Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 3
Háskólinn
FRÉTTIR
Verðhækkanir
Sambandið
Stóraukning
hjá skipadeild
Rek«tur Sambands íslenskra
samvinnufélaga gekk betur á síð-
asta ári en árið á undan, en þrátt
fyrir það varð halli á rekstrinum
uppá tæpar 40 miljónir. Hagnað-
ur af reglulegri starfsemi SIS
varð hins vegar nær 115 miljónir
og heildarvelta fyrirtækisins tæp-
ir 15,5 mifjarðar.
Mest veltuaukning varð í
Skipadeild tæp 60% sem er bein
afleiðing af gjaldþroti Hafskips
og í sjávarafurðadeild uppá
36,5%. Þávarveltuauking iðnað-
ardeildar um 25% á milli ára.
-Ig-
Keflavíkurgangan
□ júní 1987
Skráiö ykkur í síma
17966 og 623170
Lækna-
deild fær
starfssjóð
Elliheimilið Grund
stofnar starfssjóð
lœknadeildar H.í. í
tilefni af65 ára afmœli
heimilisins
Stofnaður hefur verið Starfs-
sjóður læknadeildar Háskóla
íslands og er fé sjóðsins ætlað að
efla starfsemi deildarinnar, eink-
um hvað snertir fyrirlestrahald
og námsstefnur.
Sjóðurinn er stofnaður af Elli-
heimilinu Grund í tilefni af 65 ára
afmæli heimilisins og til minning-
ar um þá Bjarna Bjarnason
lækni, Skúla Guðjónsson pró-
fessor og Pórð Sveinsson prófess-
or. Stofnfé sjóðsins verður 250
þúsund krónur.
, Sjóðurinn verður samkvæmt
stofnskrá í vörslu háskólans en
stjórn læknadeildar tekur á-
kvarðanir um úthlutanir úr hon-
um. Elliheimilið Grund stofnaði
sambærilegan sjóð við guðfræði-
deildina á sínum tíma.
-gg
Fiskverð
Þráttað
í Veið-
lagsráði
Ekkibólar ánýju
fiskverði.
Átti að koma til
framkvœmda 1. júní.
Ljóst er að einhver bið
verður eftir því
Enginn fundur var í Verð-
lagsráði sjávarútvegsins um
nýtt flskverð í gær en fundur hef-
ur verið boðaður í ráðinu f dag kl.
16.00.
Nýtt fiskverð átti að taka gildi
1. júní en ljóst er að einhver
dráttur getur orðið á því að það
sjái dagsins ljós.
Ekki náðist samkomulag í
Verðlagsráði á dögunum að gefa
fiskverðið frjálst vegna andstöðu
fiskkaupenda og verður því farin
gamla leiðin að Verðlagsráð sam-
þykkir ákveðið verð fyrir hverja
fisktegund sem stðan er notuð
sem viðmiðun í kaupum og sölu á
fiski sem lægsta verð. Þeir fisk-
kaupendur sem ætla sér að fá gott
hráefni til vinnslu verða að borga
10-20% ofan á auglýst verð verð-
lagsráðs til fiskseljenda.
grh
Ógnir á útitaflinu. ( gær var minnt á kjarnorkuvá og hervæðingu í fylkingarum meðatómbombunasjálfa.-félagarúrÆskulýðsfylking-
miðbæ Reykjavíkur og fóru soldátar með dauðann sjálfan í broddi unni að minna á Keflavíkurgönguna. (mynd: Ari)
Borgarstjórn
Hart deilt um Foldaskóla
Elín G. Ólafsdóttir: Loforð meirihlutans um Foldaskóla brotin.
Davíð Oddsson: Glórulaust svartnœttishjal og rottugangsrugl.
„Ómerkileg sýndartillaga“ var
rökstuðningur fyrir frávísun
meirihluta fhaldsins í borgar-
stjórn á tiilögu lýðræðisflokk-
anna um að Ijúka 2. áfanga
Foldaskóla í Grafarvogi í ársbyrj-
un 1988. Borgarstjóri svaraði
framsögu Elínar G. Ólafsdóttur
með dæmalausri ræðu, þar sem
hellt var úr skálum borgarstjóra-
reiðinnar, ræðu Elínar valin orð
á borð við “rottugangsrugl“ og
„glórulaust svartnættishjal".
í framsögu sinni minnti Elín á
loforð borgarstjóra um fyrir-
myndarskóla í Grafarvogi. Þau
hefðu verið svikin. Það væri
troðið í skólann og foreldrar væru
óhressir.
Borgarstjóri svaraði með því
að segja að „Þessi borgarfulltrúi
varð sér til minnkunar á fundi
með foreldrum og kennurum í
Foldaskóla" og hrúgaði fúkyrð-
um yfir framsögumann. „Maður
tekur ekki mikið mark á því sem
þessi borgarfulltrúi segir“. „Þessi
borgarfulltrúi hefur aldrei í sinni
sjálfsánægju stutt nokkurt gott
mál“, sagði Davíð í dónia-
dagsræðu sinni og taldi flestar
staðhæfingar Elínar, meðal ann-
ars um troðinn skóla, rangar.
Tillaga lýðræðisflokkanna
gekk út á að framkvæmdir við 2.
byggingaráfanga Foldaskóla hæf-
ust þegar í stað, yrði lokið í árs-
byrjun 1988, og jafnframt yrðu
gerðar ráðstafanir til að 3. áfangi
verði tilbúinn haustið 1988.
-Ig-
ASÍ áminnir stjómina
Forseti ASÍskrifarforsœtisráðherra ogminnir á gefin loforð varðandi
opinberar verðhœkkanir. Verðhœkkanir hins opinbera talsvert umfram
almennar verðhœkkanir. Ferfram á ráðstafanir
n ekki í stykkinu með að halda
aftur af hækkunum á opinberri
þjónustu. Þessar hækkanir þýða
hærri framfærslukostnað launa-
fólks og auk þess er hið opinbera
með þessu að gefa fyrirtækjum
slæmt fordæmi, sagði Asmundur
Stefánsson forseti ASÍ í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Ásmundur sendi Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra
bréf í gær, þar sem hann minnir á
ábyrgð ríkisstjórnarinnar á sviði
verðlagsmála og gerir tilkall til
þess fyrir hönd ASÍ að gerðar
verði ráðstafanir til þess að færa
verðlagsmál hins opinbera til
samræmis við gefin loforð í kjölf-
ar samninganna í desember.
Ríkisstjórnin skrifaði undir
yfirlýsingu í desember þess efnis
að hún myndi tryggja að opinber-
ar hækkanir yrðu ekki umfram
almenna verðlagsþróun á árinu
og jafnframt myndi hún beina því
til sveitarfélaga að þau tak-
mörkuðu hækkanir á gjaldskrám
fyrirtækja sinna og stofnana á
sama hátt. Ásmundur minnir
Steingrím á þetta í bréfi sínu og
bendir á að þessi yfirlýsing var ein
grundvallarforsenda desembers-
amninganna.
Hækkanir hjá hinu opinbera
hafa hins vegar farið langt um-
fram það sem það sem gert var
ráð fyrir og stefna í 22%, þótt
ekki sé reiknað með 24% hækk-
un hjá ÁTVR. Að sögn Ásmund-
ar er hins vegar áætlað að al-
mennar verðhækkanir verði 15-
17% á árinu.
Ásmundur nefndi nýsamþyk-
kta hækkun á gjaldskrá Hitaveitu
Reykjavíkur sérstaklega í bréfi
sínu og sagði í gær að ástæða væri
til að óttast að sú hækkun yrði
öðrum hitaveitum fyrirmynd.
-gg