstarf er þegar hafið í hverfum í Grafarvogi, sem ekki var ráðgert að hreyfa við á þessu ári. Gatnagerðargjald er nú um 788 þúsund krónur og er þá mið- að við 650 rúmmetra hús, en fari byggingin yfir það hækkar gatna- gerðargjaldið sjálfkrafa. -gg Steinbærinn við Nesveg 55 er vel hirtur og lítur vel út. Steinbæir af þessu tagi eru séríslenskar byggingar, en þeim fer ört fækkandi. Mynd Sig. Niðurrif Enn einn steinbærínn hverfur Aformað að rífa steinbæinn við Nesveg55. Ragnheiður Þórarinsdóttir borgarminjavörður leggst eindregið gegn niðurrifinu Steinbæir eins og þessi við Nes- veginn eru séríslenskar bygg- ingar og svo til eingöngu bundnir við Reykjavík. Þeim hefur farið ört fækkandi á síðustu árum og því finnst mér ástæða til þess að spyrna við fótum og leggjast gegn niðurrifi þessa húss, sagði Ragn- heiður Þórarinsdóttir borgarm- injavörður í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisráði Reykjavíkurborg- ar samþykktu í gær gegn at- kvæðum minnihlutans að leggjast ekki gegn niðurrifi steinbæjarins við Nesveg 55. Húsið er aldar- gamalt og er eitt fárra sinnar teg- undar sem enn standa í Reykja- vík. Húsið er mjög vel farið og vel hirt, andstætt mörgum öðrum húsum af sömu tegund. Ragn- heiður sagði í gær að í júlí 1985 hafi verið 29 steinbæir af þessu tagi eftir í Reykjavík. Ári seinna hafði þeim fækkað niður í 25 og þeim fer ört fækkandi. -gg Vestfirðir Langt í jarðgöngin 127milljónir króna til vegaframkvœmda á Vestfjörðum íár. Stærstu verkefni Vegagerðarinnar eru við Óshlíð og Steingrímsfjarðarheiði. Gerð jarðgangna ekki í nánustuframtíð Allir vegir eru orðnir færir á Vestfjörðum en þeir líta illa út eftir veturinn, sagði Kristján Kristjánsson, umdæmistækni- fræðingur Vegagerðar ríkisins á Vestfjörðum. Samkvæmt fjárlögum eru áætl- aðar 127 milljónir til nýbyggingar vega í fjórðungnum. Stærstu verkefnin eru við Óshlíð þar sem Nicaragua Hið daglega stríð Kvikmyndin „Ógnunin“ sýnd á Nicaragua-ráðstefnunni á morgun Meðal dagskráratriða á ráð- stefnunni um Nicaragua á morgun er sænska kvikmyndin „Ógnunin“ eftir Peter Tor- björnsen, og fjallar hún ekki um hin eiginlegu stríðsátök heldur daglegt líf í skugga átakanna, og mest fjallað um eina fjölskyldu. Myndin er tekin í norðurhluta Nicaragua, nálægt landamærum Hondúras, þar sem rfkir „hið daglega stríð“, en einnig er sýnt frá kontraliðunum hinumegin landamæranna. Ráðstefnan, sem nítján samtök eiga aðild að, verður sett klukkan tíu af Guð- ríði Elíasdóttur varaforseta ASÍ, og sjá þeir Einar Ólafsson og Torfi Hjartarson síðan um sam- fellda fræðsludagskrá. Klukkan eitt verður „Ógnunin“ sýnd, og síðan ávarpar ráðstefnuna Björn Lindh frá Svíþjóð, sem hefur starfað mjög að málefnum Nicar- agua, meðal annars innan sænska j afnaðarmannaflokksins. Að lokum fer fram pallborðs- umræða með þátttöku forystu- manna úr verkalýðshreyfingu, námsmannasamtökum, stjórn- málaflokkum og fulltrúa frá Mið- Ameríkunefndinni. Ráðstefnan verður haldin í Sóknarsalnum í Skipholti 50A. -m lokið verður við að setja bundið slitlag á veginn og byggður annar skáli yfir hann. Annað stórt verk- efni er að styrkja veginn yfir Steingrímsfjarðarheiði, þannig að hann þoli 10 tonna öxulþunga. Sett verður bundið slitlag á 50 kflómetra, aðallega út frá byggðakjörnum í fjórðungnum. Að sögn Kristjáns er óljóst um allar framkvæmdir við gerð jarð- gangna í fjórðungnum. Sam- kvæmt vegaáætlun sem samþykkt var á síðasta þingi og gildir frá 1987-1990, að báðum árum með- töldum, er gert ráð fyrir að jarð- göng í gegnum Ólafsfjarðarmúla hafi forgang og ekki verði byrjað á öðrum framkvæmdum fyrr en þeim verður lokið. „Það eru allir sammála um að það þurfi að gera jarðgöng hérna á Vestfjörðum en það er ekki króna til þeirra framkvæmda sjáanleg á næstu árum, miðað við óbreyttar forsendur," sagði Kristján. grh Garðplöntur Trjá- plöntusala á Mógilsá „Á morgun hefst á Mógilsá trjáplöntusala Skógræktar ríkis- ins og þetta eru úrvals plöntur sem ræktaðar hafa verið hér á Mógilsá, á Tumastöðum og víðar og verði er mjög í hóf stillt,“ sagði Jóhann ísleifsson deildarstjóri á Mógilsá. Trjáplöntur Skógræktarinnar verða ekki fáanlegar annars stað- ar á Stór-Reykjavíkursvæðinu en trjáplöntusala er kærkomið ný- næmi í starfsemi Skógræktarinn- ar. Trjátegundir sem á boðstólum verða eru greni og fura í mörgum afbrigðum, birki og ösp og verða plönturnar í ýmsum stærðum allt upp í einn og hálfan metra. Jó- hann sagði að til sölu yrðu ein- vörðungu innlendar tegundir og erlendar, sem ræktaðar hafa ver- ið hérlendis lengi og þrautreynt er að standist íslensk veður- og birtuskilyrði. -sá. Föstudagur 22. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.