Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 15
MINNING Öllum er kunnugt að skammt er milli lífs og dauða. En það er ótrúlegt hvað örlögin geta verið meinleg og leikið okkur grátt á stundum. í Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ kom saman glaðvær hópur starfsmanna hinn 26. maí s.l. Hin formlegu skólaslit voru að baki, síðustu vorverkum að ljúka. Einn úr hópnum var kallaður upp og fékk blóm í tilefni þess að hann hafði gengið í hjónaband þrem dögum áður. Það leyndi sér ekki hamingjubrosið í augum þessa unga manns. Daginn eftir ætlaði hópurinn í stutta ferð til að njóta veðurblíð- unnar og ganga á fjörur í stór- steyminu. En ferðin var aldrei farin. Það vantaði einn í hópinn. Hamingjubros gærdagsins stóð okkur ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum, en blákaldar staðreyndir lífsins drógu úr okkur allan mátt. Ungi maðurinn var dáinn. Gísli Sighvatsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, varð bráðkvaddur að heimili sínu aðfararnótt hins 27. maí s.l. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 21. október 1950, sonur hjónanna Elínar Jó- hönnu Ágústsdóttur og Sighvats Bjamasonar, aðalféhirðis út- vegsbanka íslands. Þau era bæði fædd og uppalin í Vestmannaeyj- um og bjuggu þar fram að gosi 1973, en fluttust þá til Hafnar- fjarðar og síðar til Reykjavíkur. Elín er dóttir Ágústs Þórðarson- ar, yfirfiskmatsmanns og Viktor- íu Guðmundsdóttur, er bjuggu á Aðalbóli í Vestmannaeyjum. Sighvatur er sonur Bjarna, bankastjóra í Vestmannaeyjum, Sighvatssonar, er lést 20. ágúst 1953. Hann var sonur Sighvats bankastjóra og jústisráðs í Reykjavík, Bjarnasonar, sjó- manns í Hlíðarhúsum í Reykja- vík, Kristjánssonar. Hálfsystir Gísla er Kristín Sighvatsdóttir Lynch, fædd 1942, búsett í Bandaríkjunum. Þá er Bjami, skrifstofumaður í Vestmannaeyj- um, fæddur 1949, en yngri eru Viktor Ágúst, læknir á Landspíf- alanum, fæddur 1952, Ásgeir, rafvirki, fæddur 1955 og Elín, fatatæknir, fædd 1961. Þau eru öll fædd í Vestmannaeyjum Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1971. Ári eftir stúdentspróf stundaði hann nám við Kennara- háskóla íslands, en hélt þá til Freiburg í Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á þýsku og þýsk- ar bókmenntir í tæp fimm ár. Hann kenndi við grunnskólann og framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum á árunum 1977- 1982, en fór þá um haustið aftur í Kennaraháskólann. Þar kynntist hann Ólöfu Helgu, sem þá varð förunautur hans á því stutta lífs- hlaupi sem eftir var. Gísli lauk BA-prófi frá Háskóla íslands 1985 í þýsku og uppeldisfræðum og ári síðar lauk hann kennslu- fræðinni. Þá lá leið þeirra Gísla og Ólafar til Kanada, þar sem Gísli lagði stund á Masters-nám í Háskólanum í Manitoba. Nám- inu lauk hann 1986 og átti þá að- eins eftir að leggja síðustu hönd á lokaritgerðina. Hinn 23. maí s.l. gengu þau Gísli og Ólöf Helga Þór í hjóna- band. Ölöf er kennari við Fella- skóla í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Kristínar Þór og Am- alds Þór, garðyrkjubónda í Reykjavík. Gísli og Ólöf höfðu nýlega reist sér myndarlegt heim- ili að Birkihvammi 13 í Kópavogi og hafði Gísli þá gengið syni Olafar, Gunnari Sveini, sem nú er 9 ára gamall, í föðurstað. Gísli var afar stoltur af syni sínum og reyndist honum góður faðir. Gísli Sighvatsson kom til starfa í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ haustið 1986. Kynni mín af Gísla vom því ekki löng en þau vora hins vegar ákaflega ánægjuleg. Hann var kennari af lífi og sál, velviljaður í garð nemenda og samstarfsmanna. Prúðmennskan Rúnar Pálsson umdæmisstjóri Flugleiða og Ingólfur Arnarson umdæmisstjóri Flugmálastjórnar á Austurlandi: Það verður mikil breyting til batnaðar fyrir flugsamgöngur og landsfjórðunginn allan að fá hér 2000 metra flugbraut. Egilsstaðaflugvöllur Framkvæmdir hefjast í sumar Eyvindaráinflutt norður fyrir vœntanlegan brautarenda. Utboð íjúlí. Áœtlað aðframkvœmdir taki þrjú ár var ævinlega í fyrirrúmi. Þau em mörg vandamálin sem koma upp í skólastarfinu, sum stór en önnur smá. Mér er það efst í huga hversu gott var að leita til Gísla þegar einhver mál þurfti að leysa. Góðvildin var honum eðlislæg, viðhorfin ætíð jákvæð. Um síð- ustu áramót komu upp óvæntir erfiðleikar í töflugerð fyrir ný- liðna vorönn og bauðst Gísli þá til að breyta töflu sinni til þess að leysa málin, þó hann sjálfur fengi miklu óhentugri kennslutíma fyrir vikið. Þá hljóp hann undir bagga í Garðaskóla á sama tíma, þegar þar vantaði þýskukennara í nokkra tíma í 9. bekk. Ekkert var honum sjálfsagðara en að leggja sitt af mörkum til þess að skóla- starfið gæti gengið farsællega. Samleiðin á vegferðinni var stutt, allt of stutt, en það er hugg- un harmi gegn að eiga góðar minningar um hinn ágæta dreng, Gísla Sighvatsson. Fegurð og birta ríkja yfir minningunum. Að lokum votta ég eiginkonu Gísla, Ólöfu Helgu, og syni hans, Gunnari Sveini, svo og öðrum ástvinum hans innilega samúð mína, og ég veit að ég má flytja kveðjur frá nemendum, kennur- um og öðm starfsfólki Fjölb- rautaskólans í Garðabæ. Blessuð sé minning Gísla Sig- hvatssonar. Þorsteinn Þorsteinsson Miðvikudaginn 27. maí barst okkur sú harmafregn að félagi okkar og skólabróðir, Gísli Sig- hvatsson, væri allur aðeins 36 ára gamall. Okkur setur hljóða og hugur- inn reikar til baka. Minningar um góðan dreng sækja fram, dreng sem alla tíð skar sig úr okkar hópi, ekki vegna þess að þar færi hávaðamaður sem kallaði á at- hygli. Þvert á móti var sérstaða hans fólgin í eðlislægu og ein- stöku rólyndi sem laðaði til sín fólk og hafði góð áhrif á alla sem í kringum hann vom. Gísli var því mjög vinmargur og eftirsóttur fé- lagi. Hans vinahópur a Mennta- skólanum spannaði a.m.k. þrjá árganga sem var mjög óvenjulegt en segir meira en mörg orð um mannkosti hans. Hann var okkar Njáll á Bergþórshvoli, hlýddi á vandamál manna, kunni að hlusta, íhugaði og gaf góð ráð á sinn yfirlætislausa hátt. Hann var hins vegar dulur á eigin tilfinning- ar og flíkaði þeim ógjarnan. Eftir stúdentspróf stundaði Gísli nám við Kennaraháskóla ís- lands og fór síðan til Þýskalands til náms. Eftir heimkomuna kenndi hann í nokkur ár í heima- bæ sínum Vestmannaeyjum en hóf síðan framhaldsnám við Manitobaháskóla. Er heim kom hóf hann kennslu við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ og hafði því rétt Iokið sínu fyrsta kennsluári. Samfundir við Gísla urðu stop- ulli meðan á námi hans í Þýska- landi og í Kanada stóð en með heimkomu hans treystust vina- böndin aftur. Það var alltaf þægi- legt og notalegt að hitta Gísla og eiga með honum stund. Hann var glaðvær og gamansamur á sinn hægláta hátt og gaman hans var ætíð græskulaust. Við getum velt fyrir okkur hin- um áleitnu spurningum: hvers vegna hann, til hvers? en enginn kann svarið. Við hljótum að beygja okkur fyrir hinu óum- flýjanlega en tregi og kærar minningar sitja í hugskotinu. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann þessi ár. Ólöfu Helgu, Gunnari Sveini, foreldmm og öðmm aðstandend- um sendum við innilegustu sam- úðarkveðjur. Laugarvatnsstúdentar vorið 1970 Eins og fram hefur komið í fréttum stendur til að byggja nýja flugbraut á Egilsstöðum. Flug- braut þessi verður lengri en sú sem nú er og munu þá stærri vélar geta lent á Egilsstöðum en nú. Aætlað er að framkvæmdir þess- ar hefjist í sumar. Ingólfur Arnarson er umdæm- isstjóri Flugmálastjórnar á Austurlandi og sagði hann að áveðið væri að byggja 2000 metra flugbraut og væri í gangi undir- búningur að lokaviðræðum við landeigendur sem hann reiknaði með að gætu hafist um þessi mán- aðamót. „Það er áætlað að brautin verði aðallega í landi Finnsstaða í Eiða- þinghá og það þýðir að færa þarf Eyvindarána norður fyrir brautarendann. Þetta er verið að kanna núna, sérstaklega með til- liti til flóðanna sem koma í ána, en hún getur verið allt frá litlum bæjarlæk upp í beljandi fljót. Við vonum að útboð geti farið fram í júlí og verkið gæti þá hafist í ágúst ef allt gengur samkvæmt áætlun. Flugbrautin verður um þrjú ár í byggingu og samhliða henni verða hér einnig fram- kvæmdir við stækkun flugstöðv- arbyggingarinnar," sagði Ingólf- ur. Rúnar Pálsson umdæmisstjóri Flugleiða á Egilsstöðum segir svo miklu stærri flugbraut koma til með að breyta mjög miklu bæði fyrir Flugleiðir og fyrir sam- göngur á Austurlandi almennt. „Þetta opnar Flugleiðum miklu meiri möguleika á að þjóna þess- um landsfjórðungi bæði vegna bættrar brautar og aðflugsskil- yrða. Þannig eykst flugöryggi til Austurlands geysilega mikið og þá ekki síst í sambandi við sjúkra- flug. Aðflugslágmark lækkar að mun, tækjabúnaður flugvallarins verður aukinn og bættur og þann- ig verður hægt að treysta mun betur á flugaðstöðuna hér. 2000 metra braut þýðir einnig að stærstur hluti véla í almennu áætlunarflugi getur lent hér ef þörf krefur og eins gefst kostur á að bjóða upp á fjölbreyttari möguleika á leiguflugi en verið hefur. Nýja brautin býður líka upp á nýja og aukna möguleika í ferðamannaþjónustu hér austan- lands. Það vill nú svo til að stærst- ur hluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins koma til að skoða landið en ekki bara suð- vesturhornið eins og margir vilja álíta, og bættar flugsamgöngur út um landið gefa kost á stóraukinni þjónustu í þá veru,“ sagði Rúnar að lokum. -ing Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóra vantar að Heilsugæslustöð- inni í Bolungarvík frá 1. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 94-7287 og 94- 7170. Bæjarstjóri Fóstrur Forstöðustarf við leikskólann í Bolungarvík er laust til umsóknar frá 15. júlí nk. og einnig fóstru- starf. Upplýsingar í síma 94-7264 og 94-7457. Bæjarstjóri Eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur Gísli Sighvatsson Birkihvammi 13, Kópavogi sem lést miðvikudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju í Fteykjavík föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Ólöf Helga Þór Gunnar Sveinn Elín Ágústsdóttir Sighvatur Bjarnason Kristín Sighvatsd. Lynch Charles Lynch Bjarni Sighvatsson Aurora Friðriksdóttir Viktor Sighvatsson Ásgeir Sighvatsson Elín Sighvatsdóttir Föstudagur 5. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.