Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.05.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 22. maí 1987 114. tölublað 52. örgangur Byggingafúskið Grófar vanrækslusyndir Embœtti byggingafulltrúa harðlega gagnrýntá borgarstjórnarfundi vegna upplýsinga um burðarþol bygginga. Stjórnarandstaðan vill gagngera endurskipulagningu embættisins. Fúskarar verði sviptir réttindum. Uttekt á yfirstandandi framkvœmdum. Sigurjón Pétursson: Þarf aðgerðir strax „Upplýsingarnar sem koma fram í þessari skýrslu eru stóral- varlegar og það er augljóst að við verðum að grípa til aðgerða strax,“ sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins m.a. á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi, þar sem fram fóru langar umræður um þær upplýs- ingar sem koma fram í skýrslu félagsmálaráðherra um burðar- þol húsa í Reykjavík. Embætti byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar varð fyrir harðri gagnrýni borgarfulltrúa á fundinum, þar sem komið hefur í ljós að byggingar hafa fengið þar viðurkenningu án þess að teikningar og útreikningar á burðarþoli þeirra hafi verið lagðar fram. Það hefur einnig komið í ljós að teikningar hafa fengið þar stimpil þótt þeim hafi verið mjög ábótavant. Sigurjón, Bjarni P. Magnús- son, Össur Skarphéðinsson og Sigrún Magnúsdóttir gagnrýndu embættið harðlega fyrir van- rækslu á því eftirliti sem því er ætlað að sinna og lýsti Sigurjón ábyrgð á hendur borginni annars vegar og hönnuðum hins vegar. Það er athyglisvert að þetta er í annað skiptið á nokkrum mánuð- um sem byggingafulltrúi hefur verið sakaður um alvarlega van- rækslu, síðast vegna ónýtrar . steypu í húsum í borginni. Borgarfulltrúar minnihluta- flokkanna lögðu fram tillögu á fundinum þar sem lagt er til að þegar verði á vegum bygginga- fulltrúa gerð úttekt á þolhönnun húsa sem eru í byggingu í borg- inni og allar framkvæmdir sem ekki uppfylla sett skilyrði verði Heimsmeistaramót unglinga í skák Hannes Hlífar á toppinn Hcimsmcistaratitillinn í skák blasir við Hannesi Hlífari Stef- ánssyni, eftir sigur hans í gær gegn Bandaríkjamanninum Gur- evic og er Hannes Hlífar nú efstur á mótinu, með 8 og Vi vinning. Síðasta mótsumferð verður tefld á morgun og etur Hannes þá kappi við De Graeve, frá Frakk- landi. Eftir sigurinn í gær á Hannes mikla möguleika á að hreppa heimsmeistaratitil unglinga í skák. Hálfur vinningur skilur á milli hans og næstefsta manns, Adams frá Englandi, er tapaði sinni skák í gær. Guðfriður Lilja tapaði sinni skák í gær, fyrir sovésku skák- konunni Gaelamoe. ! Frammi- staða Guðfríðar Lilju hefur verið með ágætum og er hún með 5 og Vz vinning og vel fyrir ofan miðju í röð keppenda í kvennaflokki. f stöðvaðar. Einnig er lagt til að hönnuðir sem ítrekað sýna van- rækslu eða vankunnáttu verði sviptir réttindum til að leggja teikningar fyrir byggingafulltrúa. Þá er lagt til að embætti bygg- ingafulltrúa verði tekið til gagngerrar endurskoðunar til að koma í veg fyrir vanrækslu. Til- lögunni var vísað til borgarráðs, sem kemur saman í dag. Svo var einnig um tillögu Da- víðs Oddssonar, sem efnislega er áþekk tillögu minnihlutans, en gengur ekki eins langt. Það hefur vakið athygli að í mars á síðasta ári fékk Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra í hendur nefndarálit, þar sem fram kom rökstuddur grunur um að ástand þessara mála væri með þeim hætti sem síðar hefur komið fram, en nefndarálitið var ekki gert opinbert. Skýrslan sem nú er til umræðu var Iögð fyrir félags- málaráðherra fyrir nær tveimur mánuðum en fór leynt fram í þessa viku. -fig Neytendasamtökin Heildsalar fari í endurhæfingu Verðlagsákvœði koma til álita. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna: Álagningin hefur hœkkað án þess að innkaupsverð hafi breyst. Tímabœrt að senda heildsala í endurhcefingu Mér sýnist tímabært að senda innflytjendur á íslandi í endurhæfíngu til kollega sinna er- lendis þvf þeim hefur greinilega farið aftur í gerð viðskipta við fyrirtæki erlendis, sagði Jóhann- es Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna í gær. Jóhannes sagði að þegar selj- endur börðust fyrir afnámi verð- lagsákvæða hefðu þeir fullyrt að frelsið í verðlagsmálum myndi skila sér í lækkuðu vöruverði til neytenda. Jóhannes sagði að ef, eins og virðist af könnun Verð- lagsstofnunar, frjáls álagning hefði orðið til þess að álagning Norskur heildsali greiðir 90 kr. fyrirfilmu sem islenskur heildsali af rausn sinni greiðir 125 kr. Norskur heildsali greiðir 2.700 kr. fyrir útvarpstæki en landinn 3.060 kr. Norski heildsalinn greiðir 2.500 kr. fyrir myndavél sem landinn greiðir 2.610 kr. fyrir. Báðir greiða ámóta fyrir dekkið; Norðmaðurinn 1.400 kr., landinn 1.410 kr. en neglingin kostar okk- ur 520 kr., Norðmanninn aðeins 130kr. hér heima hefði hækkað án þess að nokkur breyting hafi orðið á innkaupsverði, yrðu innflytjend- ur að horfast í augu við það að þeir gætu átt von á því að þess yrði krafist að verðlagsákvæði yrðu tekin upp á nýjan leik. „Þegar svipuð könnun var gerð 1979 kom fram mjög svipaður verðmunur okkur í óhag. Þá viðurkenndu innflytjendur að þeir tækju umboðslaun og kenn- du verðlagsákvæðum um. Nú kemur fram sami munurinn en nú eru engin verðlagsákvæði til að réttlæta töku umboðslauna og þá lýsa menn því yfir hver um annan þveran að umboðslaun séu ekki tekin,“ sagði Jóhannes. Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti ályktun í gær í tilefni af verðkönnuninni og segir í henni meðal annars:„Ljóst er að hátt innkaupsverð skýrir að hluta hið háa vöruverð hér á landi. Þörf er tafarlausra úrbóta og munu Neytendasamtökin ekki sætta sig við óbreytt ástand í þessum efn- um“. -sá. Stjórnarmyndun Kvennaviðreisn reynd Formlegar stjórnarmyndunarviðrœður Sjálfstœðisflokks, A Iþýðuflokks og Kvennalista hefjast í dag. \ Þorsteinn Pálsson: Langar og erfiðar. Kvennalistakonur: Látum reyna á jákvœðfyrri viðbrögð Idag klukkan hálftólf hefjast fyrstu formlegar stjórnar- myndunarviðræður eftir kosningarnar í aprfl: Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðuflokkur og Kvennalisti. Þingflokkar Kvennalistans og Alþýðuflokksins gáfu síðdegis í gær jákvætt svar við bréfi sem Þorsteinn Pálsson skrifaði þeim eftir þingflokksfund sjálfstæðis- fundi í gær að hann byggist við löngum og erfiðum viðræðum þarsem verulegur ágreiningur væri uppi milli aðila. Formaður Alþýðuflokksins var mun hress- ari og lýsti því yfir að ef pólitískur vilji væri fyrir hendi mætti mynda stjórn á viku. Kristín Halldórs- dóttir, Kvennalista, sagði í gær að hún hefði ekki trú á stjórnar- myndun á viku, en sá tími ætti þó manna í gærmorgun. Innan for- ystuhóps Kvennalistans var á- kveðinn vilji til að reyna myndun fjögurra flokka stjórnar áður en kæmi að þessari tilraun, og ræddu þær í fyrradag við alþýðubanda- lagsmenn og framsóknarmenn, en ákváðu að lokum að vilji þar, - sennilega einkum í Framsókn -, væri ekki nægur til að hafna boði Þorsteins. Þorsteinn sagði á blaðamanna- að nægja til að skera úr um hvort þessi kostur væri raunhæfur. Trú manna á að viðræður þess- ara afla leiði til ríkisstjórnar er misjöfn, en ýmsir telja þó pólit- ískar aðstæður með þeim hætti að' samstjórn „viðreisnarflokkanna“ með Kvennalista gæti hæglega orðið að veruleika innan fárra vikna. -m gjá SÍðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.