Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 7
San Salvador Herinn hótar hörðu Miklar mótmœlaaðgerðir námsmanna og verkamanna og hert barátta skœruliða FMLN í höfuðborg El Salvador valda taugaveiklun herforingja Að undanförnu hefur verið róstusamt í San Salvador, höfuðborg Miðameríkuríkisins El Saivador. Víða hefur vinna legið niðri, verkamenn og náms- menn gengið fylktu liði um götur og efnt til mótmæla við banda- ríska sendiráðið. Á sunnudag slasaðist leiðtogi stéttarfélags kennara alvarlega þegar hermenn hófu skothríð á Sri Lanka!lndland Sá hlær best... Gleði ríkisstjórnar Sri Lanka yfir flotasigrinum ífyrradagfékk skjótan endiígœrþegar ráðamenn í Nýju-Delhi sendu matbjargir og lyf flugleiðis tilJaffna Taugastríð ríkisstjórna Ind- lands og Sri Lanka tók nýja stefnu í gær. Einsog menn rekur minni til vann floti hinna síðar- nefndu glæstan sigur í fyrradag yfir indverskri smábátalest sem sigidi inn i lögsögu landsins undir fánum Rauða krossins með vistir ætlaðar óbreyttum borgurum á Jaffnaskaga. Einsog gefur að skilja gat hinn risavaxni nágranni ekki sætt sig við slíkar smánarlyktir og lét krók koma á móti bragði. I gær sendi stjórnin í Nýju-Delhi fimm stórar flutningaflugvélar hlaðnar matvælum, lyfjum og fleiri hjálp- argögnum til eyjarinnar í suðri þar sem farminum var varpað út í fallhlífum yfir Jaffnaskaga. Flutningavélunum til trausts og halds voru fjórar franskar orr- ustuþotur af gerðinni Mirage- 2000. Áður en þær hófu sig til flugs sendu indverskir ráðamenn koll- egum sínum í Kólombó skilaboð á þá lund að ef þeir voguðu sér að hefja skothríð úr loftvarnarbyss- um myndu þoturnar svara í sömu mynt. Ennfremur hvöttu þeir indverska borgara í höfuðborg Sri Lanka til að láta fara lítið fyrir sér og leita hælis í tveim gistihús- um í indverskri eigu. Að vonum voru valdsmenn á eyjunni grútspældir vegna yfir- gangs Indverja. Stór orð voru sögð og því hótað að málið yrði tekið upp á „til þess bærum vett- vangi.“ Þeir halda fast við þær fullyrðingar sínar að allt sé í lukk- unnar velstandi hjá Tamílum á Jaffna en formælendur aðskiln- aðarsinna úr þeirra röðum segja það haugalygi og saka stjórnar- herinn um fjöldamorð. -ks. mótmælagöngu. Síðan hefur hver kröfugangan rekið aðra og hafa verkalýðsfélög á borð við Þjóðar- einingu verkamanna verið í broddi fylkingar andófsafla. Einnig hafa námsmenn haft sig mikið í frammi og í vikunni komu um 2000 þeirra saman fyrir utan bandaríska sendiráðið sem er svo vel varið að gárungarnir nefna það „Apache-virkið“. Helstu kröfur mótmælenda eru þær að Jose Napoleon Duarte forseti láti þegar í stað af emb- ætti, Bandaríkjamenn hætti strax íhlutun í málefni landsins, samið verði um að binda enda á borg- arastríðið sem staðið hefur lát- Hermenn handtaka námsmenn við háskólann einum árum. Margir voru myrtir. San Salvador fyrir fá- laust í átta ár og að mynduð verði samsteypustjórn með þáttöku allra lýðræðisafla. Vinstri sinnaðir skæruliðar frelsisfylkingarinnar FMLN láta nú æ meira til sín taka í San Salva- dor. Vinna þeir spjöll á ýmsum opinberum eigum svo sem flutn- ingatækjum og rafstöðvum og gera yfirvöldum ákaflega gramt í geði. Yfirmenn í hernum eru alls ósáttir við gang mála og hafa að undanförnu hvað eftir annað haft í hótunum um að beita andófs- menn fullri hörku. Aðstoðar varnar- og öryggism- álaráðherra ríkisstjórnar Duart- es, Reynaldo nokkur Nuila ofursti, sagði í fyrrakvöld í sjón- varpsávarpi að „herinn gæti hvað úr hverju séð sig knúinn til að taka aftur upp stjórnunaraðferð- irnar frá 1979“. Það ár voru sett herlög í landinu og upp frá því ríkti varg- öld í höfuðborginni þegar dauða- sveitir á vegum hersins léku lausum hala og myrtu mörg þús- und meinta vinstrimenn. -ks. Beirút/London Vora skotnir í bakið Tveir ungir drengir héldu í gær frá Líbanon til Lundúna. Bóðir eru lamaðir fyrir neðan mitti eftir að hafa orðið fórnarlömb byssu- varga á meðan átök Amalsíta og palestínskra skæruliða stóðu sem hæst. Samir Madani er átta ára gam- all síti. Dag nokkurn var hann úti við að leik þegar skarst í odda með öndverðum fylkingum. Hann lenti í eldlínunni milli stríð- andi herja og var skotinn í bakió. Bilal er sex ára gamall Palest- ínumaður. Hann býr í Bourj Al- Barajneh flóttamannabúðum landa sinna í Vestur-Beirút sem Amalliðar sátu um í níu mánuði. Lengi var þar ekki til matarögn og hungur svarf að íbúunum. Einu sinni sem oftar fór Bilal út til að tína gras sér til matar. Am- alliði kom auga á snáða og skaut hann í bakið. „Þótt ólíklegt megi teljast að þeir stígi í fæturna framar þá er hægt að veita þeim ýmsa að- hlynningu og búa þá undir æfi- löng örkuml", segir breski lækn- irinn Swee Ang sem slóst í för með þeim. -ks. Leiðtogar miðjubandalagsins dorga, Davíð og Davíð, Owen og Steel. Enginn bítur á agnið. Enga samsteypustjom, takk Skoðanakannanir stangast á umfylgisaukningu Verkamannaflokksins. Stóruflokkarnir Ijá ekki máls á samvinnu við miðjubandalagið þótt hvorugur þeirrafái hreinan meirihluta Nú er aðeins tæp vika þangað til Bretar kjósa sér nýja þing- menn. Skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt, svo ekki verði um villst, að forskot það sem íhaldsflokkurinn hafði á Verka- mannaflokkinn við upphaf kosn- ingabaráttunnar hefur minnkað verulega. Að vísu stangast niður- stöður þeirra nokkuð á en engu að sfður er Ijóst að sú staða getur hæglega komið upp að hvorugur stóru flokkanna fái hreinan meirihluta í neðri málstofunni. Kannanirnar hafa leitt í ljós að Margrét Thatcher verður að brill- era í Feneyjum í næstu viku eigi hún að vera örugg um að sigra í kapphlaupinu við Neil Kinnock. Fatist henni hinsvegar flugið gæti voðinn verið vís því breskir kjós- endur virðast margir hverjir láta frammistöðu leiðtoga sinna á al- þjóðavettvangi gera útslagið um það hvort þeir ljá þeim atkvæði sitt eða láta þá róa. Ef hvorugur stóru flokkanna hreppir hreinan meirihluta í þingkjörinu þá er komin upp staða í breskri pólitík sem á sér ekki hliðstæðu allar götur síðan 1929. Þá hrökk samsteypustjórn upp af limminu og síðan hafa þær ekki átt upp á pallborðið ef undan er skilin þjóðstjóm Win- stons Churchills á stríðsárunum. Leiðtogar bæði íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hafa þvertekið fyrir að ganga til stjórnarsamstarfs við miðju- bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra ef slík staða kæmi upp. Thatcher segir samsteypu- stjórnir veikar og ómarkvissar og því óalandi og óferjandi. Kinnock smyr þykkra á sneiðarnar þegar samstarf við miðjumenn kemur til tals: „Engir samningar, engin hrossakaup, engin samvinna um að þeir fái nokkra aðild að ríkisstjórn. Við ætlum ekki að koma þeim til vegs og virðingar. Af þessum ummælum má vera ljóst að ef enginn flokkur fær hreinan meirihluta þá á hennar hátign trauðla annars úrkosta en að efna til þingkjörs á ný. -ks. Föstudagur 5. Júnf 1987 | ÞJÖÐVIUINN - SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.